Dagur - 28.12.1993, Blaðsíða 16

Dagur - 28.12.1993, Blaðsíða 16
Kodak Express 9ceðaframköUun ...munið afsláttarkortin iá 'T’ediGmyndit? Skipagata 16 Sími 23520 GÆDAFRAMKOLLUN liiP Akureyri: Ölvaður maður stórskemmdi bíl Akureyringar voru nokkuð dug- legir að skemmta sér að kvöldi annars dags jóla og fram eftir nóttu. Að sögn lögreglu minnti stemmningin í miðbænum um margt á 17. júní. Talsvert var um útköll vegna ölvunar og óspekta. Olvaður maður veittist að kyrr- stæðum bíl og stórskemmdi hann. Meðal annars braut hann rúður í bílnum, beyglaði hurðir og braut loftnet. Maóurinn var færóur í fangageymslur lögreglunnar og var ekki búið að yfirheyra hann þegar haft var samband við lög- reglu í gærmorgun. Ekki var tilkynnt um önnur skemmdarverk né óhöpp en lög- reglan þurfti stundum að skerast í gleðskapinn og fjarlægja ölvað fólk. SS Dalvík: Ölvaðir ökumenn á ferð Lögreglan á Dalvík tók tvo ölv- aða ökumenn í sína vörslu í gærmorgun. Annar þeirra hafði misst stjórn á bifreið sinni og ekið á tré við Skíðabraut. Dansleikur var í Víkurröst aö kveldi annars dags jóla og var ein manneskja flutt á Heilsugæslu- stöóina þar sem talið var að hún hefði fótbrotnað. Um tognun reyndist að ræða. Rólegt var hjá lögreglu yfir jól- in eða þar til um og eftir dansleik- inn aðfaranótt gærdagsins. SS Þóroddsstaðarkirkj a: Pípuorgel vígt í dag Pípuorgei verður vígt við guðs- þjónustu í Þóroddstaðarkirkju í Ljósavatnshreppi kl. 14 í dag. Líklega er það einsdæmi á ís- landi að slíkur gripur fyrirfínn- ist hjá ekki stærri söfnuði og í kirkju af þessari stærð. Þrír prestar verða við vígsluat- höfnina: sr. Bojli Gústavsson, vígslubiskup, sr. Örn Friðriksson, prófastur, og sr. Magnús Gunnars- son, sóknarprestur. Sigurður Jóns- son er organisti Þóroddsstaðar- kirkju. Björgvin Tómasson orgelsmið- ur í Mosfellsbæ smíðaði orgelið, en það kostar um þrjár milljónir króna. Meginhluti andvirðisins er þegar greiddur úr orgelkaupasjóði, en í hann hafa runnið minningar- gjafir um ýmsa aðila. Munar þar mestu um 400 þúsund króna gjöf frá Baldvini Baldurssyni á Rangá, til minningar um konu hans, Sig- rúnu Jónsdóttur. Alnafna hennar og sonardóttir mun leika á orgelið við vígsluna og synir hennar syngja, Rangárbræður, þeir Baldur og Baldvin Kristinn. IM Hótel- og veitingaskólinn: Frábær námsárangur Tveir 23ja ára piltar af Norður- landi, Friðrik Valur Karlsson frá Akureyri og Jón Arnar Guð- brandsson af Svalbarðsströnd, náðu frábærum árangri í próf- um í faggreinum í Hótel- og veitingaskóla íslands fyrir jólin. Hótel Holti í Reykjavík en Jón Arnar á Fiðlaranum á Akureyri og veitingastaðnum viö Bláa lónið. Báðir höfðu þeir áður stundað nám við matvælatæknibraut Verk- menntaskólans á Akureyri. óþh Brennuframkvœmdir. Jólaverslunin á Akureyri: Ekkí lakari en í fyrra - kvöldopnun 22. desember kom vel út Verslunarfólk á Akureyri hvíldi lúin bein í gær eftir slaginn síð- ustu daga fyrir jól. Flestar versl- anir voru lokaðar en verða opnaðar á ný í dag. Kaupmenn virðast nokkuð ánægðir með söl- una þegar upp er staðið, hjá sumum varð aukning og hjá öðr- um varð salan áþekk síðasta ári. Dreifíngin í versluninni varð hins vegar meiri og þar af leiðandi varð verslunin á Þorláksmessu ekki eins og mikil og í fyrra. Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ og formaður Kaupmannafé- lags Akureyrar, sagðist ánægður með aukningu í eigin verslun frá jólamánuðinum í fyrra. Hann sagði að verslunareigendur hafi verið af- ar ánægðir með söluna 22. desem- ber en þá var opið fram til kl. 22 en svo virðist sem minna hafi verið verslað á Þorláksmessu. Ragnar sagói að búast mætti við aö fíeiri kvöldopnanir verði síðustu dagana fyrir jól miðað við reynsluna af þessari nýbreytni í ár. Stefán Jónasson í Bókabúð Jón- Auknar vegaframkvæmdir á næsta ári: asar sagðist ekki geta verið annað en sæmilega ánægður. ,;Veltan er mjög svipuð og í fyrra. Eg held að allir sætti sig við það,“ sagði Stef- án. Bóksalan virðist hafa verið nokkuð góð í ár og sagði Stefán að niðurskurður á auglýsingum í sjón- varpi virðist ekki hafa komið niður á sölunni. Birkir Skarphéóinsson, verslun- arstjóri í Amaro, tók í svipaðan streng um lokahnykkinn í verslun- inni fyrir jólin. „Verslunin var þokkaleg í heildina þannig að mað- ur þarf ekki að vera óánægður,“ sagði Birkir. JÓH Bensínið hækkað Bensínverð mun hækka um 2% um áramótin. Þetta gerist vegna hækkunar á sérstöku bensín- gjaldi sem verður til að mæta auknum vegaframkvæmdum á næsta ári. Með ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar um auknar vegaframkvæmdir á næsta ári vegna slæms atvinnu- stigs í landinu þarf ríkissjóður á að halda 250 til 300 milljóna króna viðbótartekjum. Þær eiga að nást með hækkun þungaskatts og sérstaks bensínsgjalds um 5% frá og með 1. janúar næstkomandi. Þessir tveir tekjustofnar eru mark- aðir til vegagerðar og miðað við forsendur fjárlagafrumvarps gefur hækkun þessara stofna 285 millj- ónir króna. Hækkun bensíns er misjöl'n eft- ir gerðum. Blýlaust bensín hækkar um 1,39 kr. á lítrann að meðtöld- um viróisaukaskatti cn hækkun á öðru bensíni nemur 1,48 kr. á hvern lítra. Hækkunin er því að jafnaði um 2%. JÓH Vandaðir djúpsteikingar- pottar Frá kr. 6.480,- Úr prófum í faggreinum fékk Friðrik Valur 9,75 og Jón Arnar 9,50. Að sögn forráðamanna skól- ans er ekki annað vitað en að þetta sé hæstu próf sem tekin hafa verið í þessum greinum í Hótel- og veit- ingaskólanum. Friórik Valur hefur starfað á @ VEÐRIÐ I dag verður austlæg átt og sennilega einhver rigning á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu 3-7 stig. Á miðviku- dag og fimmtudag er gert ráð fyrir suöaustan strekk- ingi. Úrkomulaust verður norðanlands og hiti nálægt frostmarki. Á gamlársdag bendir margt til þess að vindur snúist til norðlægrar áttar. Akureyri: Uiíifangsmikil leit að manni Leit að 73 ára gömlum manni á Akureyri, Sigtryggi Jónssyni til heimilis að Hríseyjargötu 21, hefur staðið yfir frá því aðfara- nótt 24. desember. Fjöldi manns hefur tekið þátt í leitinni en hún hefur engan árangur borið og fáar vísbendingar komið fram í dagsljósið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var tilkynnt um hvarf mannsins um kl. 23 á Þorláks- messu, en Sigtryggur, sem er kall- aður Tryggvi, mun hafa farið að heiman milli kl. 16 og 17 um dag- inn. Leit var hafin kl. 2 aðfaranótt 24. desember og Hjálparsveit skáta og Flugbjörgunarsveitin ræstar út. Sigtryggur Jónsson. Fjöldi manns leitaði vandlega í bænum og víðar í Eyjafirði á að- fangadag og jóladag, fjörur voru gengnar og kafarar kallaðir til. Fólk var beðið að svipast um í kringum híbýli sín og tilkynna til lögreglu ef þaó hefði séð til feröa Sigtryggs en nær engar vísbend- ingar hafa borist. Sporhundur var fenginn frá Hafnarfírði en ekki hal'a fengist óyggjandi nióurstöð- ur. Aó sögn Daníels Snorrasonar, fulltrúa hjá rannsóknarlögregl- unni, verður leit haldið áfram næstu daga. Hann vildi ítreka ósk- ir um að þeir sem hefðu orðið ferða Sigtryggs varir frá því á Þor- láksmessu létu lögregluna vita. SS 0 KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 - íslenskt og gott Byggðavegi 98 Opið til kl. 22.00 alla daga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.