Dagur - 22.12.1993, Blaðsíða 12

Dagur - 22.12.1993, Blaðsíða 12
12 B - DAGUR - Miðvikudagur 22. desember 1993 BÓKARKYNNINO Lífsgleði nefnist ein nýútkominna bóka. í henni segja sjö þekktir samferðamenn, sem komnir eru á efri ár, frá viðburðaríku lífí, skemmtilegum persónum, gildi trúar og já- kvæðs lífsstíls og fleiru. Þeir sem segja frá eru Aslaug S. Jensdóttir, Einar J. Gíslason, Sigfús Halldórsson, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Kristinn Þ. Hallsson, Sigríður Rósa Kristins- dóttir og Pétur Sigurðsson. Þórir S. Guðbergs- son skráði en útgefandi er Hörpuútgáfan. „Hvað gerðir þú við kústinn, strákur“ Hér á eftir fer brot úr bókarkaflan- um um Pétur Sigurðsson, fyrrum alþingismann og formann Sjó- mannadagsráðs. Millifyrirsagnir cru blaósins. Furðulegur farmur Árið áður hafði faóir minn verið meó bátinn í starfi hjá bandaríska setuliöinu og siglt honum einn suður. Menn geta rétt ímyndað sér hversu auðvelt verk þaó hefur ver- ið með þeirra tíma útbúnaói. En nú vorum við sem sagt tveir. Þegar fréttist af ferðum okk- ar áskotnaóist okkur fremur l’urðu- legur farmur. Hann samanstóð af karli, kerlingu, syni þeirra, kusu, hundi og ketti sem voru heimilis- föst í Steingrímsfirði en þurftu að fá far norður í Bjarnarfjörð vegna ílutninga á búslóð og ætlaði karl- inn að vera leiðsögumaóur innan skerja því aó pabbi sagðist ekki þekkja þar til siglingaleiða. Þegar til kom vissi karlinn hvorki skil á einu né neinu svo að faöir minn þurfti að sigla eftir sýnilegum skerjum, þaranum og tilfínning- unni. Eg hef oft hugsað um það síðar hvað þetta er dæmigert fyrir lífið sjálft. Við þurfum aö sigla eftir sýnilegum skerjum, „þara", til- finningu og eigin brjóstviti. Kusa var bundin við mastrið og stóð þar gleiðfætt og sýndi lítil merki hræðslu en kerlingin og strákurinn sem voru fram í líka ældu og ældu svo að ég mátti hlaupa meó æludallana til skiptis fram og aftur. I öðru oróinu æpti kerling á bónda sinn en spurði um Skjöldu í hinu. Eg sagði henni að Skjalda væri veikari en hún sem þá fann til meó blessaóri skepn- unni. Hundurinn ældi en kötturinn svaf vært í minni koju. Fjölskyld- unni skiluðum við af okkur til Bjarnarfjarðar en héldum síðan noróur með Ströndum. Lærdómsrík ferð Ég lærói mikið í þessari ferð. Pabbi sagði mér hvernig stýra skyldi og gaf mér mið en fór sjálf- ur aö leggja sig. Átti ég aó hafa Hornió vel laust. Var þetta mín fyrsta kennsla í siglingafræði og fannst mér að full nálægt væri siglt frá Horni og breytti því um stefnu út. Einhverra hluta vegna kom pabbi upp til að aðgæta eftir um þaó bil klukkustund, en hann ætl- aði að sofa í tvo til þrjá klukku- tíma. Hann rýkur að stýrinu og snars- nýr því um leið og hann spyr: „Ertu snarvitlaus, drengur? Hér eru alls staðar sker framundan." Eftir þetta breytti ég aldrei út af skipunum yfirmanna sem sögðu mér að stýra ákveðna stefnu. Síðast var ég með föður mínurn á Haföldunni vorið 1944 en þá var bróðir minn, Guöjón, einnig með. Eftir að Hafaldan varó öli varö ég að leita mér að vinnu í landi þegar skóla lauk. Þar var þó ekki feitan gölt að flá. Ég stundaði verka- mannaskýlið og elti Jón Rögn- valdsson, verkstjóra hjá Eimskip, eins og hinir og í lengstu lög von- aði maður að hann mundi pikka sig úr hópnum. Mér þótti þetta óskaplega leið- inlegt, ekki síst að sitja við spil heilu morgnana í verkamanna- skýlinu. Ég Iagði mig því allan fram um að komast á sjó og svo vildi til að ég komst á togarann Þórólf vegna vináttu við þá tví- burabræður Sigurð og Gísla Kol- beinssyni, syni skipstjórans Kol- beins Sigurössonar, en þeir höfðu verið með mér í gagnfræðaskólan- um. Maríus Guðmundsson, sjómað- ur, sem byrjaði með pabba á sjó ungur aö árum sagði mér margar sögur af sjóferðum þeirra og skap- aðist mikil vinátta milli föður míns, Maríusar, bræðra hans og foreldra sem bjuggu aó Görðum í Beruvík. Raunar gilti þaó einnig um flest fólkið sem bjó þar undir Jökli og margir voru með pabba um Iangt árabil til sjós. Eftir því sem árin færast yfir verður mér æ oftar hugsað til þess hvaó vinátta er manni mikils virði. Vináttan er eitt af þeim verómæt- - kafliúr bókinni „Lífsgleði“ um í lífinu sem ég met hvaö mest þegar ég hugsa til baka. Hrakfarir Maríus eða Malli eins og ég kall- aði hann jafnan segir svo frá að í síðustu siglingu Hafaldar hafi þeir verið þrír á bátnum og voru aó fara suður fyrir Jökul í slæmu veðri þegar Hafaldan „sló úr sér“ og fylltist af sjó svo ekki var um annað að gera en að sigla henni upp í Skarðsvík. En þeir voru á siglingu þar skammt undan. Kom þá tvennt til greina, að sigla sem næst klettum sem þar skaga fram eða sigla henni upp í sandinn. Enginn þeirra var syndur nema pabbi. Hann valdi svo þann kostinn að hleypa upp í sandinn. Batt hann um sig langa línu og sagöi Maríusi að binda síðan um Lárus og síðan endann um sjálfan sig, en hann yrði síðan að velja lagió fyrir Lárus. Síðan syndir pabbi í land og gefur Maríusi merki um að nú megi hann láta Lárus koma á næsta lagi. Lárus var hins vegar ekki of hrifinn af þessu fyrir- komulagi. Tvö lög komu en ekki fékkst Lárus til að stökkva. Marí- us kallar þetta í land en pabbi kall- ar þá á móti: „Hentu þá helvítis karlinum í sjóinn." Það var svo gert og Lárus dreg- inn í land. Því var varla lokió þeg- ar ógnarsjór kom og reió undir bátinn. Við þaó kastaðist báturinn alllanga leið og upp á klappirnar svo að Maríus gat gengið þurrum fótum í land. Mjög þungfært var í landi vegna snjóalaga og langt til byggöar sem var bær og viti á Öndverðarnesi. Til allrar hamingju höfðu þeir haft vit á því að troóa asmalyfjun- um í vasa pabba. Annars er ekki að vita hvernig farið hefði. Studd- ist hann við Maríus en Lárus fyldi á eftir. Þegar kom að vitanum á Svörtuloftum var pabbi orðinn all- þrekaður enda rennandi blautur í kuldanum og mjög sjúkur af and- þrengslum. Hjá vitaverðinum og fjölskyldu hans var vel tekið á móti þeim og þeir háttaðir niöur í rúm og náðu sér furóu fljótt. Malli vann þarna mikió þrek- virki enda hraustmenni, fylginn sér og ósérhlífinn. Þannig er líka óhætt að segja að lífiö hér á Islandi hafi verið þrotlaus barátta frá upphafi land- náms. Barátta vió náttúruöfl og drepsóttir, barátta vegna gæfta- leysis, atvinnuleysis og hvers kyns óáran. Oft barátta upp á líf og dauða eins og þcssi saga sýnir okkur. En þjóð sem stendur saman og er einhuga um aó komast af og leysa vandann lyftir grettistaki. Og þar megum við hvorki láta hreppapólitík glepja okkur sýn ef við viljum lifa af. Fyrir borð Eftir vorið 1944 var ég aðeins einu sinni á bát með pabba. Hann var þá með rcknetabát og mátti ekki róa nema stýrimaður væri skráóur á bátinn. Togarinn sem ég var þá á var í siglingu og ég kom- inn með mína stýrimannapappíra, það er aö segja fiskimannaréttind- in. Ég fór því með gamla mannin- um og við komum reknetum þokkalega í sjóinn. Tekið hafði BÆKUR Gargantúi og PantagrúU - heildarverk franska skáldjöfursins Rabelais Mál og menning hefur sent frá sér eitt af höfuðverkum heimsbók- menntanna, skáldverkið Garg- antúi og Pantagrúll eftir Francois Rabelais (1484-1553). Þetta er flokkur fimm skemmti- sagna sem löngum hafa verið sett- ar á stall með verkum helstu höf- unda mannkynsins, s.s. Shakespe- are, Dante og Cervantes. Höfund- urinn, Francois Rabelais, var munkur, læknir, húmoristi og mannvinur. Hann var einn þeirra sem lögóu grunninn að Endur- reisninni á sínum tíma og margir eru þeirrar skoðunar að hann hafi í þessu verk' lagt grunninn að evr- ópsku skáldsögunni. I kynningu frá útgefanda segir m.a.: „Lesandinn er í þessurn vcrkum leiddur inn í töfraheim þar sem allt getur gerst: barn fæðist út um eyrað á móður sinni, risi drekkir sex hundruð þúsund og fjórtán Parísarbúum í hlandflóði, maður leggur í langferð til að leita sér að konu en þorir ekki að láta til skarar skríða af ótta við að verða kokkálaður, og svo fram- vegis. Sögurnar eru sagðar af frá- sagnargleði og húmor sem lair hafa leikið eftir, en að baki glettni höfundar býr þekking, viska og snörp ádeila höfundar sem var fjölfróðari en fiestir samtímamenn •4 Pétur Sigurðsson. verið úr lunningunni til að koma fyrir netarúllu en á henni voru net- in dregin inn. Var hún dregin meó vírmannillutói sem tengt var línu- spilinu. Við vorum að gera þetta klárt og sátum sinn hvorum megin á lúgunni og splæstum vírmanill- una hvor sitt splæs. Meö okkur var ungur maður austan úr Flóa í nýjum stakk, nýj- um stígvélum og með nýjan sjó- hatt. Pabbi hafói sagt honum að sópa þilfarið því að þar voru mikil óhreinindi eftir að netin voru komin í sjóinn. Allmikill veltingur var og veit ég ckki fyrr en ég sé undir nýju stígvélin þegar hásetinn steyptist út um skarðiö í lunningunni og fyrir boró. Báturinn veltur yfir einu sinni en þegar hann veltur til baka var ég kominn á magann og búinn aó skorða mig af mcó lapp- irnar upp með Iunningu, teygði mig út um skarðið sem gert var fyrir netarúlluna og náði í háls- málið á kauöa sem flaut á loftinu í stakknum en var að súpa sjó. Ég hélt í hann scm ég mátti og var í hverri veltu á kafi upp að öxlum cn sleppti ekki. Ég finn svo að heldur sterklega er tekió um annað lærió á mér. Var þar pabbi kominn og hélt fast. Raunar svo fast að ég var blár og marinn eftir hann í langan tíma. Við fórum svo að hrópa og kalla og þcir heyróu til okkar há- setarnir sem voru að iaga kaffi frammi í lúkar og svo fór að þrí- björn togaði í tvíbjörn og tvíbjörn í cinbjörn, einbjörn í karlinn - og að lokum náðum vió stráksa inn fyrir hálf kjökrandi og stígvéla- lausum. Það þótti honum mikill skaði og tvísýnt hvort lífgjöfin bætti stígvélamissinn. En pabbi spurði hann aðeins: „Hvaó geróir þú vió kústinn, strákur?“ Það var eina huggunin scm hann fékk frá formanninum. hans. Ádeila hans á valdapot, menntasnobb, vanahugsun og helgislepju hverskonar kom illa viö kauninn á mörgum samtíma- mönnum hans, cinkum valda- mönnum kóngs og kirkju. Allar götur síóan hafa menn skipst í tvö horn í afstöóunni til verka Rabela- is. Enda eru verk hans háskaleg fyrir þá sem ekkert skopskyn hafa. Fyrir alla aðra eru þau gríðarleg veisla.“ Erlingur E. Halldórsson ís- lenskaði bókina, sem er 907 bls. að stærð. Bókin er unnin í Prent- smiðjunni Odda. Andri og Edda Almcnna bókafélagið hefur gefið út þrjár nýjar bækur um Andra og Eddu og kynnir þar með nýjan bókaflokk eftir norsku verðlauna- rithöfundana Tor Age Bringsværd og Anne Holt. Andri og Edda eru 4 ára og eru bæði aó byrja í lcikskóla. Andri hlakkar mikió til að byrja í leik- skólanum, en er líka kvíðinn. Fyrsta daginn í leikskólanum kynnist hann Eddu, sem líka er nýbyrjuð. Þau veröa góóir vinir og hjálpa hvort ööru þegar þeim reynist erfitt að sætta sig vió leik- skólalífið. Bókin er skreytt fjölda lit- mynda. Bækurnar um Andra og Eddu hafa hlotið lof gagnrýnenda í þcim löndum þar sem þær hafa komið út. Bækurnar eru fyrir börn á aldrinum 2-5 ára. Þær eru um 32 síður hver og kosta 690 krónur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.