Dagur - 06.08.1993, Side 4

Dagur - 06.08.1993, Side 4
4 - DAGUR - Föstudagur 6. ágúst 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1368Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.). FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Samningar breyta ekki raunveruleikanum Stöðugt þyngist fyrir fæti þeirra er steypa vilja Evrópu í sameiginlegt stórríki. Dæmi um það er söguleg af- greiðsla Maastricht- samkomulagsins á breska þinginu þar sem beita varð ýmsa þingmenn íhaldsflokksins mjög hörðu auk þess að hóta stjórnarslitum áður en samningurinn hlaut tilskilinn meirihluta þingmanna. Atkvæðagreiðslan skildi einnig eftir sig mögnuð sárindi í röðum flokksbræðra - sárindi sem fréttaskýrendur telja að taka muni tíma að gróa. Vandi breskra þingmanna við afgreiðslu Maastricht-samkomulagsins er ekkert einsdæmi í sögu þessa gjörnings. Mikil andstaða hefur verið við samninginn í ýmsum öðrum Evrópuríkjum. í því sambandi nægir að benda á mjög nauman meiri- hluta í þjóðaratkvæðagreiðslu Frakka og hið sögulega fall sáttmálans í Danmörku á sínum tíma, sem færði dönskum frændum okkar ýmis sérákvæði við umrætt samkomulag. Vandi Evrópubandalagsins og Maastricht-samkomu- lagsins er þó ekki einskorðaður við andstöðu þing- manna og þegna ýmissa aðildarríkja. Annað dæmi um vanda sameiningarinnar eru hin mismunandi efnahags- kerfi aðildarríkjanna, sem vinna ekki svo auðveldlega saman. Glöggt dæmi um það er að sama dag og fulltrúi bresku ríkisstjórnarinnar afhenti framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins í Brussel staðfest eintak af Maast- richt-samkomulaginu riðaði einn helsti hornsteinn þess, peningalegur samruni aðildarríkjanna, til falls svo ólík- legt má telja að markmiðið um sameiginlegan gjaldmiðil fyrir árið 1999 nái fram að ganga. Athyglisvert er að þessum tíðindum var snarlega fagnað á Bretlandseyjum og einnig í Þýskalandi - sjálfu höfuðríki Evrópubandalagsins. Þjóðverjar áttu auk þess sjálfir mestan þátt í því hvernig fór. Þegar Bunders- bankinn þýski tilkynnti að hann hyggðist ekki lækka vexti til jafns við það sem búist hafði verið við tóku að renna á menn tvær grímur um traust og heilindi Þjóð- verja. Sérstaklega urðu Frakkar fyrir vonbrigðum en franska frankanum hefur verið haldið stöðugum á und- anförnum árum í skjóli þýska marksins. Órói hefur því skapast á hinum evrópska peninga- markaði sem enginn leið er að sjá til hvers muni leiða. Eflaust munu stjórnmálamenn í álfunni reyna að sýna fram á að draumurinn um sameiginlegan gjaldmiðil og peningamarkað hafi ekki beðið skipbrot. Þeir munu halda í vonina um að hinn flókni og smásmugulegi samningur, sem kenndur er við Maastricht í Hollandi verði einhvern tímann að veruleika. Hvað sem því líður er algjörlega óvíst hver framtíð hins evrópska gjaldmiðils verður og raunar evrópusam- starfsins alls. Andstaða við það er mikil á meðal al- mennings og einnig hriktir í stoðum stjórnmálaaflanna, sem hingað til hafa ekki talið sig þurfa að taka tillit til sjónarmiða hins almenna manns hvað Evrópusamrun- ann varðar. Flestir íslenskir stjórnmálamenn hafa hing- að til borið gæfu til að skilja að við eigum ekkert erindi inn í þá miðstýrðu ríkjasamsteypu sem reynt er að mynda innan Evrópubandalagsins. Við höfum þó þegar samþykkt samning um hið Evrópska efnahagssvæði og þannig tengst Evrópubandalaginu á mörgum sviðum. Því verðum við að fylgjast gaumgæfilega með öllum hræringum í Evrópu. Vandi Evrópuríkja við að framfylgja Masstricht-samkomulaginu er okkur til varn- aðar. Hann sýnir að stjórnmálamenn breyta ekki raun- veruleika heillar álfu með fundasetum og samningum sín í milli einum saman. ÞI Lesendahornið Halló Akureyri Nú svellur mér móður. Ég ætla samt að spara stærstu orðin aó sinni, þótt ég eigi þau nóg til. En þessu vildi ég beina til bæjar- stjórnar- og bæjarráðsmanna: Hafa þeir ekki samviskubit af því aó leyfa skúrkum aó demba svín- aríi og djöfulgangi yfir varnar- lausa borgara? Eða hvers eigum við íbúar við Hafnarstræti, Gler- árgötu og Strandgötu að gjalda? Ætti ég í hlut, myndi ég skamm- ast mín fyrir það ALGJÖRA til- litsleysi, nánast ósvífni, sem okk- ur hefír verið sýnt, meira en nokkrum öðrum íbúum Akureyr- ar, ekki aðeins af hálfu bæjaryfir- valda, heldur sýslumannsembætt- isins og forkólfa Hallós Akureyr- ar. Ekki voru það beinlínis vöggu- ljóð, sem kveðin voru yfir okkur á þessari fylliríishátíð. Að ári ættu svo viðkomandi aðilar að planta þessu menningar- dóti við sínar eigin dyr. Abyrgðarmenn „hátíðarinnar“ Halló Akureyri hælast um af framkvæmd og góðu skipulagi hennar!! Þeim tókst aö teygja til bæjarins um þrjú þúsund manns til viðbótar þeim ferðamönnum, sem fyrir voru. Og hver var svo hreinlætisaðstaða þessa fólks, sem flykktist hingað? Var hugsað fyrir henni? Lítið fór fyrir því. En fólkið var fundvíst á klósettið sitt nú eins og í fyrrasumar. Það var nú eins og þá skógarbrekkan norðan frá kirkjunni og suður að Gamla barnaskóla. Og^ migildið bak vió Leikhúsið. Anægjuleg framkvæmd og gott skipulag heit- ir það i herbúðum Hallós Akur- eyrar. Og þar er ánægjan svo mikil, aó nú hafa þeir ákveðið að endurtaka Hallóið næsta ár, enda hafa hinir langþráðu aurar skilaó sér í vasana, því að þeir viróast skipta mestu máli. En hvað skyldu þeir hafa kostað mikla óhamingju, kvíða og áhyggjur foreldra eða vandamanna? Hve mörg myndar- leg og gjörvuleg ungmenni hafa beðið ósigur fyrir gróðahyggj- unni? Svo heyrist sagt: Þannig vill unga fólkið skemmta sér. Því miður er það satt um suma, en það er lítilmannlegt og skammarlegt aö nota sér veikleika annarra. Og bærinn okkar, annars svo fagur og friðsæll, hvernig leit hann út eftir þessa „vel skipu- lögðu“ „fjölskylduhátíó“(!!)? Jú. Að morgni hvers „hátíðardags" var miðbærinn eins og öskuhaug- arnir á Glerárdal, eins og svína- stía. Þetta eru engar ýkjur. Ég sá þaó með eigin augum. Ég á enn ýmislegt ósagt um þessa endemis „menningar-“ og „fjölskylduhátíð", en það er við hæfi að ljúka þessum orðum með eftirfarandi erfiljóði um Halló Akureyri 1993. Jörfagleði Nádauni andar ívisl rolnunar, timbruð á sandi, jörfa lálgrunni; áköfhún nœrir nautnasjúka; hungruð liún engist ungdóm að tœla, niður hann draga í dýki spillingar, ranglæti iðkar, uppbólgnum þunguð þrœla girndum; taumleysið teðir, uppskeran vansœmd, tyllijlík andlegir tötrar einir; umbun sú gejin er gjálíjis unnendum um það er lýkur; ormgarður glymur glaumgosalifnað; nálgast senn æðsta ítrekað dómsorð, undan kemst enginn. Jón Hilmar Magnússon. P. S. Þegar ég hafói komið þessari grein í blaðið, sannfrétti ég, að tí- volíið mætti ég hafa í eyrunum í nær heila viku í viðbót. Það er ekki vinnufriður á skrifstofu minni, jafnvel ekki þótt gluggar séu lokaðir og það í veðurblíð- unni, sem loksins kom. Ég hringdi í formann bæjarráðs og bað hann að koma í veg fyrir það, að Jörundur fengi áframhaldandi lcyfi á grundinni fyrir neðan mig, á þeim forsendum, að sóðaskapur- inn hefói verið yfirgengilegur og hávaðinn sömuleiðis. Nú kemur það á daginn, að beiðni minni er ekki sinnt. Þeini, sem veittu Jör- undi leyfió, þakka ég tillitssemina. Þessir herrar kynna sig sífellt bet- ur. Þetta er geymt en ekki gleymt. J.H.M „írafár á íslandi vegna eins kjöthleifs“ Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, ritar í blað sitt síðastliðinn laugardag, 31. júlí, ■ eins konar varnarræðu fyrir utan- ríkisráðherrahjónin undir fyrir- sögninni „Sannleiksást fjölmiðla“. Undirritaður hefur ekki nema að litlu leyti fylgst með umfjöllun Stöðvar 2 og annarra fjölmiðla um meinta kjötinnflutningstilraun eig- inkonu utanríkisráðherra, en tónn- inn í blaðagrein Agnesar Braga- dóttur er með þvílíkum endemum að maður fær ekki orða bundist. Maður hlýtur að staldra við orð eins og að Brynja hafi ekki haft hugmynd um „írafárið í kringum einn kjöthleif heima á Fróni“. Sannleikurinn er sá að í far- angri utanríkisráðherrahjónanna fannst við tollskoðun ósoðið er- lent kjöt, en innflutningur á slíku til Islands er bannaður og hafa yfirvöld ekki síst þar í huga smit- hættu á sjúkdómi sem víða erlend- is herjar á búfé og nefnist gin- og klaufaveiki og ég býst við að allir Islendingar séu sammála um að koma beri í veg fyrir að berist til landsins. Þess vegna hlýtur smygl eða tilraun til smygls á afurð sem þessari að teljast alvarlegt brot og breytir þar engu hvort um er að ræða „einn kjöthleif1 eða annað magn af erlendu kjöti. Nú var það ekki einhver guðjón sem reyndi að smygla þessu kjöti inn til landsins heldur eiginkona utanríkisráóherra en manni skilst að þau hafi svonefndan „rauóan passa" sem þau noti þá er þau fara í gegnum tollskoóun í Leifsstöð, en rauði passinn tákni það að þau hafi heimild til þess að fara í Pétur Jósefsson. gegnum tollskoðunina án þess að litið sé í farangur þeirra. I umrætt skipti vildi svo til að einhver starfsmaður tollyfirvalda í Leifs- stöð leit, líklega óvart, í farangur eiginkonu utanríkisráðherra og kemur þá í ljós þessi tilraun til smygls á erlendu ósoðnu kjöti. Þá hefst þáttur Brynju Bene- diktsdóttur, vinkonu eiginkonu utanríkisráóherra. Yfirlýsing Brynju var þess efnis að „plast- poki og innihald hans hafi verið sín eign en ekki Bryndísar“ og: - „Ástæða þess að ég hélt ekki sjálf á pokaskjattanum var sú að ferða- taska mín tapaðist o.s.frv.“ - Sem sagt: - Brynja Benediktsdóttir hafói meðferóis ósoðið erlent kjöt sem bannaó er að flytja til lands- ins. Hún biður vinkonu sína, eig- inkonu utanríkisráðherra, fyrir „pokaskjattann meó kjöthleifnum“ og eiginkona utanríkisráðherra fer síðan meó hann í gegnum tollinn, með rauða passann sinn, en síóan er farangur eiginkonu utanríkis- ráðherra óvart skoðaður í tollinum og ólöglegur kjötinnflutningur hennar kemur í ljós. í grein Agnesar er orðfæri eins og írafár út af einuni kjöthleif í pokaskjatta notað til þess að gera sem allra minnst úr því þegar reynt er að brjóta íslenskar reglur um innfiutning á ósoðnu kjöti. Og að kalla þetta „kjötfjölmiðlafár“ er ekkert annað en gróf móðgun við íslenskt fólk. I öðrum löndum eins og t.d. í Danmörku þykir miklu skipta að ráðamenn þjóðarinnar komi óað- finnanlega fram og þaó er ekki langt síðan að Ritt Bjerregaard, fyrrverandi menntamálaráðherra Dana, varð að segja af sér vegna þess að hótel- og veislukostnaður hennar í París þótti úr hófi. Það er heldur ekki langt síöan aó háttvirt- ur núverandi utanríkisráðherra á íslandi baó þjóð sína afsökunar á dómgreindarleysi sínu vegna ein- hverra glapa varðandi kostnað við veisluhöld og lét þar við sitja. Ég býst við að ýmsum íslend- ingum þyki dómgrcindarleysið ennþá vióloðandi á heimili þeirra hjóna og einhvers staðar hefði þótt við hæfi að ráðherrar segðu af sér vegna glapa af því tagi sem hér um ræðir. Pétur Jósefsson. Höfundur er sölustjóri hjá Fasteigna- og Skipa- sölu Noróurlands.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.