Dagur - 06.07.1993, Blaðsíða 1
76. árg. Akureyri, þriðjudagur 6. júlí 1993
124. tölublað
r//rs
LACOSTE
Peysur • Bolir
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sfmi 23599
Sjávarútvegssýning í
Oman í haust:
Líkur á þátttöku
akureyrskra
fyrirtækja
Verið er að kanna grundvöll
fyrir þátttöku akureyrskra fyr-
irtækja í sjávarútvegssýningu í
ríkinu Oman sem fram fer í
októbermánuði í haust og að
þau fyrirtæki sem aðild eiga að
Omak, sem er samstarf fyrir-
tækja um aðstoð og samvinnu
við stjórnvöld í Oman, fyrst og
fremst í sjávarútvegsmálum,
muni hafa forgöngu um þátt-
töku í sýningunni af hálfu Is-
Iands en fleiri fyrirtæki víðs
vegar að af landinu sem tengjast
sjávarútvegi með einum eða
öðrum hætti munu þá bætast í
hópinn.
Ef af þátttöku verður mun
áhersla verða lögó á að sýna ís-
lenskan sjávarútveg í hnotskurn
og þá þjónustu sem hcfur byggst í
kringum hann, eins og t.d. veiðar-
færi, búnað til vinnslu og fleira
tengt því og hefur þá fyrst og
fremst vcrið horft til Slippstöðv-
arinnar Odda hf.
Þátttaka íslensku fyrirtækjanna
byggist nokkuð á því hvort af
sölu tvcggja 8 mctra langra plast-
báta (hefðbundinna hraðfiskibáta)
verður þangaó en þeir veróa þá
notaðir til tilraunaveióa á vegum
opinbcrra aðila í Oman. Ef það
gengur eftir kemur þátttaka ís-
lensku fyrirtækjanna í kjölfarió en
bátarnir verða þá einnig til sýnis
þar. GG
Bleikjuútflutningur:
Fyrsta sending
árins frá
Vatnafangi
„Þetta er rétt að byrja hjá okk-
ur í ár og fyrsta sendingin fer á
markað á meginlandinu í þess-
ari viku,“ segir Bjarni Egilsson,
formaður Vatnafangs, félags
silungsveiðibænda.
Vatnafang hefur tckið upp
samstarf viö Fagráó bleikjufram-
leiðenda og mun ráóið sjá um
markaðssetningu fyrir félagió og
nýta til þess verkefnis styrk sem
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
veitti Vatnafangi nýverið til
markaðsmála. Að sögn Bjarna er
stefnan tekin á meginland Evrópu
og í þessari fyrstu sendingu verða
300 kíló af ferskri bleikju.
Bjarni segir að þrátt fyrir að út-
flutningurinn hafi oróió heldur
endasleppur á síðasta ári sökum
verðhruns á mörkuðum, séu
mcnn bjartsýnir og tilbúnir í slag-
inn.
Félagar í Vatnafangi cru um 80
talsins um þcssar mundir og
dreifast vítt og breitt um landið,
cn aðalvirknin í veióinni er að
sögn Bjarna á Norðurlandi vestra
og á Snæfellsnesi.
„Við erum að vonast til að geta
haldið þessu gangandi og framlag
Framleiðnisjóðs hjálpar okkur
töluvert svo við rciknum með
einhvcrjum útflutningi í ár, en
auðvitað fer magniö eftir ýmsu;
ekki síst hvort eitthvað veiðist,"
segir Bjarni Egilsson. SBG
Fékk há tilboð í Hraftitmnu
- en sagði nei takk!
Að öðrum ólöstuðum verður
Baldvin Ari Guðlaugsson^ Létti
á Akureyri, að teijast knapi
Fjórðungsmóts norðlenskra
hestamanna á Vindheimamel-
um, sem lauk sl. sunnudag.
Baldvin Ari og Hrafntinna sigr-
uðu A-flokk gæðinga með mikl-
um yfirburóum og hann og
Nökkvi náðu öóru sæti í tölt-
keppninni. I B-flokki gæðinga
misstu Baldvin Ari og Nökkvi af
sigri vegna þess að þeir fóru ein-
um hring of mikið.
„Þetta gekk mjög vel. Ég
stefndi mjög hátt - stefndi að því
að sigra bæði A-flokk og B-flokk.
Það gekk að vísu ekki alveg upp,
en ég sigraði þó A-flokkinn, náði
öðru sæti í töltinu og átti tvær af
fimm efstu kynbótahryssunum,"
sagði Baldvin Ari.
,3>etta er fyrst og fremst viður-
kenning á mínum störfum," sagói
Baldvin Ari, aðspurður um hvað
þessi frábæri árangur þýddi fyrir
liann sem hestamann. „Þetta er
það sem knapar þurfa á að halda
til þess að halda sér í ákveðnum
flokki. Auðvitað liðkar þetta fyrir
öllu.“
Þegar úrslit í A-flokki gæóinga
lágu fyrir á Vindheimamelum
sagói Baldvin Ari að hann hafi
fengið fleiri milljóna króna tilboð í
Hrafntinnu, en hún er í eigu þeirra
bræðra Baldvins Ara og Heimis og
föður þeirra, Guðlaugs Arasonar.
Það er skammt stórra högga á
milli hjá Baldvini Ara. Um næstu
helgi fer hann með Nökkva á úr-
tökumót fyrir heimsmeistaramótið
og hann gerir sér góðar vonir um
að komast í landsliðió.
Hrafntinna er að sögn Baldvins
Ara einstakt hross. Hún er fædd á
Dalvík, undan hryssu Rafns Am-
bjömssonar, Hrafnkötlu. Síóan átti
Baldvln Ari Guðlaugsson ásamt kostagripnum Hrafntínnu. Myndin var
tekin í gær í hólfi sunnan Akurcyrar. Mynd: Pjciur.
Ingvi Baldvinsson á Bakka í
Svarfaðardal Hrafntinnu, en þeir
feögar keyptu hana af honum fyrir
þrern ámm.
„Hrafntinna cr stórbrotinn gæó-
ingur. Hún er engin puntudúkka -
hún er skapmikil og maður þarf
alltaf að semja við hana. Ef mað-
ur býóur henni of mikið - þá
svarar hún fullum hálsi. Hún hefur
frábæran gang og býr yfir miklum
vilja og karakter,“ sagði Baldvin
Ari.
Þýskir og bandarískir aðilar
buðu fleiri milljónir í Hrafntinnu,
en Baldvin Ari segir að ekki komi
til greina að selja svo mikinn
kostagrip úr landi. „Við ætlum að
nota hana scm ræktunarhross. Vió
eruni komnir rneð fimm fyrstu
verðlauna merar og Hrafntinna
verður flaggskipið í okkar rækt-
un,“ sagði Baldvin Ari Guðlaugs-
son. Á bls. 4-5 í dag cru birt úrslit
og myndir frá Fjórðungsmótinu á
Vindheimamelum. óþh
Nýsköpun í Reykjahreppi:
Harðfiskur og
gæludýrafóður
Að sögn oddvita Reykjahrepps,
Þorgríms J. Sigurðssonar, er
hafín framleiðsla á harðfíski
auk þess sem vinnsla gæludýra-
fóðurs er í burðarliðnum á veg-
um Stöplafísks sem er nýstofnað
fyrirtæki í sveitarfélaginu.
„Harðfiskurinn frá okkur er
kominn á markað og við stefnum
rnjög ákveðió inn á gæludýrafóð-
ur,“ sagði Þorgrímur í samtali við
Dag. Vonir eru ekki síður bundn-
ar við sölu á gæludýrafóðri að
sögn Þorgríms cn harðfiskurinn
er á þrengri markaði. „Hann hefur
hlotió góð vióbrögð,“ sagði odd-
vitinn að lokum. GT
Hálendið:
Vegir enn á kafi
Sprengisandsleið verður ekki
opnuð næstu tvær vikurnar
vegna mikilla snjóa á leiðinni.
Fært er í Kverkfjöll og í Dreka-
gil en enn vantar 3 kílómetra
upp á planið að Öskju. Ófært er
upp að Laugfelli.
Þær upplýsingar fcngust hjá
Vegagcrö ríkisins að mjög mikill
snjór væri á Sprengisandslcið og
að þar yrði ckki opnað næstu tvær
vikurnar að minnsta kosti. Ovenju
mikill snjór er á lciðinni í ár og
sýnist mönnum sem þar sé nú allt
þremur vikum á cftir áætlun, mið-
að við árið í fyrra. Ekki hcfur al-
vcg tekst að opna inn að planinu á
Öskju cn l'ært cr oröið í Kverktjöll
og Drekagil. Kjalvegur cr fær
jeppum. Á Dcttisfossvegi vestri er
mikil aurbleyta og fcstist rúta þar
á dögunum.
Inn að Laugafclli er rneð öllu
ófært vcgna vatns og snjóa en
maður á vinnuvél er á svæðinu að
rcyna að ryója sér leið en vegna
vatnsclgsins gcngur það fremur
hægt. SV
Loðnuvertíðin hefst með krafti:
Ríkisverksmiðjumar greiða Qögur
þúsund krónur fyrir tonnið
Um 3.300 tonnum hefur verið
landað af loðnu hjá Síldarverk-
smiðjum ríkisins á Raufarhöfn
síðan á fímmtudag er sumar og
haustvertíðin hófst. Fyrst land-
aði þar Gígja VE-340, sem var
með 715 tonn, Sunnuberg GK-
199 með 1.445 tonn í tveimur
löndunum, Keflvíkingur KE-
100 með 507 tonn og í gær
landaði Örn KE-13 þar 600
tonnum.
Bræðsla hófst í verksmiðjunni
á laugardagsmorguninn og er
peningalykt því komin í þorpiö.
Veiði var orðin treg þar sem bát-
arnir byrjuðu á fimmtudag og
voru þeir því að færa sig norðar en
10 bátar eru komnir á miðin og
búist er viö a.m.k. 5 bátum í við-
bót nú í þessari viku.
Fyrsta loðnan kom til Þórs-
hafnar sl. sunnudag er Þórshamar
GK-75 landaði þar 600 tonnum.
Fyrsta loðnan barst ekki til Þórs-
hafnar í fyrra fyrr en um mánaða-
mótin júlí/ágúst enda mun meiri
kraftur í veiðunum nú í byrjun
vertíðar og fleiri skip á veiðum.
Börkur NK-122 landaði um helg-
ina 1240 tonnum á Neskaupstað,
Víkingur AK-100 1300 tonnum á
Seyðisfirói og Hólmaborg SU-11
1380 tonnum á Eskfirói og var
væntanleg í gær meö fullfcrmi,
um 1300 tonn.
Vegna þess hve mikil áta er í
loðnunni þarf að vinna hana jöfn-
um höndum en væntanlega á hún
eftir að fitna töluvert vegna át-
unnar. Síldarverksmiðjur ríkisins
greiða nú 4.000 krónur fyrir tonn-
ið en það verð kemur til rneð að
verða í stöðugri cndurskoðun og
ræður fituinnihald loðnunnar þar
miklu um. Mjölmarkaóurinn er-
lcndis er nú mjög tregur vegna
mikillar samkeppni, fyrst og
fremst frá Chile, þar sem veiðar
og bræósla hafa stóraukist undan-
farin ár. GG
Dalvík:
Fallið frá ákæru á Otur EA-162?
Rækjubáturinn Otur frá Dalvík
var færður til hafnar í lok maí-
mánaðar af varðskipi, þar sem
báturinn var á veiðum á Skjálf-
andaflóa, en varðskipsmenn
töldu að báturinn væri með
ólöglegan útbúnað veiðarfæra.
Utan um annan pokann var
höfð hlíf sem bundið er fyrir
með til að loka honum en ekki
bundið fyrir hinn pokann sem
raunar er rækjunetið hcldur
var hafður sá háttur á að í stað-
inn fyrir að binda fyrir var
vöðlað upp á pokann.
Landhelgisgæslan taldi þennan
útbúnað ólöglegan, það eigi að
láta pokann lafa opinn aftur úr,
hugsanlega mætti hnýta fyrir hann
utan við. Lögrcgluskýrsla var tek-
in strax og báturinn kom til hafn-
ar á Dalvík og send sýslumanns-
cmbættinu á Akureyri en Eyþór
Þorbergsson fulltrúi sagði að-
spurður að líklega yrði fallið frá
ákæru en það væri þó ekki cndan-
lega ákvcðið. Málið væri í bið-
stöðu vegna breyttra reglna urn
búnað sem settar höfóu verið
skömmu el'tir aó varðskipið tók
Otur EA. GG