Dagur - 05.01.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 05.01.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 5. janúar 1994 FRÉTTIR Breytingar á rekstri einangranarstöðvarinnar í Hrísey: Kári Þór Jónsson ráðinn bústjóri holdanauta- stöðvar og Kristinn Arnason bústjóri svínastöðvar Akureyri: Piltar í yflr- heyrslu vegna bensínstuldar Tveir piltar 16 og 17 ára voru í gær til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni á Ak- ureyri vegna bensínstuidar i bílageymslu við Hjallalund. Síðdegis höfóu þeir játaó aó hafa tekió bensín af btlum í bílageymslunni og einnig stol- ið bcnsíni af bílum við Gróðr- arstöðina á Akureyri. Sam- kvæmt upplýsingum rannsókn- arlögreglunnar hefur annar piltanna komið við sögu lög- reglunnar áður. ÞI Akureyri: Leit stendur enn Leit stendur enn yfir að Sig- tryggi Jónssyni frá Akureyri, sem hvarf heiman frá sér 22. desember síðastliðinn, en leit hófst aðfaranótt Þorláks- messu og hefur engan árang- ur borið. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar á Akureyri var fjölmennt lcitarlið að störfum síóastliðinn sunnudag og voru þá meðal annars gengnar fjörur meðfram Eyjafirói. Fyrirhugað er aó halda leit áfram næstu daga aó minnsta kosti. ÞI Verulegar breytingar urðu á rekstri Einangrunarstöðvarinn- ar í Hrísey nú um áramótin. Stöðin hefur frá upphafi verið rekin af ríkinu, en í byrjun þessa árs tók Landssamband kúabænda við einangrunarstöð holdanauta; Svínaræktarfélag Islands við verðandi svínarækt- arstöð en a.m.k. fyrst um sinn verður einangrunarstöð fyrir gæludýr rekin af Landbúnaðar- ráðuneytinu. Að sögn Brynjólfs Sandholt, yfirdýralæknis, hefur rekstur gæludýrastöðvarinnar verið boðinn út og verður reynt að afgreiða málið eins fljótt og kostur er. Þeim starfsmönnum sem störf- uðu á búinu hefur verið sagt upp störfum og tóku þær uppsagnir gildi nú um áramótin. Þeirra á meðal er Helgi Sigfússon bús- stjóri. Ráðinn hefur verió dýra- læknir að stöðinni, Aðalbjörg Jónsdóttir frá Þórshöfn, og hefur hún þegar hallö störf. Þrátt fyrir rekstrarbreytingarnar um áramótin eru uppi hugmyndir um ákveðið samstarf milli einangrunarstöðv- anna, t.d. hvað varðar afleysingar en rekstrarlega veróa þær aðskild- ar en afskipti ríkisvaldins af rekstrinum verður eingöngu á heilbrigðissviði og þcim öðrum þáttum sem falla undir dýralækni. Kári Þór Jónsson hefur verió ráóinn bússtjóri holdanautaræktar- innar, en hann er ættaður frá Há- túnum í Vestur-Skaftafellssýslu. Kári er búfræóingur frá Hvanneyri og hefur unnið sem afleysinga- maður á kúabúum um allt land. Starfió var auglýst laust til um- sóknar og bárust átta umsóknir um starfið. „Gallowaystofninn veróur að sjálfsögðu áfram á einangrunar- stöóinni en til stendur að flytja inn ný holdakyn í formi fósturvísa, og er mestur áhugi fyrir Abcrdeen Angus frá Skotlandi og Limousim sem er franskt kúakyn. Til greina kemur að flytja inn báðar tegund- irnar en það ræðst á næstunni", segir Valdimar Einarsson á Skarði í Lundarreykjardal, framkvæmda- stjóri Landssambands kúabænda. Hríseyingurinn Kristinn Arna- son hefur verið ráóinn forstöðu- maóur einangrunarstöðvar svína og hóf hann störf 1. septembcr sl. Kristinn segir að í kringum 10. mars nk. séu væntanlegar 10 fengnar gyltur frá Noregi, og eru þær af tegund sem frábugðin er þeirri sem fyrir er í landinu. I stöðinni verður rými fyrir 30 gylt- ur. Auk þess að foróast skyld- leikaræktina fæst með hinum nýja stofni mciri vaxtarhraói, betri fóö- urnýting og þar með verður hægt að bjóóa svínakjöt á lægra verði á markaónum. „Þetta cr gert til þess að hleypa nýju blóói í stofninn og draga úr þeirri skyldleikarækt, sem farið cr svolítið aö gæta í svínaræktinni. Það verður svo þrióji ættliður frá þeim gyltum, sem koma frá Nor- egi, scm hægt verður að flytja í land og það ætti aó geta átt sér stað á árinu 1995. Eg hef farió á milti svínabúa í haust og aflað mér þekkingar til undirbúnings starfinu og hef því verið í hörðum undirbúningsskóla," segir Kristinn Arnason. I einangrunarstöó gæludýra eru nú 10 hundar, en væntanlegir eru nokkrir kettir strax í þessum mán- uði. Nokkrir hundanna eru af Schaeffer-kyni en einnig eru þar svokallaðir fiðrildahundar, eða papilion, sem er ntjög smávaxinn smáhundur, sem dregur nafn sitt af stórum eyrum sem minna á flórildi. Þessi hundategund hefur ekki verið flutt til landsins fyrr (a.m.k. ekki löglega), en erlendis njóta þcir tölverðra vinsælda. GG Álfabrenna Þórs 1993: Karlrembuþættínum lokið - álfadrottning syngur jafnt á við mann sinn é c. Krabbameinsfélagið S Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis óskar félagsmönnum sínum og velunnurum gleðilegs árs og þakkar ómetanlegan stuóning á liðnu ári Þrettánda- flugeldar Flugeldasala opin í Lundi 6. janúar frá kl. 13-19. Hjálparsveit Skáta Akureyri Næstkomandi fimmtudag, 6. janúar, á þrettándanum, verður hin árlega álfabrenna íþróttafé- lagsins Þórs og er þetta 58. árið sem félagið stendur fyrir þessari uppákomu. Gleðin hefst með skrúðgöngu frá Hamri, félags- heimili Þórs, klukkan 20.00 og að venju eru það álfakóngur, álfadrottning og álfabarn sem leiða skrúðgöngu álfa, trölla, púka og hinna ýmsu dýra og verður mikið um söng og gleði. Verður þetta í fyrsta sinn sem álfadrottning syngur jafnt á við mann sinn og dóttir þeirra mun einnig syngja. Aflabrennan er einn af föstu punktunum í bæjarlífinu hér á Ak- ureyri og má segja að börn og fullorðnir bíöi eftir þessu allt árió með eftirvæntingu. Það verður höfóað mcira til yngri áhorfenda nú en áður og má nefna að þeir Völustakkur og Langleggur, synir Grýlu, sem ckki fengu að vera jólasveinar, sluppu í bæinn og munu koma vió á brennunni og segja frá sínurn högurn. Svo konia bræður þeirra, Skyrgámur, Kerta- sníkir og Kjötkrókur en þeir eru einmitt á leióinni hcim eftir jólin. Pálmi Gunnarsson mun koma og syngja sérstaklega fyrir krakkana. Söngvarinn Jóhann Már Jó- hannsson mun að venju vera á staðnum, en hann er einn af föst- um liðum hátíðarinnar. Tröllin og álfarnir ásamt dýrunum rnunu gantast við krakkana og halda uppi tjöri út um allan völl. Að venju veröur boöið upp á hcitt kakó og hefur þaö verið vin- sælt, enda hefur „kuldaboli" oft verið á staónum. En fólk hefur ekki látið það aftra sér frá því að koma á brennuna. Húllumhæinu Iýkur svo upp úr klukkan 21.00 meó glæsilegri flugeldasýningu. Aðgangur að brennunni kostar 600 krónur en frítt er fyrir 5 ára og yngri. Börnunum gefst kostur á að láta mynda sig með tröllum, púkum cða cinhverjum öórum. GG Dalvík: Stórfelld rúðubrot upplýst Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hefur upplýst stórfelld rúðubrot, sem framin voru á Dalvík 28. nóvember síðastlið- inn. Fjórir ungir Dalvíkingar voru valdir að rúðubrotunum. Alls náóu skemmdarvargarnir að brjóta um 40 rúður auk þess sent þeir brutu rúður í fjórurn bíl- urn á Dalvík. Eru þeir á aldrinum 15 til 18 ára og viróast ckki hafa haft neitt sérstakt tilefni til þcssara skcmmdarverka. Nokkuð cr mis- munandi hvcrsu margar rúöur hver þcirra náði aó brjóta. Að sögn rannsóknarlögreglunnar á Akureyri ncma framkomnar skaðabótakröfur vegna rúðubrot- anna nú um 300 þúsund krónum en óvíst hvort allar kröfur eru komnar fram. ÞI Akureyri: Vatnsleiðsla sprakk Vatnsleiðsla sprakk í Hafnar- stræti 100 milli jóla og nýárs og lak vatn um allar hæðir hússins. Lekans varð vart þegar hann náði niður á fyrstu hæð en þar er bókabúðin Edda til húsa en efri hæðir hússins eru auðar. Samkvæmt upplýsingum slökkviliósins á Akureyri er talið að frosttappi hafi myndast í vatns- leióslu á fjóróu hæó hússins um jólin. Þegar þiðnaði skömmu fyrir áramót hafi tappinn losnað og vatn farið að lcka. Þar sem cngin starfsemi er á þrcmur efri hæðun- um uppgvötvaöist lckinn ekki fyrr cn hans varð vart á jarðhæð og í kjallara þar sem bókabúðin Edda er til húsa. Nokkrar skemmdir uröu af völdurn lekans. ÞI Fyrsta barn ársins á Sjúkrahúsi Húsavíkur var Keldhverfingur. Hann fæddist kl. 21.30 sl. sunnu- dagskvöld. Drcngurinn cr hér með stóra bróður, Bjarka Þór og for- eldrum þeirra, Hrund Asgeirsdótt- ur og Kristni Rúnari Tryggvasyni. Á innfcildu myndinni er fyrsti Hús- víkingur ársins, stúlka sem fæddist aðfaranótt 3. janúar. Hún er hér með forcldrum sínum, Þóru Krist- ínu Jónasdóttur og Sigurjóni Sigur- björnssyni. Myndir: Völundur Þorbjömsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.