Dagur - 06.07.1993, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 6. júlí 1993 - DAGUR - 3
í hita og þunga dagsins-á AKUREYRI
Róbcrt Ragnarsson að leggja úr höfn a smaum Borgarfossi.
„Fjarstýrt og umhverfisvænt“
- segir Róbert Ragnarsson, módelsmiður
Áhugamenn um siglingar stórra
skipa geta tekið gleði sína. Nú
gefst mönnum nefnilega kostur
á því að bregða sér inn á Leiru-
tjörn og taka skip á leigu,
smækkaða útgáfu og fjarstýrða.
Frá og með liðinni helgi gefst
Akureyringum og nærsveitar-
mönnum kostur á því að taka fjar-
stýrð skip á Ieigu og sigla þeim á
Leirutjörninni eins og þeim Iystir.
Róbert Ragnarsson smíðaði skipin
sjálfur og kemur meó þau úr
Reykjavík þar sem sunnanmenn
hafa siglt þeim á Rauðavatni og
Reykjavíkurtjörn. Hann segir sig
hafa langað að prófa eitthvað
skemmtilegt og öðruvísi og því
ráðist í þetta.
„Það skemmtilega við þetta er
að allir sem koma eru ánægðir.
Pabbarnir hafa gaman af því að
koma og leyfa krökkunum að
sigla. Þeir taka mjög gjarna aðeins
í þetta líka,“ segir Ragnar og bætir
því við að stelpur hafí ekkert síður
áhuga en strákar. „Ég segi gjama
að þetta sé fjarstýrt og umhverfis-
vænt því engin er mengunin af
þessu.“
Módelin eru öll af svipaðri
gerð, um einn meter á lengd og 60
kíló að þyngd og stefnir Ragnar
að því að vera hér með þau fram
yfir Verslunarmannahelgi. Leigan
fyrir skipin í fimmtán mínútur er
250 krónur og 450 krónur fyrir
hálftímann. Svæðió verður opið
alla daga frá kl. 11 -22. SV
Systurnar Dagný og Katrín Kristjánsdætur voru að byggja í göngugötunni á
föstudag.
LitHr og stórir
puttar í legó
- Dagný og Katrín í byggingasamkeppni
Keppni var haldin í legókubba-
byggingum í göngugötunni fyrir
helgina og þrátt fyrir Ieiðinlegt
veður var töluvert af börnum að
glíma við að hrinda hugmynd-
um að listaverkum í fram-
kvæmd. Dagný Kristjánsdóttir
var þungt hugsi yfir einhverju,
sem ekki er vitað hvað á endan-
um varð, þegar blaðamaður
rakst á hana.
„Ég hef eiginlega ekki hug-
mynd um hvað þetta á að verða.
Kannski verður þetta eitthvert
listaverk og kannski verður ekkert
úr þessu,“ sagði Dagný Kristjáns-
dóttir í byggingasamkeppni í
göngugötunni fyrir helgina. Hún
var að passa litlu systur, Katrínu,
sem er að veröa tveggja ára. „Hún
er alveg brjáluð í að fá að byggja
en ég nenni ekki að leyfa henni
það því hún setur allt á annan end-
ann,“ sagði Dagný.
Katrín litla var farin aó ókyrr-
ast í kerrunni sinni og vildi fá aö
komast að borðinu. Litlu puttana
var farið að klæja allverulega í að
fá að handleika kubbana. Þegar
blaðamaður spurði hana hvort
hana langaði að byggja bað hún
hann um að hjálpa sér. Hún hafói
fengið kubba í hendur og sagðist
ætla að byggja hús og húsið ætti
að verða stórt. Það var aðeins
hönnunin sem vafðist fyrir henni.
Þar eð blaóamanni er ýmislegt
frekar til lista lagt en að byggja úr
kubbum ákvað hann að kveðja
þær systur. Engum frekari sögum
fer af húsbyggingum eða öðrum
framkvæmdum í legókubbalandi í
göngugötunni. SV
„Vinnum þakklátt starf ‘
— segir Óskar Bernharðsson, hjá Pósti og síma
Þeir voru í óða önn að gera
þjónustu Pósts og síma enn
betri með því að leggja rör,
fraintíðarlínur, í jörðina við
Hjalteyrargötuna. Kranamað-
urinn stóð léttur á brún skurð-
arins og gaf eftir af hjólinu þeg-
ar félagar hans sögðu til.
„Þaó er búið að vera nóg að
gera hjá okkur cnda vill fólk alltaf
meiri og betri þjónustu," sagði
Oskar Bernharðsson, bæjarmaður.
Hann sagðist hafa unnið hjá Pósti
og síma í 16 ár og sér líkaði þaö
vel. „Við vinnum nokkuð þakklátt
starf. Það er allt í þjónustunni í
dag. Fólkið vill þjónustu og er til-
búið að borga fyrir hana. Tækn-
inni fleygir svo ört fram aó það
þarf sífellt að vera að breyta og
bæta í þessu og ætli það sé ekki
þess vegna sem við höfum haft
nóg að gera,“ sagði Óskar. Hann
segir gott að nota símann í þeirri
dýrtíð sem við lifum í; bensínið sé
t.d. allt of dýrt og því borgi sig að
nota símann. „Þetta er eins og
segir í auglýsingunni á hurðum
símabílanna; við erum að spara
fólki sporin á meðan ríkisstjórnin
hækkar veröið á öllu.“
Aðspuróur hvort fólk væri að
rexa í þeim vegna þjónustunnar,
uppgraftar lands eða annarra
hluta, sagði Óskar svo ekki vera.
„Það hefur ekkert upp á sig að
vera að kvarta við okkur; við
hægjum þá bara á framkvæmdun-
um,“ sagði Óskar og hló dátt.
Hann sagði þá hafa stóru svæói að
sinna; þeir færu allt noróur í
Grímsey, austur í Ljósavatnsskaró
og þræddu alla dalina hér.
Óskar Bernharðsson stóð
kampakátur viö kranann og
kvaddi blaðamann með þeim orð-
um að nú færi veðrið að skána;
sumarið væri á næsta leiti. SV
Óskar Bernharðsson, bæjarmaður, sagði þá símamenn spara fólki sporin.
HEILSUDRYKKUR MEÐ ÁVAXTABRAGÐI