Dagur - 06.07.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 06.07.1993, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 6. júlí 1993 - DAGUR - 11 Fréttir Borðeyri: Áhugiá endurreisn Riis-húss Eitt af stærri verkefnum Héraðsnefndar Strandasýslu er að skapa verkefni eða standa fyrir verkefnum um atvinnuuppbyggingu til sveita og segir Stefán Gísla- son sveitarstjóri á Hólmavík og framkvæmdastjóri Hér- aðsnefndarinnar að sýslunni sé skipt í svæði og á öllum svæðunum sé unnið að nytjalist, minjagripagerð og heimilisiðnaði en einnig er starfandi á öllum svæðunum landbúnaðar- og ferðaþjón- ustuhópur sem síðan er skipt eftir staðháttum. Starfandi er hópur sem starfar að útgerð, fiskvinnslu og hlunnindum og að Boróeyri í Hrútafirði starfar hópur kringum ákveðið hús, Riishús, en hér er um að ræða eitt elsta hús Strandasýslu, byggt um 1870 af Peter Riis kaupmanni sem var umsvifamikill kaup- maóur og útgerðarmaður. Hús- ið hefur verió í nióurníðslu en Þjóðminjavörður hefur haft hug á því að flytja húsið yfir að Reykjaskóla í Hrútafirði í tengslum við safnió þar en heimamcnn telja hagkvæmara að það verði kyrrt á Borðeyri og fái þar hlutvcrk og er þar helst rætt um minjagripa- vinnustofu og gallerí en veru- legur kostnaður liggur í því aö standsetja húsið. Hóparnir ciga aó starfa í sumar og lýkur vcrkcfninu í haust cn þær hugmyndir sem taldar verða raunhæfar verða áfrarn í vinnslu og þá verða [reir sem starfa að þeim hugmyndum í samstarfi við ráðgjafa og fjár- mögnunaraðila cn Karl Sigur- geirsson framkvæmdastjóri Hagfélagsins hf. á Hvamms- tanga mun aðstoða hópana við þá vinnu og er þá m.a. horft til Framleiðnisjóðs og Vcrkefna- sjóós. í sumar verða starfræktir útimarkaðir víða um héraðiö, m.a. á Borðeyri, Hólmavík og í Arncshreppi, og eru þeir í samstarfi við fyrirtækið Vest- urferðir á ísafirði scm hefur það á stefnuskrá að kynna möguleika fyrir ferðamenn í Vestfirðingafjórðungi. GG Kári sýnir í Eden Kári Sigurðsson heldur málverka- sýningu í blómaskálanum Eden 5.-18. júlí.A sýningunni eru olíu- krítar- og pastelmyndir, unnar á síóustu þremur árum. Þetta er 25. einkasýning Kára. Óviðeigandi myndbirting Með pistlinum Kvennaráð í helg- arblaði Dags 3. júlí sl. var birt mynd af stúlku sem tók þátt í módelsamkeppni á Akureyri á síð- asta ári. Að gel'nu tilefni skal það tekið fram aó stúlkan á myndinni tengist el'ni greinarinnar ekki á nokkurn hátt, ekki frekar cn aðrar myndir úr myndasafni Dags sem notaðar hafa verið meó þessum pistlum. Dagur biður hlutaðeig- andi velvirðingar á umræddri myndbirtingu þar sem hún hefur valdið misskilningi og sárindum og ítrekar aó myndin á ekkert skylt við greinina. - Umsjm. helgarblaós. Margir fiskverkendur eiga eftir að gera samninga við lögboðna skoðunarstofu: Bráðabirgðaleyfi renna út í ágúst Skoðunarstofa Norðurlands var stofnuð í vor en eftir að eftirlit með fiskverkunarhúsum og fiskiskipum var tekið úr hönd- um Ríkismats sjávarafurða og það lagt niður voru stofnaðar allnokkrar skoðunarstöðvar og hefur farið fram nokkurt kapp- hlaup um viðskipti við aðila í fiskverkun og útgerð. Asgeir Arngrímsson fram- kvæmdastjóri Fiskmiðlunar Norðurlands, en skoðunarstofan er starfrækt á þeirra vegum, segir að rekstur stofunnar hafi farió fremur seint í gang en gerðir hafi verið um 50 samningar að undanförnu, aðallega við norðlenska aðila, enda hafi áherslan fyrst og fremst beinst að Norðlendingum. Sam- kvæmt upplýsingum Össurar Kristinssonar hjá Fiskistofu eiga mjög margir forráðamenn fisk- verkunarhúsa og fiskiskipa eftir að ganga frá samningum, eða um 40%, en eindagi á að gera samn- inga við skoðunarstofur var 1. maí sl. Ljóst er hversu margír höfðu vinnsluleyfi á sl. ári og svo bæt- ast skipin þar við og alls eru þetta um 2.500 aðilar en búast má við að sú tala sé í raun eitthvað lægri því einhverjir hafa hætt á þessu tímabili og engin skylda hvílir á þeim að tilkynna að þeir séu hætt- ir útgerð eða fiskverkun. Össur segir að honum sé kunnugt um að 200 frágengnir samningar séu á leiðinni en það komi að því að fyrirtæki verði beitt refsiákvæð- um ef þau ganga ekki frá sarnn- ingum en engin dagsetning hefur verið ákveóin í því sambandi. Nýtt fyrirkomulag tekur gildi 1. septembcr nk. Um síðustu áramót voru gefin út bráóabirgðaleyfi til allra þeirra aðila sem höfðu vinnsluleyfi á sl. ári sem gildir til 1. september og segir Össur að þeir aðilar sem ekki hafa gengið frá samningum við einhverjar skoðunarstofur fyr- ir þann tíma hal'i þar meó ekki vinnslu- eða veiðileyfi. GG GLERÁRGÖTU 36 SÍMI 11500 Á söluskrá: Hrísalundur: Tveggja herbergja íbúð á annarri hæð í svalablokk, um 63 fm. Laus strax. Grenivellir: 3-4 herbergja íbúð á 3ju hæð í fimmbýli, um 80 fm. Rimasiða: Einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr, samtals um 182 fm. Skipti á eign á Reykja- víkursvæðinu möguleg. Afmæliskveðja * Askell Einarsson sjötugur Arið 1958 voru kosningar til bæj- arstjórna í landinu, og einnig var þá svokölluð vinstri stjónr í land- inu. Því var það aö framsóknar- mönnum á Húsavík fannst ekki hægt að halda áfram gamalli sam- vinnu við sjálfstæðismenn og ákveðið var að ýta burt bæjar- stjóra sem var sjálfstæðismaóur, hinn ágætasti maður, Páll heitinn Kristinsson, og auglýsa starfið laust. Ég var þessu brölti fram- sóknar mjög andvígur og þegar hinn nýi bæjarstjóri, Askell Ein- arsson, kom til starfa, var hann því ekki bæjarstjóri minn við komuna. Þegar þetta geröist var ég oróinn framkvæmdastjóri fyrir Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. Eigendur Fiskiðjusamlagsins voru Kaupfélag Þingeyinga (ca. 50%) og Húsavíkurbær (ca. 30%) og aðrir áttu afganginn. Af þessu sést aö ekki varö hjá því komist aó hafa mikil viðskipti við Áskel sem bæjarstjóra, enda varð hann strax kosinn í stjórn samlagsins og strax formaður stjórnar, sem ég hefi síðan verió mjög þakklátur fyrir, því fáa menn hefi ég þekkt sem höfðu meiri metnað í meðferð fjármála, meö góðri og hagnýtri notkun, og það aö standa í skilum, og man ég að einu sinni var ég staddur á fjármálastofnun að leita lánafyrirgreiðslu fyrir nýbyggingu Fiskiðjusamlagsins, þá stóð bankastjórinn á fætur og sagói sjálfsagt að lána Fiskiðjusamlag- inu, því eftir aó undirritaður tók við rekstri fyrirtækisins hefði það alltaf staðið í skilum, og sama væri hægt að segja um Bæjarsjóð Húsavíkur undir stjórn Áskels Einarssonar. Öll mín reynsla af Áskeli var sem aö framan segir og ætla ég ekki að rekja ætt og mörg mjög Vinningstölur laugardaginn uiMMiMr-ío fj0l“ UPPHÆOÁHVERN vinninuhh vimningshafa VINNINGSHAFA 1. 4ai^5l 4. 102 2.868 2.136.323,- 370.787,- 6.270,- 520.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.638.010.- Mte UPPLÝSINGAR: SlMSVARI 91-681511 LUKKULlNA 991002 merk störf Áskels, því það hefir Ragnar Ólafsson gert í ítarlegri grein í Morgunblaðinu og Degi af- mælisdaginn 3. júlí, en vil þó geta þess, aó þegar Áskell hætti sem bæjarstjóri viö nýja pólitíska bylt- ingu í bæjarstjórn og tók við rekstri Sjúkrahúss og síðar til Fjórðungssambands Norðlend- inga, þá hætti ég undirritaður sem framkvæmdastjóri Fiskiðjusam- lagsins af óánægju vió þessa bylt- ingu og yfirgaf Húsavík eftir 22 ára búsetu, og var mér þá kunnugt aó Áskell sem framsóknar- og samvinnumaður hafði löngun til að takast á við að rcka gott Kaup- félag, og oróaói ég það við framá- mann í samvinnuhreyfingunni, að með Áskcli gætu samvinnumcnn fcngið sterkan og reyndan fjár- málamann í starf kauplclagsstjóra. Hann hugsaöi sig um og sagði svo: Þaö gengur aldrci. Hann er allt of harður í horn að taka og getur fiæmt félagsmenn frá kaup- félaginu með innheimtuhörku. Já auðvitað sagði ég, það gcta tapast atkvæði við kosningar og því miklu bctra að fá blauða mcnn til forystu sem lána út annarra manna fé, og setja svo allt á hausinn sagði ég og kvaddi. Aö endingu vil ég senda Áskeli og tjölskyldu innilegar afmælis- kveöjur og þakka ég honum vin- áttu og drengskap frá því að kynni okkar hófust. Vernharður Bjarnason. Keilusíða: Tveggja herbergja íbúö á 3. hæð í fjölbýlishúsi, um 62 fm. Áhvílandi húsn.lán um 1,1 millj. Tjarnarlundur: 4 herbergja íbúö á 4. hæð, um 108 fm. í góöu lagi. FASIÐGNA&VJ SKIPASAUlSSZ NORÐURLANDS fl Glerárgötu 36, sími 11500 Opið virka daga frá kl. 9.30-11.30 og 13-17. Sölustjóri: Pétur Jósefsson Lögmaður: Benedikt Ólafsson hdl. || Sumarbúðir í Hamrí íþróttaskóli fyrir 6-13 ára krakka Innritun stendur yfir í íþrótta- og leikjaskólann SUMARBÚÐIR í HAMRI, sem haldinn verður í sumar á íþróttasvæði Þórs. Hér er um að ræða heilsdags 2ja vikna námskeið, með heitum mat frá GREIFANUM í hádeginu. Það verða mjög fjölbreyttar íþróttir, leikir og ýmsar ferðir á boðstólum hjá okkur í sumar. 4. Námskeið 5. Námskeið Enn eru laus pláss á síðustu námskeið sumarsins. 12. júlí- 23. júlí 10dagar 26. júlí- 6. ágúst 9 dagar Munið systkinaafsiáttinn. Þátttökugjald fyrir 10 daga námskeið er kr. 9.900,- og fyrir 9 daga námskeið kr. 8.900. Systkinaafsláttur. Greiðslukjör við allra hæfi. Visa - Euro. Innritun og allar nánarl upplýslngar í Hamri í síma 12080.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.