Dagur - 29.07.1993, Side 9

Dagur - 29.07.1993, Side 9
Fimmtudagur 29. júlí - DAGBJARTUR - 9 Sýning a skátamunum í Zontahúsinu á flkureyri I tengslum við landsmótið hef- ur verið sett upp sýning á skátamunum i Zontahúsinu á Akureyri. Gefur þar að Hta marga skemmtilega muni úr skátastarfí svo sem skátabún- inga, tjöld, bakpoka auk bóka og skjala sem varða skáta- starf. Sýningin var sett upp með tvíþættan tilgang í huga. Annars vegar að gefa ungum skátum á landsmótinu tækifæri til að litast um í veröld sem var, skoða gamla muni og útbúnað, bækur og blöó sem tengja fortíð við nútíö. Hins vegar til þess aó gefa eidri skátum kost á að rifja upp minningar um „liðin sumur og yndisleg vor“ og ef til vill að miðla öðrum reynslu sinni og þekkingu á sögu skátastarfs. Ekki er um yfirlitssýningu að ræða heldur er stiklað á stóru og reynt að skapa andrúmsloft sem minnir á skátastarf á ýmsum tímum. KR (Stuðst við bækling um sýninguna.) Gamall karlskátabúningur, sem er til sýnis í Zontahúsinu. Liggja skátaminjar undir skemmdum hjá þér? - rabbað við önnu Kristjánsdóttur, formann minjanefndarskáta Minjasýning skáta í Zontahús- inu er m.a. haldin fyrir tilstilli minjanefndar skáta. Anna Kristjánsdóttir, formaður nefndarinnar, er á landsmót- inu í Kjarna og var hún fús til að veita upplýsingar um störf og markinið minjanefndar- innar. Skráning og hvatning til skráningar á gömlum minjum skáta sem hafa sögulegt gildi fyrir skátastarf í landinu er hlut- vcrk nefndarinnar, sem var end- urvakin fyrir um ári. „Það sem vakir fyrir okkur er aö hlutir sem liggja undir skemmdum eða enginn passar uppá komist í okkar hendur og séu skráðir, flokkaóir og varðveittir. En hlut- ir sem til eru í félögum og jafn- vel hjá einstaklingum út um land séu ekki teknir úr sínum heima- högum, heldur reynt að styðja við bakið á fólki svo það geti kynnt þá fyrir sínum skátum og sínu byggðarlagi,“ sagði Anna. „Það er mjög gaman að sífellt fleiri félög sýna góðan skilning á þessu máli. Þcss ber sýningin sem hér er glöggt vitni.“ Undirbúningur cr hafínn að söfnun munnlegra heimilda um skátastarf. „Þar með erum við að reyna að safna saman ýmsum upplýsingum sem aðeins eru til í Anna Kristjánsdóttir formaður minjancfndar skáta. munnlegri geymd. Þar með get- um við tengt betur saman þekk- ingarmola og jafnvel lagt grunn- inn að ritun sögu hreyfingarinn- ar sem varð 80 ára á síðasta ári. Við leitum eftir góðu samstarfi við opinbera aðila s.s. Þjóö- skjalasafn og héraðsskjalasöfn.“ I undirbúningi er lciöbeining- arbæklingur fyrir félaga í skáta- hreyfingunni. Lögó er áhcrsla á að skráningarkerfið verði þann- ig að auðvelt sé að tölvuvæða þaó og auðvelt að sjá hvar á landinu hvaða hlutur sé til vanti einhvern upplýsingar um það. KR Vísindahornið: Líkur aukast á að líf sé utan jarðar í gærkvöld héldu helstu stjörnu- fræðingar og vísindamenn um allan heim fund gegnum alþjóð- legt vísindatölvukerfi. Rætt var um hvers konar líf gæti verið á reikistjömunni og hvernig væri hægt að hafa samskipti ef um hugsandi lífverur væri að ræða. Þar sem rcikistjarnan er mjög langt frá sólinni er hitinn langt undir frostmarki. Sennilega er hámarkshitinn ekki meiri en 250 gráður neðan við frostmark (brrrrrrr!). Það þýðir að þar þekk- ist ckki vatn í fljótandi formi og ekki heldur eins mikið veður og við þekkjum! Allt jarðneskt líf mundi deyja undir svona kring- umstæðum. Lífverur þar líta því sennilega allt öðruvísi út og eru allt öðruvísi gerðar en þær sem við þekkjum. Flestir vísindamenn telja þó að um mannlegar lífverur sé hér að ræða. Ef lífverurnar kæmu til jarðar yróu þær að verja sig fyrir hættuiegum kringumstæðum og því umhverfi sem er hér á jörðinni (annað loftslag, vatn, súrefni, vindur). Verkefni: Hvernig haldið þið að lífverurnar líti út? Reynið að teikna þær og gefa örlitla lýsingu á þeim. Höldum áfram að þjálfa heilasellurnar! Það er eins gott að við veróum viðbúin hverju sem er ef lífver- urnar skyldu koma hingað. Kannske tala þær á mjög flókinn hátt. Hverju mynduð þið t.d. svara ef þær segðu þctta: Ef dagurinn á eftir deginum í gær væri fimmtudagur, hvaða dagur er þá dagurinn á eftir gær- degi dagsins á morgun? Kannske þurfum vió líka aó geta farió flóknar slóðir á sem stystum tíma þegar geimverurn- ar koma. Hugsum okkur t.d. að þið þurfið að fara allar göturnar í þorpinu hér fyrir neðan og koma í öll hús. Hvar getið þið byrjað og hvar endið þið ef þið eigið að fara hverja leið en bara einu sinni? Creat probability that there is life in space! Last night all the greatest scien- tists in the world had a discussion over the international computer network. They wond- ered what kind of life there could possibly be on the planet and how we could communicate if there were thinking beings on the planet. As the planet is very far from the Sun it’s obvious that the temperature is very low - not above 250 centigrades below zero (brrrrrrr!). This means that therc’s no liquidised water and not the kind of whethcr we know on the Earth. All life cxixting on thc Earth would imediatcly dic therc. So probably living creatures there have a look very different from ours and are not like us. Most of the scientists are of the opinion that there is life on the planet. If the living creatures from there came to the Earth they would have to protcct themselves against dangerous circumstances and the environment wc live in (diffcrent atmosphere, water, oxygcn, wind,...) Problem: What do you think the livings from the new planet look like? Try to make a drawing showing thern and dcscribe them roughly. Keep on training your brains! We must really be prepared whatever might happen if the living creatures should arrive from space. It’s possible that they communicate in a very complicated manner. What would your answer be if they said to you the following: If yesterday’s tomorrow was Thursday, what day is the day after tomorrow’s yesterday? It may be necessary for us to travel complicated roads in as short a time as possible if they come from the ncw planet. Let’s imagine that you have to travel all the roads in the village shown here and visit every house. Where can you begin and where do you end if you travel each road but only once. Akureyrar- veröld í Akureyrarveröldinni eru ekki neinir eiginlegir póstar, heldur fara flokkarnir í stutta dags- skoðunarferó um Akureyri. Strætisvagn sækir tlokkana í Kjarnaskóg og keyrir þá á nokkra staði í bænum. I ferðun- um er t.d. farið í sund, sem er til- valið fyrir þá sem vilja þvo af sér skítinn eóa þá bara til að hressa sig upp. Síðan er haldin smá grillveisla, þar sem pylsur eru á boðstólnum. Að loknum mat er síðan gengið að Akureyr- arkirkju og umhverll hennar er skoðað. Komió er við á Náttúru- fræðisafni Norðurlands og á Steinasafni. Endahnúturinn á ferðina er rekin út við Minjasafn, en þá eru Nonnahúsið og Skáta- minjasafnið í Zontahúsinu skoð- uð. Inn á sjálfu Minjasafninu er kynning á hýbýlum manna fyrr og nú og er þar margt að sjá og sagt er frá mörgum fræðandi hlutum. Einnig gefst stundum smá frjáls tími á Minjasafninu, svo hver og einn getur skoðað það sem hann vill. Þegar þessari stuttu yfirferð um bæinn er lokið bíður strætisvagninn eftir fólki og keyrir það til baka á móts- svæðið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.