Dagur - 22.12.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 22.12.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 22. desember 1993 EES og hvað svo? Gemingaveðrinu um EES hefur slotað. Hrinan um EES hófst snemma árs 1989 þegar EFTA-rík- in ákváðu að taka boði efnahags- bandalagsins um samningaviðræð- ur um sameiginlegt evrópskt efna- hagssvæöi og í hönd fóru könnun- arviðræður og síðan strangar samn- ingaviðræður. Islenskir samninga- menn þurftu að sinna umfangs- miklum málaflokkum, margfalt liðfærri en erlendir starfsbræður þeirra. Ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar og síðar ríkisstjóm Davíðs Oddssonar þurftu að verja þá pólitísku ákvörðun að ganga til samninga og freista þess að sann- færa landsmenn um ágæti hennar. Lokahrinan í þinginu var eftir og tímafrek, eins og allir vita. Það er því ekki að undra að nú spyrji menn sig þess hvaó komi næst; hvort EES nægi til að tryggja ís- lenska viðskiptahagsmuni? Þaó er gömul saga og ný aó við íslendingar eigum, flestum ríkjum fremur, afkomu okkar undir utan- ríkisverslun. Viðskiptakjör okkar á erlendum mörkuðum eru af þeim ástæðum afar mikilvæg og sókn eftir bættum viðskiptakjörum hefur því verið fyrirferðamikill þáttur ís- lenskrar utanríkisstefnu um langt skeið. EES-samningurinn er rök- rétt framhald þessarar stefnu. Evrópumarkaóur hefur nú um langan aldur verið okkar mikil- vægasti markaður og útflutningur til Evrópu hefur stöðugt aukist á síðustu árum. Með EES-samningn- um náðum við fullum aðgangi að stærsta markaðssvæði heims á jafnréttisgrundvelli viö heimaríkin og opnuóum okkur leið til að laða hingað langþráð erlent áhættufjár- magn. Sú staðreynd að í fyrsta sinn njóta sjávarafurðir okkar, með nokkrum undantekningum þó, toll- frelsis á við iðnaðarvörur annarra ríkja á Evrópumarkaði, án þess að Evrópubandalagið fengi framgengt kröfum sínum um veiðiheimildir í stað tollaívilnana, sýnir betur en flest annað hve samstaóa okkar með öðrum EFTA-ríkjum var mik- ilvæg. An framlaga þeirra til samn- ingsgerðarinnar, m.a. í formi sjóðs- framlaga og veiðiheimilda, hefði verið borin von að ná fram þeim tollívilnunum sem náðust. Viðskipti við Bandaríkin Vióskipti okkar við Bandaríkin hafa um áratuga skeið verið okkur mikilvæg, og sá markaður hefur tekið við stórum hluta fiskútflutn- ings okkar á áratugunum eftir stríð, (Horft til nýrrar aldar) þótt sá útflutningur hafi minnkað undanfama áratugi. Eftir sem áður er ljóst að bætt viðskiptakjör á Bandaríkjamarkaði skipta okkur miklu. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó gerðu með sér fríverslunarsamning (NAFTA) á síðasta ári, sem reynd- ar er meira en fríverslunarsamning- ur eins og vió þekkjum þá, þar sem ákvæði eru í NAFTA um frjálsan stofnsetningarrétt og frjáls þjón- ustuviðskipti. NAFTA- samningur- inn er um margt athyglisveróur. Fyrst ber aó telja aö Bandaríkin hafa hingaó til fylgt þeirri megin- stefnu aó gera ekki viðamikla bindandi samninga á viöskipta- sviðinu, heldur hafa þau fremur treyst á mátt sinn og megin og þáttöku sína í GATT. Enda hafa Bandaríkin ekki verið mikió út- flutningsríki. NAFTA markar því ákveðna stefnubreytingu banda- rískra stjórnvalda sem rekja má til óánægju þeirra með það hvemig GATT hefur reynst, aukinnar þarf- ar þeirra fyrir útflutning og ótta við samkeppnisstöðu bandarískra fyrir- tækja gagnvart kepinautum í suðri, sem búa við mun hagstæðari rekstrarskilyrði. Þá ber að nefna aó Mexikanar náðu fram í samningum athyglisveróum undanþágum varó- andi forræði þeirra á auólindum. Ríkisstjórnin skipaði í vetur nefnd fulltrúa fjögurra ráóuneyta til aó fara yfir NAFTA samninginn og kanna möguleika Islendinga á fríverslun í vesturátt. Þann 10. maí skilaði nefndin áfangaskýrslu, þar sem kom fram aó Islendingum væri mikill akkur í fríverslun viö Noróur-Ameríku, en jafnframt var minnt á aó ekkert lægi fyrir um áhuga Norður-Ameríkuríkjanna á að bæta fleiri ríkjum viö, né heldur hvort Island gæti orðið þar á meó- al. Fríverslunarsamningar eru flóknir í framkvæmd í Bandaríkj- unum og staðfesting þeirra á þingi tímafrek. Ríkisstjómin mun á næstu mánuðum halda þessu máli opnu og leita eftir viðbrögðum Bandaríkjamanna. Breytt heims- mynd gerir það enn brýnna en áður að við reynum að vióhalda og efla samskipti og viöskiptatengsl við Bandaríkin. Önnur viðskiptasvæði Islensk stjómvöld hafa á undan- förnum árum unnið að því að bæta samkeppnisstöðu íslenskra útflytj- enda á mörkuóum utan V-Evrópu og Bandaríkjanna. Nokkuó hefur unnist í að brjóta 1 PHDI^ Hafnarstræti 96 • Akureyri r m\|«J Sími 27744 LeikfangamarkAÖurinn -S íslenskum afurðum leið gegnum viðskiptahindranir utan V-Evrópu og Bandarítyanna. A vettvangi EFTA hefur Island nýlega gert frí- verslunarsamninga við Búlgaríu, Pólland, Rúmeníu, Slóvakíu, Tékkland, Ungverjaland, Israel og Tyrkland. Þá hafa verið gefnar yfirlýsingar um aukið samstarf í viðskiptum meö öllum Eystrasalts- ríkjunum, Slóveníu og Albaníu. Einnig hefur vcrið unnið að því að ná tollívilnunum fyrir sjávarafurðir í samningum við ýmis ríki Suóur- Ameríku og Austurlanda fjær í tengslum við Urúgvælotu GATT. Framtíðarsamskipti íslands og Evrópubandalagsins Nú þegar EES-samningurinn ligg- ur fyrir og flest hinna EFTA-ríkj- anna standa í samningum um aóild að Evrópubandalaginu, er eðlilegt að Islendingar ræði, hvort aóild að Evrópubandalajginu kunni að vera góður kostur. Eg hef sagt það áður og segi það enn að aóild að Evr- ópubandalaginu er ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Sú fyrsta er sú að ekki hefur verið kannað til hlítar hvem hag við höfum aó aðild að Evrópu- bandalaginu, umfram það s'em ætla má aó þátttaka okkar í hinu evr- ópska efnahagssvæði muni skila. Með EES fáum við hindrunarlaus- an aðgang að innri markaði Evr- ópubandalagsins á áþekkan hátt og þau ríki sem eru aðilar að banda- laginu. Kannanir hagfræðinga í hinum EFTA-ríkjunum benda til aó EFTA-ríkin muni hagnast meira á EES-samningum en aðildarríki EB og hagur EFTA-ríkjanna aö fullri aðild muni fremur felast í þeim pólitísku áhrifum sem af aö- ild leiða. A hinn bóginn þekkjum við fiskveiöistefnu Evrópubanda- lagsins og getum gert okkur í hug- arlund hvem fórnarkostnað það hefði í för meó sér ef íslenskur sjávarútvegur yrði að búa við hana óbreytta. I annan stað ber að minnast þess að Evrópubandalagið er ekki klúbbur sem veitir nýjum ríkjum aðild strax og þess er óskað. Mörg dæmi eru þess aó ríki hafa þurft aó bíða langa hríð, án þess að þeim væri svarað. Til þess að af aóildar- vióræðum geti orðið þarf að liggja fyrir pólitískt samkomulag allra aóildarríkjanna um að hefja slíkar viðræður. Evrópubandalags-ríkin náðu samkomulagi á leiðtogafund- unum í Lissabon á síðasta ári, þeg- ar aðild EFTA-ríkjanna var á döf- inni. Aðildarviðræóur eru nú hafnar viö flest þeirra, en Island sá ekki ástæðu til þess aó fylgja öórum EFTA-ríkjum í að leita aðildar. Is- Jón Baldvin Hannibalsson. lendingar þurfa því ekki að hug- leiða spuminguna um frekari við- ræður við EB fyrr en í fyrsta lagi eftir 1996, þegar ætlunin er að taka ákvarðanir um framtíðarskipulag Evrópubandalagsins. Stjómkerfi bandalagsins þolir ekki að aöildar- ríkjum fjölgi að mun og ýmsar hugmyndir eru um, hvemig fara beri meö því hverjar viðtökur Malta fær við ósk sinni um aðild Með EES fáum við hindr- unarlausan aðgang að innri markaði Evrópubanda- lagsins á áþekkan hátt og ríki EB og hvort aóild Möltu kynni aö hafa í för með sér breytingar á stöðu Lúxemborgar innan bandalagsins. I þriðja lagi ber að minna á að það er engin ástæða til að ganga út frá því sem gefnu aó aóildarvið- ræður annarra EFTA-ríkja leiði til aðildar. Við höfum séó mýmörg dæmi þess undanfarin ár að við- horf almennings í einstökum ríkj- um til Evrópusamrunans geta tekið miklum breytingum frá ári ti! árs. Efnahagsástand og pólitísk þróun heimafyrir virðist hafa mun meiri áhrif á vióhorfið til Evrópu en ein- hver söguleg hugsjón um samein- aóa Evrópu. Þá er ósvarað þeirri lykilspurningu hvaða niðurstaða fæst t.d. í fiskveiðimálum og land- búnaðarmálum. Ekki er að efa aö sterk andstaða í einu hinna skand- inavísku EFTA-landa við nióur- stöðu aðildarviðræönanna gæti hæglega haft keðjuverkandi áhrif. Horft til nýrrar aldar Þaó er engin ástæóa til að örvænta þótt flest önnur EFTA-ríki gangi í Evrópubandalagið. EES-samning- urinn er okkur hagstæður og hann verður áfram til og þau réttindi og skyldur sem hann kveður á um. Innganga annarra EFTA-ríkja í Evrópubandalagið hefói það ein- ungis í för meó sér að laga þyrfti stofnanaþátt samningsins að breyttum aðstæðum. Það sem fyrir okkur liggur á vettvangi Evrópu- mála er fyrst og fremst að fylgjast vel með þróun mála innan Evrópu- bandalagsins. Aðildarvióræður sem nú eru hafnar veróa athyglisverðar, ekki síst fyrir þá sök að niðurstaða þeirra mun gefa okkur vísbending- ar um það, hvernig Evrópubanda- lagið er í stakk búió að mæta mik- ilvægum hagsmunum hinna noró- lægari Evrópuríkja. Breytingar á stööu Lúxemborgar á næstu árum veröa fróðlegar fyrir þá sem byggja önnur örríki. Síðast en ekki síst verður fróðlegt að sjá hvemig Evrópubandalagið vill sjálft horfa til nýrrar aldar, hvemig yfir- standandi deilur um Maastricht og efnahags- og peningamálasamband aðildarríkjanna verða til lykta leiddar. Með yfirvegun á breyting- artímum og sýn til allra átta mun okkur án efa farnast best. I umræðunni í þinginu nú síðla vetrar kom í Ijós að stjómarand- stæðingar höfðu af því þyngstar áhyggjur hvernig fara myndi um samninginn ef flest EFTA-ríkjanna gerast aðilar að Evrópubandalag- inu. Þannig hafa raddimar breyst eftir því sem lengra hefur liðið frá átökunum á Alþingi og málefna- legt mat á kostum samningsins komið í stað landráðabrigsla og málþófs. Árangur samningavió- ræðnanna um hið Evrópska efna- hagssvæði er okkur hvatning til að halda áfram að leita samninga við önnur ríki um frelsi í milliríkjavið- skiptum að leiðarljósi. Enn er ekk( útséó hvort samn- ingar nást í Urúgvælotu GATT. Því er erfitt að trúa að Evrópu- bandalagið og Bandaríkin láti það mikla tækifæri til að efla milli- ríkjaviðskipti fram hjá sér fara. Ef niðurstaóa næst þar mun það ekki einvörðungu þýða að markaðir opnast á sviði þjónustuviðskipta, heldur mun einnig í fyrsta sinn í sögunni takast að brjóta rof í þann vamarmúr sem hinar vestrænu þjóðir hafa komið upp til vemdar landbúnaði sínum, neytendum og þróunarlöndum til hinnar mestu bölvunar. Þannig gætu skapast for- sendur fyrir heilbrigðari viðskipta- háttum i milliríkjaviðskiptum, sem vonandi gætu einnig leitt til þess að nokkuó létti á spennunni milli hinna ríkari og snauöari ríkja. Jón Baldvin Ilannibalsson. Höfundur er utunríkisrúóherra og formaóur Al- þýöuflokksins. Athugasemd ritstj. Grein utanríkisráðherra er skrifuö áður en samkomulag náðist í GATT-vióræðunum. Algeng brunaslys á börnum - vegna þess að þau ná í rafmagnssnúrur hitunartækja Allmörg slys verða á hverju ári vegna þess að börn ná að toga í snúrur á hraðsuðukötluin, könnum og öðrum hitunartækj- um, sem notuð eru víða á heim- ilum. Samkvæmt upplýsingum frá Slysadeild Borgarspítala er ekki unnt að fá nákvæmar tölur um fjölda slysa vegna bruna- sára af völdum hraðsuðukatla og annarra hitunartækja en engu að síður er Ijóst að nokkuð er um slík slys að ræða á heimil- um, þar sem börn ná að hella sjóðandi vatni yfir sig eða snerta hitunartæki. I frétt frá Neytcndasamtökun- um kemur fram að í skýrslu frá yfirlækni sjúkrahússins í Hvidovre í Danmörku sé skýrt frá því að á tímabilinu frá nóvember 1990 til ágúst 1993 hal’i 24 börn á aldrin- um á fyrsta ári til fimm ára verið til læknismeðferóar vegna bruna- slysa frá hraósuöukötlum. Beinn kostnaóur vegna innlagna þessara barna hafi verió sem svarar 23 milljónum íslenskra króna - en þá væri kostnaður heimila barnanna sjálfra vegna þessara slysa ekki talin með. I frétt Neytcndasamtakanna er nokkuö íjallað um þann búnaó er vera þarf til staðar varðandi hitun- artæki á heimilum. Þar segir að katlar skuli vera með innbyggðum hitarofa sem komi í veg lyrir að hægt sé að hita þá upp tóma og stöövi upphitun þegar vatn helur náð aó sjóða. Þá þurfi rafmagns- snúra að vcra eins stutt og kostur er auk þess sem lok verði að vcra nægilega öruggt til þess aó haldast lokað leggist hitatækió á hliðina. Þá er einnig bent á í frétt Neyt- endasamtakanna að varast beri að velja katli cða öðru hitunartæki stað nærri borðbrún þannig aö börn geti síóur náð til þeirra eða rafmagnssnúru sem tengjast þeim. Þá er einnig bent á aó hentugra sé aó geyma heita drykki í hitakönn- um en hitunarílátunum sjálfum að hitun lokinni. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.