Dagur - 29.07.1993, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 29. júlí 1993
Ibúðir á söluskrá
HJALLALUNDUR: Stórglæsileg 3ja herb. íbúö í fjölbýli á 4. hæö 93.9
m2. Ibúðin er öll meö parketi, á baðherbergi er vatnsgufa, svalir eru
yfirbyggðar og eru mjög sólríkar. Vandaöar innréttingar. Ákv. sala.
BEYKILUNDUR: 6 herbergja einbýlishús 196,6 m2 m/bílskúr. Lóö er
vel ræktuð með góðu gróðurhúsi. Eldhús með góðri innréttingu, parket
á gólfi. Sjónvarpshol með parketi, stofa með teppi, gangur með
parketi, herb. með teppum. Eign í góðu ástandi. Ákv. sala.
GRENIVELLIR: 5 herb. 118,8 fm hæð og ris. Tvö herb. í risi og snyrt-
ing á neðri hæð er tvöföld stofa, herb. og nýtt eldhús ásamt bað-
herbergi, sérgeymsla í kjallara með glugga, hagstætt vinnuherbergi.
Sameign er öll mjög snyrtileg.
TÍSKUVÖRUVERSLUN: Tískuverslun í fullum rekstri til sölu og
afhendingar strax. Uppl. á skrifstofu ekki f sfma.
HÁRSNYRTISTOFA: Hársnyrtistofa í fullum rekstri til afhendingar
strax. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu, ekki í sfma.
ATVINNUHÚSNÆÐI: Grunnur v/Hvannavelli tilvalið iðnaðar- eða
verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Upplýsingar og teikningar á skrif-
stofu.
Höfum kaupanda að 200 m2 einbýlishúsi á syðri brekku.
Brekkugötu 4 • 600 Akureyri
® 21744 og 21820 Fax 27746
Gunnar Sólnes hrl., Jón Kr. Sólnes hrl. og Árni Pálsson hrl.
Sölumenn: Oddur Óskarsson og Ágústa Ólaf sdóttir.
SJALLINN
Fimmtudagur • Sjallakráin:
iQÍCÍCi
Reykjavífíur
Diskótek á efstu hæð • Aðgangur ókeypis
Föstudagur: ||§§||
SSSÓL
Diskótek á efstu hæð
Laugardagur og sunnudagur:
rn
JJ
Diskótek á efstu hæð
Kjallarinn
Fimmtudagur:
Hermann Arason trúbador
Föstudagur:
Rokkabillýband Reykjavíkur
Laugardagur:
Karaokekeppni
ölpylsa með hverjum bjór
Lítill 350 - stór 450
SJALLINN
Fréttir
Nordjob á Akureyri og nágrenni:
Fimm Norðurlandabúar
við ýmis störf í sumar
A vegum Nordjob hafa fimm
manns frá Danmörku, Svíþjóð
og Finnlandi fengið vinnu á Ak-
ureyri eða í nágrenni. AIls eru
áttatíu Nordjobarar á íslandi í
sumar og dreifast j>eir um land-
ið, flestir eru þó í Reykjavík.
Alls bárust um 1000 umsóknir
um vinnu á íslandi en ekki var
unnt að sinna þeim öllum að
sögn Ólafar Brynjólfsdóttur,
tómstundafulltrúa Nordjob í
Reykjavík.
Þeir sem sækjast eftir að fá
vinnu á vegum Nordjob þurfa aó-
eins að uppfylla þau skilyrði að
vera frá Norðurlöndunum og vera
á aldrinum 18-26 ára. Reynt er að
útvega vinnu þár sem íslensku-
kunnátta er ekki nauðsynleg.
„Yfirleitt veljast í þetta krakkar
sem eru opnir og skemmtilegir og
til í flestallt enda finnst þeim ef-
laust erfitt að koma til Iands þar
sem tungumálió er erfitt og byrja
að vinna við eitthvaó sem þeir
hafa ekki starfað við áður,“ sagði
Ólöf.
Erfítt að útvega vinnu
Kristín Magnúsdóttir er tóm-
stundafulltrúi Nordjob á Akureyri
og nágrenni og hefur séð um að
koma skjólstæðingum sínum inn í
hlutina og skipuleggja ferðir og
annað tómstundastarf. „Það hefur
verið svolítiö vandamál aó útvega
vinnu í ár vegna atvinnuástands-
ins. Krakkamir sem eru hérna í
bænum eru öll í skiptivinnu.
Krakkar héóan hafa farið út og
skipt á sinni vinnu við þá sem
komu hingað.“
Þeim sem starfa á Akureyri og
nágrenni á vegum Nordjob í sum-
ar hafa verið útvegifð störf hjá
Garðræktinni, á barnadeild FSA
og í Fóðurvörudeild KEA. Einnig
eru tveir starfandi á sveitabæjum í
nágrenni Akureyrar.
Sá sem fyrstur kom í sumar
kom í byrjun júní en hin fjögur
komu um síðustu mánaðamót.
„Þetta hefur gengió mjög vel það
sem af er. Þeim hefur gengiö vel
að komast inn í vinnuna og þess
háttar. Ég held aö það hafi ekki
verið mikið um tungumálavand-
ræði, það er helst að þau kvarti
undan því að íslenskir krakkar
séu feimnir við að tala norður-
landamálin, þau geti það en þori
ekki,“ sagði Kristín.
Hún stefnir aó því að fara í úti-
legu meö Nordjobarana um næstu
helgi og er áætlað fara austur í
Mývatnssveit, skoða Goðafoss,
Laufás og fleiri fallega staði á
Norðurlandi.
Kann vel við bæinn
Lena Sjölind frá Finnlandi vinnur
í sumar á vegum Nordjob á
bamadeild Fjórðungssjúkrahúss-
ins. Hún er 22 ára og kemur frá
Jakobstad, þar sem hún stundar
fóstrunám.
„Ég hef ekki haft vinnu tvö síó-
astliðin sumur og mig var farið að
langa til að gera eitthvað. Ég sótti
því um Nordjob og þegar mér
bauðst starf á íslandi ákvað ég aó
drífa mig,“ sagði Lena og tók
fram aó hún myndi vilja fara aftur
í vinnu á vegum Nordjob næsta
sumar fengi hún tækifæri til þess.
„Ég kann vel við Akureyri,
bærinn er hvorki of stór né of lít-
ill. Stærðin hentar mér vel þar sem
íbúar í heimabæ mínum eru að-
eins 5000 fleiri," sagði hún. Lena
verður í vinnu á barnadeildinni til
15. ágúst en hyggst dvelja hér í
viku eftir það áður en hún heldur
heim til þess að ljúka námi. KR
í. «■ f
Lena Sjölind frá Finnlandi vinnur í sumar á vegum Nordjob á barnadcild
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Mynd: Pjetur.
Áskriftargetraun Dags og Flugleiða:
Helgarferðimar til áskrifenda á
Akureyri og SvaJbarðsströnd
Guðmundur Helgason, skrif-
stofumaður hjá Sjóvá/Almenn-
um á Akureyri og Helgi Sig-
urðsson, bóndi á Brautarhóli á
Svalbarðsströnd, duttu í lukku-
pottinn er við drógum út nöfn
vinningshafa júlímánaðar í
áskriftargetraun Dags og Flug-
leiða. I>eir hljóta hvor um sig
helgarferð fyrir tvo til Reykja-
víkur.
Þetta er í sjöunda sinn sem
dregið er í áskriftargetrauninni,
sem efnt var til í tilefni af 75 ára
afmæli Dags þann 12. febrúar sl. I
lok hvers mánaðar allt þetta ár
verða dregin út nöfn tveggja
skuldlausra áskrifenda blaðsins og
Guðmundur Hclgason.
þeim gert að svara tveimur lauf-
léttum spurningum, tengdum
fréttum líðandi stundar. Séu svör-
in rétt fá þeir að launum helgar:
ferð fyrir tvo til Reykjavíkur. í
desember nk. hlýtur síóan einn
heppinn áskrifandi blaðsins helg-
arferð fyrir tvo til Amsterdam í
Hollandi.
I hverri helgarferð til Reykja-
víkur felst fiug fyrir tvo meó
Flugleióum, gisting í tvær nætur á
Hótel Esju eða Hótel Loftleiðum
og bílaleigubíll frá Bílaleigu
Flugleiða meðan á dvölinni stend-
ur.
Nöfn vinningshafa eru valin úr
áskrifendaskrá með aðstoð tölvu-
Helgi Sigurðsson.
forrits. Athygli skal vakin á því að
allir áskrifendur Dags, núvcrandi
og nýir, eru sjálfkrafa þátttakend-
ur í leiknum.
Þeir Helgi og Guómundur áttu
báðir svör viö spurningunum scm
fyrir þá voru lagðar. Þeir vissu að
fjölskylduhátíóin, sem haldin
verður á Akureyri um verslunar-
mannahelgina, ber nafnið „Halló
Akureyri“ og þcir vissu einnig
upphæð fjárveitingarinnar sem
ríkisstjórnin ráðstafaði til at-
vinnuuppbyggingar nú nýlega en
þar var um að ræða einn milljarð
króna.
Dagur og Flugleiðir óska vinn-
ingshöfunum til hamingju og
vona aó þeir njóti ferðarinnar.
BB.
Æ%:
M m
ISTASÚMAR ‘93
Fimmtudagur 29. júlí: Blómahús-
ið kl. 21; „íslenskur dagur“; dans,
harmonika og upplestur.
Myndlistarsýniqg eldri borgara
í Deiglunni og myndlistarsýning
Laufeyjar Margrétar Pálsdóttur á
Café Karólínu standa út mánuð-
inn.
Skrifstofa Listasumars er í
Kaupvangsstræti 23, sími 12609.