Dagur - 28.12.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 28.12.1993, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 28. desember 1993 - DAGUR - 7 Opið bréf til stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga: Er KEA að knésetja eigið iðnfyrirtæki? Þetta er spurning sem viö, starfs- fólk Efnaverksmiðjunnar Sjafnar, veltum fyrir okkur þessa dagana. Astæðan er sú aö nýverið hefur Byggingavörudeild KEA að Lóns- bakka sett upp stóran og mikinn bás mcð innfluttri danskri máln- ingu. Þetta finnst okkur skjóta í meira lagi skökku við þar sem KEA á og rekur Efnaverksmiðj- una Sjöfn sem framleiðir fyllilega sambærilega málningu. Það er al- kunna að Sjöfn er þekkt meðal fagmanna og almennings fyrir há- gæóa vöru sem stendur innfluttri málningu síst að baki og að sögn starfsmanna Byggingavörudeildar er eini munurinn að hver lítri af dönsku málningunni er rúmlega 100 kr. dýrari en málningin frá Sjöfn. Sem stendur á KEA í samstarfi við önnur fyrirtæki um átakið „Is- lenskt, já takk“. Okkur starfsfólki Sjafnar er spurn hvort þátttaka KEA í þessu átaki hafi verið eitt- hvert grín. Akvöróunin um að selja þessa málningu er köld kveðja til okkar starfsmanna Sjafnar og annarra sem reyna að efla verðmætasköpun í landinu og í raun er hún óskiljanleg þar sem með þessu er KEA beinlínis að höggva stoóir undan eigin atvinnurckstri. Akureyringar hafa ekki farió varhluta af þeim þrengingum sem steója að íslenskum iðnaði. Akur- eyri var áður blómlegur iðnaðar- bær með öflugum vefnaðar-, hús- gagna- og skóiðnaði svo eitthvað sé nefnt. Efnaverksmiójan Sjöfn hefur fram að þessu staðið af sér allar þessar þrengingar. Það er því von að við spyrjum: er nú komið að okkur? Við, starfsfólk Sjafnar skorum á Akureyringa og aóra viðskipta- vini Byggingavörudeildar KEA að sýna samstöðu með því að snióganga þessa innfluttu máln- ingu og stuðla þannig að aukinni atvinnu og hagsæld í bænum okk- ar. íslenskt, já takk. Starfsfólk Sjafnar. Kvikmyndarýni: Ágæt fjölskylduskemmtun Borgarbíó á Akureyri sýnir: „Krummarnir (The Crumb) Leikstjóri: Sven Methling Handrit: John Stefan Olsen, byggt á sögu Thöger Birkeland Framleiðandi: Regner Grasten Aðalhlutverk: Laus Höjbye, Dick Kaysöe, Karen Lise Mynster, Line Kruse og Lukas Forchhammer Framleiðsluland: Danmörk 1992 Islenskt tal: Jóhann Ari Lárus- son, Sólveig Arnardóttir, Edda Heiðrún Backmann, Jóhann Sigurðsson, Sigurður Skúlason, Ari Matthíasson, Gísli Halldórs- son, Róbert Arnfinnsson o.fl. Stjórn tæknivinnu við hljóðsetn- ingu: Þorbjörn Erlingsson. Borgarbíó á Akurcyri sýnir þessa dagana dönsku fjölskyldu- myndina „Krummarnir". Mikill meirihluti þeirra mynda sem sýnd- ur cr í bíóhúsunum er bandarískrar ættar og næststærsti hópurinn er ástralskrar, enskrar eóa nýsjá- lenskrar ættar. I öllum þessum myndum er mælt á cnska tungu. Það cr því kærkomin tilbreyting að fá að sjá hvað einhverjar aðrar þjóðir en þær enskumælandi eru að fást við á kvikmyndasviðinu. Danir eru annálaðir fyrir góðan „húmor“ og hann er vissulega til staóar á köfium í „Krummunum-1. Myndin fjallar um ellefu ára gamlan strák og fjölskyldu hans. Pabbinn er léttgeggjaður og kæru- Iaus handavinnukennari, móðirin er aó reyna að ná sér í námsgráðu til að standa bctur aó vígi á vinnu- markaðinum, stóra systir er á við- kvæmum aldri; sem sé táningur mcð „unglingaveiki“ eins og gengur og gerist og litli bróðir er pínulítill en uppátækjasamur. Að- alsöguhetjan, sem hlotió hefur nafnið Hrafn Borg í íslcnskri þýó- ingu en er jafnan kallaður Krummi eins og reyndar öll fjöl- skyldan, sver sig í ættina. Hann á í sífelldum vandræðum í skólanum en er þrátt fyrir það besti drengur og duglegur heima fyrir. I mynd- inni fáum við að fylgjast með'æv- intýrum hans og vina hans, fjöl- skyldunnar og nágrannanna í nokkrar vikur og bcr rnargt til tíð- inda. Myndin er á köfium farsakennd og persónurnar ýktar og gcngur það „plott" ágætlega upp. Hús- vörðurinn cr t.a.m. skemmtileg rola og bankaræningjarnir ótrú- lega heimskir og seinheppnir og sömu sögu er að segja af þcim ná- granna sem mest líður fyrir nábýl- iö við Krummafjölskylduna. At- burðarásin er eðlilcg og framvinda hennar jöfn og má segja það sé næststærsti kostur myndarinnar. Einnig má nefna að Laus Höjbye fer ntjög vel með hlutverk aðal- persónunnar, Krumma litla. Stærsti kostur myndarinnar er þó tvímælalaust íslenska talió. Þetta er einungis önnur leikna erlenda bíómyndin frá upphafi, sem ráóist er í aó talsetja á íslensku. Tiltækið hefur lukkast vel og eykur gildi myndarinnar mjög. Þýðingin er hnökralaus og taliö nokkuð skýrt. Einna helst eru yngri lcikendurnir óskýrmæltir en það er svo sem eins og gengur og gcrist í raun og veru. Það er hægt að mæla með Krummunum scm prýóilegri af- þreyingu fyrir alla fjölskylduna. Mesta skcmmtun hljóta börn lrá 8-9 ára aldri að hafa af myndinni svo og unglingar og foreldrar barna á öllum aldri. Yngstu börn- unum leiddist þó ekki á þrjú-sýn- ingunni á 2. dag jóla og ekki spillti ánægjunni að jólasveinn kom í heimsókn í hléinu og færði öllunt börnunum gosdrykki. Aö endingu llnnst mér ástæða til að hrósa forráðamönnum Borg- arbíós fyrir að bjóða Norðlending- unt upp á danska mynd sem aðra af jólamyndunum í ár, því eins og fyrr segir er slík mynd kærkomin undantekning frá ensku reglunni. Bragi V. Bergmann. Fulltruafundur Landssambandsins gegn áfengisbölinu: Varar við einkavæðingu áfengissölu - áfengisauglýsingum og fjölgun vínveitingastaða „FuIItrúafundur Landssam- bandsins gegn áfengisbölinu haldinn 6. des. 1993 varar ein- dregið við eftirtöldum atriðum: 1. Einkavæðingu áfengissölu. - Hvergi hefur neysla minnkað þar sem sú leió hefur verið farin - heldur þvert á móti aukist og sums staðar svo aö í óefni er komið, m.a. vegna heilsutjóns og félags- legra vandkvæða scm margfaldast þegar neysla eykst. 2. Áfengisauglýsingum, bein- um og óbeinum. - Landssambandið hvetur lög- regluyfirvöld til að stemma stigu vió brotum á banni við áfengis- auglýsingum og bendir á að þeir sem græða á framleiðslu og sölu áfengis víða um heim sjáist ekki fyrir í þessum efnum, brjóta lög með beinum auglýsingum og greiða fyrir þær óbeinu með fé eóa í fríðu. 3. Fjölgun áfengisveitinga- staða. - Miðbær Reykjavíkur drcgur nú þegar dám af aumustu hverfum erlendra borga og ofbeldisverk eru tíð á áfengisveitingastöðum og í nágrenni þeirra. Mál er að linni fjölgun slíkra staða, bæði þar og annars staóar. Áhrifaríkasti ógæfuvaldurinn Fulltrúafundurinn hvetur Islend- inga til vakandi vitundar um þann voða sem vímuefnaneyslu fylgir og er áfengi þar áhrifaríkast ógæluvalda. - Heilbrigði og hollir lífshættir geyma þau gildi scm gullvæg reynast í siðmenntuðu samfélagi. Fulltrúafundurinn heitir á Islend- inga að hefja virka sókn gegn öll- um vímuefnum meö hag og heill þjóðarinnar að leiðarljósi.“ (Fréttatilkynning.) a .. i íslandsbankamót í bridds íslandsbanki og Briddsfélag Akureyrar gangast fyrir opnu briddsmóti sunnudaginn 2. janúar. Spilað verður í Skipagötu 14, 4. hæð og hefst spila- mennskan kl. 10.00. Skráningu lýkur kl. 9.40 á spilastað. Pör geta tilkynnt þátttöku til Páls Jónssonar í síma 21695 eða Hermanns Tómassonar í síma 26196. Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu Stöðupróf í framhaldsskólum Stöðupróf í framhaldsskólum í byrjun vorannar 1994 verða sem hér segir: Enska þriðjudaginn 4. janúar kl. 18.00. Þýska, spænska, ítalska miðvikudaginn 5. janúar kl. 18.00. Norska, sænska fimmtudaginn 6. janúar kl. 18.00. Franska, stærðfræði föstudaginn 7. janúar kl. 18.00. Innritun fer fram á skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlíð, sími: 685155. Síðasti innritunardagur er 3. janúar. Milli jóla og ný- árs er skrifstofan opin frá kl. 10.00-14.00. BJORN SIGURÐSSON HÚSAVÍK HÚSAVÍK - AKUREYRI - HÚSAVÍK JÓLAÁÆTLUN 1993 - 1994 FRÁ HÚSAVÍK FRÁ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR ....28/12 16:45 7:30 MIÐVIKUDAGUR.... 29/12 8:00 & 16:45 7:30 & 15:30 1-IMMTUDAGUR 30/12 16:45 7:30 FÖSTUDAGUR 31/12 ENGIN FERÐ ENGIN FERÐ LAUGARDAGUR 1/1'94 ENGIN FERÐ ENGIN FERÐ SUNNUDAGUR 2/T94 17:00 ENGIN FERÐ MÁNUDAGUR 3/1'94 8:00 & 16:45 7:30 & 15:30 ÞRIÐJUDAGUR 4/1'94 8:00 & 16:45 7:30 & 15:30 AFGREIÐSLUR: Húsavík: Shell-Nesti Héðinsbraut 6, (farþegar) s:41260 BSH hf. Garðarsbraut 7, (pakkar) s:42200 Akureyri: Umferðarmiðstöðin Hafnarstraeti 82, s:24442 GÓÐA FERÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.