Dagur - 06.07.1993, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 6. júlí 1993
Minning
Torfhildur Jósefsdóttir
Fædd 6. ágúst 1925 - Dáin 25. júní 1993
Kveðja til ömmu
Með þessum fáu orðum langar
okkur til að minnast elsku ömmu
okkar, Torfhildar Jósefsdóttur.
Þaó eru margar yndislegar
minningar, sem koma upp í hug-
ann, er við hugsum um ömmu
Hillu. Það var alltaf svo gaman og
gott að koma til þeirra afa og
ömmu í Vallartröð 5 á Hrafnagili
og alltaf var tekió jafn vel á móti
okkur. Amma á sannarlega stóran
þátt í að böndin við Eyjafjörð
haldast sterk, því góðu minning-
arnar þaðan eru svo margar.
Amma var alveg fyrirmyndar
kokkur og „ömmu Hillu bragðið“
gleymist seint. Gjafmildina vant-
aði ekki, því að aldrei slapp maður
út úr húsi hjá henni án þess aö fá
eitthvaó gott í gogginn eða hafa
eitthvað með sér í nesti.
Jólaundirbúningurinn er aldeil-
is eftirminnilegur, þegar við
bjuggum í Lönguhlíðinni á Akur-
eyri. Þá kom amma alltaf til okkar
og viö máluðum piparkökur sam-
an. Það var einhver sérstök
stemmning í kringum það, enda
vantaði ekki kátínu þar sem hún
var stödd, því hún var sannkallað-
ur „húmoristi" og naut þess þegar
maður hló aó bröndurunum henn-
ar.
Ömmu fannst alltaf gaman inn-
an um fólk og hún naut sín einna
best á mannamótum eða þar sem
margir voru saman komnir. Ef að
hennar nánustu voru í þeim hópi,
var hún sæl.
Það var alltaf svo mikill dugn-
aður kringum ömmu Hillu. Hún
var eiginlega alltaf á ferðinni.
Fjallaferóirnar, sem við fórum
með þeim afa og ömmu, eru al-
deilis ógleymanlegar. Frá því við
vorum lítil hafa þau oft boðió
okkur nteð sér í Laugafeil. Allar
voru þær ferðir skemmtilegar, en
þó var fyrsta ferðin ekki hvað síst.
Okkur eru sérstaklega í minni síð-
sumarkvöldin, sem vió sátum þar
með afa og ömmu, spiluðum,
spjölluðum og drukkum hind-
berjadjús blandað volgu vatni því
þarna var ekkert kalt vatn til. Einn
daginn, þegar við vorum búin að
svamla dágóðan part úr deginum í
sundlauginni, sýndi amma um-
hyggju sína með því aó senda
okkur glaðning í smjörboxum,
sem hvarf fljótt upp í soltna
munna.
Þó að amma hafi átt í haröri
baráttu við sjúkdóm sinn síðastlið-
in tvö ár, þá bauð hún okkur systr-
unum ásamt Dísu frænku með sér
og afa í Laugafell síðustu sumur.
Það var síðastliðið sumar, sem
amma gleymdi inniskónum sínum
uppi á þaki á bílnum, þegar keyrt
var af stað. Þegar við vorum kom-
in eitthvað áleiðis inn fjörðinn,
segist amma hafa heyrt eitthvað
detta og biður afa um að stoppa
bílinn. Lá þá ekki annar inniskór-
inn á vegarkantinum en hinn var
uppi á þaki! Svona gat amma ver-
ió eftirtektarsöm. Þaó sem hún hló
aó þcssu, var ekki lítið. Hún gat
hlegið að öllum sköpuðum hlutum
og hafði mjög gaman af því að
segja frá.
Það var alltaf gott að tala við
ömmu Hillu. Hún var alltaf til
staðar þegar eitthvað bjátaði á og
ástin og hlýjan geisluóu frá henni.
Hún hugsaði alltaf vel um barna-
börnin og gerði aldrei upp á milli
okkar. Hún var öllum traustur og
tryggur vinur. Blómin voru líka
vinir hennar og hún hugsaói um
þau eins og um ungbörn væri að
ræða, enda döfnuðu þau vel í
garðinum hjá henni líkt og inni.
Amma kveið sennilega ekki
brottför sinni úr okkar heimi og
aldrei kvartaði hún í veikindum
sínum. Þeir sem höfðu eitthvert
samneyti við ömmu á þeim tíma,
gátu ekki annað en dáðst að því
hvað hún tók lífinu létt og hún
hætti svo sannarlega ekki að njóta
þess.
Amma sýndi ótrúlegan vilja-
styrk og andlega heilbrigði með
stöóugum ferðum sínum að degin-
um frá sjúkrahúsinu og heim allt
fram á síóasta dag. Ekki lét hún
heldur sjúkdóminn aftra sér aö
fara á myndlistarsýningu, sem
Lilja dótturdóttir hennar tók þátt í
fyrir um það bil mánuði síðan.
A kveðjustundu er okkur efst í
huga þakklæti fyrir að hafa átt
svona yndislega og góða ömmu.
Betri ömmu væri ekki hægt að
hugsa sér. Við vitum að hún lifir
sæl á öðrum sviðum og einhvern
daginn fáum við að heimsækja
ömmu Hillu eins og í gamla daga.
Megi hún lifa heil þangað til og
ávallt. Blessuð sé minning hennar.
Ingimar, Sissa og Sigga.
„Eins og greinar irésins skiia rótunum
nœringarvökvanum aftur til baka; eins
og elfurin flytur vatnið aftur til sjávarins,
sem upphajlega gaf það; þannig gleðst
þakklátur maður í hjarta sínu yjir að
gela endurgoldið velgerning.
Hann viðurkennir eigin skyldukvaðir
með glöðu geði; velgerðarmönnum sín-
um sýnir hann elsku og virðingu.
Og sé það ekki í valdi hans að endur-
gjalda velgerning, geymir hann minning-
una um hann í hjarta sínu með kœrleiks-
lilýju, hann gleymir honum ekki alla
daga lífs síns. “
(„Þér veitist innsýn", bls. 70)
Boðskapur þessara orða, þakklæt-
ið, er einmitt það sem okkur er
efst í huga er viö minnumst okkar
kæru vinkonu, Hillu. Þakklæti,
fyrir að hafa fengið aó kynnast
þessari hreinlyndu og óeigin-
gjömu sál.
Sem ráóvilltir og leitandi ung-
lingar kynntumst við Hillu og
Hjörvari. Aó koma inn á heimili
þeirra var líkt og að ganga inn í
musteri, þar ríkti friður og ró. Þau
höfðu lag á því að láta okkur,
þessum ómótuðu unglingsstelp-
um, líða eins og þar væru höfð-
ingjar á ferð. Hilla var gædd ynd-
islegri kímnigáfu sem gerði það
að verkum að oft var létt yftr
hópnum og mikið helgið. Þaðan
fórum vió alltaf betri og glaðari
manneskjur.
Hilla var ákaflega nostursöm,
þannig aó oft tóku hlutirnir tímann
sinn. Ef t.d. þurfti aó velja gjöl'
handa einhverjum var vandað til
verksins, því ekkert var of gott
handa viðkomandi. Hugulsemi
hennar í garð annarra var þvílík,
að jafnvel þegar hún lá fársjúk á
sjúkrahúsinu, sá hún um að ann-
arri okkar sem fagnaði tímamót-
um var send falleg gjöf.
Þegar á reynir sýnir fólk best
hvaó í því býr. Þessi litla kona,
sem oft virtist svigna í stormviðr-
um lífsins breyttist í hetju er hinn
versti stormur dundi á í lífi hennar
og hún barðist við ólæknandi
sjúkdóm. Eftir því sem stormurinn
beljaði meir, minnkaði þrekið en
andinn efldist. Þannig er hin sanna
hetja.
Til Hillu
Líkt og Jjólurnar
sem þú gróðursettir
afkterleika
um árið,
varstu sterk
í einfaldleikanum
sem laðar fram
allt fallegt
í sálum okkar.
Ég man hlátur þinn,
svo tœran
svo lijartanlegan
svo fallegan,
þú Ijómaðir
afinnri fegurð
svo allt bliknaði,
ekkert skipti máli
nema hlátur þinn.
Ferðin okkar
til Hjörvars þíns
um árið,
hve glöð þú varst,
aðeins að sjá hann
skipti máli
eftir aðskilnað
nokkurra vikna,
hve glöð þú varst.
Nú ertu fa'rin
í ferðalag,
um ókunna slóð.
Með ástvinum
liðinna daga
geturðu bjástrað
og Itlegið
og verið glöð,
notið lífsins á ný.
(Vala ’93)
Elsku Hjörvar, vió vottum þér og
fjölskyldu þinni okkar innilegustu
samúð. Blessuð veri minning
Torfhildar Jósefsdóttur.
Inga og Vala.
Fyrir hart nær tveimur áratugum
lágu leiðir okkar Torfhildar, Hillu,
eins og hún var kölluö, saman.
Hún bjó í Hrafnagilsskóla þar sem
Hjörvar, maóur hennar kenndi og
ég var nýflutt á staðinn. Ekki leið
á löngu þar til ágæt kynni komust
á og mikið var rætt á síókvöldum,
ekki síst um lífsgátuna og eilífðar-
málin og mikið kaffi drukkið.
Þetta voru góðar stundir. Þótt ég
færði mig nokkrum árum síóar
sunnar í fjörðinn héldust tengslin
enda vorum við nú orðnar tengdar
í gegnum menn okkar.
Hilla var Iífleg og vönduð
manneskja, lét aldrei styggðaroró
falla um nokkra manneskju og bar
mikla virðingu fyrir öllu sem lifði,
í því voru þau samhent hjónin sem
öðru. Hún var snyrtimanneskja
með afbrigðum og kom það ekki
Herning er fremur smá borg á Jót-
landi. Þar stendur bæjarfélagið að
baki tríói, sem skipaö er píanó-
leikaranum Henrik Bo Hansen,
fiðluleikaranum Jens Astrup og
sellóleikaranum Hane Höj Hou-
engaard. Þetta tríó efndi til tón-
leika í Blómahúsinu á Akureyri
sunnudaginn 4. júlí.
Hljóðfæraleikaramir, sem
skipa tríóið, eiga allir umtalsverð-
an feril að baki í tónlistinni.
Skylda þeirra við bæjarfélagið
Herning er sú að efna til minnst
sex tónleika á ári hverju. Auk þess
að rækja þessa skyldu sína, hafa
tónlistarmennirnir þrír lagt land
undir fót og haldið tónleika víða í
Evrópu, Bandaríkjunum og Kan-
ada.
Efnisskrá tríósins var tvíþætt.
Fyrir hlé lék það þrjú verk, sem
flokkast undir klassík af heldur
ábúðarmeira taginu. Fyrst var
verk fyrir fiðlu, selló og píanó eft-
ir danska tónskáldið Vagn Holm-
boe, en hann er fæddur árið 1909
og starfar enn sem tónskáld. Verk-
ió er skemmtilega þróttmikið og
fjölbreytt. Þaö skiptist í þrjá hluta:
Hraóan kafla, hægan og síóan aft-
ur hraðan. Yfir því er hressilegur
og norrænn blær, sem naut sín
talsvert vel í flutningi tríósins.
Næst Iéku Henrik Bo Hansen
og Jens Astrup verk fyrir fiðlu og
píanó eftir Mozart, en í lokin á
þessum fyrri hluta tónleikanna
síst fram í mjög smekklegum
klæðaburði. Hjónin ferðuðust
mikið innanlands, fóru margar
ferðirnar fyrir og á vegum Ferða-
félags Akureyrar. Síðasta
skemmtiferð Hillu var síðastliðið
sumar þegar hún ásamt fleira fólki
fór að Eiðum og dvaldi þar hjá
vinum í nokkra daga á meðan
ýmsir úr hópnum gengu á Dyr-
fjöll.
Ung að aldri fékk Hilla lömun-
arveiki og bar þess nokkur merki
eftir það. Að öðru leyti var hún
heilsuhraust uns hún varð aó lúta
fyrir því meini sem heggur hvert
skarðið á fætur öðru.
Hún var fædd aö Torfufelli,
syðst í Eyjafjarðardal. Hilla og
Hjörvar hófu búskap sinn í Vill-
ingadal en bjuggu svo í Torfufelli
uns Hjörvar fór aö kenna við
Grunnskóla Saurbæjarhrepps í
Sólgarði, þar sem hann síóar tók
við skólastjórn. Síðustu tvo ára-
tugina bjuggu þau í Hrafnagils-
hreppi sem nú er hluti Eyjafjarðar-
sveitar. Þau eignuðust þrjár dætur,
Sigfríði, Ingibjörgu og Elínborgu.
Hilla var bundin afkomendum sín-
um þrettán sterkum böndum, vildi
vita hvernig þeim vegnaói fram að
síðustu stundu.
Fyrir rúmum áratug hófust
Hjörvar og Hilla handa við bygg-
ingu húss í Rcykárhverfi í Eyja-
fjarðarsveit. Það hús er dálítió sér-
stakt. Sérvalió íslenskt grjót var
fluttu Henrik Bo Hansen og Hanc
Höj Houengaard verkið Pampe-
ana fyrir selló og píanó eftir arg-
entínska tónskáldiö Alberto Gin-
astera. I þessu afar áheyrilega
verki er mikill suðrænn hiti og
ýmiss forvitnileg blæbrigði, sem
skemmtilegt var aó fylgjast meö í
túlkun tónlistarmannanna tveggja.
Síðari hluti efnisskrárinnar
samanstóð af ýmsum léttari verk-
um, svo sem Vínarvölsum, hinum
fræga Tango jalousie eftir Gade
og „ragtime-verki“ eftir Scott
Joplin, svo nokkuð sé nefnt. Þarna
var fjörið í fyrirrúmi og var
skemmtilegt að heyra þessa tónlist
leikna á þau hljóðfæri, sem tríóið
hefur á að skipa, og hve vel tókst í
flestum tilvikum að skila verkun-
um við hæfi.
Leikur tónlistarmannanna
þriggja var yfirleitt góóur. Þeir
voru almennt mjög vel samtaka og
tóntak gott og ákveðió. Lítið var
um óhreina tóna, en kom þó ein-
staka sinnum fyrir, einna helst í
fíðlunni en einnig í nokkur skipti í
sellóinu.
Blómahúsið er ekki besta tón-
leikahús, sem unnt er að hugsa
sér. Þó er ekki slæmt aö hlusta eft-
ir tónlist þar þrátt fyrir nokkurn
nið, sem er af búnaði hússins.
Fyrst og fremst er það þó hávaói
að utan, sem er truflandi. Umferó-
in um Drottningarbrautina getur
veriö það hávær, að verulegar
flutt frá óbyggðum, aðallega
Torfufellsdal, sagað og mulið eftir
þörfum og notað í skreytingar inn-
an húss sem utan.
Þau hjón voru samhent og
höfðu svipaóa lífssýn. I Hjörvari
átti Hilla tryggan lífsförunaut. Þau
hugsuðu vel hvort um annað.
Æórulaust tókust þau á vió veik-
indin, bæði tvö, uns yfir lauk.
Hjörvar hefur misst mikils, svo og
dætur, bróðir og aðrir ástvinir. Vió
Gunnar, ásamt drengjunum okkar,
sendum aóstandendum Hillu
dýpstu samúðarkveðjur.
Rósa Eggertsdóttir.
LítiII snáði í heimsókn hjá ömmu
og afa á Hrafnagili. Skemmtilegur
dagur að kvöldi kominn; mjúk
dýna, hlý sæng. Amma Hilla kom-
in inn í herbergið til að biðja með
mér bænirnar og bjóða góða nótt.
Aður en hún fer gerir hún kross-
mark yfir mér og muldrar: „I nafni
guðs föður, sonar og hcilags
anda.“ Þetta gerði hún í hvert
skipti sem ég gisti á Hrafnagili, og
í hvert skipti velti ég því fyrir mér %
hvernig sandar þeir væru þessir
heilagsandar.
Ljúf minning. Rétt eins og allar
þær æskuminningar sem ég geymi
um ömmu Hillu. Nú þegar hún er
farin tek ég eftir hversu strjálar
þær gerðust meö árunum. Eflaust
skipti þar máli aó ég fluttist á brott
úr Eyjafirði, kannski spilaði inn í
að lítill snáði varð að stórum strák
sem þóttist vera fullorðinn maður
og taldi sig hafa þarfari hluti að
gera en rækta sambandió vió
ömmu sína.
Nú veit ég aó fátt veitti ömmu
meiri ánægju en það að fylgjast
með barnabörnum sínum, ég veit
að ég heföi getað verið duglegri
að láta hana heyra í mér, cn ég
veit líka hversu auðvelt er að vera
vitur eftir á. Eg get vonað að ég
eigi eftir að hitta ömmu mína aftur _
aó loknu þessu jarðlífi, ég get ^
reynt að rækta betur tcngslin við
mína nánustu, ég get lilúð að þeim
minningum sem ég geymi úr æsku
minni og seinni tíð um ömmu
mína. Minningum um góða konu.
Hjörvar Pétursson.
skemmdir seu aó. Ekkert er á milli
hússins og götunnar, sem deyl't
gæti þennan hávaða, en vel getur
verið, aó til þess sé hugsað í fram-
tíð að koma upp limgerói eða
jarðvegshindrun. Hvort tveggja
gæti væntanlega bætt nokkuð úr.
Umhverfið innan veggja
Blómahússins myndar skemmti- ®
legan bakgrunn fyrir tónlistar-
flutning ekki síst af léttara taginu.
Það ríkir nokkurs konar prúðleg
götukaffihússstemmning, sem er
þægileg og aðlaðandi. Við slíkar
aðstæður eru strengir og píanó
ljúfur ómur í eyrum og væri
skemmtilegt aó mega tíðum njóta
slíks sem og annarrar tónlistar í
síðsumri Blómahússins.^
Haukur Ágústsson.
Leiðrétting
í viðtali Dags sl. laugardag við
Odd Eliassen slæddust inn þrjár
villur sem rétt er aó leiðrétta. í
fyrsta lagi heitir húsfreyjan á
Bjarnargili Sigurbjörg en ekki
Sigurlaug, í öðru lagi fór Odd yfir
Grænlandsjökul árió 1988 til ga
minningar um leiðangur Friðþjófs
Nansen en ekki Roalds Amundsen
(hann var á allt öðrum slóðum)
og í þriðja lagi fór Vegard Ulvang
yfir Grænlandsjökul árið 1991 en -f-
ekki 1989 eins og ranglega sagði í
greininni.
Tónlist_________________________
Sumargestir úr frændgarði