Dagur - 21.01.1994, Side 16
Akureyri, föstudagur 21. janúar 1994
Þorrahlaðborð Bautans
helgina 21.-23. janúar
Föstudagskvöld, laugardag og sunnudag I hádeginu og kvöldin.
Yfir 20 tegundir af rammíslenskum mat.
Börn innan 6 ára fá frían hamborgara og ís á eftir.
Kr. 1.100,-í hádegi og kr. 1.290,- á kvöldin.
Akureyrskur Greifi
opnaður á Torremolinos?
- í athugun að taka veitingastað á leigu til eins árs
með forkaupsrétti
Eigendur veitingastaðarins
Greifans á Akureyri auk eins
starfsmanns Greifans kanna nú
möguleikann á því að taka veit-
ingastað á Torremolinos á Spáni
á leigu til eins árs. Andri Gylfa-
son, einn eigenda Greifans, fer
ásamt öðrum til Torremolinos á
sunnudaginn til að kanna að-
stæður.
Andri Gylfason sagði að Greif-
inn sem slíkur stæði ekki að þess-
um þreifingum erlendis. Hins veg-
ar væru þrír eigcndur veitinga-
Skrifstofa ferðamála opnuð á Akureyri 8. apríl:
Helga Haraldsdóttir
ráðinn forstöðumaður
Helga Haraldsdóttir hefur verið
ráðin forstöðumaður skrifstofu
ferðamála sem opnuð verður á
Akureyri þann 8. apríl næst-
komandi. Eins og komið hefur
fram munu með þessari skrif-
stofu flytjast til Akureyrar þau
verkefni Ferðamálaráðs sem
snúa að ferðaþjónustu innan-
lands. í næstu viku verður ljóst
hvar starfsemin verður staðsett
í bænum.
Magnús Oddsson, ferðamála-
stjóri, Birgir Þorgilsson, formaöur
Ferðamálaráðs og Helga voru á
Akureyri í gær til að kanna mögu-
legt húsnæði fyrir starfsemina.
Helga sagðist í samtali við
blaðið telja þá þjónustu sem fram
fari við innlenda ferðaþjónustuað-
ila vel í sveit setta á Akureyri. Hér
sé enda um að ræóa grein sem sé
landsbyggóaratvinnugrein að
miklu leyti. „Það sem flyst í raun
til Akureyrar verða ákveðin mál.
Skrifstofan mun hafa samstarf við
samtök og hagsmunaaðila í ferða-
þjónustu á Islandi, hún mun ann-
ast söfnun og dreifingu á tölfræði-
legum upplýsingum og sinna ráð-
gjöf við skipulagningu innlendrar
ferðaþjónustu. Ráðgjöfin mun
einnig snúa aó uppbyggingu og
rekstri upplýsingamiðstöðva. Þá
mun skrifstofan líka sjá um inn-
lenda bæklingaútgáfu Ferðamála-
ráðs og annast söfnun og dreifmgu
upplýsinga um íslenska feróa-
málaaðila," sagði Helga.
Sama dag og skrifstofan verður
opnuð mun Ferðamálaráð funda á
Akureyri. I Feróamálaráði sitja 23
fulltrúar, 18 frá hagsmunaaðilum í
ferðaþjónustu og 5 ráðherraskip-
aðir. Helga sagðist vænta þess að
með tilkomu skrifstofunnar verói
tíðari fundir Ferðamálaráðs fyrir
norðan og úti á landi.
VEÐRIÐ
Búast má við 2-8 stiga frosti
um Noróurland í dag og
einhverjum éljagangi sem
eykst því nær sem dregur
helgi. I dag verða suóaust-
lægar áttir ríkjandi en síðan
tekur norðanáttin öll völd,
fremur hæg vestan til en
strekkingsvindur austan til.
Búast má vió fljúgandi hálku
á þjóóvegum norðanlands.
Auk Helgu munu væntanlega
fljótlega verða ráónir tveir starfs-
menn að skrifstofunni. Helga hef-
ur undanfarin ár starfað á Upplýs-
ingamiðstöð ferðamála í Reykja-
vík. JOH
staðarins auk eins starfsmanns
hans aö skoða þessa hluti.
En af hverju vilja Greifamenn
opna veitingastað á Torremolinos?
„Ætli það sé ekki bara ævin-
týraþráin,“ svaraði Andri, „maóur
verður einhvern tímann að hafa
gaman af lífinu.“
Andri sagði að hugmyndin
væri að taka umræddan veitinga-
stað á Torremolinos á leigu til
eins árs með forkaupsrétti og væri
horft til þess að leigusamningur
gilti frá og með vordögum. „Eins
og er er staðurinn fyrst og fremst
rekinn sem bar, en við höfum
hugsað okkur að fara líka út í mat-
sölu, bæði pizzu og íslenskan mat.
Við erum búnir að fá í hendur
gögn varóandi þennan rekstur og
ætlum út núna til þess að kynna
okkur málið betur. Við einblínum
þó ekki bara á þetta dæmi, við
munum líta í kringum okkur í
leióinni,“ sagði Andri. óþh
í dag er fyrsti dagur þorra og bóndadagur. A myndinni er Magnús
Sigurólason, starfsmaður Kjötiðnaðarstöðvar KEA, með girnilegan
þorrabakka. Mynd: Robyn.
Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins:
Aldrei meira atvinnuleysi í desember
- flestir án atvinnu á Austurlandi og Norðurlandi eystra
Ríflega 8.000 manns voru án at-
vinnu hér á landi í desember-
mánuði síðastliðnum, sam-
kvæmt skýrslu Vinnumálaskrif-
stofu félagsmálaráðuneytisins,
og hefur atvinnuleysi aldrei
mælst jafn mikið í desember.
Þessi fjöldi jafngildir 6,3% af
áætluðum mannafla á vinnu-
markaði, 5,3% hjá körlum en
7,7% hjá konum. Þetta eru um
2.020 fleiri en í nóvember og
1.960 fleiri en í desember 1992.
„Atvinnuleysi eykst hlutfalls-
lega langmest á Austurlandi og
öllu Noróurlandi. Mikil fjölgun at-
vinnulausra í lok desember eykur
líkur á að atvinnuleysi gæti orðið
talsvert meira í janúar en í desem-
ber enda gætir áhrifa sjómanna-
verkfallsins verulega þá auk þess
sem árstíóasveiflur í atvinnuleysi
ná jafnan hámarki í janúar,“ segir
í skýrslunni.
A Norðurlandi eystra voru aó
meðaltali 1.160 manns á atvinnu-
Skattayfirvöld beina kastljósi að útgáfu
launamiða í ár:
Vanræksla á útgáfu launa-
miða varðar sektum
- fyrirtæki vanrækja í sumum tilfellum
uppgjöf á verktakagreiðslum
1 eftirlitsaðgerðum skattayflr-
valda að undanförnu hefur
komið í Ijós að nokkur misbrest-
ur virðist vera á því að lögboð-
inni skyldu um útgáfu launa-
miða vegna greiddra launa,
hlunninda og verktakagreiðslna
sé sinnt. Vanræksla á útgáfu
launamiða getur varðar sektum
en skattayfirvöld munu hafa
sérstakt eftirlit með útgáfu
launamiða í ár.
Samkvæmt upplýsingum frá
embætti ríkisskattstjóra vanrækja
fyrirtæki í sumum tilfellum upp-
gjöf á greiðslum til verktaka sem
hjá þeim starfa í lengri eða
skemmri tíma. Einnig er nokkuð
um að ekki sé gerð grein fyrir
fríóindum og hlunnindum ýmis-
konar s.s. bifreiðahlunnindum,
húsnæðishlunnindum, fæðishlunn-
indum og öðrum hlunnindum á
launamiða.
I lok síðasta árs var gerð könn-
un á vegum eftirlitsskrifstofu rík-
isskattstjóra á bókhaldi 15 húsfé-
laga með tilliti til launamiðagerð-
ar vegna ársins 1992. Við þá at-
hugun kom í ljós að þaó hcyrði
nánast til undantekninga að
greiðslur og hlunnindi til stjórnar-
rnanna, gjaldkera eða húsvarða
væru gefnar upp til skatts á launa-
miða. Samkvæmt bráðabirgöanið-
urstöðu þessarar athugunar hafa
þessi húsfélög vanrækt að gefa
upp greiðslur að fjárhæð rúmlega
20 milljónir vegna ársins 1992.
JÓH
leysisskrá í desembcr, eða 9,7% af
mannafla. Atvinnuleysið jókst um
68% frá mánuðinum á undan þeg-
ar 693 voru á skrá. Hjá körlum var
atvinnuleysið 8,2% sem var það
mesta á landinu og hlutfallslegt at-
vinnuleysi kvcnna var 11,7% og
var ástandið aóeins verra á Aust-
urlandi.
Ef við lítum á cinstök sveitarfé-
lög á Norðurlandi eystra má sjá að
víða fjölgaði mjög á atvinnuleys-
isskrá, en þó eru örfá dæmi urn
hið gagnstæða. Svigatölurnar
tákna fjölda atvinnulausra í nóv-
ember: Ólafsfjörður 140 (38),
Dalvík 39 (13), Akureyri 658
(453), Húsavík 200 (103), Hrísey
3 (3), Árskógshreppur 8 (9), Öxar-
fjarðarhreppur 3 (2), Raufarhöfn
12 (16), Þórshöfn 11 (3), Grýtu-
bakkahreppur 22 (6) og Eyjafjaró-
arsveit 26 (20).
Á Noröurlandi vcstra jókst at-
vinnuleysið gífurlega frá nóvem-
bermánuði, eöa úr 239 manns
(4,6%) í 464 (8,9%). Aukningin
nemur 94%. Hjá körlum var at-
vinnuleysið 7,2% og 11,6% hjá
konurn. Ástandið versnaði alls
staðar á svæðinu.
Lítum þá á einstök sveitarfélög
á Norðurlandi vestra og skoóum
þróunina frá nóvember til desenr-
ber: Sauðárkrókur 104 (65), Siglu-
fjörður 99 (39), Drangsnes 10 (2),
Hólmavík 26 (7), Hvammstangi
20 (10), Blönduós 56 (34), Skaga-
strönd 51 (17), Hofshreppur 22
(10), Lýtingsstaðahreppur 14 (10),
Seyluhreppur 12 (9) og Akra-
hreppur 3 (3).
I skýrslunni scgir að margt
bcndi til þcss að atvinnuleysi haldi
áfram að aukast, cinkum á Norð-
urlandi eystra og Austurlandi. Þó
megi búast við að ástandið skáni
eitthvað undir lok janúar þegar
sjávarútvegurinn nær sér aftur á
strik og átaksverkefni sveitarfé-
laga hefjast aö nýju. SS
tEboð
PFAFF
SAUMAVÉL 6085
HEIMILISVÉL 20 SPOR
VERÐ KR. 39.805
□
KAUPLAND
Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565
Við
tökum vel á
móti ykkur
alla daga
til kl. 22.00
Byggðavegi 98