Dagur - 27.11.1993, Page 14

Dagur - 27.11.1993, Page 14
14 - DAGUR - Laugardagur 26. nóvember 1993 BROT UR 500U BÆNDA ATLI VIÚFÚSSON £ Bændafór Þir igey II íga .1 [945 Bílstjórar í bændaferðinni 1945 með tilheyrandi bíistjórahúfur. Stjórn Búnaðarsambands S-Þing. 1945 f.v.: Hallgrímur Þorbergsson, Jón H. Þorbergsson og Baidvin Friðlaugsson. Bergþóra Magnúsdóttir, kona Hallgríms, t.v. og Sigríður Stefánsdóttir, kona Baldvins, t.h. Skoðað sig um við Öxarárfoss. Um þessar mundir er 65 ára af- mæli Búnaóarsambands S-Þing. en það var stofnaó formlega hinn 20. nóv. 1928. Af því tilefni gríp- um við inn í sögu þingeysks bændafólks og minnumst bænda- fararinnar 1945 þegar stór hópur rnanna úr sveitum héraósins gerói víðreist um landið, skoðaði sig um, kynnti sér nýjungar og hitti fjölda fólks í mörgum sýslum. Búnaðarsambmdið efndi til átta daga bændafarar sunnudags- morguninn hinn 10. júní. Þarna var nær 200 manns saman komið í 11 bílum. A melnurn fyrir neðan Skóga í Fnjóskadal var fólki tjáð ferðareglur og ferðaáætlun. Nesti og tjöld voru höfð með til farar- innar og var það samanlagt hleðsla á vörubíl, sem Siguróur Stefánsson frá __ Haganesi í Mý- vatnssveit ók. I hverjum bíl var flokksstjóri og var karlakór rnynd- aður af feróamönnunum. Stjórn- andi hans var Sigfús Hallgrímsson í Vogum. Fólkið var heppió með veóur og allsstaðar voru móttökur mcö ágætum. A hádegi saman dag var lagt frá Akureyri í átt til Skagafjarðar. A leiðinni var áð gegnt Hraun- dröngum og fóru allir út úr bílun- um og karlakórinn söng: Þar sem háir hólar... til að heiðra lista- skáldið góða. Innst í Blönduhlíð korn stjóm Búnaðarsambands Skagafjaróar á móts við hópinn og var boðið til kaffidrykkju í Varmahlíð. Þar var fyrir hópur Skagfirðinga og var setió saman, spjallað, haldnar ræóur og sungið í tvo klukkutíma. Af hálfu Skagfirðinga töluóu Sig- uróur Sigurösson sýslumaóur og Jón Konráðsson bóndi í Bæ. Gist og þeginn beini á Hólum og Hvanneyri Þá var haldið að Hólum og byrjaó á því að hlýóa á messu í kvöld- blíóunni en sól var tekið að halla og skein hún inn í kirkjuna og var þetta hátðíðlegasta stund ferðar- innar. Séra Björn Björnsson á Vatnsleysu prédikaði og lagði út af oróum ritningarinnar: Því sem maóurinn sáir, það mun hann upp- skera. Þessi ræða var góó og söng þingeyski karlakórinn. A Hólum var gist og þeginn beini. Konur fengu rúm, en karlar sváfu í hvíiupokum inni í húsum. Um inorguninn var síðan veitt kaffi og voru viðtökur Kristjáns Karlssonar skólastjóra og konu hans Sigrúnar Ingólfsdóttur meó ágætum. Kvöddu Þingeyingar Hólastað með því að biöja staón- um allrar blessunar og hrópa fyrir honum ferfalt húrra. Tímanlega var svo lagt af stað til Hvanneyrar, en þar var ráóinn næsti gististaður. A þjóðveginum viö Æsustaði í Langadal hafði Gunnar prestur Arnason frá Skútustöóum flaggað fyrir sam- sýslungum sínum. í Vatnsdalshólum var boróaó nesti, sungió og haldnar ræður. Var oft á leiðinni stansað á merk- isstöðum. A Hvanneyri var gistingin með svipuðu sniói og á Hólum og ávarpaöi Guðmundur Jónsson skólastjóri feróafólkið og Stein- grímur Steinþórsson búnaðar- málastjóri var kominn þangaö á móts vió hópinn. Síðan hélt ferðin áfram og í mynni Botnsdals var áð og borðað og eftir það haldió aó Alafossi til þess að mæta í boði Búnaðarsambands Kjalarnesþings. Hafði þar verió reist tjald sem tók rnikið á þriðja hundrað manns. Voru veitingar góðar, sungió og haldnar ræður. Af hálfu Þingeyinga töluðu Jón H. Þorbergsson, Jón Sigurðsson Ystafelli, Jón Haraldsson Einars- stöðum og Hildur Baldvinsdóttir í Klömbrum. Sigurjón á Álafossi gaf elstu konu fararinnar góða væröarvoð, en sú kona var Sigríður Stefáns- dóttir, kona Baldvins Friðlaugs- sonar úr Reykjahverfi. Sams kon- ar gjöf fékk Sigurður skáld á Arn- arvatni. Að Álafossi mætti Benedikt Bjarklind lögfræðingur og for- maöur félags Þingeyinga í Reykjavík. Hann hafói fengið nafnaskrá yfir allt fókið í ferðinni og hafói vistað það til gistingar og dvalar í Reykjavík. Var þar gist í tvær nætur og dagurinn notaður til þess að skoða sig um í höfuð- staónum hver eftir sinni vild. Um kvöldið var svo bændaförin öll boðin í samkvæmi hjá Búnaðarfé- lagi Islands í Oddfellowhöllinni. Var þangað boóið mörgu öðru fólki m.a. Pétri Magnússyni land- búnaóarráðherra frá Gilsbakka. Var það gleðskapur mikill í veit- ingum, ræðuhöldum og söng. Árnesingar létu Geysi gjósa og oft var sungið Fimmtudag 14. var svo lagt af staö frá Reykjavík til Þingvalla. Leiðsögumaóur þar var Benedikt Sveinsson Alþingisforseti og meó í ferðina slógust þeir Jónas Þor- bergsson útvarpsstjóri og Jónas Jónsson þingmaóur Suóur-Þingey- inga. Voru þeir með í ferðinni um Suðurland. Eftir aó fólkið hafói skoóaö sögustaöi á Þingvöllum og matast í Valhöll var farið að skoða raf- stöóina vió Ljósafoss. Var fólkinu sýnd stöðin al' hálfu bæjarstjórnar Reykjavíkur og voru bornar fram ríkulegar veitingar í smuröu brauði, öli og brennivíni eins og hver vildi hafa. Formaóur Búnað- arsambands S-Þing. hélt ræóu og árnaði höfuðstað landsins allrar blessunar. Karlakórinn söng og fleiri töluðu svo sem Bergþóra Magnúsdóttir á Halldórsstöðum í Laxárdal, Jón í Ystafelli og Jón á Einarsstöðum. Var nú ekið að Geysi. Þar tók á móti hópnum stór flokkur Bisk- upstungnamanna. Hafói Þorsteinn Sigurðsson bóndi á Vatnsleysu orð fyrir þeim. Búnaðarfélag sveitarinnar hafði keypt feiknin öll af sápu í hverinn og fengu Þingeyingar að sjá hann gjósa í allri sinni dýrð. Var síðan ekið að Laugarvatni og þar tekin gisting. Um kvöldið var haldin sam- koma í alþýðuskólanum með ræðuhöldunr og söng. Talaði með- al annarra Bjarni Bjarnason skóla- stjóri. Allir gátu fengið rúm yfir nóttina. Unt morgiininn var kominn all- stór hópur Árnesinga að Laugar- vatni til þess aó bjóöa bændaför- inni til matborðs að Selfossi um hádegisbilið. Ávarpaði Hallgrímur Þorbergsson á Halidórsstöðum þá. Þarna slóst í för Páll Guðmunds- son skáld og bóndi á Hjálmsstöó- um og las hann upp eftir sig snjallar hringhendur. Veisla Árnesinga var með söng og ræðum og talaói Páll Hall- gríntsson sýslumaður og formaður Búnaðarsambands Suðurlands. Af Þingeyinga hálfu töluðu Siguröur Jónsson skáld á Arnarvatni og Sigurður Geirfinnsson hreppstjóri að Landamóti. Síðan voru Mjólk- urbú Flóamanna og Kaupfélag Ár- nesinga skoðuð. Mikil veðurblíða í Mýr- dalnum og Þingeyinga- hátíð í Reykjavík Var nú haldið að Sámsstööum í Fljótshlíð. Meðan karlmcnnirnir dvöldust þar hcimsóttu konurnar garðyrkjukonuna Guóbjörgu í Múlakoti. Klemcns Kristjánsson veitti öllum bændunum kaffi í hlöðunni og var þarna minnst Fljótshlíðar- innar þar sem verið höfðu Gunnar á Hlíðarenda og Þorsteinn Er- lingsson skáld. Á Þjórsártúni kont hópur Rangæinga á móts við bændaför- ina mcó Guðjón Jónsson bónda í Ási í broddi fylkingar. Var hópn- urn fylgt austur að Skógafossi og höfðu heimboð í bakaleió. Var nú haldið til Víkur til gistingar. Til rnóts við hópinn komu Skaftfell- ingar að vatnsfallinu Klifanda í Mýrdalnum. I Vík tók sýslumað- urinn Gísli Sveinsson á móti fólk- inu með snjallri ræóu. Tvö búnaðarfélög í Mýrdalnum buóu til kvöldveróar en Kaupfélag Skaftfellinga bauó rúm fyrir 50 rnanns og urðu það konurnar. Margir sváfu í hvílupokum sínum í barnaskólanum en sumir í tjöld- unt úti því veóur var unaðslegt. Læknishjónin í Vík, Haraldur Jónsson og María Thoroddsen, sem lluttu þangað frá Breiðumýri í S-Þing., hcldu uppi veitingum og gleðskap fyrir gamla kunningja langt fram eftir kvöldi. Um morguninn gaf kaupfélagió öllum morgunkaffi og aó því loknu var safnast saman í skóla- garðinum. Nú var snúið til baka en stans- aó var vió Skógafoss og gripið í nestisbita en síóan haldið að Hellu þar sent hópurinn var allur boöinn til miðdegisverðar hjá Rangæing- urn. Þar var margt manna og ávörpuðu Þingeyingar Rangæinga áóur en lagt var upp til Reykjavík- ur. Á sunnudeginum var vcriö urn kyrrt og tilraunastöðin á Kcldurn skoðuð og söl'nin auk þess sem fólk hitti kunningja sína. Urn kvöldið var svo boð hjá Þingey- ingafélaginu við ágætar veitingar, söng og gleðskap. Benedikt Bjark- lind stjórnaói samkomunni og fékk margar þakkir fyrir. Þeir hag- yrðingar sem fóru með ljóð voru Steingrímur Baldvinsson í Ncsi, Hildur systir hans, Jón Haraldsson og Friójón Jónasson. Veisluhöld í Borgarfirði og Húnavatnssýslum Hófst nú heimleiðin morguninn eftir og var lagt upp til Borgar- fjaröar og var miðdegisveróur í boði Búnaðarsambands Borgar- fjarðar og kaupfélaga héraðsins í Reykholti. Var það fjölmennasta samsæti ferðarinnar því þarna kont fjöldi lolks að til þess að hitta hópinn. Islenskur matur var á borðurn, lax, kartöflur, brætt smjör, skyr og rjómi. I samsætinu var þess óskaó aó bændahöfðinginn og rithöfundur- inn Kristleifur Þorsteinsson og kona hans Snjáfríður Pétursdóttir risu úr sætum svo að Þingeyingar mættu sjá þau. Urðu þau við því og fengu ákaft lófaklapp. Frá Reykholti var haldið til Blönduóss í kvöldverðarboó hjá Búnaöarsambandi A-Hún. og þar gist ncma hvað stjórn Búnaðar- sambands S-Þing. gisti aö Geita- skarði. Var þarna góður fagnaður og greiðasemi mikil áf hálfu Hún- vetninga. Daginn el'tir var síðan ckið til Akurcyrar cn áður voru haldnar ræóur viö túngarðinn á Gcita- skarói til þess aó þakka fyrir góð- ar móttökur. Að lokurn skildi hóp- urinn á melunum við Fnjóskárbrú og voru þar haldnar skilnaðarræö- ur cí'tir vcl heppnaða ferð. Þctta var fjölmennasta bænda- lcrð Þingeyinga cnda var hennar getið á hverju kvöldi í ríkisútvarp- inu meóan hún stóó yfir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.