Dagur - 29.07.1993, Page 6

Dagur - 29.07.1993, Page 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 29. júlí 1993 99 Gengið virkilega vel að sameina fóMð“ segir Sigríður Magnea Jóhannsdóttir, forstöðukona sambýlis aldraðra við Skólastíg Að Skólastíg 5 á Akureyri hefur nýlega verið sett á stofn sam- býli fyrir aldraða. Það er rekið af öldrunardeild Akureyrar- bæjar og er húsið um 300 fer- metrar á þremur hæðum. Húsið er hið glæsilegasta að innan jafnt sem utan enda hafa mikl- ar endurbætur verið gerðar til að fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru. Forstöðukona er Sigríður Magnea Jóhannsdóttir og sagði hún undirbúning hafa hafíst fyrir ári en þá var húsið keypt. Framkvæmdir við breyt- ingar á húsnæðinu hófust í febrúar og lögð var lokahönd á það verk rétt áður en fyrstu þrír íbúarnir fíuttu inn 18. júní. Á neðstu hæð hússins er vel út- búið eldhús meó smá borókrók, stór borðstofa auk þvottahúss og skrifstofuhorns forstöðukonu. Á miðhæð er aðalinngangur, sex einstaklingsherbergi karlmann- anna og baðherbergi og á efstu hæðinni hafa konumar fjórar sín sérherbergi og snyrtingu auk þess sem setustofa er þar staðsett. Lyfta er í húsinu og að sögn Sig- ríðar Magneu eru íbúarnir ekki hræddir við að nýta sér hana ef þeir treysta sér ekki í stigana. „Það er kannski ókostur að hafa stofuna á cfstu hæóinni og við nýtum hana kannski ekki sem skyldi en það verður eflaust öðru- vísi í vetur.“ Þrjú stöðugildi eru við sambýlið. Sigríður Magnea er í fullri stöðu sem forstöðukona en auk hennar eru þjár konur í hluta- stöðum. „í hádeginu virka daga fáum við mat sendan frá Dvalarheimil- inu Hlíð en að öðru leyti er eldaö hér og bakað. Eins og á dvalar- heimilum fá íbúar hér alla þjón- ustu t.d. þvotta, böðun og annað. Félagsstarf geta þau sótt út í Hlíð eóa upp í Víðilund og við hvetj- um þau til að nota sér það,“ sagði Sigríður Magnea forstöðukona sambýlisins. Tilbod Grilllombolærissnciðor fró Kjornofæði - oðeins 890 kr. kg 30% ofslóttur íinors somlokubrouð -118 kr. stk. 30% ofslóttur Cgils Sunkist 2 lítror -109 kr. Chick King kjúklingobitor - 99 kr. stk. Opið um verslunormanncihelgi: Laugardog kl. 10-22 Sunnudog kl. 10-22 Mónudag kl. 10-22 Matvöru- markaðurinn Kaupangi Opið virka daga kl. 9-22 Laugardaga og sunnudaga kl. 10-22 Sigríður Magnea. „Við reynum að hafa þetta sem líkast venjulegu heimili og það líkar íbúunum vel. I borðstofunni ætlaði ég t.d. að láta borða við tvö borð en það vildu íbúarnir ekki og sögðu mikiu heimilislegra að boröa við langboró og það gerum við núna. Þau hjálpa til í eldhúsi, bera á borðin og ganga frá, aóstoóa við bakstur og annað. Þau strauja einnig þvott og taka virkan þátt í heimilisstarfinu." Vakt er á sambýlinu frá átta á morgnana til 8 á kvöldin alla daga vikunnar en utan þess tíma, á kvöldin og á nóttinni, sér Securi- tas um öryggisgæslu. Sigríður Magnea sagði samein- ingu fólksins hafa gengið mjög vel. „Hérna eru einstaklingar sem eru búnir að búa mismunandi lengi einir og mér finnst hafa gengið virkilega vél að sameina fólkið.“ „Þetta er annað sambýlið sem sett er á stofn fyrir aldraða hér á Akureyri. Búið er að starfrækja sambýli í Bakkahlíð í tvö ár og þar eru 8 íbúar. Talió er að til þess aó svona sambýli standi und- ir sér þurfi aó vera 10 íbúar og Húsið er um 300 ferm. og á þremur hæðum. mér sýnist það gefa mjög góóa raun. Fyrirhugað er að setja á stofn fleiri sambýli á Akureyri enda hefur þetta form gefið góða raun og íbúarnir eru mjög ánægð- ir. Þeim finnst þetta ekki vera eins og dvalarheimili. Þau fá sína gesti hvenær sem þau vilja og fara allra sinna ferða um bæinn,“ sagði Sigríður Magnca. Þcgar leitaö var eftir fólki á sambýlið við Skólastíg var farið eftir biðlistum og þörf einstakling- anna. „Ibúarnir hér eru á bilinu 67 ára til níræðs. Fólk á sambýl- um sem þessum þarf aó vera svo- Iítið sjálfbjarga og geta t.d. bjarg- að sér þegar engin vakt er í hús- inu eins og á kvöldin og næturn- ar.“ KR „Hér er svo afskaplega heimilislegt“ - segja íbúar sambýlis aldraðra Þrír hcimilismenn á sambýlinu sátu í borðkróknum í eldhúsinu ásamt forstöðukonunni og fengu sér kaffí og spjölluðu saman þegar blaðamann bar að garði. Þetta voru Ásgeir Halldórsson, Anna Oddsdóttir og Anna Pála Sveinsdóttir, fyrstu þrír íbúarn- ir í Skólastígnum. Þegar þau voru spurð að því hvernig þeim líkaði að búa á sam- býlinu svöruðu þau öll að þar lík- aði þcim vel aó vera. „Við erum alltaf borðandi," sögðu þau og hlógu. „Ég vigtaði mig áðan og ég hef bætt við mig nokkrum kíló- um,“ sagði Ásgeir. Hann bjó hjá dóttur sinni í ein- hvern tíma áður en hann fékk inni á sambýlinu. „Svo var ég hálfan daginn í dagvist í Hlíð, ég var orð- inn dálítið þreyttur á því. Sem betur fer dó enginn í Hlíð, þannig að ekki losnaði pláss þar og ég fékk pláss hérna í staðinn. Þar tel ég mig hafa verió heppinn.“ Mikið spilafólk „Já, ég held við höfum verið mjög heppin,“ tók Anna Oddsdóttir undir. Bæði Anna og Ásgeir höfðu kynnt sér sambýli fyrir aldraða í Bakkahlíð áður en þau fluttu í Skólastíginn. Ásgeir sagð- ist vera svo ókunnugur Glerár- hverfinu og farinn aó sjá svo illa að hann hefði ekki treyst sér til að búa í því hverfi. Talió barst að tómstundum íbú- anna og hvað þeir gerðu sér til dundurs dagsdaglega. „Við spilum mikið og þá helst félagsvist og bridds,“ sagði Anna Pála. „Já, fólk úti í bæ hefur frétt hvað við erum miklir spilamenn hér og stundum koma jafnvel 2 eða 3 til að spila við okkur,“ bætti Ásgeir við. „Fólk fer hér líka í göngu- ferðir um nágrennið enda stutt á fallega staði eins og t.d. Lysti- garóinn,“ sagði Sigríður Magnea forstöðukona. „Og svo notfæra sér margir sundlaugina sem er hér í næsta nágrenni." Ætlaði að tjalda við dyrnar Ibúarnir þrír sögu sér ekki hafa lit- ist á að fara á hefðbundið dvalar- heimili fyrir aldraða. „Mér heföi alls ekki litist á það,“ sagði Anna Oddsdóttir. „Þegar mér var sagt að ég fengi ekki pláss hér í Skóla- Anna Oddsdóttir, Ásgeir Halldórsson og Anna Pála Sveinsdóttir í borð- króknum. Jónína Sæmundsdóttir í herberginu sínu, sem er stórt og bjart. stígnum sagðist ég ætla aó tjalda við dyrnar og bíða þar til ég kæmist inn. Eg sagðist vilja vera þar sem mér líkaði vel.“ „Ibúafjöldinn hér er alveg mátulegur og mér finnst fólk al- veg sérstaklega samhent,“ sagði Ásgeir. „Já, það er svo afskaplcga heimilislegt hér,“ sagði Anna Oddsdóttir. „Viö fáum hingað bækur frá Amtsbókasafninu," sagði Sigríð- ur Magnea. „Vió pöntum bóka- kassa og getum bæði valið bækur í hann og eins er blandað efni sett með. Þjóðlegur fróðlcikur er vin- sælastur. Svo hef ég haft lestrar- stund af og til.“ „Þessar lestrar- stundir hafa heppnast alveg ljóm- andi vel,“ sagði Anna Oddsdóttir. „Það er svo þægilegt að hlusta á hana.“ Sigríður Magnea bætti við: „Svo náum við oft upp spjalli á eftir um það sem verið var að lesa. Annars hel'ur aðalumræðu- efnið hjá okkur undanfarið verið veórið.“ Sambýli góður kostur Jónína Sæmundsdóttir bættist nú í hópinn í eldhúsinu. ,,Það er mjög gott að vera hérna. Ég bjó áöur ein og auðvitað eru það heilmikil viðbrigði að flytja af sínu eigin heimili innan um svona margt fólk. En hér eru þó ágætisher- bergi þar sem við höfum okkar húsgögn og h!uti.“ „Ég prjóna þónokkuð og dunda mér aðallega við að prjóna dúka. Ég myndi ekki segja að ég væri mikil prjónamanneskja en ég er þó dálítið fyrir prjónaskap.“ Jón- ína sagðist ekki hafa farið mikið í gönguferðir um nágrennið en þó aðeins. Aðspurð að því hvernig henni líkaði sambýlisformið sagði Jón- ína að sér líkaði það mjög vel. ,,Hérna er allt svo heimilislegt. Ég held að sambýli sé mjög góð- ur kostur fyrir fólk, það getur ráó- ið sér nokkuð sjálft. Ég held að menn verði bara ellihrumir á elli- heimili. Hérna þarf maður þó svo- lítið að hugsa og við hjálpum að- eins til við húsverkin. Svo getum við fengið til okkar gesti hvenær sem við viljum og það stendur víst ekki á því að við getum boðið þeim upp á kaffi,“ sagði Jónína. KR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.