Dagur - 22.12.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 22.12.1993, Blaðsíða 11
B/EKUR Miövikudagur 22. desember 1993-DAGUR-B 11 er mikil barnakerling. Bob er einkasonur hennar. Hún tók hann reyndar í fóstur sem smábarn en reyndist honum í alla staói hin ágætasta móóir, þannig aó viö hjónakornin geröum ráð- stafanir til þess aö eignast barn og ekki stóó á árangrinum, ég varö ófrísk fljótlega eftir aö viö giftum okkur. Roberta fékk fyrst manna að heyra fréttirnar og hún réó sér ekki fyrir kæti þegar við sögóurn henni að von væri á barni. Roberta þráði ömmubarn, og ég var líka sátt viö að eignast annað barn, því ég saknaði Péturs. Bob vildi helst að ég eignaðist strák, eins og algengt er meðal karla, sérstaklega amerískra, scm verða einstaklega upp með sér ef fyrsta barnið er drengur. Burtséð frá sér óskum Bobs um kyn barns- ins, sem ég gekk með, var meðgangan auðveld og vel hugsað um mig á meðan á henni stóð. Eg var mjög sæl þá mánuði, sem ég gekk nteð þetta fyrsta barn okkar Bobs. Að amerískum sið var mér haldin veisla áður en að barnið fæddist og gjafirnar til þess voru margvíslegar, meóal annars ógrynni af fötum. Allt var gott um það aó segja en ættingjunum fannst ég í meira lagi einkennilegt fyrirbæri þegar ég tók mig til og þvoói öll fötin áður en barnió fæddist. Þetta hafði ég lært heima á Fróni og taldi það vera ófæddu barni ntínu fyrir bestu að þvo all- an verksmiójuskít úr fötunum áó- ur en þau yrðu notuð. Kvenfólkió reyndi að fá mig ofan af þessari vitleysu en ég hélt mínu striki. Að minnsta kosti skaðaði það ekki barnió. Leigumorðinginn Hörpuútgáfan hefur sent frá sér bókina Leigumorðingirm eftir metsöluhöfundinn Jack Higgins. I þessari nýjustu spennubók Jack Higgins segir frá leigumorð- ingja, sem er útsendari Saddams Hussein. Hann er sérfræöingur í að dulbúast og nteð skamntbyss- una í skotstöðu er hann ósigrandi. Hann á að sprengja í loft upp bú- stað breska forsætisráóherrans í Downingsstræti 10, og valda þannig glundroða í hefndarskyni fyrir ófarir Iraka í Pcrsaflóastríð- inu... Bókin Leigumorðinginn er 219 bls. Gissur O. Erlingsson þýddi. Prentvinnsla og bókband er unnið í prentsmiójunni Odda hf. Meðal Grímseyinga Út er kontin bókin „Meðal Gríms- eyinga - skin og skúrir við nyrsta haf‘, eftir Aðalheiði Karlsdóttur frá Garði. í kynningu frá útgefanda segir m.a.: „Aðalheiður Karlsdóttir hef- ur skrifað allntargar bækur. Hún sendir nú frá sér bók þar sem segir frá dvöl hennar meðal Gríntsey- inga frá 1937 og fram undir ntiðja öldina. Hún segir frá reynslu úr sínu Veröld sem eg vil - saga Kvenréttindafélags íslands 1907 Út er komin bókin „Veröld sem ég vil - Saga Kvenrétt- indafélags íslands 1907-1992“, eftir Sigríði Th. Erlendsdótt- ur, sagnfræðing. I bókinni er fjallað ítarlega um aðdraganda að stofnun Kvenréttindafélagsins og starf semi þess fram á þcnnan dag. I bókinni eru um 500 myndir og hafa margar þcirra ckki birst áð- ur opinbcrlega. I frétt frá útgefanda segir 1992 m.a.: „Hér er á fcrðinni fróðlegt heintilda- og uppsláttarrit þar sem við sögu koma á annað þús- und einstaklingar; rit sem er ekki einungis saga eins félags heldur kvennabaráttu heillar ald- ar." „Veröld sem ég vil - Saga Kvenréttindafélags Islands 1907-1992", er 520 blaðsíður að stærð og kostar 5.900 krónur. Útgefandi er Kvenréttindalclag Islands. eigin lífi, frá samferðafólki og at- burðum sem geróust í Grímsey bæði áður en hún kom þangað og á meðan hún dvaldist þar. Efni bókarinnar er gott framlag til sögu þessa lands, þar sem sagt er frá lífi almúgafólks sem bjó oft við þröngar aðstæður en þraukaði samt.“ Bókin er 248 blaðsíður og kost- ar 2.995 kr. Útgefandi er Skjaldborg hf. Dagnætur - ljóðabók eftir Eystein Björnsson Dagnœtur heitir nýútkomin ljóða- bók eftir Eystein Bjömsson. Bókin inniheldur 50 ljóð í þremur köflunt. Fyrsta Ijóðið, Sumarnótt, vísar í heiti bókarinnar og tckur höfundurinn upp þcnnan þráð og spinnur í fleiri ljóðum í fyrsta hlutanum, Andvara. í öðrum og þriðja hluta, Sólfari og Blikum, slær höfundur á aðra strengi og endurspeglar heiti kaflanna þær breytingar sem verða á einunt sól- arhring, hið ytra og hið innra. Eysteinn cr fæddur á Stöðvar- firði 1942 og cr Dagncetur fyrsta ljóðabók hans. Eftir hann liggur skáldsagan Bergnuminn, sem kom út 1989. Hann hefur einnig samið smásögur og var ein þeirra flutt í Ríkisútvarpinu í byrjun þessa árs. Dagnœtur er 70 blaðsíður að stærö. Bókaútgáfan Noróurljós gefur út. Bókin kostar 1.820 kr. Við Urðarbrunn - skáldsaga eftir Vil- borgu Davíðsdóttur Við Urðarbrunn heitir ný skáld- saga fyrir ungt fólk sem Mál og menning sendir frá sér. Höfundur- inn er Vilborg Davíðsdóttir, frétta- rnaður, og er þetta hennar fyrsta bók. Sagan segir frá Korku, dóttur írskrar ambáttar, sem sættir sig ekki við líf í ánauð og berst fyrir betra lífi. í heimi heiðinna manna eru goðunum færðar blóðugar fórnir, mjöður flóir í blótveislum og frjósemisguðinn er blótaður ótæpilega. Korka er blendin í trúnni en hcillast af galdri rún- anna. Sá sem þekkir rúnir Oóins veit hvenær rétti tíminn er til aó aóhafast og Korka hikar ekki, heldur tcflir á tæpasta vað. En ör- lög sín velur enginn maður, þau eru ráðin af nornunum þremur við Uróarbrunn. Bókin er 204 blaðsíður, unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. HÚSAVÍK - AKUREYRI - HÚSAVÍK JÓLAÁÆTLUN 1993 - 1994 FRÁ HÚSAVÍK FRÁ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR.... ....22/12 8:00 & 16:45 7:30 & 15:30 I'IMMTUDAGUR ....23/12 8:00 & 16:45 7:30 & 15:30 FÖSTUDAGUR ....24/12 ENGIN FERÐ ENGIN FERÐ LAUGARDAGUR ....25/12 ENGIN FERÐ ENGIN FERÐ SUNNUDAGUR .... 26/12 17:00 ENGIN FERÐ MÁNUDAGUR ....27/12 8:00 & 16:45 7:30 & 15:30 I’RIÐJUDAGUR ....28/12 16:45 7:30 MIÐVIKUDAGUR.... ....29/12 8:00 & 16:45 7:30 & 15:30 FIMMTIJDAGUR ....30/12 16:45 7:30 FÖSTUDAGUR ....31/12 ENGIN FERÐ ENGIN FERÐ LAUGARDAGUR .... 1/1 '94 ENGIN FERÐ ENGIN FERÐ SUNNUDAGUR .... 2/1 '94 17:00 ENGIN FERÐ MÁNUDAGUR .... 3/1'94 8:00 & 16:45 7:30 & 15:30 ÞRIÐJUDAGUR ...,4/l'94 8:00 & 16:45 7:30 & 15:30 AFGREIÐSLUR: Húsavík: Shell-Nesti Héðinsbraut 6, (farþegar) s:41260 BSH hf. Garðarsbraut 7, (pakkar) s:42200 Akureyri: Umferðarmiðstöðin Hafnarstræti 82, s:24442 GÓÐA FERÐ m. ÚTEOj] Bygging íbúöarhúsnæöis, Hafnarstræti 16, Akureyri »»> Framkvæmdasýslan, f.h. félagsmálaráðuneytisins, óskar eftir tilboðum í byggingu íbúðarhúss að Hafnarstræti 16, Akureyri. Brúttóflatarmál hússins er um 270 m2. Brúttórúmmál hússins er um 1001 m3. Húsið er á einni hæð, í tveimur samtengdum hlutum, byggt úr steinsteypu, einangrað og klætt að utan. Verkið tekur til allrar vinnu við gröft, lagnir, uppsteypu, smíði og frágang hússins að utan sem innan, ásamt frágangi lóóar. Verkið skal hefjast í apríl 1994 og vera að fullu lokið 1. des. 1994. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, og á skrifstofu Teiknistofunn- ar Forms hf., Kaupvangi v/Mýrarveg, 600 Akureyri, frá 21. desember 1993 til 6. janúar 1994. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 11. janúar 1994 kl. 11.00 f.h. í viðurvist viðstaddra bjóð- enda. Wjf RÍKISKAUP Ú t b o & s k i I a á r a n g r i I BORCARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 9 1-26844, BRÉFASÍMI 91-626739 ■ Auglýsendur takið eftir! Síðasta blað Síðasta blað fyrir jól kemur út fimmtudaginn 23. desember. Skilafrestur auglýsinga er til kl. 11.00 miðvikudaginn 22. des- ember. Milli jóla og nýárs Milli jóla og nýárs koma út þrjú blöð, þriðjudaginn 28., miðviku- daginn 29. og fimmtudaginn 30. desember. Skilafrestur Skilafrestur auglýsinga í þriðju- dagsblaðið er til kl. 11.00 mánu- daginn 27. desember, fyrir mið- vikudagsblaðið er skilafrestur til kl. 11.00 þriðjudaginn 28. desember og fyrir fimmtudags- blaðið er skilafrestur til kl. 11 miðvikudaginn 29. desember. Fyrsta blað Fyrsta blað á nýju ári kemur út þriðjudaginn 4. janúar. a uglýsingadeild, sími 24222. Gleymið ekki að gefa smáfuglunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.