Dagur


Dagur - 06.08.1993, Qupperneq 12

Dagur - 06.08.1993, Qupperneq 12
Akureyri, föstudagur 6. ágúst 1993 Kvöldseðlar Seðill I: Rauðvínssoðnir sveppahattar á villigrjónum. Grillsteiktar lambalundir, kryddaðar blóðbergi. Jarðarberjaostaterta. Seðill II: Glóðað laxafiðrildi með spergilssósu. Kolagrilluð nautalund, „A la Mexican". Heimalagaður mokkaís með ristuðum möndlum. Risaþyrla frá bandaríska hernum fluttl hús fyrir Ferðafélag Akureyrar í Dyngjufjalladal á miðvikudag. A stóru myndinni má sjá þegar þyrlan flýgur síðasta spölinn með húsið en á innfclldu myndinni er það komið á sinn stað. Myndir: hi Risaþyrla frá bandaríska hernum: Flutti hús Ferðafélags Ak- ureyrar í Dyngjufjalladal Risaþyrla frá bandaríska hern- um flutti hús frá Svartárkoti í Bárðardal í Dyngjufjaliadai í Dyngjuijöllum síðastliðinn mið- vikudag. Er húsið í eigu Ferða- félags Akureyrar og var það flutt á bíl að Svartárkoti fyrir nokkrum vikum. Þyrlan flutti húsið í tveimur hlutum - ann- arsvegar meginhluta þess og síð- an forstofu, sem losuð hafði ver- ið frá því. Bílfært er frá Svart- árkoti í Dyngjufjalladal en hent- ugra þótti að hafa þennan hátt á varðandi flutningana þar sem þyrlan var stödd hér á landi og stóð til boða varðandi þetta verkefni. „Það hefur verið gamall draumur okkar ferðafélagsmanna að mynda gönguleiðir um þetta svæói,“ sagði Ingvar Teitsson, læknir, í samtali við Dag en hann var þá staddur í Svartárkoti við flutning hússins. „Við höfum þeg- ar mótað nokkrar leióir og þessi húsakostur er raunar í beinu fram- haldi af því. Við keyptum þetta hús af Rafmagnsveitum ríkisins en það var upphaflega flutt hingað til lands frá Noregi vegna bygg- ingar Búrfellsvirkjunar. I mars á síðastliðnum vetri hófum við vinnu vió breytingar og lagfæring- ar á húsinu og var það tilbúió til flutnings nú fyrir um það bil tveimur vikum.“ Ingvar sagði að sótt hafi verið um leyfi til Skútustaðahrepps og Náttúruvemdarráðs um aó mega staðsetja húsiö í dalnum en þetta landssvæði tilheyrir hreppnum og sé auk þess friðlýst þannig aó mannvirki megi ekki setja þar nið- ur án samþykkis ráðsins. Ingvar sagói að tekið hefði verið tillit til ábendinga frá Náttúruvemdarráði varðandi staðsetningu og útlit hússins þannig aö það félli sem bcst að landslaginu. „Við fréttum af því á síðasta vetri að þessi risaþyrla yrói staó- sett hér á landi á þessum tíma og væri hugsanlega hægt að fá hana til að flytja húsið. Fljótlega eftir það hófum við viðræóur vió Utan- ríkisráðuneytið um þetta mál og reyndist það sjálfsagt af þess hálfu og varnarliðsins. Flutningur húss- ins tókst mjög vel og sparaði þessi aðferð okkur mikla vinnu við flutningana þótt aðeins sé um 30 kílómctra leið að ræöa í beinni fluglínu. „Þyrlan hefur annast þrjú verk- efni af þessu tagi nú í sumar,“ sagói Friðþór Eydal, upplýsinga- fulltrúi Vamarliðsins, en hann var staddur í Dyngjufjalladal á mið- vikudaginn ásamt áhöfn þyrlunn- ar. „I fyrsta lagi voru það flutning- ar út í Surtsey, þá flutningur á heyrúllum til landgræðslu á Mý- vatnsöræfum og nú flutningur á skála Ferðafélags Akureyrar. Einnig er áætlað að flytja skála fyrir vélsleóamenn á Akureyri upp á Nýjabæjarfjall.“ Risaþyrlur bandaríska hersins hafa nokkrum sinnum annast verkefni af þessu tagi fyrir ís- lenska aðila. Verkefnið í Dyngjufjalladal tókst meó ágætum enda var síðastliðinn miðvikudag- ur einn mesti blíóviðrisdagur scm komið hefur á norðanverðu land- inu í sumar. ÞI Blönduós: Á115 km hraða í bænum Ökumaður biflijóls var stöðvað- ur af lögreglu eftir að hafa ekið á 115 km hraða innanbæjar á Blönduósi á miðvikudagskvöld- ið. Hann var með farþega aftan á hjólinu. Á níunda tímanum á miðviku- dagskvöldið stöðvaði lögrcglan á Blönduósi ökumann bifhjóls sem ók á 115 km hraða innanbæjar, þar sem hámarkshraði cr 50 km. Okumaðurinn var með farþega aftan á hjólinu. Hann hefur áóur hlotið áminningu vegna hraóakst- urs, að sögn lögreglu. sþ Vélsmiðja Steindórs byggir göngu- og reiðbrú yfír Glerá: Viirna hefst í næstu viku - jarðvinna undanskilin Akureyrarbær hefur samið við Vélsmiðju Steindórs um bygg- ingu göngu- og reiðbrúar yfir Glerá og hefst vinna í næstu viku. Jarðvinna er undan skilin í samningnum og nema greiðsl- ur samkvæmt honum 104,5% af kostnaðaráætlun við smíðina sjálfa. Eins og Dagur hefur áður sagt frá heimilaði bæjarráð Akureyrar að gengið yrði til samninga við Vélsmiðju Stcindórs á Akureyri um smíði göngu- og reiðbrúar yfir Glerá. Á sínum tíma hafnaói bæjaráð öllum tilboðum sem bár- ust í útboði þar aó lútandi enda námu þau frá 124-127% af kostn- aðaráætlun sem hljóðaði upp á 2.421.000 kr. Samningurinn um sjálfa smíði brúarinnar hljóðar upp á 1.931.500 kr. en kostnaðaráætlun hönnuðar var 1.848.000 kr. aö frá- dreginni upphæó til jarðvinnu sem er undan skilin í samningnum við Vélsmiöju Steindórs. Aö sögn Guðmundar er Ytan hf. meðal annarra aðila sem fengnir verða til jarðvinnu vegna brúarinnar undir verkstjórn tækni- deildar Akureyrarbæjar. Hcfst sú vinna á mánudag. Áð jarðvinn- unni lokinni verður hafist handa Reikningar Grýtubakkahrepps fyrir 1992: íþróttahúsið veigamesta framkvæmdaverkeftiið -peningaleg staðajákvæð um síðustu áramót jum 5,7 milljónir Reikningar Grýtubakkahrepps fyrir árið 1992 hafa verið sam- þykktir. Samkvæmt þeim var peningaleg staða sveitarfélags- ins um síðustu áramót jákvæð um 5,7 milljónir króna en var 7,1 milljón áramótin þar á und- an. Skatttekjur sveitarfélagsins voru 43,5 milljónir á síðasta ári. Að sögn Guðnýjar Sverrisdótt- ur, sveitarstjóra Grýtubakka- hrepps, fór í rekstur um 60% af tekjum svcitarfélagsins, þ.e. um 26 milljónir króna. Til eignabreyt- inga fóru 15,3 milljónir króna, þ.e. gjald- og eignfæróra fjárfestinga. Til gjaldfærðra fjárfestinga teljast liðir eins og gatnagerðarfram- kvæmdir og kvótakaup en til eign- færóra fjárfestinga teljast fyrst og fremst fjármunir sem renna í íþróttahússbygginguna. Frá Grenivík. Hvað varðar framkvæmdafjár- muni á þessu ári er meginverkefn- ið bygging íþróttahússins en við bætast kaup á hluta í Sænesinu sl. vor. Guðný telur að þjónustulega standi sveitarfélagið vel að vígi þegar íþróttahúsið verói tilbúið. Brýnasta verkefnið því næst sé að huga að öldrunarmálum en ekkert sambýli fyrir aldraða er til á staðnum. Þar að auki sé brýnt að fá lagfæringar á hafnargarðinum en sú framkvæmd er á áætlun hjá Hafnamálastofnun. Heildarskuldir Grýtubakka- hrepps eru 32,5 milljónir króna, þar af 28 milljónir í langtíma- skuldum. Guðný segir að helstu tölur úr reikningum sveitarsjóðs hafi verið sendar inn á öll heimili í sveitarfé- laginu ásamt skýringum en sú vinnuregla hefur verið viðhöfð síðustu þrjú árin. JÓH vió sjálfa byggingu brúarinnar - í næstu viku. Guðmundur hefur áður sagt að fyrri tilboð yróu lögó til grund- vallar samningi. Guómundur segir að höfð hafi verið í heiðri sú rcgla nýrra laga um framkvæmd útboða að gcra skuli öllum bjóðcndum skriilega og ítarlega grein fyrir ástæðum þess að öllum tilboðum hafi vcrið hafnað - þ.e. vegna þess að þau voru langt yfir kostnaðar- áætlun. Þessi regla heyrði áður til eðlilegs vióskiptasiðferðis sam- kvæmt sk. ÍST-30- staðli. GT Framleiðsla á hrossa- kjöti eykst Framleiðsla á kjöti í landinu jókst um 9,4% í júnímánuði. Munar þar mest um framleiðslu á hrossakjöti eða 38,9% á þess- um tíma. Framleiðsla á svína- kjöti jókst um 14,1% og fram- leiðsla á nautakjöti um 9,5%. Aukin sala á hrossakjöti skýrist fyrst og fremst af því að í júní- og júlí- mánuðum leitast margir slát- urleyfishafar við að ljúka sölu en sumarslátrun hófst síðari hluta júlímánaðar. Því er framlciðsla og sala þcss jafnan meiri þessa mán- uði en á öórum ártstímum. Fram- leiðsla hrossakjöts hcfur þó aukist um 10,6% á síðustu 12 mánuðum og sala aukist um 5%. Sala á hrossakjöti jókst uni alls 58% í júnímánuói. Heildarniðurstöður varðandi framleiðslu og sölu á kjöti í júní eru að svína- og hrossakjöt hefur aukió lilut sinn um 5% á mcðan sala nauta- og kindakjöts hefur dregist saman um tæp 3%. Þá hef- ur framleiðsla á mjólk dregist saman um tæp 3% í júní sem cr í samræmi við niðurskurð á fram- leiðslurétti samkvæmt búvöru- samningi. ÞI VEÐRIÐ Spáspekingur á Veðurstofu íslands spáir sunnan strekk- ingi á Norðurlandi í dag. Þá á að þykkna upp og búast má við lítilsháttar rigningu síðla dags. Hiti á Norður- landi veróur 14-19 stig. Á morgun er gert ráð fyrir norðan kalda og skúrum. Hiti verður 6-15 stig, kaldast á Noróurlandi. Á sunnudag snýst í austan kalda. Þurrt veróur og hiti kemst í 15 stig í innsveitum. Aftur kóln- ar og rignir á mánudag.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.