Dagur - 26.01.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 26.01.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR Miðvikudagur 26. janúar 1994 - DAGUR - 3 Laimavísitalan hækkar um 0,1% Hagstofan hefur reiknað launa- vísitölu fyrir janúarmánuð 1994, miðað við meðaliaun í desember sl. Er vísitalan 131,9 stig eóa 0,1% hæiTÍ en í l'yrra mánuði. Samsvarandi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslu- marks iasteignaveðlána, tckur sömu hækkun og er því 2.8B5 stig í febrúar 1994. Hagstofan hefur reiknað vísitöiu byggingarkostnaðar cí'tir vcrðlagi um miðjan janúar 1994. Vísitalan reyndist vera 195,5 stig og er óbreytt frá desernber 1993. Þessi vísitala gildir fyrir febrúar 1994. Síðastliðna tólf mánuði hcfur vísitalan hækkað um 3,0%. Und- anfarna þrjá mánuði hefur vísi- tala byggingarkostnaðar lækkað um 0,1% sem jafngildir 0,4%> verðhjöðnun á ári. Vísitala framfærslukostnaðar, miðað við vcrðlag í janúarbyrjun 1994, reyndist vera 169,3 stig og lækkaði um 0,35% frá í desem- bcr sl, Vísitala vöru og þjónustu reyndist vera 173,5 stig og lækkaði um sama hlutfall milli mánaða. Síðastliðna tölf mánuði hcfur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 3,2% og vísitala vöru og þjónustu um 3,8%, Und- anfama þrjá manuði hefur vísí- talan lækkað um 0,9%, sem jafn- gildir 3,5% verðhjöðnun á ári. Sambærileg þriggja mánaða breyting á vísitölu vöru og þjón- ustu svarar til 2,7% veröhjöðn- unar á ári. Atvinnuleysi á árinu 1993: Mest á Norðurlandi eystra og jókst um 42% milli ára Á árinu 1993 voru um 5.600 inanns að meðaltali án atvinnu hér á landi eða 4,3% af áætluð- um mannafla á vinnumarkaði. Árið 1992 voru 3.868 manns að meðaltaii atvinnulausir eða 3%. Atvinnuleysi var hlutfallslega mest á Norðurlandi eystra eða 5,6%. Tölur frá Vinnumálaskrifstolu félagsmálaráðuneytisins sýna aö 690 manns voru að meðaltali án atvinnu á Norðurlandi eystra á síðasta ári eða 5,6%. Hjá konum var atvinnuleysið 7% og 4,7% hjá körlum. Árið áður voru 487 að meðaltali án atvinnu og atvinnu- lausum fjölgaði því um 203 eða 42%. Á Norðurlandi vestra var 4,3% atvinnuleysi á árinu 1993, 5,2% hjá konum og 3,7% hjá körlum. Atvinnulausum fjölgaði úr 196 í 227 milli ára cða um 16%. í skýrslu Vinnurriálaskrilstof- unnar segir orðrétt: „Megin niður- staóa þeirra brcytinga sem orðió hafa á atvinnulcysi á árinu 1993 miöaó við 1992 cru þær að aukn- ing atvinnuleysis á höluðborgar- svæóinu og Norðurlandi eystra, einkuni á Akureyri, vcga mest í þeim brcytingum scm orðið hafa á milli ára. Þannig gæti samdráttur einkum í sjávarútvegi og einnig í landbúnaði og ýmsum iðnaði eins og skinnaiðnaði og málmiðnaði, scm aö miklu lcyti var kominn fram annars staöar á árinu 1992, haft kcðjuverkíin á annan iðnað, byggingariónað, verslun og þjón- ustu í hclstu þcttbýliskjörnum landsins.'* Á Norðurlandi eystra var sem fyrr segir 5,6% atvinnuleysi á ár- inu en í hverjuni mánuði var þaó sem hér segir: 7,5% í janúar, 6,2% í febrúar, 6,6%> í mars, 6,4% í apríl, 4,7% í maí, 4,7% í júní, 3,7% í júlí, 4,1% í ágúst, 4,3% í scptember, 4,4% í október, 5,8% í nóvember og 9,7% í desember. Á Norðurlandi vestra var atvinnu- leysi mjnnst 1,9% í ágúst og mest 8,9% í desembcr. SS Nýi ítalski vcitingastaðurinn verður á jarðhæð Hótels Norðurlands, þar sem Bing Dao var áður til húsa. Mynd: Robyn. Akureyri: ítalskur veitingastaður á jarðhæð Hótels Norðurlands Fyrri hluta febrúarmánaðar er ætlunin að opna nýjan veitinga- stað á jarðhæð Hótels Norður- lands á Akureyri, þar seni veit- ingastaðurinn Bing Dao var áð- ur til húsa. Marinó Sveinsson í Ytra-Kálfsskinni á Árskógs- strönd er í forsvari fyrir rekstur veitingastaðarins. Jón Ragnarsson, cigandi Hótels Norðurlands, scgir að veitinga- staðurinn sé rckstri hótelsins óviö- komandi aö öðru leyti en því aö vcitingastaðurinn hafl skyldur gagnvart gestum hótelsins. Jón segir ætlunina aö leggja áherslu á ítalska rctti og muni rekstraraóil- inn ciga samstarf við vcitingastaó- inn Pizza 67 í Rcykjavík. Hótcl Norðurland var opnaö 7. janúar sl. undir lána nýs eiganda. Jón Ragnarsson sagói í samtali vió Dag aö búiö væri aö ráöa fjóra starfsmcnn aó hótelinu, þar af væru tveir sem heföu starfað á Hótel Örk í Hveragerði, sem hann rekur einnig. Jón sagöist ekki hafa í hyggju aö ráóa hótelstjóra, hann myndi annast þá hlið rekstrarins sjálfur. Um væri aó ræóa þaö litla rekstrareiningu að ekki væri ástæða til að ráða sérstakan hótel- stjóra. „Sumarið lítur mjög vel út og mér sýnist vera ljómandi grund- völlur fyrir rekstur þessa hótels," sagói Jón. óþh Utandagskrárumræða á Alþingi um forræði á innflutningi búvara: Um að ræða pólitískt úrlausnarefní sem ríkisstjórn og stjómarflokkarnir eru ófærir um að leysa - sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson, þingmaður Framsóknarflokksins „Ef Alþingi hcfði sam- þykkt aö af- greiða búvöru- lagabrcylingu eins og mciri- hluti landbún- aðarncfndar lagði til sl. vor og mcirihluti var i’yrir á Alþingi, hefði ekki þurft aö koma til þessarar síendur- tcknu uppákomu varóandi inn- flutning búvara scm síðan hafa dunið yfir," sagði Jóhannes Gcir Sigurgeirsson, þingmaöur Fram- sóknarllokksins í Noróurlands- kjördæmi eystra, í utandagskrár- umræöu á Alþingi sl. mánudag. Jóhanncs Geir var málshefjandi í umræðu um forræði á innflutningi búvara. „Þetta staðfestir að niínu mati, að sá vandræðagangur sem veriö hcfur í þcssu máli, stafar ekki af vanhælni Alþingis til þess að taka á því eins sumir hafa viljað vcra láta. Vilji Alþingis hcfur legið fyr- ir. Málið cr það að hér um að ræða pólitískt úrlausnarcfni scm ríkis- stjórnin og stjórnarlJokkarnir cru ófærir um aö lcysa." Jóhannes Geir sagói málið end- urspeglast af því aó öll lagasctn- ing í málinu sé fálmkennd og markist í raun af því ósamkomu- lagi scni er á milli stjórnarllokk- anna um þetta mál á hverjum tíma. Vcrið sé að lögfesta pólitísk- ar málamiðlanir. / Alitshnekkir fyrir stjórn- sýsluna á Islandi Stcingrímur J. Siglusson, þing- maður Al- þýðubanda- lagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra, sagói m.a. aó ckki væri horft framhjá því að þetta mál væri þcgar orðið mikill álitshnekkir fyrir stjórnsýsluna á Islandi. „Dómar ganga þannig aö í undir- rétti cr utanríkisráöherra dæmdur brotlegur og hans embættiskerfi er ómerkt þar en í Hæstarétti eru það landbúnaðarráðhcrra og fjármála- ráðherra. Þetta ástand er óþolandi fyrir stjórnsýsluna í landinu og þaö kemur því miður líka vió lög- gjafann." Steingrímur sagði að Alþingi yrði nú að taka af allan vafa i þessu cfni og eftir því senr á und- an er gengið sé ekki nokkur lcið aö una því að minnsti vafi geti leikið á um réttarstöðuna í málinu. „Þaó verður aó afmarka það skýrt og afdráttarlaust í lögum livar þetta vald liggur, hvcrt það er og hvernig það er afmarkað. - Og viröing Alþingis að mínu mati er í húfi," sagði Steingrímur. Of mikið gert úr ágreiningi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði of mikið gert úr ágreiningi um landbúnaðarmál á Alþingi, samkomulag væri uni það í ríkis- stjórn og í þinginu og undir þaó tók Össur Skarphéóinsson, urn- hverílsráðherra. Davíð sagði að hvorki þingmenn nc stjórnarflokk- arnir vildu leyfa hömlulausan inn- flutning bú- vara. Hins vegar megi færa rök fyrir því að sú stað- festing þing- viljans frá í haust liggi hugsanlega ekki nógu skýrt fyrir. „Ummæli hafa fallið bæði af hállu áfrýjanda þess máls sem dæmt var í Hæstarétti og hálfu annarra aðila, sem gefa til kynna að efasemdir séu um þessa stöðu og þingvilja. Því er að mínu nrati og mati ríkisstjórnarinnar nauó- synlegt að taka af allan vafa í þeinr efnum og hnykkja á þessum þáttum," sagði Davíð Óddsson. KK Vitið þið hvar ódýrast er að borða? LINDIN VIÐ LEIRUVEG SÍMI Þorra-hlaðborð í hádeqinu og öll kvöld kr. 1.180,- 21440

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.