Dagur - 22.10.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 22. október 1993
FRÉTTIR
—♦; "48Pr :
— aagr
Mávaþing.
Mynd: Robyn
Loðskinnhf.:
Lokasprettur í samningum
- vinnsla nýrra skinna á mánudag?
Samningar við lánardrottna
Loðskinns hf. á Sauðárkróki eru
nú á lokasprettinum, að sögn
Birgis Bjarnasonar, rekstrar-
stjóra. Beðið er svars frá Bún-
aðarbankanum, en fyrirgreiðsia
bankans er forsenda þess að
hægt sé að semja við Sláturfélag
Suðurlands og aðra aðila um
skuidir fyrirtækisins. Birgir
kveðst bjartsýnn á að dæmið
gangi upp og kveðst vonast til
að vinnsla nýrra skinna geti
hafíst á mánudag.
Loðskinn hefur vilyrði fyrir
jafn mörgum skinnum og í fyrra
ef fjármálin ganga upp, en í fyrra
voru unnar þar 150 þúsund gærur.
„Við erum ekki búnir að
tryggja okkur neinar gærur nema
við getum greitt fyrir þær,“ sagði
Kirkjuþing:
Mun kirkjan sjálf annast ráðn-
ingar og launagreiðslur presta?
- dóms- og kirkjumálaráðherra viðrar róttækar breytingar
í átt að aukinni sjálfsstjórn kirkjunnar
Mun kirkjan sjálf greiða prest-
um laun í framtíðinni? Þetta er
spurning sem menn geta farið
að velta fyrir sér. Ef róttækar
hugmyndir sem Þorsteinn Páls-
son, dóms- og kirkjumálaráð-
herra, viðraði í ræðu á Kirkju-
þingi verða að veruleika getur
svo farið að ýmis mál er varða
rekstur kirkjunnar og er stjórn-
að úr ráðuneyti í dag færist al-
farið til kirkjunnar sjálfrar -
þar á meðal launagreiðslur til
prestastéttarinnar.
Þorsteinn sagði að á Kirkju-
þingi fyrir ári hafi verið gefin fyr-
irheit um að umsýsla ákveðimia
málaflokka, sem verið hafi á fjár-
lögum og stjórnast úr ráðuneyti,
myndi færast til kirkjunnar. Nú
þegar liggi fyrir frumvörp til laga
um kirkjumálasjóð og prcstssetur.
Ef þessi frumvörp verði að lögum
geti sú breyting til aukimiar sjálfs-
stjómar og fjárhagsábyrgðar sem í
þeim felist gefið kirkjunni mikla
möguleika til frumkvæðis, svo
sem aðrar breytingar í þessa veru,
og til þess að skipuleggja starf-
semi sína betur heldur en niöur-
staðan verði þegar þeir er miima
þekkja til mála en kirkjan sjálf
hafi mest ákvörðunarvald um
jafnvel hin smæstu atriði kirkju-
legrar stjómsýslu.
Þorsteiim kvaðst alls ekki loka
augunum fyrir þeirri hugmynd að
skipa framlagi ríkisins vegna
launagreiðslna með þessum hætti
og sé það spurmng um hvort slík
leið geti órðið til að höggva á
þaim hnút sem kjaramál presta séu
í. I slíkri uppstokkun hljóti að fel-
ast miklir möguleikar fyrir þjóð-
kirkjuna, sem myndi sjálf geta
ákvarðað launakerfi sitt og fjölda
starfsmanna og hvar þeim yrði
skipað til þjónustu. ÞI
Birgir. Loðskiimi er nauðsynlegt
að fá gæmr frá SS, en þaðan hefur
ekki fengist svar ennþá, enda fer
það eftir því hvemig samningar
við bankamt ganga. Þess má geta
að SS er 20% hluthafi í Loðskinni.
I fréttum sjónvarps og útvarps
undanfarið hefur komið fram að
SS hafi samið um sölu á 25 þús-
und gæmm til Spánar og eiimig
hafi fleiri sláturleyfishafar gert
slíka samninga. Það er hins vegar
spuming hvort verð sem þar fást
eru hærri en þau sem greidd eru
imianlands, með 25% niður-
greiöslu ríkisins.
Erfiðleikar hafa verið í rekstri
Loðskinns um langt skeið og
óvissa ríkt um framtíð fyrirtæks-
ins. Hjá Loðskiimi starfa um 50
maims. Þeir fengu ekki greidd
laun fyrir septembermánuð, fyrr
en í fyrradag er þeir fengu um
helming þeirra launa greidd.
Fréttablaðið Feykir greindi frá því
að starfsfólk hefði haft hug á að
fara í setuverkfall sl. mánudag en
hætt hefði verið við fyrir beiðni
Verkamamtafélagsins. Að sögn
Birgis er staða mála rædd við
starfsfólkið á hverjum degi.
„Fólkinu eru leyft að fylgjast
mjög vel meö því sem er að ger-
ast, þannig að þaó hefur í rauniimi
ekki verið neinn ófriður. Starfs-
fólkið á heiður skilið fyrir það
hvernig það hefur staðið á bak við
fyrirtækið í þessu öllu saman,“
sagöi Birgir.
Skuldir Loðskimts um síðustu
áramót námu rúmum 500 millj. kr.
og það er staðan í dag. Búið er að
semja við stærstu lánardrottna, að
sögn Birgis, en eftir er m.a. að
semja við bankaim og SS. Birgir
segir að efnisleg svör séu komin
frá öllum lánardrottnum en eftir sé
að „láta hlutina smella saman,“
eins og hann orðaði það. „Við telj-
um okkur vera á lokasprcttinum."
„Byggiiigarkostnaður getur verið svipaður ef ís-
lenskir aðilar fá að bjóða í sömu teikningu“
- segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Meistarafélags byggingamanna,
vegna innflutnings á kanadískum timbureiningahúsum
„Byggingameistarar, bæði á
Norðurlandi og annars staðar á
íslandi, eru tilbúnir til að
byggja sams konar hús, í sama
Þvottavél
800 sn. vinda,
tromla og pottar úr ryðfríu
stáli.
14 þvottakerfi, eitt f/ull.
Sparnaðarrofi.
Verð kr. 53.580.
Gæði, góð þjónusta.
KAUPLAND
Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565
gæðaflokki og fyrir sama verð
og það sem Borgarfell hf. á Eg-
ilsstöðum er að flytja inn frá
Kanada og rísa mun á Dalvík.
Islenskir byggingarmenn byggja
Morfís-keppnin:
Lið VMA áfram
- en MA datt út
Mælskukcppni framhaldsskól-
anna, Morfís, cr nú hafin og
komst sveit Verkmenntaskólans
á Akureyri áfram í 2. umferð en
mælskumeistarar Menntaskól-
ans á Akureyri sitja hins vegar
eftir með sárt ennið.
Lið VMA fór til Hafnarfjarðar
og rökræddi þar við nemendur
Flensborgarskóla. VMA sigraði
með 118 stiga mun, en nemend-
umir þóttu tala mjög sannfærandi
á móti sjálfselsku.
Liði Menntaskólans á Akureyri
hafði veriö spáð velgengni í Mor-
fís en liðsmenn urðu að bíta í þaó
súra epli að tapa fyrir Menntaskól-
anum í Hamrahlíö meö 57 stiga
mun. MA er þar með úr leik þar
sem keppnin er meó útsláttarfyrir-
komulagi. SS
einnig miðað við íslcnskar að-
stæður og reynslu,“ segir Sig-
urður Jónsson, framkvæmda-
stjóri Meistarafélags bygginga-
manna á Akureyri.
Sigurður segir að sífellt sé
spurt að því af hverju ákveóin hús,
bæði innlend og innflutt, séu
ódýrari en ömiur en meistarafélag-
ið vilji heldur ekki aö haldió sé
uppi of háum byggingarkostnaði í
landinu og sífellt sé verió að þróa
aðferðir sem geri hann sífellt
ódýrari og húsin betri. Ekki sé
ljóst hvort það bréf sem fylgir
húsinu varðandi burðarþolshömi-
un þess sé nægjanlegt eóa hvort
taka þurfi húsið út sérstaklega en
hins vegar ætti það að sjást í efn-
isvali.
„Ef fullyrðingar kaupandans á
Dalvík, um að til landsins verói
skriða af þessum húsum, ganga
eftir vona ég að væntanlegir kaup-
endur leiti til byggingafyrirtækja
hér á svæóinu og kanni á hvaða
verði þeir bjóóa sambærileg hús.
Hafi fólk fundið teikningar sem
því líkar á það aö geta fengið til-
boð frá öllum verktökum hér og
gert síðan samanburð við innflutt
hús,“ segir Sigurður Jónsson. GG
Sauðárkrókur:
Árekstur á Eyrarvegi
- ökumenn báðir meiddir
Laust eftir kl. 16 í fyrradag varð
árekstur tveggja fólksbíla á
Eyrarvegi á Sauðárkróki. Öku-
menn beggja bílanna voru flutt-
ir á sjúkrahús með minniháttar
meiðsl og bílarnir eru taldir
ónýtir.
Áreksturimi varð rétt eftir
framúrakstur, en mikil hálka var á
göturn í fynradag. Eins og áður
segir eru báðir bílamir taldir gjör-
ónýtir, en ökumemúrnir vora einir
í bílunum og sluppu með mimú-
háttar rneiðsl. sþ
Ekki er um formlega nauða-
samninga að ræða en verið er að
semja um niðurfellingu skulda að
hluta. sþ
Búkolla sýnir
leíkfélagiö Búkolla í Suður-
Þingeyjarsýslu tekur til sýn-
Inga í vetur leikritiö Stútunga-
sögu eftir Þorgeir Tryggvason,
Ámiann Guömundsson og
Sævar Sigurgeirsson. Örn Ingi
Gíslason, myndlistarmaöur á
Akureyri, hefur veriö ráöinn
lelkstjórl. Áhugamannaleikfé-
lagiö Hugieikur í Reykjavík
sýndi Stútungasögu í fyrra og
fékk verkiö þá afar góöa
dóma gagnrýmenda jafnt sem
áhorfenda.
Flugstjóri ákæröur
Ríkissaksóknari hefur ákveöiö
aö höföa opinbert mál á hend-
ur flugstjóra Flugfélags Norö-
urlands en hann stjórnaöi
flugvél sem rann út af flugvell-
inum í Ólafsfirði, lenti í mýr-.
lendi og stakkst þar á neflö.
Atburðurinn varö í ágúst á síð-
asta ári. Máliö verður þingfest
í Héraðsdómi Noröurlands
eystra nk. mðnudag, sam-
kvæmt frétt í Morgunblaöinu.
Landi á Hólmavík
Maöur var handtekinn á
Hólmavík sl. miövikudag,
vegna mlkillar landasölu til
unglinga. Gerð var húsleit, lít-
ið fannst af landa en maöur-
inn játaöl á sig töluveröa
Hann hefur ekki bruggaö
sjálfur en fengið landann ann-
ars staöar frá. Lengi hefur
veriö grunur um að fram fari
landasala á staönum en ekki
sannast fyrr en nú. Máliö er
aö fullu upplýst.
AMV/Hólmavík
Bílvelta í
Strandasýslu
Jeppabifreið valt í Kollafiröi,
viö bæinn Broddadaisá sl.
miðvikudag. Ökumaöur bif-
relöarinnar missti stjórn á
henni í mikílli hálku meö þeim
afleiöingum aö bifreiðin fór út
fyrir veg, valt eina veltu og
endaði ofan I fjöru. Meiðsl
urðu lítilsháttar og má þakka
þaö öryggisbeltum að ekki fór
verr, AMV/Hóimavík
Helgi endur-
kjörinn forseti BSl
Helgi Jóhannsson var endur-
kjörínn forseti Bridgesam*
bands íslands á ársþingi þess
sl. sunnudag. Á þlnglnu kom
fram aö gifurlegur ðhugi er fyr-
ir bridds í landinu og hefur fé-
lögum innan BSÍ fjölgaö úr42
í 52 frá árinu 1990, Sam-
þykktar voru breytingar á ís-
landsmótinu. Næsta vor
munu 10 sveitlr keppa um fs-
landsmeistaratitilinn í bridds
og 40 sveitir spila í undan-
keppninni.