Dagur - 29.07.1993, Síða 15

Dagur - 29.07.1993, Síða 15
Fimmtudagur 29. júlí 1993 - DAGUR - 15 Iþróttir Svanur Valgeirsson Getraunadeildin í kvöld: Þór og KR mætast á Akurevrarvclli Hörkuleikur verður á Akureyr- arvelli í kvöld þegar Þórsarar taka á móti KR í Getrauna- deildinni í knattspyrnu. Þórsar- ar þurfa nauðsynlega á sigri að halda til þess að koma sér upp í þægilegri stöðu ofar á stigatöfl- unni. Deildin er ótrúlega jöfn núna, fyrir utan efsta og neðsta liðið, IA, sem virðist vera að stinga af, og Víking sem þó er langt frá því að vera fallið. Til marks um hversu jöfn deildin er má minna á að KR er með 13 stig í fjórða sæti en Þór með 12 í því áttunda. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Búast má við baráttuleik í kvöld. Flestum er eflaust í fersku minni leikur KR og Þórs í næst- síðustu umferð deildarinnar í fyrra. Þá áttu Þórsarar mikla möguleika á sæti í Evrópukeppni en KR-ingar gerðu þær vonir að engu með 3:1 sigri. KR-ingar unnu einnig fyrri leik liðanna í Getraunadeildinni, 2:0. Síðan þá hafa þeir þó eitthvað misst damp- inn og það eitt er víst að Þórsarar munu reyna aó bíta frá sér í leikn- - aðeins eitt stig skilur liðin að Knattspyrna, meistaraflokkur: Akureyrarmótið á þriðjudag Seinni leikur Akureyrarmótsins í knattspyrnu karla fer fram á Akureyrarvelli kl. 19.00 á þriðjudag. Fyrri leikurinn hefur þegar far- ið fram og vann KA þann leik, 1:0. KA-mönnum nægir því jafn- tefli í leiknum. Leikið verður til þrautar á þriðjudag og því fram- lengt ef þörf krefur. Þórsarar eru núverandi Akureyrarmeistarar. SV Landsmót í haglabyssuskotfimi á Blönduósi: Akureyringamir á uppleið Landsmót í haglabyssuskotfimi var haldið á Blönduósi um síð- ustu helgi. Keppt var í þremur flokkum, auk sveitakeppni en raðað er í styrkleikaflokka eftir árangri og keppnisreynslu. Sveitir Skotfélags Akureyrar röðuðu sér í tvö efstu sæti í sveitakeppni. Urslit í 1. flokki urðu þau að Heimir Garðarsson úr Skotfélagi Suðurlands varö efstur með 80 stig, annar varð Kári Grétarsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar með 77 stig og þriðji Jóhannes Jensson, Skotfélagi Reykjavikur meó 76 stig. I 2. flokki voru keppendur Ak- ureyringa sigursælir en þeir eru á hraðri leið upp í 1. flokk eins o§ glöggt má sjá af stigafjöldanum. I 1. sæti varð Ellert Aðalsteinsson, Skotfélagi Akureyrar með 88 stig, í öðru sæti Björn Stefánsson úr S.A. meö 84 og í þriðja sæti varó Hannes Haraldsson, S.A. með 80 stig. Urslit í 3. flokki urðu þau aó Halldór Halldórsson, S.A. sigraði með 69 stig, annar varð Ólafur Matthíasson, S.Í.H. með 66 stig og þriðji Kristján Jónsson S.A. meö 66 stig. A-sveit Skotfélags Akureyrar sigraði í sveitakeppni með 172 stig en hana skipa þeir Hannes Haraldsson, Björn Stefánsson og Gísli Ólafsson. B-sveit Skotfélags Akureyrar varð í öðru sæti meó 166 stig og í þriðja sæti varð A- sveit S.I.H. með 159 stig. JÓH Knattspyrna: Leiftur-BÍ í kvöld Leik Leifturs og BI, sem fara átti fram í 2. deildinni í knattspyrnu á ísafírði í kvöld, hefur verið frestað. Vegna slæmra vallarskil- yrða á ísafirði varð að fresta leik Leifturs og BÍ sem fara átti fram í gær. Hann fer fram í kvöld klukkan 20.00. SV Knattspyrna, 3. deild: Jafnt hjá Magna og Víði Magni lék við Víði úr Garði í 3. deildinni í knattspyrnu í fyrra- kvöld, leik sem frestað var fyrr í sumar. Veðrið var, eins og svo oft áður, leiðinlegt, rok og kuldi og leikurinn markaðist töluvert af því. Heimamenn léku betur en oft áður í sumar þótt þeir næðu ekki að skora. Leikurinn endaði 0:0. „Þetta var dæmigerður rokleik- ur. Okkur gekk mun betur í fyrri hálfleik þegar viö spiluðum á móti vindinum en réðum síður við að spila undan vindinum,“ sagði Nói Björnsson, þjálfari Magna. Hann sagöi lcikinn hafa einkennst nokk- uð af baráttu og ekki hafa verió mikið um færi. Hann kvaðst ánægður með öll þau stig sem hann fengi þótt vitaskuld hafi hann viljað ná þeim öllum. „Eig- um við ekki að segja að að við sé- um komnir á skrið með þessu stigi sem við fengum í leiknum gegn Víði,“ sagði Nói Björnsson. SV Úrslit, 3. deild: Magni-Víðir 0:0 IIK-Grótta 1:1 Selfoss 11 8 1 2 20 12 25 HK 11 7 2 2 30 13 23 Völsungur 116 3 22216 21 Dalvik 116141614 19 Víðir 1144 3 14 11 16 Haukar 11 5 1 5 17 17 16 Grótta 113 2617 2011 Reynir 11 3 1 7 21 28 10 Skallagr. 11 227 19 30 8 Magni 11 1 3 7 8 23 6 um og senda gestina heim án stiga; „Ég get ekki sagt að ég sé sér- staklega ánægður. Við vorum með 18 stig eftir fyrri umferðina í fyrra, nú eru þau 13 og ég hefði viljað sjá þau fleiri,“ sagði Atli Eðvaldsson, aðstoðarþjálfari KR, aðspurður um hvort hann væri sáttur við gengi liðs síns í sumar. Hann sagði alltaf erfitt að spila við Þór. „Þetta verður baráttuleikur og ég vona að við náum að rétta að- eins úr kútnum. Þetta er einn af þessum leikjum sem viö verðum að vinna ef við ætlum okkur að ná Evrópusæti. Það hlýtur að vera takmarkið,“ sagði Atli Eðvalds- son. Leikmönnum Þórs hefur verið bannað aö tala við blaðamann Dags, sem og einhverra annarra fjölmiðla, og þegar náðist í Sigurð Lárusson, þjálfara liðsins, í gær neitaði hann aö tjá sig um leikinn. Hann vildi ekki gefa neitt uppi um ástæður þessa, sagði það skýrast í haust þegar banninu yrði aflétt. SV Júlíus Tryggvason hefur verið traustur í vörn Þórs síðan hann var færður þangað að nýju. Liðið hefur fengið á sig næstfæst mörk í dcildinni, 9 alis. Mynd: Pjctur Leikir yngrí flokka Eins og venjulega var mikið leikið í yngri flokkum í liðinni viku. Krakkarnir láta kulda og vætu ekki aftra sér frá æfing- um og keppni og er það vel. Rétt er að hvetja íþróttafélögin á Norðurlandi til þess að sjá til þess að úrslitum og markaskor- urum sé safnað saman. Hér eru úrslit og markaskorarar þeirra leikja sem upplýsingar hafa fengist um. Akureyrarmót, 6. flokkur: KA-Þór, A-lið 3:0 Mörk KA skoruðu: Skúli Eyjólfs- son, 2 og Tryggvi Sigurbjarnar- son, 1. KA-Þór, B-lið 2:1 Jóhann Helgason og Magnús Þór- isson skoruóu fyrir KA og Vil- berg Brynjarsson fyrir Þór. KA-Þór, C-lið2:l Hrefna Dagbjartsdóttir skoraði annað mark KA, hitt var sjálfs- mark. Mark Þórs skoraði Hcióar Heiðarsson. KA-Þór, D-lið 2:0 Mörk KA skoraði Guðjón Orri Sigurðsson. KA-Þór, E-lið 2:0 Ivar Kárason og Halldór Brynjar Halldórsson skoruóu mörk KA. 5. flokkur A: Leiftur/Dalvík - Tindastóll 2:3 Mörk Leifturs/Dalvíkur skoruðu Gylfi Jónsson og Gunnar Eiríks- son. Björn Ingi Óskarsson, Einar Svan Gíslason og Helgi Freyr Margeirsson skoruðu fyrir Tinda- stól. Hvöt/Kormákur-Þór 0:5 Þóróur Halldórsson gerði tvö mörk fyrir Þór, Viðar Haraldsson, Sindri Ólason og Gunnar V. Gunnarsson gerðu eitt mark hver. 5. flokkur B: Leiftur/Dalvík - Tindastóll 4:1 Ragnar Frosti Frostason gerói mark Stólanna en þeir Arnar Óli Jónsson, Villiam Þorsteinsson, Magni Barðason og Pétur Sveins- son gerðu mörk Leifturs/Dalvík- ur. Hvöt/Kormákur-Þór 0:7 Mörk Þórs gerðu Ásgeir Halldórs- son, 3, Pétur Kristjánsson, Andr- és Jónsson, Eyjólfur Hannesson og Orn V. Einarsson eitt mark hver. 4. flokkur: Leiftur/Dalvík-Tindastóll 4:1 Atli V. Björnsson gerði tvö mörk, Þorleifur Árnason og Einar Óla- son eitt fyrir Leiftur/Dalvík. Indr- iði Einarsson gerði mark Tind- stóls. Hvöt/Kormákur-Þór 1:6 Mörk Þórs gerðu Orri Óskarsson, 3, Jóhann Þórhallsson, Sigurður G. Sigurðsson og Rúnar Jónsson eitt hver. Markaskorara Hvat- ar/Kormáks vantar. 3. flokkur karla: Þór-KS 5:0 Mörk Þórs gerðu Orlygur Helga- son, 2, Arnar Líndal, Bjarni Guð- mundsson og Jakob Gunnlaugsson eitt hver. Völsungur-Tindastóll 1:2 Guðjón Gunnarsson og Martcinn Jónsson gerðu mörk Stólanna cn Arngrímur Arnarson gerði mark Völsungs. 3. flokkur kvenna: Dalvík-Tindastóll 2:1 Mark Tindastóls gerði Sólborg Hermannsdóttir en Inga Lára Óla- dóttir og Sunna Bragadóttir gcrðu mörk Dalvíkur. Völsungur-KA 0:2 Rósa María Sigbjörnsdóttir gcrði bæði mörk KA. Þessi mynd var tekin í Akureyrarmótsleik sem fram fór í júní. Goí Greifamótið í dag Þriðja umferð Greifamótsins í golfi fer fram í dag. Konurnar tóku vel við sér og töluvert hef- ur fjölgað frá því fyrir hálfum mánuði. Urslit mótsins úr lið- inni viku eru eftirfarandi. Meðfylgjandi tölur standa fyrir heildarskor og stig. Kvennaflokkur - með forgj: 1. María Daníelsdóttir, 27/12 2. Hulda Vilhjálmsdóttir, 32/10 3. Agnes Jónsdóttir, 35/7,5 4. Jónína Pálsdóttir, 35/7,5 5. Aöalheiður Alfreðsd., 37/6 Karlaflokkur - með forgj: 1. Símon I. Gunnarsson, 30/12 2. Númi Friðriksson, 31/10 3. Sigurpáll G. Sveinsson, 33/7 4. Guðmundur Finnsson, 33/7 5. Örn Arnarson, 34/3,5 Karlaflokkur - án forgj: l . Sigurpáll G. Sveinsson, 34/12 2. Örn Arnarson. 36/10 3. Sverrir Þorvaldsson, 8/8 4. Guðmundur Finnsson, 39/6 5. Sigurður H. Ringsted, 39/6 SV

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.