Dagur - 06.08.1993, Side 9

Dagur - 06.08.1993, Side 9
Föstudagur 6. ágúst 1993 - DAGUR - 9 Dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Föstudagur 6. ágúst 18.50 Táknmálsfréttir. 19.00 Ævintýri Tinna (26). Kolafarmurinn - seinni hluti. 19.30 Barnadeildin (6). 20.00 Fréttir. 20.30 Veður. 20.35 Sækjast sér um líkir (1). (Birds of a Feather.) 21.10 Bony (6). (Bony.) 22.05 Kjaftshögg á kerfið. (A Shock to the System.) Bandarísk bíómynd frá 1990. Gráglettnisleg mynd um við- brögð starfsmanns eftir að fram hjá honum hefur verið gengið við stöðuráðningu innan fyrirtækis hans. Aðalhlutverk: Michael Caine, Elizabeth McGovern og Peter Riegert. 23.35 Stefan Andersen. Upptaka frá norrænni rokk- hátíð í Finnlandi í fyrra. 00.20 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Stöð 2 Föstudagur 6. ágúst 16.45 Nágrannar. 17.30 Kýrhausinn. 18.10 Mánaskífan. 18.35 Ási einkaspæjari. 19.19 19:19 20.15 Hjúkkur. (Nurses.) 20.45 Á norðurhjara. (North of 60.) 21.40 Töfrandi táningur. (Teen Witch.) Gamansöm mynd um tán- ingsstelpuna Louise sem er skemmtileg og vel gefin en ósköp venjuleg í útliti. Aðalhlutverk: Robyn Lively, Zelda Rubinstein, Dan Gathier og Joshua Miller. 23.10 Hörkutól í flotanum. (Hellcats of the Navy.) Myndin segir frá baráttu bandarísks kafbátsforingja við japönsk herskip. Aðalhlutverk: Ronald Reagan, Nancy Davis (Reagan) og Arthur Franz. 00.40 Richard Pryor á sviði. (Richard Pryor - Live on Sunset Strip.) Ef Richard Pryor kæmi fyrir rétt, ásakaður um að vera fyndnasti skemmtikraftu'r Bandaríkjanna, yrði þessi mynd sönnunargagn númer eitt hjá saksóknaranum. Aðalhlutverk: Richard Pryor. 02.05 Skýjum ofar. (Higher Ground.) Myndin fjallar um Jim Clayton alríkislögreglumann sem lendir í baráttu við óprúttna glæpamenn þegar hann lætur drauminn um að gerast þyrluflugmaður rætast. Aðalhlutverk: John Denver, Meg Wittner og David Renan. Bönnuð börnum. 03.40 CNN - Kynningar- útsending. Rás 1 Föstudagur 6. ágúst MORGUNÚTVARP KL. 06.45-09.00 06.45 Veðurfregnir. 06.55 Bæn. 07.00 Fréttir. Morgunþáttur Rásar 1. - Sólveig Thorarensen og Trausti Þór Sverrisson. 07.30 Fréttayfirlit • Veður- fregnir. * 07.45 Heimsbyggð - Verslun og viðskipti. Bjarni Sigtryggsson. 08.00 Fréttir. Gestur á föstudegi. 08.30 Fréttayfirlit. Fréttir á ensku. 08.40 Úr menningarlífinu. ÁRDEGISÚTVARP KL. 09.00-12.00 09.00 Fréttir. 09.03 „Ég man þá tíð.“ Þáttur Hermanns Ragnars Stefánssonar. 09.45 Segðu mér sögu, „Átök í Boston, sagan af Johnny Tremaine", eftir Ester Forbes. 10.00 Fréttir. 10.03 Morgunleikfimi. 10.10 Árdegistónar. 10.45 Veðurfregnir. 11.00 Fréttir. 11.03 Samfélagið í nærmynd. 11.53 Dagbókin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.05 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Heimsbyggð - Verslun og viðskipti. 12.20 Hádegisfróttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.57 Dánarfregnir • Auglýs- ingar. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.05-16.00 13.05 Hádegisleikrit Útvarps- leikhússins, „Tom Törn og svartklædda konan" eftir Liselott Forsmann. 5. þáttur. 13.20 Stefnumót. 14.00 Fróttir. 14.03 Útvarpssagan, „Grasið syngur" eftir Doris Lessing. María Sigurðardóttir les (15). 14.30 Lengra en nefið nær. 15.00 Fréttir. 15.03 Laugardagsflétta. SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00-19.00 16.00 Fréttir. 16.04 Skíma. 16.30 Veðurfregnir. 16.40 Fréttir frá fróttastofu barnanna. 17.00 Fréttir. 17.03 Fimm/fjórðu. 18.00 Fróttir. 18.03 Þjóðarþel. Ólafs saga helga. Olga Guðrún Árnadóttir les (71). 18.30 Tónlist. 18.48 Dánarfregnir • Auglýs- ingar. KVÖLDÚTVARP KL. 19.00-01.00 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar • Veður- fregnir. 19.35 Stef. 20.00 íslensk tónlist. 20.30 Draumaprinsinn. 21.00 Úr smiðju tónskáld- anna. 22.00 Fréttir. 22.07 Endurteknir pistlar úr morgunútvarpi. 22.27 Orð kvöldsins. 22.30 Veðurfregnir. 22.35 Töfrateppið. 23.00 Kvöldgestir. Þáttur Jónasar Jónassonar. 24.00 Fréttir. 00.10 Fimm/fjórðu. 01.00 Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. Rás 2 Föstudagur 6. ágúst 07.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins. Kristín Ólafsdóttir og Kristján Þorvaldsson. - Jón Björgvinsson talar frá Sviss. - Verðurspá kl. 7.30. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. - Hildur Helga Sigurðardótt- ir segir fréttir frá Lundúnum. 09.03 í lausu lofti. Umsjón: Klemens Arnarsson og Sigurður Ragnarsson. Sumarleikurinn kl. 10.00. Síminn er 91-686090. - Veðurspá kl. 10.45. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Hvitir máfar. Umsjón: Kristján Sigurjóns- son. 14.03 Snorralaug. Umsjón: Lísa Pálsdóttir. 16.00 Fróttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmála- útvarp og fréttir. - Veðurspá kl. 16.30. 17.00 Fréttir. - Dagskrá heldur áfram. Pistill Böðvars Guðmunds- sonar. 17.30 Dagbókarbrot Þorsteins Joð. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfund- ur í beinni útsendinou. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Kvöldtónar. 22.10 Allt í góðu. Umsjón: Fjalar Sigurðarson. - Veðurspá kl. 22.30. 00.10 Næturvakt Rásar 2. 01.30 Veðurfregnir. 01.35 Næturvakt Rásar 2 - heldur áfram. 02.00 Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. Fréttirkl. 7,7.30,8,8.30,9,10, 11,12,12.20,14,15,16,17,18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 02.00 Fróttir. 02.05 Með grátt í vöngum. 04.00 Næturtónar. 04.30 Veðurfregnir. 05.00 Fréttir. 05.05 Allt í góðu. 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 06.01 Næturtónar. 06.45 Veðurfregnir. - Næturtónar hljóma áfram. 07.00 Morguntónar. 07.30 Veðurfregnir. Morguntónar hljóma áfram. Ríkisútvarpið á Akureyri Föstudagur 6. ágúst 08.10-08.30 Útvarp Norður- lands. 18.35-19.00 Útvarp Norður- lands. Stjarnan Föstudagur 6. ágúst 07.00 Morgunútvarp Stjörn- unnar. Ásgeir Páll vekur hlustendur með þægilegri tónlist, léttu spjalli, morgunkorni o.fl. Fréttir kl. 7, 8 og 9. 09.30 Barnaþátturinn Guð svarar. 10.00 Sigga Lund með létta tónlist, leiki, frelsissöguna o.fl. 12.00 Hádegisfréttir. 13.00 Signý Guðbjartsdóttir á ljúfu nótunum. „Frásagan" kl. 15. Óskalagasíminn er 615320. 16.00 Lifið og tilveran - þáttur í takt við tímann í umsjá Ragnars Schram. 17.00 Síðdegisfréttir. 17.15 Lífið og tilveran heldur áfram. 19.00 íslenskir tónar. 19.30 Kvöldfréttir. 20.00 Benný Hannesdóttir. 21.00 Baldvin J. Baldvinsson. 24.00 Dagskrárlok. Bænastundir: kl. 7.05, 13.30, 23.50 - Bænalinan s. 615320. Hljóðbylgjan Föstudagur 6. ágúst 17.00-19.00 Þráinn Brjánsson hitar upp fyrir helgina með hressilegri tónlist. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/ Stöðvar 2 kl. 17.00 og 18.00 Þórshöfn: Menn eru ekki kvart- sárir en blóta samt - segir Reinhard Reynisson, sveitarstjóri á Þórshöfn Reinhard Reynisson. „Ég vil ekki meina að menn hér séu kvartsárir, en auðvitað blóta menn þegar illa gengur með flskinn, enda væri annað talinn aumingjaskapur. I það heila held ég að tónninn sé því nokkuð góður. Hinsvegar er hér viðvarandi húsnæðisleysi og það hefur frekar en annað dempað innflutning á fólki,“ segir Reinhard Reynisson, sveitarstjóri á Þórshöfn. Miklar framkvæmdir standa yf- ir á Þórshöfn í sumar. Verið er að ganga frá holræsum, steypa gang- stéttir og byggja parhús með tveimur almennum kaupleigu- íbúðum, svo nokkuð sé nefnt. Auk þess eru að hefjast framkvæmdir við húsbyggingu sem í verða fjór- ar íbúðir fyrir aldraða, en búið er að gera langtímaáætlun um bygg- ingu á þremur slíkum húsum. Fyrir dyrum stendur einnig stækk- un á hjúkrunarheimili fyrir aldr- aða, sem er til húsa í gömlu heilsugæslustöðinni, í kjölfar þess að læknirinn sem búið hefur á efri hæð hússins, flytur í nýjan læknisbústað. Þokkalegt atvinnuástand „Atvinnuástandið hefur verió al- veg þokkalegt, en þá miðar mað- ur við hvernig það er annars stað- ar. Vörubílstjórar hafa verið dálít- ið á skrá, en atvinnuleysi hjá al- mennu verkafólki hefur ekki verið umtalsvert. Við höfum undanfarin sumur vcrið með vinnuskólann starfandi lengur en gert er víða annars staðar, en urðum að slá aðeins af því þetta árið vegna mikillar þátttöku, sem virðist þó ekki stafa af því að eldri krakk- arnir fái ekki vinnu annars staðar. Ég held að það sé frekar fyrir það að farið er að harðna aóeins á dalnum hjá fjölskyldum og þá þurfa krakkarnir sjálfir að vinna sér inn vasapeninga,“ segir Rein- hard. Þarf að dýpka höfnina Að sögn Reinhards eru menn ánægðir með kaupin á skipinu Júpíter og nú þurfi bara að fara aó drífa í að dýpka höfnina. „Árið 1987 var gerð tilraun til að ná höfninni í það dýpi sem hún þarf að vera í, en það tókst ekki og sama sagan var það fyrir rúmum tveimur árum. Við viljum því meina að það þurfi að fara að ljúka þessu verki og gera höfnina þannig að hún geti þjónað þeim flota sem hér landar. Þar sem Júp- íter er kominn liggur einnig meira á þessari dýpkun, því það er ekki gott að vera með heimaskip sem ekki kemst fulllestað til hafnar. Við þurfum að fá þetta í lag og þaó er næsta verkefni, en það er eins með þetta og annað, að vinna þarf hlutina í réttri röð. Væntan- lega lifum við á því að afla fiskj- arins og vinna úr honum og síðan er það liður í því að auðvelda okkur það, að hafa höfnina í lagi,“ segir Reinhard. Húsnæði langt undir raun- virði Reinhard segir að fjölgaó hafi um u.þ.b. fimmtiu manns á Þórshöfn síðustu fjögur árin í kjölfar þess aö betri tök hafi náðst á útgerðinni og atvinnulífinu í hcild. Það er því ekki að furða þó húsnæðileys- is gæti á staðnum. „Einstaklingar eru mjög tregir til að fara sjálfir út í byggingar, enda er markaðsverð á húsnæði hér nokkuð undir raunvirói. Áhætta þess sem byggir á stað eins og Þórshöfn er því nokkur og menn hafa ekki verið tilbúnir til að taka þá áhættu. Hvað veldur þessu verðlagi er ekki gott að segja. Hvort um er að ræða kald útreiknaóar ástæður eða þann al- menna móral sem viröist ein- hvern veginn vera gegnum gangandi í öllu þjóófélaginu; að það sé ekki búandi á þessum minni stöóum. Eflaust hefur ákveðin pólitík stjórnvalda hrætt menn, því það er i rauninni ekki hægt að sjá fram á, að rikió sam- þykki að þessir staöir verði áfram hluti af lýðveldinu,“ segir Rein- hard. Urgur vegna skýrslu Byggðastofnunar Aó sögn Reinhards var verulegur urgur í Þórshafnarbúum þegar skýrsla Byggðastofnunar um byggðaþróun barst þeim í vetur og var henni ákaft mótmælt. „Þama voru á ferðinni fráleitir hlutir á köflum. Mér fannst t.d. ekki mjög fagmannlega unnið af svona stofnun, að fullyrða í einni setningu að framtíðarmöguleikar íslensku þjóðarinnar, til að auka þjóðartekjur sínar, fælust alls ekki í sjávarútvegi, heldur yrði að koma eitthvað annaö til. Ég held að það sé þar sem möguleikarnir liggja númer eitt. Ná þarf meiri útflutningsverðmætum út úr sjáv- arútveginum og gera hann að meiri iðnaði en hann er í dag. Ég held að við séum búin að fá nóg af þessum mýrarljósum eins og ál- veri og nú síðast sæstreng. Menn ættu að líta sér aðeins nær, því sjávarútvegurinn og Fiskvinnslan er sú atvinnugrein sem við kunn- um væntanlega langbest og erum sérfræðingar í. Þegar farið er að lesa ýmsar aðrar skýrslur sést líka að þetta er sem bctur fer ekki al- mennt viðhorf gagnvart sjávarút- vegi; þessari atvinnugrein sem staðir eins og þessi byggja lífsaf- komu sína á,“ segir Reinhard Reynisson, sveitarstjóri á Þórs- höfn. SBG Frá höfninni á Þórshöfn. Ferðafélag Akureyrar Strandgötu 23 - 22720 Laugardaginn 7. ágúst: Flateyjardalsheiði. Um afrennsli Jökullóns. í fylgd með fróðum og staðkunnugum leiðsögu- manni fer Ferðafélag Akureyrar í öku- og göngu- ferð um heiðina og eyðibyggðina norður við sjó. Allir eru velkomnir. Við minnum á: 14. ágúst: Látraströnd. Gönguferð. 14.-15. ágúst: Laugafell-Ingólfsskáli. Öku- og göngu- gerð. 21.-22. ágúst: Jökulsárgljúfur. Öku- og gönguferð. 21. ágúst: Sveppaferð. 28. ágúst: Geitafellshnjúkur-Kringluvatn. Grasaferð. 4. september: Merkigil í Skagafirði. Átt þú Árbókina? Upplýsingar og skráning á skrifstofunni, Strandgötu 23, á milli kl. 16.00 og 19.00 virka daga, sími 22720.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.