Dagur - 27.11.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 27.11.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 27. nóvember 1993 FRETTIR BÓKABÚÐ JÓNASAR Coral Polge teiknimiðill áritar bók stna Lifandi eftirmyndir í bókabúðinni mánudaginn 29. nóv. kl. 16.30-18.00. jiii\\lL» JONASAR Hafnarstræti 108 - Sími 96-22685 Til jólagjafa Leðurtöskur Samkvæmisveski Seðlaveski Buddur Varalitahulstur Treflar og margt fleira vefnaðarvöruverslun, Sunnuhlíó, sími 27177 Stórhuga menn um HM ’95: Hér verður haldin betri keppni en nokkum thna hefur verið gert segir Ólafur Schram, formaður HSÍ, um HM ’95 sem fram fer hér á landi í fyrrrakvöld var haldinn fund- ur þar sem framkvæmdanefnd Heimsmeitaramótsins í hand- bolta, HM ’95, fékk sk. sérfræð- inga nokkurra sviða til þess að kynna hvar á vegi undirbúning- urinn fyrir keppnina stæði, hvað þyrfti að gera og ekki síð- ur til þess að menn gætu borið saman bækur sínar og skipst á skoðunum. Fram kom að ekki væri enn búið að gera samning við Alþjóða handknattleikssam- bandið (IHF) en enginn efaðist um að slíkur samningur yrði gerður. Það voru stórhuga menn sem töluðu á fundinum og t.a.m. sagði Ólafur B. Schram, formaður HSI, að hann hefði fulla trú á því að hér yrói haldin betri kcppni en nokk- urn tíma hefði verió gert fram að þessu, þrátt fyrir efasemdarraddir innan IHF. Eins og fram hefur komió mun keppnin fara fram dagana 8.-21. maí 1995. Keppt veróur í fjórum riðlum, í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Gunnar Jónsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrarbæjar, talaði l’yrir hönd norðanmanna á fundinum. Hann sagði það hafa verið rétta ákvörðun fram- kvæmdanefndar aö láta einn riðil- inn fara fram á Akureyri. „Við höfum alla þá aðstöóu sem þarf til að keppni af þessu tagi geti farið fram. Gistirými er nú þegar mikið í bænum og með 24 sjálfstæðum sumarhúsum við Kjarnalund í Kjarnaskógi, scm fyrirhugað er að byggja, auk sum- arhótela í næsta nágrenni, munum við geta sinnt þessum málum af myndarskap," sagði Gunnar Jóns- son m.a. Ljóst er að sjálfboðaliðar þurfa að inna af hendi gríðarlegt starl'til þess að keppni af þessari stærðar- gráóu geti borið si^. Vonir manna standa til þess að Islendingar fjöl- mcnni á leikina í riðlakeppninni en Ijóst er að smæó Laugardals- hallarinnar er mörgum áhyggju- efni ef hingað til lands koma ein- hverjar þúsundir áhorfenda og einhver hundruð blaóamanna. Þá má öllum ljóst vera að íslenskir áhorfendur verða þar ekki í stór- um hópum. SV Kr ossanesverksmiðj an: Afkastaaukandi breytingum lýkur um miðjan janúar Að undanförnu hefur verið unn- ið að umtalsverðum breytingum í Krossanesverksmiðjunni og lýkur þeini um miðjan janúar- mánuð. Að sögn Jóhanns Péturs Andersen, framkvæmdastjóra, var gert ráð fyrir að hægt væri að taka inn ný tæki þótt vinnsla væri í gangi í verksmiðjunni. A það hefur hins vegar ekki reynt því engin loðna hefur borist til vinnslu í verksmiðjunni um nokkurn tíma þar sem enga loðnu hefur verið að finna á miðunum. Breytingarnar hafa að mestu verið unnar af verktökum eftir út- boó í einstaka verkþætti, en verkió hefur verió brotió niður í nokkur undirverk. Verktakar hafa aðal- lega verió tveir, Vélsmiðja Akur- eyrar hf. og Járntækni hf. Hönnun breytinganna hefur að mestu farið frani í verksmiðjunni í samráði við verktaka en eina aðkeypta hönnunarvinnan er á soðeimingar- tækjunum, sem verkfræðistofa Stefáns Arnalds í Reykjavík hefur unnið. Breytingarnar eru aðallega fólgnar í nýjum gufuþurrkara sem keyptur var frá Noregi og í aukn- um alköstum í soóeimingartækj- unum auk þess sem bætt er viö stórri pressu sem kontin er á stað- inn. Hún var keypt notuð frá Faxamjöli hf. í Reykjavík, auk skilvindu, en verksmiðjan aó Kletti hefur verið lögð niður. Nýverið var lagður nýr raf- Unnið hefur verið að breytingum á Krossanesverksmiðjunni að undanfórnu, Mynd: KK magnsjarðstrcngur til verksmiðj- unnar en eftir honum mun Raf- veita Akureyrar selja verksmiðj- unni umframorku á vcrulega lægra verði en gjaldskrá segir til unt. Sú sala er þó háð þeim ann- mörkum aö um nægjanlega um- framorku sé að ræða. Eftir breyt- ingarnar eykst afkastageta verk- smiðjunnar til muna, verður allt aö 600 tonn á sólarhring. Um tíu bátar hafa verið að leita aó loðnu fyrir norðan landið, og í gær var Albert GK-31 um 10 míl- ur suðvestur af Kolbeinsey en sáralítið og jafnvel ekkert var þar aó Finna. Nokkrir bátar hal'a gefið upp vonina og hætt loðnuleit, en vcður hcfur vcrið mjög rysjótt aö undanförnu og því erfitt að stunda einhverja loðnuleit meö ein- hverjum skipulegum hætti. Sumir loðnuskipstjórar hat'a þá bjarg- föstu trú aó ckki muni finnast nein vciðanleg loðna fyrr en cftir stífa norðanátt en samkvæmt veóurspá er þess ekki að vænta á næstunni því gert er ráð fyrir sunnan og suðvestan kalda fram eftir næstu viku. Þekking á loðnunni er hins vegar af skornum skammti, hún er mjög brellin, hverfur þegar síst skyldi en finnst svo aftur í stórum torfum á stöðum þar sem hennar er síst von. GG Eigandi Herrabúðarinnar á Akureyri úrskurðaður gjaldþrota: Rekskturinn seldur sam- eignarfélaginu Nonnu sf. Eigandi verslunarinnar Herra- búðarinnar á Akureyri hefur verið úrskurðaður gjaldþrota að eigin ósk, en hér var um einka- fyrirtæki hans að ræða. Sam- eignarfélagið Norma sf. hefur keypt reksturinn af þrotabúinu og heldur það áfram rekstri verslunarinnar með sama nafni. Verslunin var aðeins lokuð í nokkra klukkutíma í síðustu viku meóan eigendaskiptin fóru fram. Björn Jósef Arnviöarson hdl. hef- ur verið skipaður skiptastjóri. Herrabúðin hefur ekki verið á lista yfir þau fyrirtæki sem eru t.d. í vanskilum mcð virðisaukaskatt en engar fjárnámsbeiónir hafa ver- ið fyrirliggjandi á eigandann hjá embættinu og segir fulltrúi sýslu- manns aó gjaldþrotabeiðnin hafi því komið nokkuð á óvart. Eftir helgina veróur Iögregl- unni send beiðni um innsiglun á rekstri þeirra fyrirtækja og ein- staklinga sem eru í vanskilum meö virðisaukaskatt og stað- greiðslu, en á listanum eru tæp- lega 30 aðilar sem er svipaóur fjöldi og undanfarin mánaðamót. Þess ber þó að gæta að nokkur fyrirtæki sem hafa verið í vand- ræðurn eru orðin gjaldþrota og að því leyti styttist vanskilalistinn. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.