Dagur - 22.10.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 22.10.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 22. október 1993 - Hvcrníg vetur viltu fá? Spurníng víkunnar — spurt á Aktírcyrí Eyþór Árnt Slgarðsson: „Ég vil fá mikinn snjó. Það er gaman að gera holur og leika sér í snjónum. Það má líka vera mikið frost. Nei, ég er ekkert á skíðum en fer stund- um á skauta." Helga Vollertsen: „Snjó. Ég hef ekki séð snjó í fjögur ár af því ég hef búið í Danmörku og mig langar til að leika mér í snjónum aftur.“ Þuríöur Gelrsdóttlr: „0, snjólausan. Ég vil fá mild- an og snjólausan vetur, að minnsta kosti framan af. Ég er þó ekkert allt of bjartsýn á að það rætist en ég vona það besta." Þorstetnn Jónasson: „Ekki eins og veturinn sem var í fyrra. Ég vil fá vetur, almenni- Iegan norðlenskan vetur. Ég er enginn spámaður og veit ekki hvort þetta rætist." Bjarni Már Magnósson: „Ég vil bara fá góðan vetur. Það á að vera lítill snjór svo ég geti verið útí í körfubolta, helst í allan vetur." Frá kjörstjórn Dalvíkurkaupstaðar Kjörskrá vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði mun liggja frammi á skrifstofu Dalvíkurbæjar frá 27. október 1993 til og með 20. nóvember 1993. Þeir sem telja sig hafa athugasemdir við kjörskrána geta lagt fram rökstudda kæru til Bæjarstjórnar Dalvík- ur. Kærufrestur vegna kjörskrár rennur út kl. 12 á hádegi, 6. nóvember 1993. í kjörstjórn Dalvíkurkaupstaðar: Helgi Þorsteinsson, Inga Benediktsdóttir, Halldór Jóhannesson. Fögnum vetri með hljómsveitinni Bergmál frá Egilsstöðum laugardagskvöld Örfá borð laus fyrir matargesti Alla sunnudaga okkar vinsæla sunnudagsveisla á Súlnabergi Spergilsúpa Ofnsteikt lambalæri og/eöa heilsteiktur nautahryggvöðvi Þú velur meðlætið, salatið og sósurnar og endar þetta á glæsilegu deserthlaðborði. Allt þetta fyrir aðeins kr. 1.050. ATH! Börn geta vali> milli réttar dagsins og pizzu. Auk fless allar 12" pizzur á kr. 525. Frítt fyrir börn 0-6 ára, 1/2 gjald fyrir börn 7-12 ára. HVAÐ ER AÐ OERAST? Geirmundur í Hlíðarbæ Dansleikur veröur haldinn í Hlíðarbæ, skammt noröan Akureyrar, í kvöld. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Húsiö veröur opnaö kl. 23 og verður mióaverö kr. 1800. Nikkudansleikur að Breiðumýri Harmonikufélag Þingeymga og Félag harmonikuunnenda viö Eyjafjörð standa fyrir stórdansleik að Breiðu- mýri í Reykjadal annaö kvöld, fyrsta vetrardag, kl. 22. Sætaferöir verða fyr- ir félaga F.H.U.E. Pantanir og upplýs- mgar hjá Jóhannesi í síma 26432 og Gunnlaugu í símum 21136 og 27173. Bergmál á Hótel KEA Hijómsveitin Bergmál frá Egilsstöð- um leikur fyrir dansi á Hótel KEA á Akureyri annaó kvöld, laugardags- kvöld. Rúnar Þór og Karma í Sjallanum Það verður mikió um aö vera í Sjall- anum á Akureyri um helgina, enda fyrsti vetrardagur á morgun, laugar- dag. í kvöld, föstudag, verða Rúnar Þór og félagar á Sjallakránni og diskó- tek á efstu hæðinni. Aógangur verður ókeypis. Annað kvöld verður boöiö upp á kvöldverð, skemmtun og dans- leik og er verð aðgöngumiða kr. 2400. Skemmtikraftamir Jóhannes Krist- jánsson, eftirherma, Aöalsteinn Berg- dal, leikari, og Baldur Brjánsson sjá um að koma fólki í gott skap. Hljóm- sveitin Karma frá Selfossi leikur fyrir dansi. Iif og fjör í Alþýðuhúsinu Skemmtiklúbburinn Líf og fjör efnir til dansleiks í Alþýöuhúsinu annað kvöld, fyrsta vetrardag, kl. 22-03. Hljómsveit Rabba Sveins leikur fyrir dansi. Schwarzenegger í Borgarbíói Margar stórmyndir veróa sýndar í Borgarbíói á Akureyri um helgina. Fyrst má þar nefna Last action hero meö Schwarzenegger í aðalhlutverki, sem sýnd verður kl. 21. A sama tíma í hinum sabium veröur sýnd Dragon, sem fjallar um ævi Bruce Lee. Klukk- an 23 verður sýnd erótíska háspennu- myndin Sliver og í hrnum salnum spennumyndm Dauóasveitin. A bama- sýningum á sunnudag ld. 15 verða sýndar myndimar Bambi og Herra fóstri. Aðalfundur kjördæmis- ráðs AllabaJla Aðalfundur kjördæmisráös Alþýðu- bandalagsins á Noröurlandi eystra veröur haldinn aö Eiðsvallagötu 18 á Akureyri á morgun, laugardag, kl. 10- 19. A þbigrnu verður auk venjulegra aðalfundarstarfa rætt um útgáfumál, sveitarstjórnarmál auk almennra stjómmálaumræðna. Skiptimarkaður á Dalvík Akka - félag safnara stendur fyrir skiptimarkaói í safnaöarheimili Dal- víkurkirkju nk. sunnudag kl. 14. Fólk er hvatt til aö koma og verður kaffi á könnunni. Námskeið í kúluhúsasmíði Ef næg þátttaka fæst verður haldiö verklegt námskeið í kúluhúsasmíöi á Akureyri á morgun og sunnudag. Ætl- unm er aö reisa 50 fm húsgrind innan- dyra. Þátttaka tilkynnist til Gunnars í síma 25757 fyrir kl. 12 í dag, föstu- dag. Afturgöngur og Panamaferð Leikfélag Akureyrar sýnir Aft- urgöngur Ibsens í kvöld og annað kvöld kl. 20.30. Á sunnudag kl. 14 og 16 verður síðan sýnt bamaleikritiö Ferðm til Panama. Sinfóníutónleikar í Akureyrarkirkju Sinfóníuhljómsveit Noröurlands held- ur sína fyrstu tónleika í Akureyrar- kirkju nk. sunnudag kl. 17. Stjómandi veröur Guðmundur Oli Gunnarsson. Á efnisskránni veröur forieikur aö Töfra- flautunni, flautukonsert nr. 1 í G-dúr eftir Mozart og fyrsta smfónía Beetho- vens. Fyrirlestur Þorsteins Gylfasonar „Skólai'* nefnist fyririestur sem Þor- stcinn Gylfason, prófessor í heimspeki við Háskóla Islands, fiytur í stofu 24 í Háskólanum á Akureyri á morgun, laugardag, kl. 14. Fyrirlesturmn verö- ur ebikanlega hugleiðing um muninn á bemum og óbeinum áhrifum af skóla- starfi. Kennmg fyrirlesarans veröur sú, að óbemu áhrifin skipti miklu meira máli en hin bemu, sem stundum skipta engu máli. Hann mun leggjast gegn þeirri almennu og lögboönu skoðun aö skólastarf eigi aö stefna aö þroska nemendanna. Steinunn Hafstað með erindi í kvöld, föstudag, Id. 20.30 verður Stemunn Hafstað, kennari, meö erindi á vegum Guðspekifélagsms á Akur- eyri sem nefnist: Hin mannlega um- breyting á komandi öld. Erindiö verö- ur flutt í húsnæði félagsins aö Glerár- götu 32, 4. hæö (f. ofan verslunina Orkin hans Nóa, gengið inn aö sunn- an). Steinunn mun Ijalla um saman- tekt úr bók sem nefnist Kristalstiginn, en þar koma fram miðlaðar leiðbein- ingar. Bókm kom út í Bandaríkjunum, en hefur verið notuö til leiðbemingar víóa um lönd. I frétt frá Guðspekifé- lagmu segir að þar komi fram hvemig hægt sé aö bregðast á jákvæöan hátt viö þeirri vitundarbreytingu sem í vændum er og auka eigið næmi gagn- varl þeim áhrifum sem fylgja þeirri þróun sem við stöndum nú andspænis. Á fundinum er hvatt til umræóna, einnig veröa kaffiveitmgar, tónlist og bækur um andleg efni seldar. Sigurður Hallmarsson sýnir vatnslitamyndir Sigurður Hallmarsson opnar sýningu á um 40 vatnslitamyndum í Safnahúsinu á Húsavík á morgun ki. 15. Allir eru velkomnir á sýninguna sem verður op- in kl. 15-22 virka daga og 15-19 um helgar til 31. október. Sigurður hélt sína fyrslu sýningu 1967 og síðast sýndi hann 1990. Myndefnið að þessu sinni er landslag í Suður-Þing., á Þingvölium og í Þjórsárdal. Haustlit- imir eru viðfangsefni Siguróar, nokk- uð sem hann hefur lengi langaö til að fást viö, en ekki haft tækifæri til fyrr en síðustu tvö árin, þar sem haustin em annatími hjá þeim sem starfa að skólamálum. Fyrirtækjakynning í Blómahúsinu Um helgma, laugardag og sunnudag kl. 13-18 báða dagana, sýna og kynna þingeysk fyrirtæki starfsemi sína í Blómahúsinu á Akureyri. Þetta eru Kísiliójan hf. í Mývatnssveit, Fjalla- lamb á Kópaskeri, Mjólkursamlag KÞ á Húsavík, Léttsteypan hf. í Mývatns- sveit og nokkrar handverkskonur. Bólumarkaðurinn Bólumarkaðuriim Eiösvallagötu 6 á Akureyri verður eins árs á morgun, laugardag kl. 11-15, og þá bjóða sölu- aðilar og Junior Chamber viöskipta- vmum upp á afmæliskaffi. Á morgun verður ýmislegt á boöstólum, t.d. keramik, veislubakkar, tréverk, fatn- aður, skartgripir, brauö og kökur, spil, dúkkuföt o.fl. Bótin- markaður Bótin - markaöur veröur að venju op- inn á morgun, laugardag, kl. 11-17. Aó vanda verður fjölbreytt úrval vara á boðstólum, fatnaöur, matvömr (t.d. gæsir) og margt fleira. Af nýjum vör- um má nefna fatnað og aðrar leðurvör- ur frá Teru á Grenivík og vömr frá Höndinni á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.