Dagur - 29.01.1994, Side 10

Dagur - 29.01.1994, Side 10
10 - DAGUR - Laugardagur 29. janúar 1994 DÝRARÍKI ÍSLANP5 SR. SICURÐUR ÆOISSON Fuglar 40. þáttur Sendlingur (Calidris maritima) Sendlingurinn er af ættbálki strandfugla (vaðfugla; fjörunga), en tilheyrir þaðan snípuættinni. Þetta er stór og fjölskrúðug ætt vaðfugla, hefur að geyma um 87 tegundir um allan heim. Alls eru 8 fulltrúar snípuættarinnar regluleg- ir varpfuglar á Islandi. Auk send- lingsins eru það: hrossagaukur, spói, lóuþræll, jaðrakan, stelkur, óðinshani og þórShani. Af þessari ætt eru líka rauðbrystingur, sand- erla og tildra, sem allar koma hingað til lands á fartíma, haust og vor, oft í gríóarstórum hópum, á Ieið sinni til og frá varpstöðvunum á norðanveróu Grænlandi og NA- Kanada. Sendlingurinn er um 21 sm að lengd, og því að stærð á milli lóu- þræls og rauðbrystings. Hann er þybbinn, fótstuttur og á allan hátt snaggaralegur fugl, á vetuma dökkgrábrúnn á höfði, bringu og að ofan, en hvítur að neðanveróu og dílóttur á síóum. A sumrin er hann ljósari og flikróttari að ofan. Fætur eru stuttir, gulir að lit. Nefiö er tiltölulega langt, þykkt og kröftugt og aóeins niðursveigt í endann. Það er að mestu dökkt, gult þó við nefrótina (meir á vetr- um). Augnlitur er dökkbrúnn. Röddin er breytileg; að sumar- lagi berst frá honum stutt og hreimþýtt vell, en á fjörum, utan varptíma, mjóróma flaut, er hann tekur sig til flugs. Sendlingurinn verpir á hrjóstr- ugu bersvæöi í norólægum lönd- um, þ.e.a.s. fjalllendi Skandinav- íu, íshafslöndum Sovétríkjanna gömlu, Kanada, á Grænlandi, Svalbarða og á Islandi. I Færeyj- um er hann fáliðaður varpfugl og í Skotlandi verpti hann á árunum 1978-1982. Hér er sendlingurinn all al- gengur varpfugl, einkum langt upp til fjalla og heiða og úti á an- nesjum. Hreiórinu er valinn staður í þurrlendi, en jafnan er í grennd- inni einhvers konar votlendisskiki, þ.e.a.s. rekja, keldudrag, flóablett- ur, eða þá hreinlega Iækur, tjörn eða vatn. Varptíminn er seinni hluti marsmánaðar og er hreiðrið grunnur bolli, lítið sem ekkert fóðraður, oft hjá steini eða við grasskúf, mosa, krækiberjalyng eða annan gróður. Þaó er sjaldan alveg hulið, en mjög erfitt aó koma auga á það, vegna þess hve vel þaö fellur inn í umhverfið. Sendlingar eru einkvænisfugl- ar. Eggin eru fjögur talsins og aó lit ekki ósvipuð eggjum annarra skyldra mófugla, þ.e.a.s. steingrá eða gulbrún að aðallit, þakin dökkbrúnum blettum, litlum og stærri, einkum við sverari endann. Utungunartíminn er talinn vera urn 25 dagar og eru ungamir hreiðurfælnir, þ.e.a.s. fara á stjá jafnskjótt og hýið er þornað. Eftir klak yfirgefur móðirin ungana, eins og gerist á meðal ýmissa ann- arra vaðfuglategunda, en karlfugl- inn, sem talið er að liggi meira á eggjunum í það heila, sér um framhaldið, þ.e.a.s. uppeldið, uns ungarnir verða fleygir, sem gerist á unt þrcmur vikum. I lok júnímánaðar fara send- lingar að yfirgefa varpheimkynnin og flykkjast til sjávar. Utan varptímans er kjörlendi sendlingsins grýttar fjörur og klettóttar, yfirleitt þangi vaxnar, og er þar oft margt um fuglinn. Er sendlingurinn algengasti fjörufugl hérlendis á veturna og sá eini reyndar, er þá sést í öllum lands- hlutum. T.d. er sjaldgæft að rekast á aðrar vaðfuglategundir cn hann við strendur Norður- og Austur- lands á þeim árstíma; kannski helst fjöruspóa, er kemur hér stundum frá Evrópu og dvelur vetrarlangt. A vorin og seinni hluta vetrar má einnig rekast á sendlinga á leirum. Fæðan við sjávarsíðuna er að mestu lítil skeldýr, eins og t.d. klettadoppur og smávaxnir kræk- lingar, en auk þess eru burstaorm- ar, smákrabbadýr og skordýr étin. Sendlingurinn er mjög gæfur fugl, bæði á varptíma og utan, og því auðvelt að komast mjög nærri honum. Sendlingum, er dveljast hér á Sendlingur að vetri. Fuglahand- bókin 1987. landi, má skipta í þrennt: fyrst eru varpfuglar (þ.e.a.s. íslenski stofn- inn), þá umferðarfuglar (er koma hér við á ferð sinni vor og haust til og frá vetrarheimkynnunum á Grænlandi og í heimskautalöndum Kanada), og loks vctrargestir (sem þá ílendast úr áðurncfndum hóp- um, a.m.k.). Ekki er vitað hvaðan íslensku fuglarnir cru upprunnir og stofnstærðin er óþekkt. Löngunt var taliö að íslenski sendlingurinn væri algjör staðfugl, en annaó hefur nú komið á dag- inn. Þó er erfitt að gefa skýra ntynd af ferðum hans til og frá landinu, því endurheimtur fugla, merktra hér á landi, hafa ekki margar fengist erlendis. Þó fannst sendlingur, merktur á Islandi 20. maí 1942, í apríllok 1943 norður á Baffinslandi. Og annar, merktur 12. maí 1954, náðist 23. nóvem- ber sama ár á norðurströnd Spán- ar. Og enn fannst sendlingur, er merktur hafði verið 17. maí 1954 hér á landi, á jóladag sama ár á Nýfundnalandi. Og hinn fjórði, merktur hér 11. október 1956, náóist rúmu ári síðar við Bratta- hlíó á SV-Grænlandi. Og loks fannst sendlingur, merktur hér á landi 10. maí 1972, hinn 6. des- ember 1973 á vesturströnd Hol- lands. Ekki er með öllu ljóst hvað þetta merkir, en talið líklegt, að einhver hluti stofnsins og þá helst ungir fuglar og óhertir, leggist í þessar ferðir til að dvelja á hlýrri slóðum yfir kaldasta vctrartímann. Einnig er talió hugsanlegt, vegna endurheimtna fuglanna á Spáni og í Hollandi, að eitthvað geti verið uni svona ferðir að ræða til Bret- landseyja, en þar eykst fjöldi sendlinga nijög í október ár hvert og nær hámarki í janúar. Eflaust eiga frekari endurheimtur eftir að skýra þetta frekar. En elsti mcrkti sendlingur, er hefur náðst aftur, var 13 ára og 11 mánaða. Hann var breskur. Ef- laust veróa þessir fuglar samt mun eldri cn þetta gefur til kynna; elsti lóuþræll, sem menn vita deili á, var t.d. meir en helmingi eldri, þ.e.a.s. 28 ára og 8 mánaóa. Og dæmi eru auk þess um 20 ára gamlan fugl, og 17 og 16. 5ÖCU R FRA SVI ÞJO-P INOALDUR ARNÞÓRSSON „Kuldaskrœfa“ Það er alveg vonlaust verk að ætla aó segja einhverjar sögur frá Sví- þjóó án þess aó ég byrji á aó tala um veðrið. Ég hef að ég held alveg frá því ég heyrði lagið „Suður um höfin“ í fyrsta sinn, haft þá tilfinn- ingu að „suður um höf ‘ þýddi „suð- ur til hlýinda“. Það var því meó sér- stakri ánægju að ég tók aö mér du- litla vinnu hér í sænska strandbæn- um Suðurhöfn (Söderhamn), nafns- ins vegna. Suðurhöfn, Suóurhöfn, bara nafnið dugói til aö ég fyndi hitann og sæi „sólgylltu ströndina“ fyrir mér. Sérstaklega var mér þetta ánægjulegt í ljósi þeirrar staóreynd- ar hvé kuldi hefur alltaf lagst illa í mig. Ég er grannur aö eölisfari og þoli því kulda illa, en er þeim mun sólgnari í hita hvar sem til hans næst. Sem bam og unglingur var ég því oft látinn heyra það aó ég væri..... „Ég vona að þér hafi ekki leiðst“ Það er alltaf þessi sama ferðaspenna sem gagntekur mann í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það er kannski skiljanlegt í ljósi þeirrar þreytu og svefnleysis sem skín úr augum sam- ferðafóks míns, en öll höfum vió oröið aó vakna um fjögurleytið, mörg nýsofnuó. „Eg ætla bara að fá að skoóa,“ svaraói ég afgreiðslustúlkunni bros- andi og gekk framhjá angóruullar- nærfötum, lýsi og prins pólói eins og mér kæmi þetta ekkert við, staó- ráöinn í aó eyða ekki ferðapening- unum í neina vitleysu hér í fríversl- un flugstöðvarinnar. „Ég ferðast alltaf meó Flugleið- um,“ sagöi kona á sjötugsaldri sem sat vió hliðina á mér í flugvélínni. Vió vorum yfir Bergen eða þar, átt- um aó lenda eftir svolitla stund í Osló. Við vorum tvö í röð með þremur sætum, hún við gluggann, miðsætið autt og ég vió gangveg- inn. Ég vildi fá aó vera í friði og ákvað að tala ekki við konuna, en sagði þó „jæja geriröu það,“ lokaði augunum og var að festa svefninn þegar hún segír „ég er frá Uppsala.“ „Við maðurinn minn eigum hús í Florida og fljúgum oft á milli og ég get sagt þér það, að hér áður fyrr fórum við alltaf með SAS, en eftir að ég flaug einu sinni fyrir tilviljun með Flugleiðum neita ég að ferðast meó öðru flugfélagi.“ Hér vaknaði þó íslendingurinn í mér og ég varð að vita af hverju? „Jú sérðu,“ sagði hún, „þeir eru alltaf á réttum tíma.“ Ég fékk að borga fyrir þessa for- vitni. Tæpum einum og hálfum tíma síðar, þegar flugvélin Eydís var lent í Stokkhólmi var ég búinn að skoða myndir af öllum bömum, bama- bömum og tengdabömum, ég hafði upplýsingar um námsárangur allra þessara einstaklinga, erfiöleika sem þeir höfðu átt viö að stríða eða höfðu vió að stríóa, myndir af blómategundum sem hún ræktaði í Florida í garðinum, myndir af hund- inum, húsbóndinn haföi gigt og gat því ekki komið með og fl. og fl. Við spenntum af okkur beltin og stóöum upp. Hún leit á mig brosandi og sagði....... „Er þér kalt góði?“ Suðurhöln er sérstaklega fallegur strandbær á austurströnd Svíþjóðar u.þ.b. tvö hundruó kílómetra noróan við Stokkhólm. í janúíumánuði syngja menn ekkert „suður um nein höf ‘ hér, því þau eru öll ísilögð og kuldinn ofsalegur. Undir þetta var ég ekki búinn. Ég skalf og nötraði þegar ég gekk í gegnum göngugöt- una í Suðurhöfn fyrsta daginn. Allar verslanir kepptust við aó bjóða best á janúarútsölunum. Ég sá útundan mér að verðió hafði lækkað um þrjátíu til sjötíu prósent, svo hér gæti ég grætt mig alveg auralausan á svipstundu. Ég gekk hraðar og hraðar, mér fannst ég ekki með fullri meðvitund vegna kuldans. Kuldinn nisti í gegnum allt, ég dauðsá eftir að hafa ekki keypt an- góruullamærfötin í flugstöóinni. Ég hef ekki gengið í síðbrók í cin sautj- án-átján ár, en nú óskaði ég þess að ég ætti svoleiðis. Ég jók enn hrað- ann, en var nú farinn að gera mér ljóst að heim í íbúðina kæmist ég aldrei án aðstpöar, svo langt átti ég enn ófarið. Ég þraukaöi þó enn töluvert, en þegar stutt var orðið eftir til íbúóarinnar ákvað ég aó vió- urkenna vanmátt minn og leita mér aðstoðar. Ég óó inn í næstu verslun og skalf. Ég spurói afgreiðslustúlk- una hvort hún vissi hvað væri mikið frost. Hún sagði mér að frostíð væri 32 stig, en hér mætti ég aðeins vera ef ég ætlaði að versla. Ég fann að ég réð ekkert við skjálftahrinumar í líkamanum, væri ég með falskar tennur hefðu þær sennilega brotnaö. Ég gekk innar í búðina þar sem ég sá ofn, sneri mér að afgreiðsludöm- unni og baó um að fá að ylja mér í smástund. Hún gaf eftir og leyfði mér að vera um stund. Hún gekk baka til þar sem einhver annar var aó vinna og sagði án þess aó skynja aö ég heyrði hvert oró sem talaó var „það er einhver útlendingur þama frammi, ég veit ekkert hvað er aö honum, en hann skelfur eins og aumingi.“ Fram í búóina gekk rík- mannlegur Svíi, blíðlegur aó sjá og mælti mjög kurteislega...... „Þú mátt eiga þitt sjónvarp, ég fer ekki út héðan fyrr en vorar“ Ég lá lengi í heitu baðinu og las Af- tonbladet. Þaó voru fáar fréttir. Helst þótti þó fréttnæmt að fylgis- aukning heftir oróið við hugmynd- ina um aó Svíþjóö gangi í EB um næstu áramót. Nú eru rúmlega 30% hlynnt hugmyndinni, en svo mikió hefur fylgið aldrei verið. Hringir þá ekki síminn. Það má segja aó óþæg- indin séu ámáta hvort heldur maður situr í baókarinu eða á klósettinu. Ég rauk fram rennblautur og var strax farinn að kólna aftur. „Já séróu, þaó er útaf sjónvarpinu sem þú skoóaóir áðan, en fannst of dýrt,“ sagði mild konurödd. „Hvaó viltu?“ sagói ég og lét pirringinn heyrast. „Verslunarstjórinn segir að þú getir fengið 40% afslátt ef þú kemur strax og staðgreiðir.“ Ég var þegar farinn að skjálfa og fannst ég mundi deyja ef ég þyrfti aftur út í 32 stiga frostið og svaraói því stutt- ur í spuna...

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.