Dagur - 06.08.1993, Side 6
6 - DAGUR - Föstudagur 6. ágúst 1993
Hvað er ad gerast
Kvartettinn Út í vorið
í M.A. í kvöld
ogíSkjólbrekku
annað kvöld
í kvöld, föstudag, kl. 20:30 mun
kvartettinn Út í vorið halda tón-
leika á sal Menntaskólans á Akur-
eyri. A sama tíma annað kvöld
verða tónleikar í Skjólbrekku í
Mývatnssveit. Kvartettinn var
stofnaður í lok október 1992 og
hélt sína fyrstu opinberu tónleika í
Listasafni Sigurjóns Olafssonar
22. og 24. júní sl. fyrir troðfullu
húsi áheyrenda. Einnig hefur
kvartettinn komið fram á lokuðum
samkomum í vetur og í Ríkisút-
varpinu.
Kvartettinn skipa þeir Einar
Clausen, 1 .tenór/2.tenór; Halldór
Torfason, 2.tenór/l.tenór; Þor-
valdur Friðriksson, l.bassi, og As-
geir Böðvarsson, 2.bassi. Efnis-
skráin mótast af hefð þeirri sem
ríkti meóal íslenskra karlakvar-
tetta fyrr á öldinni og var helst
sótt í sjóði Leikbræðra og M.A.-
kvartettsins. Má því fmna á efnis-
skránni lög eins og Hanna litla,
Seljadalsrósin, Rokkarnir eru
þagnaðir og Laugardagskveld.
Sænska tónskáldió Bellman er
vel þekkt á íslandi því að fjöldi
kóra, smærri sönghópa og ein-
söngvara hefur flutt tónlist hans.
Flestir íslenskir karlakvartettar
hafa sungið lög Bellmans og á
tónleikunum veróa flutt nokkur af
vinsælustu lögum hans.
Bandarískar „Barber Shop“-út-
setningar hafa verió vinsælar
meðal íslenskra kvartetta undan-
farin ár og verða þrjú slík lög flutt
á tónleikunum en alls eru 20 lög á
efnisskránni.
Hljóðfæraleikari með kvartett-
inum er Bjami Jónatansson píanó-
leikari.
Útimarkaður áAkur-
eyri á morgun
Á morgun, laugardag, kl. 11-15
verður útimarkaður á Ráðhústorgi.
Margt góöra muna í boði á sann-
gjömu verói. Borða- og básapant-
anir berist til Kristínar í síma:
26657.
FerðafélagAkureyrar
á Flateyjardalsheiði
Eins og venja er til er fólk út um
hvippin og hvappinn á vegum
Ferðafélags Akureyrar (FFA)
þessa helgi sem aðrar. Á morgun,
laugardag, heldur hópur fólks út á
Flateyjardalsheiði. FFA hvetur
alla til að rífa sig upp úr noróan-
þunglyndinu, nú með batnandi
veðri, því margt skemmtilegt er á
döfinni. Að viku liðinni verður
siglt frá Dalvík að Látrum og
gengið inn að Grenivík. Sömu
helgi, 14.-15. ágúst, verður stefnt
á Laugafell - Ingólfsskála; öku- og
gönguferð um dali og hálendi.
Upplýsingar og skráning á
skrifstofu FFA, Strandgötu 23, kl.
16-19 á virkum dögum, sími
22720.
Stjórnin á 1929
Hljómsveitin Stjómin leikur fyrir
dansi á skemmtistaðnum 29 í
kvöld. Veitingastaðurinn Uppinn
býður upp á ekta eldbakaðar pizz-
ur um helgina.
Skriðjöklar á Sjalla-
kránniogíSjallanum
Skriójöklar spila á Sjallakránni í
kvöld, föstudag, og er aðgangur
ókeypis. Annað kvöld, laugardag,
leika Skriðjöklar fyrir dansi í
Sjallanum. I kjallaranum verður
Omar Hlynsson trúbador bæði í
kvöld og annað kvöld.
Myndin, Dagurinn
langi, frumsýnd
á Akureyri
Borgarbíó sýnir í kvöld fjórar
kvikmyndir. Kl. 21 verður sýnd
ein umtalaðasta mynd ársins,
Osiðlegt tilboð (Indecent Propo-
sal). Á sama tíma verður frum-
sýnd á Akureyri hin stórgóóa
mynd Dagurinn langi (Groundhog
day) sem er ekki bara fyndin og
skemmtileg heldur felst í henni
neilmikill boðskapur; sjálfum-
glaöir bíógestir geta því lært af
henni betri siói og allir geta átt
góða stund. Kl. 23 verða sýndar
grínmyndin, „Captain Ron“, og
Siðleysi sem fjallar um atburði
sem eiga ekki að gerast en gerast
þó samt.
Sömu myndir verða sýndar á
sömu tímum annað kvöld, laugar-
dag, og á sunnudagskvöld.
Á sunnudag kl. 15 veróur
ókeypis sýning á myndunum, Þrír
Ninjar og „He-man“.
Á mánudagskvöld verða mynd-
irnar, Dagurinn langi og „Captain
Ron“, sýndar kl. 21.
Loks er myndin „Hot Shots 2“
væntanleg í Borgarbíó miðviku-
daginn 11. ágúst.
Herramenn á KEA
Hljómsveitin Herramenn leikur
fyrir dansi á Hótel KEA annað
kvöld, laugardag. Helgartilboð
Hótel KEA samanstendur af hum-
ar- og laxapaté, svína- og nauta-
steik „Black & white" og ítalskri
ostatertu í eftirrétt - allt fyrir 2500
kr.
Flugmódeldagur á
Melgerðismelum
á morgun
Á morgun, laugardag, verður
haldinn llugmódeldagur Flugmód-
elfélags Akureyrar. Flogið verður
frá morgni til kvölds við vallar-
svæói félagsins á Melgerðismel-
um ef veður leyfir og verður al-
menningi boðið upp á aó prófa að
fljúga kennslu-flugmódelum.
Þetta er fjórði flugmódeldagurinn
sem haldinn er en slíkur dagur er
árviss viðburður fyrsta laugardag
eftir verslunarmannahelgi. Oll
stærstu og fallegustu flugmódelin
sem smíðuð eru á landinu verða á
svæðinu.
Efnisskrá kvartettsins Út í voríd cr m.a. sótt í sjóði M.A.-kvartettsins en
fyrri tónleikarnir verða cinmitt haidnir á sal Mcnntaskólans á Akureyri.
Ef vcður leyfir getur almcnningur fiogið flugmódclum á morgun.
Minning
Lóni Kelduhveríi
Fædd 9. ágúst 1913 - Dáin 9. júní 1993
í tilefni af áttræðisafmæli Bjargar
Björnsdóttur 9. ágúst langar mig
að senda þessa minningu, er ég
tók saman á útfarardegi hennar.
Eg mun ekki rekja ættir hennar
hér en vil þó geta þess, aó þar er
að finna fjölmargt þjóðkunnugt
fólk vel gefið og listrænt.
Andlát Bjargar bar brátt að svo
að um þaó má segja eins og séra
Björn frá Laufási orðaði það í
þekktum sálmi „Fótmál dauóans
fljótt er stigið“. Fyrir fáeinum
dögum sat hún hér hjá mér, kær
gcstur. Vió ræddum margt um
liðna tíð. Hún var hógvær í dóm-
um en sagói í stuttu máli sögu sína
á þessa leið: „Eins og þú veist
fæddist ég í byrjun fyrri heims-
styrjaldarinnar og ólst upp á árum
kreppunnar. Ég átti ckki bcinlínis
samleió með fjöldanum, en fann
köllun mína til tónlistarnáms. Þar
kom ég aó læstum dyrum. Mín
bció aðeins starf alþýðukonunnar
og ég tók því. Samt yfirgaf ég
aldrei þá vöggugjöf er ég hlaut og
var iðin viðað æfa mig á heimilis-
orgelið.“
Síðar varð Björg söngstjóri
Garðskirkju hér í sveit í 50 ár.
Auk þess aóstoðaði hún vió fleiri
kirkjur hér í sýslunni.
En að þessu sinni var hún á leið
í Skálholt ásamt fleiri organistum
íslenskra kirkna, sem tóku þátt í
námskeiði er varðaði kórstjórn.
Um þaó sagði hún: „Skálholt er
minn staður. Stundirnar þar hafa
gefið mér einstaklega mikið. Ég
fmn ætíð er ég dvel þar, hversu
ómetanlegt er að vera þar. Ég er
algjörlega sátt við lífið. Mér hefur
aldrei liöið jafn vel og nú.“ Þetta
voru hennar síóustu orð við mig
um leið og hún kvaddi. Ég horfði
á eftir henni svipbjartri og þakk-
látri fyrir liönar langar lífsstundir.
Hún var einstaklega ungleg enda
alla tíð góó, hrekklaus sál, scm
engum ætlaði illt, en sá þó bros-
legu hlióarnar á lífinu. Hún var
gædd einstakri frásagnargáfu um
menn og málefni.
Ég kynntist Björgu fyrir 50 ár-
um þegar ég fluttist í hennar sveit.
Litlu seinna varð ég þeirrar gæfu
aðnjótandi aó veróa einn meðlim-
ur kirkjukórsins, sem hún stjórn-
aði. Ég hreifst mjög af Keldu-
hverfinu. Fólkið var vel gefiö,
framsækið og mjög listrænt. Alltaf
var Björg þar með í flokki. Hún
spilaði undir ef með þurfti við
leiksýningar, fór með kórinn sinn
á hinar svokölluóu menningarhá-
tíðir sem haldnar voru á vorin í
Öxarfirði og hélt uppi almennum
söng á mannamótum. Hún kunni
þá svo mikið af lögum og ljóðum
að hið hálfa hefði verið nóg, en til
marks um það tók hún þátt í söng-
lagakeppni, ásamt fleirum, sem
Ríkisútvarpið sá um. Þar var hún
sigursælust sem vænta mátti. Síð-
ar var hún sæmd Fálkaorðunni
fyrir frábær tónlistarstörf. Því
fögnuðu allir, vissu sem var að
Björg var vel að slíkum heiðri
komin.
Fyrir utan tónlistina helgaði
Björg æskuheimilinu störf sín, þó
með nokkrum frávikum. Hún hélt
þá á vit framandi staða, var t.d.
þjónustustúlka í Reykjavík og
kaupakona úti á landsbyggðinni,
en fjarvcran frá átthögunum til
lengri tíma átti ekki vió hana, svo
heim var haldió meó gleði.
Síðar á lífsleiðinni kenndi hún í
nokkrum skólum svo sem Reykja-
skóla í Hrútafirði og Kvennaskól-
anum á Blönduósi. Hún hreifst
mjög af stjórnendum skólanna
einnig af unga fólkinu. Ég veit að
það hefur heldur ekki gleymt sam-
verustundunum með Björgu. Þær
hafa vafalítið sett sérstakan blæ á
skóladvölina.
Björg var ósérhlífin og stund-
vís svo að af bar. Var þó ekki allt-
af létt fyrir fæti fyrstu árin er ég
kynntist henni t.d. fábreytileg far-
artæki og illfærir vegir. Það hindr-
aði hana ekki. Hún setti nótna-
bækurnar í poka og brá honum yf-
ir öxl sér. Ekkert hindraói för
hennar nema ef óvænt brast á stór-
hríö. Þegar sást til Bjargar örkuð-
um við kórfélagarnir af stað.
Stundum glumdi í haglinu á úlp-
unum okkar, en Björg sá ráð við
að kveða niður élin. Þegar ællngin
byrjaði hóf hún tónsprotann á loft
og vió sungum saman hió ljúfa
ljóð og lag:
Þó að œði ógn og hríðir
aldrei neinu kvíða skal.
Alltafbirtir upp uw síðir
aftur kemur vor í dal.
Allt var á bak og burt hagl og
stormur en við endurtókum sam-
stilltum röddum:
- „aftur kemur vor í dal. “
Ég er þakklát fyrir þessa fal-
legu minningu.
Björg var mcrk og ógleyman-
leg kona. Enginn kann þá sögu að
segja hve langt hún heföi náð með
tónlistargáfu sína hefði samtíðin
skilið hana og tækifærin verió
fleiri. Að leiðarlokum stödd í
Skálholti vió stjórn á eigin lagi
rann stundaglas hcnnar út. Hún
hné niður og var örend litlu síðar.
Það var fullkomin gjöl' af skapara
lífsins að kalla hana til sín á þess-
ari stundu. Hún var hans trúi
þjónn, söng Drottni lof og dýró
alla sína lífstíð. Skálholt var henn-
ar stærsti helgidómur. Þar skein
hamingjusól hennar bjartasl.
Þangað sótti hún fullkomnun og
andlegan styrk.
í Skálholti kynntist hún söng-
stjórum víðs vegar að af landinu,
sem lciddi til þess, að Björg fór
með þeim til framandi landa. Hið
hrifnæma auga hennar ljómaði af
fögnuði, þegar hún sagði mér frá
þcirri mcrku stund, er hún stóð
andspænis páfanum í Róm eða
gekk í helgidóm Notre Dame
kirkjunnar í París. Margt ánægju-
legt hafði dritið á daga hennar hin
síðari ár. Vissulega var fengur í að
eiga slíkar minningar allt til enda
dægurs, en nú hel'ur Björg kvatt
okkur og margir munu sakna
hennar. Eg kveð hana meó orðum
listaskáldsins góða Jónasar Hall-
grímssonar.
Hœgur er dúr á daggarnótt
dreymi þig Ijóðið, sofðu rótt.
Guðrún Jakobsdóttir.