Dagur - 05.01.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 05.01.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 5. janúar 1994 Héraðsgarður og náttúrusvæði - Um Þingey í Skj álfandaflj óti og nágrenni hennar Héraðsnefnd kom saman til fund- ar þann 9. júní. I fundargeró segir svo um Þingey: Oddviti kynnti bréf Óttars Indrióasonar dags. 7. júní 1993 varðandi Þingey. Jafnframt las oddviti bréf Hólmfríðar Péturs- dóttur f.h. Skógræktarfélags S- Þingeyinga þar sem sótt er um styrk til vegagerðar í Fosssels- skógi úr Þingeyjarsjóði. I umræðum fundarntanna kont fram að héraðsnefnd væri skylt að sýna þessum stað þann sóma sent í hennar valdi stæði. Jafnframt aö tekjum af eigninni yrði ráðstafað til að varðveita þennan sögustað og gera hann aðgengilegan al- menningi. Héraðsnefnd fagnar þeim áhuga sem viróist vera að vakna á málefnum Þingeyjar og væntir þess aö framhald verði þar á. Akvörðun um fjárveitingu úr Þingeyjarsjóði er frestað til næsta fundar héraðsnefndar. Eftir fund héraðsnefndar var stutt fréttafrásögn í dagblaðinu Degi um fundinn og það að Þing- ey hefói verið rædd í sambandi við bréf mitt frá 7. júní sl. Vegna þessara undirtekta í Degi og sam- ræðum við Hlöðver á Björgum varð það úr að ég hélt áfrant að kanna Þingeyjarsvæðið þó veóur væri sérlega kalt og rigningasamt þetta sl. sumar. I bréfi til Halldórs Kristinssonar sýsluntanns og hér- aðsnefndar dags. 5. sept. stakk ég upp á frekari aðgerðum sem gera þyrfti til þess aó bæói vernda og nota Þingey og nágrenni hennar. Seinni hluti Ég stakk upp á nafninu Héraðs- garður Þingeyinga sem er ekki frá mér komið heldur fyrrverandi sýslumanni, Jóhanni Skaptasyni, og líka notaó af Þóri Baldvins- syni, sem vitnað er í hér að fram- an. Annað nafn finnst mér koma til greina og stakk upp á því í bréfinu, en það er Sögu- og nátt- úrusvæði Þingeyinga. Þegar ég tala unt Þingeyjar- svæði á ég við Þingey auðvitaó svo og Skuldaþingey og Fosssels- skóg og land upp á heiðarbrún og Glauntbæjarselsland sem inni- heldur afar fallega gróna boga- myndaða hlíð Fljótsheiðar sunnan Fossselsskógar. Að vestan er urn að ræða Fellsskóg og hlíð Kinnar- fells móti austri frarn fyrir Barna- foss. Svo vel vili til að sl. sumar var Kinnarfell girt og friðaó að til- stilli landeigenda svo þessi austur- hlíó fellsins öll, með Fellsskógi, er friðuð fyrir ágangi búfjár. Þetta svæði er því mjög samfellt. Éyjar og hlíðar með fossum og skógum og sögustað. Það sent líka er áríð- andi og ætti að gera allar fram- kvæmdir auðveldari er það aó mest af þessu landi er í almenn- ingseign, sýslu, ríkis cða þá skóg- ræktarfélaga, eöa leigt þessum að- ilunt. Hér er því aðallega þörf at- hafna sem byggjast á samvinnu aðila með svipuð eða sömu áhuga- mál. Þingeyjarsýsla eða sýslur eiga kjarnann að mestu, sent er Þingey og ættu að hafa forráð um framvindu mála. Þar sem hér er um héraósgarð að ræða er og eðli- legt að forusta og framkvæmdir verói í höndum heimamanna. Það hefur alltaf veriö böl eða blessun Þingeyjar að hún liggur ekki í almannalcið og auk þess er erfitt að komast út í cyjuna sjálfa, því báóar kvíslar fljótsins eru tölu- verð vatnsföll. Þó undarlcgt ntcgi virðast hefur aðgangur scnnilega verið auóveldari fyrr á árum, t.d. á söguöld, þegar fólk feróaðist á hestum. Brynjólfur Jónsson scgir í frásögn sinni, sern ncfnd cr hér á undan, að miklir götutioðningar sjáist niður vesturhlíð Fljótshcióar í nánd við þingvöllinn. Ekki hefi ég séó þá sjálfur en efalaust hefur hann rétt fyrir sér og sýnir það að fornmenn hafa sótt þingstaðinn öt- ullega. Nú cr öldin önnur hvað þetta snertir! Fjórir vegir liggja að Þingeyj- arsvæðinu allir lélegir. Bestur er vegurinn frá Vaði suóur í gegnum Fossselsskóg, enda var hann end- urbættur mikió sl. suntar fyrir forgöngu samgöngumála- og land- búnaóarráðherra. Hinir eru: Veg- arslóð frá þjóðvegi í Kinn suður um Fellsskóg, scm er þolanlcgur en þarfnast bóta; moldargötur frá þjóóvegi nr. eitt á Fljótshciði norður heiðina og nióur í Foss- selsskóg og svo vegarslóó frá Fremstafelli norður að Barnafossi. Alla þessa vegi þarf að endurbæta svo þeir séu sæmilega góðir sum- arvegir. Þegar komið er suður í skógana beggja vegna eða að Barnafossi er spurningin 'sú hvcrnig komast megi út í Þingey? Sem stendur er eiginlega eina leiðin sú að fá afnot af báti sem veiðimenn hafa á Skipapolli noróan við Ullarfoss og róa honum yfir pollinn að malar- eyrum hinu megin. Þessi bátur er í vörslu Vésteins Garðarssonar á Vaði. Að vísu geta kunnugir menn vaðió kvíslarnar í vöðlum á stöku stað ef lítið er í Fljótinu en aldrei getur þaó orðið úrlausn fyrir nátt- úruskoóendur eða almennt ferða- fólk. Þó eru ýmis gömul hestavöð yfir kvíslarnar, sum þekkt og eru notuð s.s. Krosshólmavað, all- skammt norðan við Fljótsbakka, sem er cnnþá notað af búcndum þar. En þetta cr syóst í Þingey og langt lrá þeint stöðum sem flestir mundu vilja heimsækja s.s. þing- vellinum, Ullarfossi, Barnafossi og gljúfrinu noróan hans. Margir hafa bent á þörf þess að gera göngubrú eða brýr, helst yfir báð- ar kvíslarnar út í cyjuna. Þcssar Óttar Indriðason. hugmyndir hafa fengið aukið fylgi vegna áhuga veióileyfishafa, sem gjarnan vilja lá bctri aðgang að Þingey, því suma bcstu stang- veiðistaði í Fljótinu er að finna við eyjuna, cinkunt aó vestan í Barnafossgljúfrunum. I samræðum við þessa aðila hafa þcir jafnvcl boðist til að leggja þar eitthvaó að mörkum í vinnu eða el'ni til þess að göngu- brú sé gcrö. Unt nauðsyn brúa á kvíslarnar bcggja mcgin Þingeyjar og llcira sent lítur aó Þingeyjarsvæðinu var rætt í öðru bréll mínu til sýslu- manns og héraðsnel’ndar, dags. 5. sept. sl. Þar var bent á aó fólki al- mennt fyndist ntikil þörf á brú, einni eða Hciri, út í eyjuna. Stung- ið var upp á tveimur brúm. Ann- arri aö austan, t.d. rétt ofan við syóri cnda Skuldaþingcyjar, því að þangað Iiggur bcsti bílvegur á svæöinu suður í gegnum Fosssels- skóg og alveg niður á allháan qg þurran bakka Ullarfosskvíslarinn- ar. Þarna viröist og vera lrcmur stutt og gott brúarstæói. Þctta cr einmitt sá vegur sem var cndur- bættur sl. sumar. Hitt brúarstæðið, og það sent meira hefur veriö tal- aó unt, t.d. af laxveiðimönnum, er rétt ofan við Barnafoss. Þar er nijög stutt haf og elalaust auðvelt að gcra brú. Hins vegar mun ekki bílfært að þcssum staó og líka þarf að komast yfir Djúpá sem kentur þar að sunnan og feílur í sama hyl og Barnafoss. Af þessum orsökum mundi brú á austur- cóa Ullalbsskvíslina nýt- ast fcróamönnum bctur. Báóar þcssar brýr ættu að vera göngu- brýr. Þær ættu scnnilcga að vera þannig úr garði gerðar aö taka megi þær niður á haustin, þ.c.a.s. gólf og handrió, og setja upp á vorin. Annars cr þaö auóvitaö verkfræóilegt mat hvort um sum- argöngubrýr gæti aðeins vcrið aó ræða, eóa hvort þær gætu verið varanlcgar brýr. Aóstæður ráða slíkum ákvöróunum líka að sjálf- sögðu. Hlöóvcr á Björgum hefur hug- leitt hvort það kærni til greina að gera kláffcrjur í stað brúa. Kláf- ferjur gætu sennilega verió hærri og því varanlegar. Auk þess cru þær gamall og þjóðlegur feróa- máti, sem garnan væri að. Þá þarf aó finna og merkja hestavöó á báðum kvíslum svo að hestamenn geti komist ríðandi út í eyjuna. Bcnt var á í áðurnefndu bréfi að þegar brýr séu kornnar á sé auövelt aó fara og merkja göngu- leið um báða skógana, Fells- og Fosssels- og yfir Þingey og þar mcð skapa cinstaka leið fyrir gönguntenn. Aó sama skapi má merkja og laga gönguleiðakerfi um Þingey s.s. á Þingvöllinn, að Ullarfossi og Barnafossi og gljúfr- unum. Þá gerir bréfió ráð fyrir nátt- úruslóóum í skógunum. „Nature- trails“ eóa náttúruslóðir eru al- gengar í Noröur-Ameríku, fólki til skemmtunar og upplýsinga. Þær er að finna í þjóó- og héraðsgörð- um og í þjóðskógunt og ýmsum friðuöum svæðuni. Þetta eru yfir- leitt stuttar gönguferðir um falleg cóa vcl gróin svæði, þar scm smá merkjum, t.d. númerum eða upp- halsstöfum, er kornið fyrir hér og þar, þar scm þurfa þykir og síóan er rætt um umhverfi þessara staða í bæklingum scm fólk tckur við upphaf slóðarinnar. I bæklingun- urn er bent á ýmsa hluti sem sjást í nágrenni hinna merktu staða, s.s. trjátegundir, aðrar plöntur og blóm eóa náttúrufyrirbæri. Sania má gera um sögústaöi eóa næstum hvað og eitt sem þar cr að sjá. Þetta veröa því nijög fróðlegar og skemmtilegar, leiöbeinandi göngur, án þess að þurfa að hafa náttúrufræðing ntcð í lorinni. Svona labb gæti því t.d. bcnt fólki á hinar mörgu tegundir erlendra trjáa, scm plantað hefur verió í Fellsskóg og Fossselsskóg. Auk þess sem hægt væri að kynnast bctur algengum íslenskum jurtum, sent margir þckkja kannski ckki nafn á þó þær komi kunnuglcga fyrir sjónir. A þingvellinum mætti e.t.v. gcra söguslóó og beina athygli fólks aó hinum fornu minjurn. Eða setja upp vönduð skilti meó upp- lýsingum cins og gert er víða er- lendis. Ég rek þá ckki frckar efni bréfsins frá 5. sept. sl. enda ficst af því sem þar var, þcgar ncfnt. Áfornt mitt mcð þessari untfjöllun cr að stuóla að umhugsun og unt- ræðurn um Þingcyjarsvæðió. Mér og Ileirum, sem ég hefi rætt við, finnst að gera þurfi Þingey aö- gengilega. Notfæra sér hana til ferðalaga og^ náttúru- og söguskoóunar. Á sama tíma þarf að græða upp sandlokið og lrið- lýsa cyjuna og gæta þcss að nátt- úrufari og söguhclgi hcnnar sé ckki spillt. Mér virðist að allt þetta gæti farið sarnan. Það líka að eyj- an og skógarnir og landið allt beggja mcgin sé ofið sarnan í cina hcild til skógræktar, nátt- úruskoóunar og feróamcnnsku að cinhvcrju ntarki. Til þcss aó þetta mcgi vcrða og aö sitthvaö raunverulcgt gcrist álít ég að héraðsnefnd S-Þing. ætti að fela sýslumanni að vera hér í far- arbroddi og að útncfna fámenna ncfnd fólks, sem hefur sérstakan áhuga á Þingey til þess aö gera lrckari athuganir og kynningu. Nefndin ætti að starfa án launa. Þcssi nelnd, scm sýslumaður stýrði, rnundi svo ákvcóa í sam- ráói við héraðsncfnd ák'veðin vcrkcfni s.s. brúargeró og hcftingu sandfoks og vinna að því að koma þeint í lramkvæmd. Óttar Indriðason. Höfundur er áhugamaóur um náltúruvemdar- mál og hefur starfaó aó þeim erlendis og býr á Héóinshöfóa á Tjörnesi. Menntamálaráöuneytiö Laus staða Staða forstöðumanns Rannsóknarstofnunar upp- eldis- og menntamála er laus til umsóknar. Forstöðumaður er ráðinn til fimm ára í senn. Hann skal uppfylla þær hæfniskröfur sem gerðar eru til prófessora við Háskóla íslands, sbr. 5. gr. laga nr. 76/1991, um Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála. Hann skal hafa staðgóða þekkingu á rannsóknaraóferðum fé- lagsvísinda og hafa sannað hæfni sína m.a. með rann- sóknum á sviði uppeldis-og menntamála. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur um stöðu forstöðumanns skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau sem þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 1994. Umsóknir skulu sendar til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 3. janúar 1994. Orgelskóli Gígju Kennsla á hljómborð, skemmtara, orgel og píanó. Innritun nýrra nemenda hafin frá kl. 10.00-12.00 og eftir kl. 20.00 í símum 24769 og 23181. Hin vinsælu námskeið í alþýðutónlist fyrir börn og fulloróna hefjast um miójan janúar. Létt og skemmtilegt kennsluefni. itM—-1 Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, VILBORG PÁLSDÓTTIR, Aöalstræti 80 b, Akureyri, andaðist að Hjúkrunarheimilinu Seli 3. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Hermannsdóttir, Reynir Eiríksson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.