Dagur - 06.07.1993, Blaðsíða 16

Dagur - 06.07.1993, Blaðsíða 16
Blönduós: HeimiMsiðnaðarsafníð að sjáifseignarstofiiun - með þátttöku átta sveitarfélaga Nýlega var Heimilisiðnaðarsafn- ið á Biönduósi gert að sjálfs- eignarstofnun sem að standa 8 sveitarfélög af 10 í A-Hún. ásamt Sambandi a-húnvetnskra kvenna, sem áður sá um rekstur safnsins. Gerð hefur verið skipulagsskrá fyrir safnið og það samþykkt af Þjóðminjaráði, sem er forsenda fyrir ríkis- styrkjum. Safnið tók til starfa 1. júní sl. skv. hinu nýja formi. „Við töldum aó þaó skipti verulegu máli upp á framtíðina að breyta rekstrarform- Dalvík: Maður bitínn í höndina Nokkuó annasamt var hjá lögregl- unni á Dalvík um helgina í tcngslum við dansleik á staðnum og m.a. voru kærðar tvær líkams- árásir. I öðru tilvikinu var maður bitinn til blóös í höndina af öðrum manni það illa aó kalla varða til lækni. Auk þessa voru átta teknir fyrir of hraðan akstur og einn vegna gruns um ölvun. SBG Sýslumannsmálið: Hlutimálsins til sak- sóknara Rannsóknarlögregla ríkisins hefur sent hluta máls vegna meints smygls sýslumanns og yfirlögregluþjóns á Siglufirði til ríkissaksóknara. Það eru gögn vegna smyglsins sjálfs, en enn er ekki lokið rannsókn RLR og Ríkisendurskoðunar á fjárreið- um sýslumannsembættisins. Bragi Steinarsson vararíkis- saksóknari sagói í samtali við Dag að enn væri beðið niðurstöðu þeirrar rannsóknar og ekki yrði tekin ákvörðun um hvort höfóað yrði mál á hendur mönnunum tveimur fyrr en að lokinni þeirri rannsókn. Mennirnir tveir voru báðir leystir frá störfum tíma- bundið á meðan á rannsókn stendur. Bragi sagðist ekki geta sagt um hve langan tíma tæki fyr- ir embættið aó komast að niður- stöðu urn málshöfðun. PS VEÐRIÐ Það er ekki hægt að hrópa húrra yfir veðrinu þessa dag- ana. í dag spáir Veðurstofan heldur þungbúnu veðri um norðanvert landið og hita á bilinu 6-15 stig. Á morgun er spáð austan- eða suð- austlægri átt og 9-12 stiga hita. Á fimmtudag gengur síðan aftur í norðanátt með kólnandi veðri og þannig verður veður væntanlega einnig á föstudag. inu til þess aó styrkja í raun stöðu safnsins,“ sagði Elín S. Sigurðar- dóttir formaður Sambands a-húnv. kvenna, sem jafnframt er formaó- ur stjómar hinnar nýju sjálfseign- arstofnunar. Hún segir safnió standa ágætlega fjárhagslega þessa stundina, en búa við þröng- an húsakost. Öll sveitarfélög í A- Hún. standa að sjálfseignarstofn- uninni, nema Bólstaðahlíðar- hreppur og Höfðahreppur. í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar eru fimm manns, tvær konur frá Samb. a-húnv. kvenna, tveir frá Blönduósbæ og einn frá sveitun- um. Engin reglugerð var til fyrir safnið, en það er forsenda fyrir samþykki Þjóðminjaráðs, sem er aftur forsenda fyrir ríkisstyrkjum. Aó vísu hefur safnið notið ríkis- styrkja undanfarin ár, aó sögn El- ínar, en þeir hefðu fallið niður ef þessi skipulagsbreyting hefði ekki komið til. Sveitarfélögin í kring og fyrst og fremst Blönduósbær hafa styrkt safnið fram til þessa. Samband a-húnv. kvenna hefur rekið Heimilisiðnaðarsafnið allt frá 1976 er það var opnað í tilefni 100 ára afmælis Blönduóss. Safn- ið hefur notið sjálfboóavinnu kvennanna í sambandinu og það gengur ekki lengur, að sögn Elín- ar. Hún segir konum fremur fara fækkandi í kvenfélögum, sérstak- lega til sveita og auk þess hafi konur í svo mörgu að snúast. El- ísabet Sigurgeirsdóttir hefur verið fastur starfsmaður safnsins til fjölda ára, en nú hcfur verið gerð- ur við hana samningur og starf hennar er ekki lengur sjálfboða- vinna. Fastur opnunartími safnsins í sumar er frá kl. 14-17 alla virka daga. Einnig cr hægt að semja við Elísabetu um að opna safnið utan þessa fasta tíriia. sþ Júlímánuður er sá mánuður sem erlendir ferðamenn eru hvað mest áberandi í íslensku mannlífi, sama hvernig viðrar. Tvær stúlkur frá Sviss, Ari- anne og Sabine, urðu á vegi blaðamanns á tjaldstæðinu á Akureyri í gær og þrátt fyrir rigninguna brostu þær sínu breiðasta. Reyndar er Ariannc ekki hreinn og klár ferðamaður því í sumar hefur hún verið að vinna á Sólheimum í Grímsnesi og í fyrrasumar var hún að vinna á bænum Varmalæk í Skagafirði. Hún er því farin að þckkja ís- land nokkuð vel og búin að læra * „Island er frábært“ „pínulítið“ í íslensku. Þegar vin- kona hennar kom í heimsókn ákvaó hún hins vegar aö drífa sig af stað í hringferó um landið og lögðu þær í hann sl. laugardag. „Við feróumst á puttanum og okkur finnst þaó lítið mál hér- Iendis mióað við heima í Sviss. Aðallega eru það karlmenn á milli þrítugs og fimmtugs sem taka okkur upp í og hingað til höfum við ekki átt í ncinum vandræðum með að komast leið- ar okkar," sögðu þær stöllur. Arianne er að nema kennslu- fræði í Sviss, en hefur hrifist svo af íslandi að hún er nú þegar búin aó veróa sér úti um vinnu hérlendis næsta sumar. Hún sagði að það væru víðátturnar sem hcilluðu sig mest; hversu auðvelt væri að komast burt frá skarkala heimsins og út í mann- lausa náttúruna. Sabine byrjar í Iæknisfræði á komandi hausti, en þangað til sagóist hún vera að njóta lífsins. Hún sagði aö ísland væri frá- bært, þrátt fyrir votviðri síóustu daga, og mikill munur að komast út í náttúru sem væri laus við öll ummerki um siðmenningu. Hún lét vel af skemmtanagleði ís- lendinga, en þær höfðu skellt sér á dansleik á Fjórðungsmóti norðlenskra hestamanna á Vind- heimamclum um hclgina, og sagði að í Sviss fyndist hvcrgi nokkuð í líkingu við þetta; staö- ur þar sem fólk sveiflaðist um við undirleik hljómsveitar, æp- andi, hlæjandi, dansandi og drekkandi. Frá Akureyri ætluðu þær stöllur að fara austur á bóginn og spurðu blaðamann um vcður- spána um Icið og hann kvaddi. SBG Kjörmannafundur Búnaðarsambands S.-Þing.: Barist verði af hörku gegn sölu kjöts á svörtum markaði Kjörmannafundur Búnaöar- sambands Suður- Þingcyinga 23. júní sl. samþykkti harðorða ályktun um framleiðslu og sölu kjöts á svörtum markaði. Töluverðar umræður spunnust um þetta mál á fundinum í fram- haldi af tillögu Sveinbergs Lax- dals um svartamarkaðssölu á kjöti. Franr kom það álit Ara Teits- sonar, ráðunautar hjá Búnaðar- 22 punda fiskur úr Laxá í Aðaldal Sigursveinn Magnússon frá Vestmannaeyjum krækti held- ur betur í þann stóra í Laxá í Aðaldal sl. laugardagsmorgun. Ekki nóg með að þetta væri stærsti lax sem hann hefur dregið á land, heldur reyndist laxinn einnig vera sá stærsti sem dreginn hefur verið á land úr Laxá á þessu sumri. Þann stóra fékk Sigursveinn á Landhólmabreióu og tók hann flugu, nánar tiltekið Dodda- rauða nr. 6. Sigursveinn gerði lítiö úr veiðiskapnum. „Viðureignin tók rúman hálftíma og var ekkert sérstök, að því undanskildu að í einni rokunni gaf sig fjöóur í fluguhjólinu.“ Síðastliðinn sunnudags- morgun var dreginn annar stór lax úr Laxá í Aðaldal. Sigríður Guðmundsdóttir fékk þá 20 punda fisk á maðk í Hólmatagli. í vciðibók veiðihússins Vöku- holts við Laxá í Aðaldal voru síðdegis í gær skráöir 260 laxar. óþh Hér er Sigursveinn Magnússon með þann stóra - að vonum ánægður! Mynd: Svcinbjöm Jónvson. sambandi Suður-Þingeyinga, aó ef ekki tækist að flytja út kjöt fyrir viðunandi verð, hryndi núverandi kerfi vegna offramboðs og fram- hjásölu. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, ræddi um sölu á kindakjöti og nauta- kjöti. Hann sagði að svo virtist sem útsala fyrir sláturtíð dragi úr sölu aóra mánuði ársins. Varðandi nautakjötið sagði Haukur að nú virtist sæmilegt jafnvægi milli framboðs og eftir- spurnar eftir kjöti. Haukur nefndi að nokkuð bæri á því að framleið- endur hinna ýmsu kjöttegunda litu á hvern annan sem andstæóing. Hvatti hann til þess aó allir bænd- ur stæðu saman að sölumálum og nefndi það fyrirkomulag hjá Bret- um að hafa sérstakt kjötráð sem samræmdi aógerðir og sölu allra kjöttegunda. Kjörmannafundurinn sanr- þykkti síðan harðoróa ályktun um framleiðslu og sölu kjöts á svört- um markaöi. Þar er skorað á Stéttarsamband bænda að taka af fullri hörku á franrleiðslu og sölu kjöts á svörtum markaði. Ef þurfa þyki verði óskað lagahcimilda til að uppræta slíka starfsemi. „Þá telur fundurinn rétt að SB beini því til bænda að þeir láni hvorki né leigi aðstöðu í húsum né á landi til slíkrar kjötframleiðslu," segir orórétt í ályktuninni. óþh Norðurland vestra: Mikil uinferð og aukin löggæsla Mikil umferð var á Norðurlandi um helgina, en hún gekk vel og engin slys eða meiriháttar óhöpp urðu, að sögn lögreglu. Á Ijórða þúsund manns voru á hestamannamóti á Vindheima- melum og talsverð umferð í tengslum við það. Löggæsla í Skagafirði var talsvert aukin um helgina, en allt fór vel fram og engin óhöpp, að sögn lög- reglu á Sauðárkróki. Venjulcga lætur Sauðárkróks- lögreglan sér nægja tvo bíla til starfa, en um hclgina fengu þeir lánaöa þrjá til viðbótar. Alls voru 27 lögreglumcnn að störfum í Skagafirði unr helgina. Björn Mikaelsson yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki segist mjög ánægöur nteð helgina, allt hafi gengið stór- slysalaust, fyrir utan eitt hælbrot og smámeiðsl. Lögreglan á Blönduósi segir fáa hafa verið tekna fyrir hraðakstur um helgina og einungis eitt óhapp hafi orðið. Það átti sér stað á laugardaginn í Langadal, tvcir bílar rákust saman en árcksturinn var vægur og litlar skcmmdir urðu á bílum og engin meiðsl á fólki. Það má því segja að helgarumferðin á Norðurlandi hafi veriö til fyrirmyndar, þrátt fyrir að hún hafi verið mikil. sþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.