Dagur - 26.01.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 26. janúar 1994
FRÉTTIR
Hofsós:
Saumastofan gæti
annað allri eftirspurn
eftír íslenska fánanum
Saumastofan Hofsósi hefur um
allnokkurt árabil saumað ís-
lenskan fánann og þykja gæði
þeirrar framleiðslu með því
besta sem þekkist. Fyrst í stað
keypti saumastofan efnið í fána-
sauminn frá verksmiðjum Sam-
bandsins á Gleráreyrum á Ak-
ureyri en þegar Alafoss yfirtók
reksturinn og efnaframleiðslan
fluttist suður í Mosfellsbæ
reyndist pöntunin ekki nægjan-
lega stór til þess að það gæti tal-
ist hagkvæmt fyrir verksmiðj-
una að framleiða fánadúkinn.
Norðurland:
Þungfært til
Siglufjarðar
Fært var frá Akureyri til
Reykjavíkur í gær en skafrenn-
ingur var á Öxnadalsheiði og í
Langadal. Aðeins mjög vel út-
búnir bílar komust til Siglu-
fjarðar.
Aðalvegir í Eyjafirói voru færir
og einnig var fært austur til Húsa-
víkur og með ströndinni til Þórs-
hafnar. Víða var skafrenningur í
Norður-Þingeyjarsýslu. Aöeins
var fært jeppum og stórum bílum
um Brekknaheiði, Mývatnsheiói
og Fljótsheiði. Ofært var um Mý-
vatns- og Möðrudalsöræfi. SS
íbróttaskóli
X
arnanna
hefst laugardaginn
29. janúar nk.
í íþróttahúsi
Glerárskóla.
Skólinn er fyrir börn
á aldrinum 3ja til 6 ára.
Nánari upplýsingar í Hamri
í síma 12080.
Síðan hefur efnið til fánagerð-
arinnar verið flutt inn af Ellingsen
hf. í Reykjavík og svo undarlega
vill til að það fyrirtæki er einnig
eini innflutningsaðili íslenska fán-
ans og því í mikilli samkeppni á
markaðnum við Saumastofuna
Hofsósi.
Svanhildur Guójónsdóttir, eig-
andi saumastofunnar, segist búast
vió töluveróri aukningu í sölu ís-
lenska fánans á þessu ári vegna 50
ára afmælis íslenska lýðveldisins
en rnargir taki mjög seint við sér
svo allt eins megi búast viö pönt-
ununi í vikunni fyrir 17. júní.
„Ég hef skrifað helstu ríkis-
stofnunum í tilefni lýóveldisaf-
mælisins og minnt á tilvist
Saumastofunnar Hofsósi og á
næstunni mun fara út samskonar
bréf til sveitarfélaganna. Það eru
sex fánastærðir sem eru töluvert
notaðar en af þeim eru þó þrjár
sem seljast mest. Það eru stærð-
irnar 1,10x1,50 sem segja má að
sé „standard" stærð, og síðan
koma stærðirnar 1,25x1,75 m og
0,90x1,25 m. Við gætum annað
allri eftirspurn eftir íslenska fán-
anum hérlendis og ég hygg aö þeir
Islendingar sem hyggjast kaupa
íslenska þjóðfánann' á þessu ári
muni styðja^ mjög dyggilega við
herferóina íslenskt, já takk með
því að beina þeim vióskiptum
hingaó á Hofsós.
Vegna samkeppninnar við inn-
flutninginn höfðum við þurft að
sinna ýmsum öðrum verkefnum,
eins og t.d. sloppasaum fyrir
frystihús, kjötvinnslur og mjólkur-
samlög, til þess að hafa nægjanleg
verkefni allan ársins hring. Þegar
mest er aó gera skapar saumastof-
an atvinnu fyrir þrjár manneskj-
ur,“ segir Svanhildur Guðjóns-
dóttir. GG
Sigurjón Jóhannsson, leikmyndahöfundur, Þórhildur Þorleifsdóttir, Icik-
stjóri og Gerrit Schuil, tónlistarstjóri við upphaf fyrsta samlcsturs Operu-
draugsins síðastliðinn mánudag. Mynd: w
Leikfélag Akureyrar:
Æfingar hafnar á
Óperudraugnum
frumsýning áætluð í lok mars
Samlestur er hafinn á Óperu-
draugnum, síðasta verki Leikfé-
lags Akureyrar á þessu leikári.
Óperudraugurinn er byggður á
leikgerð Ken Hill en verkið er í
raun grundvallað á frægri sögu
Gaston Leroux. I leikgerð Hill
eru margar söngperlur úr ýms-
um frægum óperum; meðal
annars eftir Offenbach, Doniz-
etti, Verdi, Gounod og Mozart.
Aðalhlutverk verða í höndum
Mörtu G. Halldórsdóttur og
Bergþórs Pálssonar en auk
þeirra koma margir þekktir
söngvarar og leikarar fram í
uppfærslunni. Leikstjóri er Þór-
hildur Þorleifsdóttir.
„Það verður stjarna hjá okkur í
hverju rúmi,“ sagöi Viðar Egg-
ertsson, leikhússtjóri, í gaman-
sömum tón þegar hann boðaði
blaðamann til fundar við lcikhóp-
inn í tilefni af fyrsta samlestrin-
um. A undanförnum árum hefur
sú hefð komist á í starfi Leikfé-
lags Akureyrar að frumsýna
söngverk í lok leikársins. Með
uppfærslunni á Opcrudraugnum
verður sú hefó í heiðri höfð á
þessu leikári. Leikgerð Operu-
draugsins er sem fyrr segir eltir
Ken Hill og byggist hún á miklu
óperuspaugi með dularfullu ívafi
þar sem ást og afbrýði eru ekki
langt undan. Þessi leikgerð er nú á
fjölum óperu- og leikhúsa víða um
heim og hefur hlotið góða dórna
sem hin mesta leikhúsupplifun.
Þórhildur Þorleifsdóttir, leik-
stjóri, kemur nú til starfa hjá Lcik-
félagi Akureyrar eftir tíu ára hlé
en hún sviðsetti sýningu á söng-
leiknum My Fair Lady árió 1984,
sem mörgum er í fersku rninni og
setti aðsóknarmet í gamla Sam-
komuhúsinu á Akureyri. Raunar
má rekja þá söngleikjahefó er nú
hcfur skapast í leikhússtarfinu til
þcirrar sýningar. Tónlistarstjóri
sýningarinnar á Operudraugnum
verður Geirit Schuil, sem á að
baki langan feril sem píanóleikari
og hljómsveitarstjóri. Böðvar
Guðmundsson hefur íslenskað
texta verksins og Sigurjón Jó-
hannsson hannar leikmynd og
búninga. Fyrirhugað er aó frurn-
sýna verkið 25. mars næstkom-
andi. ÞI
Útgerðarfélag Akureyringa:
Saltfiskur verkaður á ný eftir nokkurt hlé
50 tonn af Rússafiski verkuð til prufu
„Við erum að skoða eins og svo
margir aðrir hvað hægt er að
gera úr þessum Rússafiski og
ákváðum að taka ákveðið magn
og keyra það til prufu,“ segir
Gunnar Aspar, framleiðslustjóri
Útgerðarfélags Akureyringa,
Athugið! Fundurinn er í kvöld kl. 20.30
Tilaðilaí
ferðaþjónustu
Ferðamálafélag Eyjafjarðar boðar hér með
til fundar um kynningarátakið;
íslandsferð fjölskyldunnar 1994
Sameiginlegt átak í feröaþjónustu.
Tómas Guðmundsson framkvæmdastjóri átaksins
mun leiða viðstadda í allan sannleika um þetta
áhugaveróa átak þ.á m. hvernig það getur tengst
einstökum hagsmunaaóilum í ferðaþjónustu.
Fundurinn verður haldinn í kvöld, miðviku-
daginn 26. janúar, í Blómaskálanum Vín og
hefst kl. 20.30.
Boðið verður upp á sætaferð frá Umferóarmiðstöð-
inni kl. 20.00.
Stjórnin.
aðspurður hvort vinnsla á salt-
fiski sé að hefjast á ný hjá félag-
inu.
„Vió gerum þetta með það í
huga hvort hægt sé að nota þetta
til uppfyllingar eða til að auka
veltuna því við eigum búnað og
húsnæói. Þetta er einn valkostur í
myndinni," sagði Gunnar.
Astæðuna fyrir því að saltfisk-
vinnsla hefur ekki verið til staðar
hjá félaginu aó undanförnu segir
Gunnar vera þá aó ekki hafi verió
talið nægjanlegt hráelni cftir aö
skóinn tók að kreppa hvaó varóar
þorskkvóta. Þar af lcióandi var
búnaóurinn tckinn niður en hann
er enn til hjá félaginu. En er þetta
fyrst og fremst hugsað hvað varð-
ar vinnslu á Rússafiskinum?
„Viö erum að skoöa þaó dæmi
núna. Verðið er í hærri mörkunum
á þessu hráefni sem stendur og
auðvitað veit cnginn hvað gerist cf
margir fara í saltfiskvinnslu ásamt
aukningu lrá Norðmönnum og
Rússunt sjálfum inn á markað-
inn," sagói Gunnar.
Útgerðarfélag Akureyringa
keypti fyrir sköntmu 50 tonn af
Rússafiski sem vcrkaður verður í
saltfisk til prulu en lljótt að því
loknu skýrist hvc rnikil áhcrsla
vcrður lögö á þessa vinnslu á
næstu misserum. JOH
Ferðamálafélag EyjaQarðar:
Kynningarfundur í Vín í kvöld
- Jón Gauti Jónsson kjörinn formaður félagsins
Jón Gauti Jónsson, atvinnu-
málafulltrúi Akureyrarbæjar,
var kjörinn formaður Ferða-
málafélags Eyjafjarðar á fyrsta
fundi nýkjörinnar stjórnar. Að-
alfundur félagsins fór fram í lok
nóvember sl., þar sem ferðamál
voru ítarlega rædd og sóttu
hann um 30 manns.
Aðrir í stjórn og varastjórn fé-
lagsins eru; Hrafnhildur E. Karls-
dóttir, Hreiðar Hreiðarsson, Jón
Páll Tryggvason, Jónas Vigfús-
son, Júlíus Snorrason, Stefán
Kristjánsson og Sigurður Aðal-
steinsson.
Á fyrsta fundi stjórnar var cnn-
freniur samþykkt aó boöa til l'und-
ar um þaó kynningarátak scm nú
er í undirbúningi og gengur undir
nafninu; íslandsferó fjölskyldunn-
ar 1994. Þetta átak gengur út á
þaó að hvetja íslcndinga aó l’crð-
ast um eigið land. Að því stcndur
samgönguráðuncytið í samvinnu
við fjölmarga aðila.
Þetta átak á að geta gcfið aóil-
um í feróaþjónustu ýmsa mögu-
leika til aó koma sér á framfæri og
í tilefni af því efnir Feróamálafé-
lagið til kynningarfundar um þetta
verkefni í kvöld í Blómaskálanunt
Vín í Eyjaljarðarsveit. Á fundinn
mætir Tómas Guðmundsson,
framkvæmdastjóri átaksins, og
ntun hann gera grcin fyrir því
hvcrnig þctta tcngist aðilum í
fcrðaþjónustu. Fundurinn hefst kl.
20.30 og býöur Ferðamálalélagið
upp á sætaferð frá Umferöamið-
stöðinni kl. 20.00.
Þá hefur Ferðamálafélag Eyja-
fjaröar ennfremur ákvcðið að efna
til ráðstefnu um markaðssetningu
í fcrðaþjónustu á Eyjafjaröarsvæð-
inu og vcrður hún haldin á Akur-
eyri föstudaginn 25. febrúar nk.
KK