Dagur - 29.07.1993, Blaðsíða 10

Dagur - 29.07.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGBJARTUR - Fimmtudagur 29. júlí Tryggvi Marinósson, mótsstjóri: Anægður með mótið þrátt fyrír veðrið „Krakkarnir standa sig eins og hetjur og mótið gengur ótrú- lega vel þrátt fyrir veðrið. Hér er engin eymd og ekkert vol- æði,“ sagði Tryggvi Marinósson, mótsstjóri, sem gaf sér tíma í tíu mínútna spjall þrátt fyrir mikl- ar annir. „Fyrst okkur tekst að reka mót- ið áfallalaust í svona brjáluðu veóri með þeim breytingum sem af því hljótast þá er ekki hægt aö segja annað en aó ég sé ánægður með mótið,“ sagði Tryggvi og bætti því við aó sér fyndist börn ótrúlega seig að aðlaga sig að- stæðum. „Þau taka veðrinu sem gefnum hlut og eru ekkert að spyrja um vcðurspá, þetta er bara svona og því verður ekki breytt.“ Eins nefndi Tryggvi fjölskyldu- búöir og aó þar væri jafnvel fólk með ung börn sem léti sig hafa það að búa í tjaldi þessa viku. Til að svona stórt mót gangi þarf auóvitað fjölda starfsmanna og sagói Tryggvi ekki eins marga hafa skráó sig í vinnubúðir og kannski reiknað var með. „Það hafa margir komið okkur til að- stoðar í þessu máli og foreldrar og fólk úr fjölskyldubúðum geng- ið í störf hér. Ef einhver hefur áhuga þá getum við bætt við fleira fólki.“ Skiptar skoðanir hafa verið um þaö að mótió skuli ná yfir versl- unarmannahelgina. „Það var tal- inn raunhæfur kostur að láta mót- ið enda um verslunarmannahelg- ina fyrst og fremst til þess að bjóða okkar krökkum og foreldr- um þeirra möguleika á að vera á algjörlega vímulausri útihátíð þessa helgi. Viö töldum það gott fyrir foreldra skáta að hafa þenn- an möguleika aó benda á þegar krakkarnir færu að hugsa um hvað þeir ættu að gera um versl- unarmannahelgina," sagði Tryggvi. Akureyrarbær hefur veitt lands- mótinu mikinn stuðning að sögn Tryggva og lagt var upp með ákveðnar óskir um lagfæringu á aðstöðunni í Kjarnaskógi sem Tryggvi Marinósson, mótsstjóri. strax var vel tekið. „Vió miöuðum að miklu leyti okkar óskir við það að það sem gert yrði nýttist svæö- inu áfram, gerði svæðið betur til þess fallið að taka á móti fjölda fólks. Gert var tún og byggt sal- ernishús uppundir Arnarkletti og þaó kemur til með aó nýtast öllu svæðinu vel á eftir. Síðan var lagt rafmagn og vatn um allt svæóið, þannig að nú er komin rafmagns- lögn og vatnslögn hringinn um miðsvæðió. Einnig voru bílastæói stækkuó og lagfærð og vegirnir líka. Hátíðarsvæði þar sem viö höfum varðelda og skemmtanir var líka útbúið.“ Tryggvi sagði stefnuna hafa verið að skila svæðinu jafngóðu eða jafnvel betra, en vegna bleyt- unnar sæi hann fram á einhverjar skemmdir á túnum. Það yrði þó fljótt að jafna sig. Hann vildi í lokin þakka bæjar- búum og fyrirtækjum á Akureyri fyrir ómetanlegan stuóning. „Allir hafa verið boðnir og búnir að hjálpa okkur og margir búnir að leggja á sig gríðarlega vinnu und- anfarna mánuði eða jafnvel ár til þess að mótið mætti heppnast sem best,“ sagði Tryggvi Marinósson, mótsstjóri. KR Eigin veröld Eigin veröld er á þrióju hæð í Kjarnalundi. 1 Eigin veröld, eins og nafnið gefió til kynna, ræður hver og einn sér að mestu sjálfur. Súlnaberg - Hótel KEA HÓTEL KEA AKUREYRI I veröldina geta skátar komið við ef þeir eiga lausan tíma og búió til ýmsa forvitnilega hluti. Það sem virðist vera vinsælast í Eigin ver- öldinni er það að sýna hæfileika fmgranna með því að móta marg- litan FIMO-leir í hinar ýmsu myndir s.s. lyklakippur og eyrna- lokka. Einnig laðar barmmerkja- framleióslan marga að og eru flestir sem þangaó hafa komið merktir í bak og fyrir. Hinum megin gangsins er síðan smíða- stofa þ.e. menn fá poka af íspinna- stöngum og trélím og síðan er sköpunargleðinni gefinn laus taumurinn. Einnig má minnast á perlupóst, en þar perlar fólk, eins og nafnið gefur til kynna, hina ýmsu hluti t.d. dýrindis glasamott- ur. Ef þig vantar hnút á hyrnuna þína geturðu síðan farið í hnúta- póstinn. Bent skal á að fólk fær ekkert ókeypis í Eigin veröld, allt í veröldinni kostar eitthvað smá- ræði. En veröldin er upplagður staður fyrir þá sem eiga frí og vita ekkert hvaó þeir eiga að gera við tímann. Hún er opin fyrir hinn al- menna skáta eftir hádegi en fyrir þá sem eru í fjölskyldubúðum fyr- ir hádegi. Spurning dagsins Hvernig finnst þér maturinn bragöast hérna á mótinu? æO. jf Snjólaug og íris - Klakki Góður. Hmm hvað er svona gott við hann, það cr bara allt gott við hann. Ólöf, Kristín og Rut - Birkibeinum Hakkið og spaghettíið var ýkt gott cn kjúkiingasaiatið var vont. Karólína - Nesbúum Góður, nema þegar Valdi sér um matinn. Guðný - Stróki Hann er bara ágætur. I I Teidi - Sverige (Svíþjóð). t’s good, but I didn't like thc mushroomssoup. 5 í I iævar - Birkibeinum lann er bara mjög góður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.