Dagur - 28.12.1993, Blaðsíða 9
IÞROTTIR
Þriðjudagur 28. desember 1993 - DAGUR - 9
HALLDÓR ARINBJARNARSON
Nýlega bætust tveir ungir handknattleiksmenn úr
Val í raðir KA og því munu fjórir fyrrverandi leik-
menn Vals leika með liðinu í vetur. Sú spurning vakn-
ar hvort allt Valsliðið sé á leið norður en annar nýju
leikmannanna, Oskar Bjarni Oskarsson, segist ekki
hafa trú á því. Alfreð Gíslason, þjálfari KA, segir fé-
lagið ekki hafa haft frumkvæði að félagaskiptunum
heldur hafi piltarnir sjálfir sett sig í samband við Iiðið.
Það cr ætíð stutt í góða skapið hjá þeim Val Krni Arnarsyni og Óskari Bjarna Óskarssyni, jafnt innan vallar sem ut-
an, enda hafa þeir féiagar troðið upp við ýmis tækifæri. Mynd: Robyn.
Ævintýramenn en engir kokkar
- segja „súkkulaðidrengirnir“ Óskar Bjarni og Valur Örn, sem gengu úr Val í KA
Óskar og íelagi hans, Valur
Örn Arnarson, eru báðir aldir upp
í Val; hafa leikið í öllum llokkum
félagsins frá átta ára aldri. Strák-
arnir eiga ekki langt að sækja
áhugann á handbolta. Afi Vals,
Hallstcinn Hinriksson, hefur vcrið
kallaður „faðir handknattleiks á
Islandi" og afi Óskars, Valdimar
Sveinbjörnsson, var frumkvööull
handknattleiks á Akureyri.
Valur og Óskar luku stúdcnts-
prófi sl. vor og höfðu ákveóið aó
fara til Noregs til aö spila hand-
bolta en það brást á síðustu
stundu.
„Okkur langaði til að gera hlé á
náminu í eitt ár og breyta um urn-
hvcrfi," segir Óskar. „Það eru ekki
mörg tækifæri í Reykjavík núna,
leikmannahópur Vals er svo stór
aö hann nægir í tvö lið. Við erum
haldnir ævintýraþrá og okkur
fannst spennandi að fara noróur."
Óskar segir að í raun hafi bæði
Akureyrarliðin komið til greina en
KA þó verið meira spennandi,
ckki síst vegna þess að þar voru
Valsmenn fyrir.
Valdi ranga menn í liðið!
Óskar og Valur leika báðir í
vinstra horninu cn Óskar scgir þá
þó ekki vera í samkeppni því Val-
ur leiki einnig á miójunni. Alfreð
Gíslason vill ckki játa að KA hafi
vcrið í vandræðum nteð þessar
stööur en segir nýju leikmcnnina
koma til með aó styrkja liðiö mik-
ió.
Óskar hefur leikið tvisvar mcð
landsliði leikmanna scxtán ára og
yngri á alþjóðlegu móti, Benelux-
mótinu. I síðara skiptió var hann
valinn besti sóknarmaður mótsins.
„Einu sinni vorum við valdir í
landslið átján ára og yngri, sem
átti að taka þátt í Evrópukeppni
landslióa. Við æfðum í heilan vet-
ur, fórum m.a. í keppnisferð til
Vestmannaeyja og lékum æfinga-
leik við lið S-Kóreu. Viku áður en
við fórum út lásum við það í
Morgunblaóinu aó þjálfarinn hefði
valió ranga mcnn í liðið! Mciri-
hluti lcikmannanna var of garnall,
þ. á m. við Valur."
Óskar segir að erfiðast hall vcr-
ið að skilja við jafnaldrana í Val.
„Viö vorum fimmtán strákar jafn-
gamlir sem spiluðum saman upp
alla yngri fiokkana. I átta ár þjálf-
aði Thcodór Guðfinnssson okkur
og viö vorum cins og stór fjöl-
skylda. Vió strákarnir héldum
mikið hópinn og skemmtum okk-
ur saman."
Einhæfur matseðill
Valur og Óskar voru ásamt flcir-
um úr þcssuni hópi félagar í hinu
svokallaóa Súkkulaóifélagi.
Súkklaðidrengirnir sáu um
skemmtiatriði á þorrablótum og
árshátíðum Vals og segir Óskar þá
Val ætla aö halda sprellinu áfram í
KA.
Þeir félagar leigja saman íbúð
og segir Óskar að búskapurinn
gangi erfiðlega. „Matseóillinn hjá
okkur er l'rekar einhælur, ýmist
pasta og bakaðar baunir eða bak-
aðar baunir og pasta. Til hátíðar-
brigða höfum við pylsur og bak-
aðar baunir. Vió reynum að láta
bjóöa okkur í mat sem oftast. Þeg-
ar við förum í hcimsóknir, gleym-
um viö yllrhöfnunum okkar vís-
vitandi svo við neyðumst til að
koma og sækja þær. Þá komum
við auðvitað á matmálstíma!"
Öðruvísi andrúmsloft
Óskari líst vel á starfið hjá KA.
„Stór hópur af ungum strákum cr
aö koma upp úr yngri flokkunum,
æfingarnar hjá Alfreð eru góðar
og öll aðstaða í KA-húsinu er til
fyrirmyndar. Andrúmsloftið í
íþróttahúsi KA er öðruvísi en í
Valsheimilinu. Húsið er mjög lif-
andi, þar er gaman að sitja eftir
æfingar því þangað kemur fólk úr
öllum áttum. I Valsheimilinu
þckkti maður alla því þar voru að-
eins Valsmenn. Andinn í KA-lið-
inu er góður og mér líst vel á vet-
urinn."
Erna Björnsdóttir.
Höfundur er nemi í hagnýtri fjölmiðlun við Há-
skóla íslands.
Ema Björasdóttir
er fædd 2. júní 1967 í Reykjavík.
Hún stundar nám í hagnýtri
fjölmiölun viö H. í. og Iýkur
B.A.-prófi í þýsku
í febrúar 1994.
íþróttamaður
Norðurlands 1993
Nafn íþróttamanns: (þróttagrein:
1.
2.
3.
4.
5.
Nafn: Sími:
Heimilisfang:
Sendist til: íþróttamaður Norðurlands 1993
B.t. Dagur, Strandgötu 31,600 Akureyri
Skilafrestur er til 7. janúar 1994
Ungmennafélag Akureyrar:
Akureyrarmót og
Gamlárshlaupið
Ungmennafélag Akureyrar
stendur samkvæmt venju fyrir
tveimur frjálsíþróttaviðburðuni
niilli jóla og nýárs. Hið fyrra er
Akureyrarmót í frjálsuni íþrótt-
um innanhúss og hið síðara ár-
Akureyrarmót í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram í íþróttahöllinni í
dag á vegum UFA og hefst kl. 13.00.
legt Gamlárshlaup.
Akureyrarmótiö í frjálsum fer
fram í Iþróttahöllinni á Akureyri í
dag og hefst keppni kl. 13.00.
Skráning er á staönum kl. 20.30.
Mcðal helstu nýmæla má nefna að
hlaupið verður 50 m hlaup og er
þaó í fyrsta skipti utan Reykjavík-
ur, en íþróttahöllin er eini staóur-
.inn á landsbyggóinni sem boóiö
getur upp á þessa grein, sem m.a.
er keppt í á íslandsmóti.
Hið árlega Gamlárshlaup fer
síðan fram á Gamlársdag. Tvær
vegalcngdir eru í boði, 4 og 10
km. Skráning í hlaupið hefst ki.
10.30 við Dynheima og er skrán-
ingargjald 300 kr. keppt verður í
fiokkum 14 ára og yngri, 15-39
ára og 40 ára og eldri. Verðlauna-
alhending verður við Dynheima
eftir hlaup.