Dagur - 08.02.1994, Page 14

Dagur - 08.02.1994, Page 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 8. febrúar 1994 MINNIN6 'Q* Jakobína Sigurðardóttir Fædd 8. júlí 1918 - Dáin 29. janúar 1994 „Kvæði mín eru aö mestu tæki- færis- og stemmningaljóð, svo sem ort hafa alþýðuskáld á Islandi um aldaraðir.“ Þannig kemst Jakobína sjálf að orói um eigin kveðskap í formáls- orðum að nýrri útgáfu Kvæða árið 1983. Eg ætla að þessi orð segi á sinn hátt býsna mikið um skáldið og rithöfundinn Jakobínu Sigurð- ardóttur. Skáldskapur hennar stendur föstum fótum í íslenskri þjóó- menningu. A yfirlætislausu og tæru máli vitnar hann um heitar kenndir og miklar tilfinningar til landsins, til sögunnar, til fólksins og alls sem Iífsandann dregur. Frelsi, sjálfstæði og reisn þjóðar- innar voru henni hjartfólgin yrkis- efni um leið og hún deildi kjörum með alþýðu manna jafnt í eigin lífi sem í skáldskap. Jakobína andaðist laugardaginn 29. janúar á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri eftir alllanga sjúk- dómslegu. Hún var fædd í Hæla- vík í Sléttuhreppi, N-Isafjarðar- sýslu, 8. júlí 1918. Foreldrar hennar voru Stefanía Halldóra Guónadóttir húsmóðir, fædd í Hælavík, og Sigurður Sigurðsson bóndi og símstöðvarstjóri, fæddur á Læk í Aóalvík. Þær tilfmningar sem Jakobína bar til æskustöðvanna á Horn- ströndum koma víöa fram í verk- um hennar. An efa hafa örlög Þorrablót Glæsibæjarhrepps ver&ur haldið í Hlí&arbæ laugar- daginn 12. febrúar kl. 20.30 stundvíslega. MiSapantanir í síma 26090, Herborg og 23613, Jón, þriSjudaginn 8. febrúar og miSvikudaginn 9. febrúar milli kl. 20 og 22 bæSi kvöldin. Hreppsbúar fyrr og nú velkomnir. Nefndin. Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri verður haldinn mánudaginn 14. febrúar í húsnæði sveitarinnar og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aóalfundarstörf. Stjórnin. Samkeppni um gerð UTVflRP útvarpsefnis UmfERDflRRflDS Umferðarráð efnir til samkeppni um gerð nýrra frumsaminna útvarpsinnskota og „slagorða" um umferðarmál í tilefni af 25 ára afmæli ráðsins. Útvarpsinnskotin skulu vera allt að 30 sekúndur að lengd. Verðlaun Fyrir fullunnin innskot Fyrir „slagorð" 1. verðlaun 100.000 kr. 1. verðlaun 40.000 kr. 2. verölaun 75.000 kr. 2. verðlaun 30.000 kr. 3. verðlaun 50.000 kr. 3. verðlaun 20.000 kr. Fulltrúar útvarpsstöðva og dagskrárgerðar- fólk Útvarps Umferðarráðs skipa dómnefnd. Tillögur skal senda til Útvarps Umferðarráðs, Borgartúni 33, 150 Reykjavík fyrir 1. mars naestkomandi í lokuðu umslagi ásamt dul- nefni höfundar. Nafn höfundar fylgi í lokuðu umslagi merkt dulnefninu. Umferðrráð áskilur sér rétt til vinnslu og ótakmarkaðs flutnings á Nánari upplýsingar eru 622000. verðlaunuðu efni. veittár í síma 91- ú UMFERÐAR RÁÐ byggðarinnar þar orkað sterkt á hana og mótað viðhorf hennar á lífsleiðinni. Jakobína giftist lífsförunaut sínum Þorgrími Starra Björgvins- syni frá Garði í Mývatnssveit 22. júní 1955, en þau hófu búskap í Garði nokkrum árum fyrr og þar stóð heimili þeirra í yfir 40 ár. Börn þeirra Jakobínu og Starra eru fjögur: Stefanía rithöfundur, f. 11. apríl 1950, Sigrún Huld hjúkrun- arfræðingur, f. 4. júní 1952, Sig- ríður Kristín sagnfræðingur, f. 20. septembcr 1956 og Kári bóndi í Garði, f. 17 júní 1959. Stúlkan af Hornströndum og bóndasonurinn að norðan felldu hugi saman og bundust sterkum böndum sem aldrei biluóu enda bæði tilfinningaríkar manneskjur. Heimilið í Garði varð næsta einstakt í sinni röð. Þar varó að- setur mikilla hugsjóna og sterkra tilfmninga í bland vió harða lífs- baráttu og brauðstrit. Hjónin í Garði urðu landsþekkt fyrir ein- arða andstöðu við erlenda hersetu og í fararbroddi fyrir baráttu her- stöðvarandstæóinga um áratuga- skeið. Heitur kveóskapur Jakob- ínu átti greiða leið að hjörtum þjóóarinnar. „Hvað tefur þig bróöir? A tindunum sólskinið logar. Af tárum er risin sú glóð“. Og húsfreyjan í Garói gerði meira en koma upp fjórum börn- um samhliða verkum bóndakon- unnar. Hún sendi á liðlega þremur áratugum frá sér einar níu bækur, skáldsögur, smásagnasöfn og kvæðabók. Jakobína varð lands- fræg fyrir ritstörf sín og hlaut fyrir þau fjölmargar viðurkenningar. Þar á meðal naut hún heiðurslauna Alþingis síðustu árin. Viö kveðjum nú með trega og söknuði manneskjuna Jakobínu og þó, þó lifir hún áfram í verkum sínum sem hún gaf okkur beint frá hjartanu. Góði vinur Starri. Við Bergný sendum þér og fjölskyldunni okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Við minnumst heimsókna í Garð og gleðistunda sem ekki verða frá okkur teknar. Þökk sé Jakobínu Siguróardóttur fyrir það sem hún gaf okkur og blessuð sé minning hcnnar. Steingrímur J. Sigfússon. Fímmtán skipaðir í íslenska málnefnd Menntamálaráðherra hefur skipað Islenska málnefnd til fjögurra ára frá 1. janúar 1994 að telja. I nefndinni eiga sæti: Kristján Arnason, prófessor, tilnefndur af heimspekideild Há- skóla Islands, formaður; Gunn- laugur Ingólfsson, orðabókarrit- stjóri, tilnefndur af Oróabók Há- skólans, varaformaóur; Jónas Kristjánsson, forstöðumaður, til- nefndur af háskólaráði; Þórhallur Vilmundarson, prófessor, til- nefndur af Örnefnanefnd; Ey- steinn Þorvaldsson, prófessor, til- nefndur af Kennaraháskóla Is- lands; Ari Páll Kristinsson, mál- farsráðunautur, tilnefndur af Rík- isútvarpinu; Arni Ibsen, leiklistar- ráóunautur, tilnefndur af Þjóóleik- húsinu; Guðrún Rögnvaldsdóttir, verkfræðingur, tilnefnd af Staðla- ráði Islands; Símon Jón Jóhanns- son, kennari, tilnefndur af Sam- tökum móðurmálskennara; Þórar- inn Eldjám, rithöfundur, tilnefnd- ur af Rithöfundasambandi Islands; Gísli J. Astþórsson, blaðamaður, tilnefndur af Blaðamannafélagi Is- Pexrör með súrefniskápu til vatnslagna, í geislahitun, og miðstöðvarlagna. mm DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 lands; Margrét Pálsdóttir, mál- fræðingur, tilnefnd af Hagþenki; Heimir Pálsson, cand.mag.; Ragn- heiður Briem, kennslufræðingur, og Sigrún Helgadóttir, reiknifræð- ingur. Islensk málnefnd starfar sam- kvæmt lögum nr. 2/1990. Hún er málræktar- og málverndarstofnun og rekur Islenska málstöó í sam- vinnu við Háskóla Islands. Rauði krossinn: Vinalman tveggja ára Vinalína Rauða kross Islands er tveggja ára um þessar mundir, en Vinalínan er símaþjónusta fyrir 18 ára og eldri þar sem fyllstu nafnleyndar er gætt. Þjónustan er opin á hverju kvöldi kl. 20-23 og þangað getur fólk hringt ef það á við vanda- mál að stríða eða er einmana. Grænt númer fyrir landsbyggð- ina er 996464. Það var 16. janúar 1992 sem sjálfboðaliðar hófu að sitja síma- vaktir og fljótlega kom í Ijós að þörf var fyrir þessa þjónustu. Sím- töl ársins 1992 voru 743 en á síð- asta ári notfærðu 983 sér þjónustu Vinalínunnar, cða þriðjungi fleiri en árið áður. Sjállboðalióar Vinalínunnar eru 45 talsins, af báðum kynjum og á ýmsum aldri. Auk þess aö sitja símavaktir sækja sjálfboða- liöar fræðslufundi um ýmis mál- efni og handleiðslu hjá sálfræð- ingi. Sjálfboðaliðar þurfa aö fara í einstaklingsviðtal og sækja síma- námskeið áður en þcir hefja störf. Ný námskeið verða fyrstu helgina í mars. SS fRUSSISK TYGGEIYST IGIVER 90 DANSKf J0B “k vl!. . 1» »«»■• Vsrs , ■. Larkí*! Swt »i S9W. r?t‘7'£'mZ. 2 "JL, ,1 átm *t » fl Sl™a*»>l‘ »«*n». »»• »’ ** m ER T0ILETPAPIR EN DAGUGVARE? Smátt & stórt í Danmörku Áratugum saman hefur Smátt & stórt verið fastur þáttur í Degi og eitt vinsælasta lesefnið í blaðinu. Okkur þótti skemmti- legt að frétta af því að frændur okkar Danir eiga líka sitt Smátt & stórt en þar heitir þátturinn reyndar Stort & smát. Nýverið rak á fjörur blaðsins úrklippu úr Amts Avisen í Ran- ders. Þar er að finna dálkinn Stort & smát og efni hans er ýmis sam- tíningur. Til dæmis kemur fram að jórturgúmmíárátta Rússa skapar 90 störf í Dandy verksmiðjunni í Vejle. Það eru tegundirnar „Sti- morol“ og „Dirol“ sem hafa slegið í gegn í Rússlandi og er danska tyggigúmmíið nú kornið í þriðja sæti á listann yfir þekktustu mark- aðsvörur frá Vesturlöndum. Ef til vill ættu Islendingar að huga að sælgætismarkaðnum í Rússlandi. En nú má spyrja hvort einhver tengsl séu á milli þessara dálka í Degi og Amts Avisen og velta því fyrir sér hvort sú staðreynd að Randers er vinabær Akureyrar hefur þarna eitthvaó að segja. Við á Dcgi teljum fullvíst að Danirnir hafi fengið nafnió Smátt & stórt lánað frá okkur og snúið því viö en auðvitað er einfaldasta skýring- in fólgin í skyldleika tungumál- anna. . SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.