Dagur - 26.01.1994, Side 11
IÞROTTIR
Miðvikudagur 26. janúar 1994 - DAGUR -11
HALLÞÓR ARINBJARNARSON
Ekkert verður af híngaðkomu
serbneska knattspyrnu-
mannsins Srdan Bajic, sem bæði
Leiftur og Skagamenn höfðu
augastað á. Skv. frétt DV eru
líkur á aö hann verói seldur til
Rayo á Spáni.
Islcnska U-18 landsliðið í
badminton endaði í 3. sæti í
Evrópukeppni B-þjóða í bad-
minton sem lauk í Tékklandi um
helgina. Þessi árangur hefur það
í för með sér að íslenska lióið
flyst upp um styrkleikaflokk og
mun keppa mcðal A-þjóða í
Evrópukeppninni á næsta ári.
Þar munu 16 bestu lið Evróðu
taka þátt.
Einn íslendingur var með alla
13 leikina rétta á enska get-
raunaseðlinum um síðustu helgi.
í fyrstu var haldið að aðeins 3
raðir hefðu komið fram með öll-
um leikjunum réttum en á mánu-
daginn bættist sú 4. viö þegar
einn vafaseðill í Svíþjóð var
dæmdur gildur. Vinningur fyrir
13 rétta lækkaði því úr 11,2 í 8,4
milljónir.
Kristján Arason, þjálfari 1.
deildar liös FH í handknatt-
leik, veróur næsti þjálfari þýska
úrvalsdeildarliðsins Bayer Dor-
magen. Hann mun skrifa undir
tveggja ára santning viö þýska
liðið og tckur við því í vor. Með
liðinu leikur m.a. Svíinn Robert
Anderson. Kristján lék sem
kunnugt er um árabil í Þýska-
landi og varð m.a. þýskur meist-
ari með Gummersbach.
Landsliði íslands í knatt-
spymu hefur verið boðið til
Japan í rnars. Fyrir þcssu stcnd-
ur stærsta íþróttablaðiö í Japan
og mun liðið leika einn leik við
Hitachi, efsta lið 1. deildar. Lið-
iö heldur utan 18. mars, leikur
þann 21. og kemur hcim daginn
cftir.
kvöld munu Þór og Höttur
leika í 1. deildinni í körfu-
bolta á Egilsstöðum. Leiknum
var frestað sl. sunnudag.
Kvennaknattspyrna:
Dalvík tekur sæti í 1. deild
Á fundi sínum sl. mánudag tók
mótanefnd KSÍ ákvörðun um að
Dalvík taki sæti Þróttar Nes í 1.
deild kvenna í knattspyrnu.
Þróttur dró lið sitt til baka og sl.
haust var Dalvík næsta lið til
þess að fara upp. Einnig hafði
heyrst að Höttur íhugaði að
draga lið sitt til baka, en fram-
kvæmdastjóri félagsins sagði í
gær að svo væri ekki og liðið
yrði örugglega með í 1. deild
næsta sumar.
Eiríkur Helgason, formaður
knattspyrnudeildar Dalvíkur,
sagði þessa niðurstööu geta verió
bæði góða og slæma fyrir félagió.
„Auðvitað er þetta upplyfting fyrir
fótboltann hér á staðnum en síóan
er spurning hvað gerist þegar farið
vcrður að spila. Þetta er auðvitað
talsvert dýrara dænii en 2. deildin
og síðan held ég aó styrkleika-
munurinn á 1. og 2. dcild sé tals-
vcrður. Það sást glöggt þegar við
lékurn vió Stjörnuna í bikarnum
sl. surnar," sagði Eiríkur. Hann
taldi þó víst aö Dalvík mundi taka
þetta sæti.
Heyrst hefur að einhverjir leik-
rnenn frá IBA hefðu íhugað aó
spila á Dalvík ef liðið yrði í 1.
deild. Eiríkur sagðist hafa heyrt af
því en engar hreyfingar í þá átt
hafi átt sér stað enn. „Ég held það
sé þó alveg ljóst að við verðum að
styrkja liðið eitthvað fyrir sumar-
ið."
Iris Fönn Gunnlaugsdóttir er hér til vinstri í lcik með Dalvík gcgn Stjörnunni sl. sumar. Hún lék áður með KA og
spurning hvort fleiri knattspyrnukonur af Akureyri fylgja í fótspor hcnnar og halda út með firði til að leika með
Dalvík í 1. dcild.
Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu:
Island á raunhæfa möguleika
úrslitakeppni 18 ára og yngri hér á landi árið 1997
Um síðustu helgi var dregið í
riðla í Evrópukeppni landsliða í
knattspyrnu. Alls taka 53 lið
þátt í undankeppninni og er
þeim skipt í 8 riðla. Að jafnaði
eru 6 í hverjum en ísland er í 5
liða riðli með Svíum, Svisslend-
ingum, Ungverjum og Tyrkjum.
Urslitakeppnin fer fram í Eng-
landi sumarið 1996. Drátturinn
í riðla fór fram í Manchester á
Englandi og þar var einnig
ákveðið að Evrópukeppni lands-
liða, skipuð leikmönnum undir
18 ára, fer fram hér á landi árið
1997.
Evrópska knattspyrnusamband-
ió hcfur þegar ákveðið leikdaga í
Handbolti, 3. flokkur karla:
KA öruggt í úrslitakeppnina
- en Þór féll í 3. deild
Evrópukeppni A-landsliða, sem
þó gætu tekið einhverjum breyt-
ingum. Samkvæmt því verða leik-
ir Islendinga cftirfarandi:
3,- 7. sept. 94 Ungv.-ísl.
8,- 12. okt. 94 Ísl.-Sví.
12 .-16. nóv. 94 Tyrk.-ísl.
25 .-29. ntars 95 Isl.-Sviss
7,- 11. júní 95 Ísl.-Ungv.
15 .-16. ág. 95 Sví.-Isl.
2,- 6. sept. 95 Ísl.-Tyrk.
7,- 11. nóv. 95 Sviss-ísl.
Sú nýjung verður tekin upp að
3 stig fást fyrir sigur. Efstu lið
hvers hinna 8 riðla komast beint
til Englands. Þau sex lið sem eru
með bestan árangur í 2. sæti kont-
ast einnig beint til Englands í
lokakeppnina en þau 2 lið í öðru
sæti scm eru með lakastan árangur
þurfa að leika aukaleik um sæti 1
lokakcppninni. Við þessa útreikn-
inga telja ekki úrslit gegn nestu
tveimur liðunum í hverjum riðli,
en þar sem aðeins eru 5 lið í okkar
riðli dragast bara frá úrslit gegn
neðsta lióinu.
Ljóst má vera að Island á raun-
hæfa möguleika á að komast til
Englands og við hefðum getað
verið mun óheppnari meó riðil.
Hins vegar er enn allt of snemmt
aó spá um úrslit.
Hlynur Rirgisson og félagar hans í íslenska landsliðinu eiga erfitt verkefni
fyrir höndum í Evrópukeppni landsliða.
Akureyri, gönguskíði:
Gönguskóli Andrésar Andar
Um helgina fór fram 3. fjölliða-
mót vetrarins í 3. flokki karla.
Þórsarar kepptu í 2. deild og
voru Selfyssingar umsjónaraðil-
ar þess móts. KA keppti í
Reykjavík í íþróttahúsinu Aust-
urbergi, en þar fór keppni í 1.
deild fram.
Þórsarar riðu ekki l'eitum hesti
frá mótinu á Sclfossi. Þeir máttu
sætta sig við tap í öllum leikjum
og fall í 3. deild. Þeir töpuðu fyrir
Stjörnunni 17:21, Haukum 17:18,
Selfossi 8:13 og Fram 12:23. Jens
Ólafsson var lang markahæstur
Þórsara með 22 niörk en næstur
kom Svavar Arnarsson með 12,
Felix Felixson skoraði 8, Jón B.
Lúðvíksson 6, Gísli Hilmarsson 4,
Óðinn Arnason 1 og Kristinn
Gunnarsson 1.
KA gekk betur og tapaði aðeins
einum leik. Liðið er nú öruggt í
úrslitakeppnina og um helgina
cndaði það í 2. sæti 1. dcildar.
„Við vorum í 3. sæti á fyrsta mót-
inu og 2. sæti í næstu tveimur,
töpuðum bara fyrir KR í bæði
skiptin. Það heiur veriö góður
stígandi í leik liósins og við steln-
unt ótrauóir á aó verja íslands-
meistaratitilinn," sagði Árni Stef-
ánsson þjálfari.
Um helgina tapaði KA í fyrsta
leik fyrir KR 16:21 en vann síðan
FH 21:16, ÍBV 21:17 og Val
22:12. Halldór Sigfússon skoraði
22 mörk fyrir KA, Sverrir Björns-
son 16, Óskar Bragason 14, Orri
Stefánsson 11, Arnar Gunnarsson
11, Guðmundur Pálsson 3 og Is-
leifur Einarsson 1. Flóki Ólafsson
varði markið af stakri prýði.
Frá og meó nk. mánudegi 31.
janúar hefst skráning í Göngu-
skóla Andrésar Andar. Hann er
fyrir byrjendur á gönguskíðum, 10
ára og yngri. Alls verður kennt í
10 skipti, eina klukkustund í senn.
Skráning í gönguskólann er hjá
íþróttafulltrúa Akureyrar í síma
22722 f.h. Þátttökugjald er 1000
kr.
Handbolti:
• i •!
víkur sama daginn
Arni Stefánsson, liðsstjóri KA
í handknattleik og þjálfari 2.
og 3. flokks, var mikið á ferð-
inni sl. laugardag,
Þriðji flokkur KA tók þátt í
fjölliðamóti í Rcykjavík og byrj-
aði Ámi daginn á því aó keyra
suður í rútu með strákunum og
stjórna þeim í einum leik. Síðan
llaug hann norður til aö ná í leik
KA og ÍR í meistaraflokki. Þar
stjórnaði hann með harðri hendi
og flaug síðan aftur suður mcð
ÍR-liðinu til aó halda ál’ram með
strákana í 3. flokki. Hann fór því
tvívegis til Reykjavíkur sama
daginn. Þess má geta að KA
vann ÍR og strákarnir t 3. flokki
náðu mjög góðum árangri á fjöl-
liðamótinu.
Arni Stefánsson var mikið á fcrð
og flugi sl. laugardag.