Dagur - 23.02.1994, Síða 4

Dagur - 23.02.1994, Síða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 23. febrúar 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Vandi Suður-Þingeyinga Á síðasta ári greiddi Vinnumiðlunin á Húsavík sam- tals 45 milljónir króna í atvinnuleysisbætur en starfs- svæði hennar er Húsavíkurkaupstaður og hreppar Suður-Þingeyjarsýslu austan Vaðlaheiðar. Liðlega helmingur þessarar upphæðar fór til fólks sem búsett er í Húsavíkurkaupstað en afgangurinn; 22.2 milljónir króna voru greiddar vegna atvinnuleysis í öðrum sveitarfélögum í sýslunni. Ef þessar tölur eru reiknað- ar sem hlutfall af fjölda einstaklinga á vinnumarkaði kemur í ljós að greiddar voru um 18 þúsund krónur á hvern einstakling á Húsavík. í sumum sveitahreppun- um er þetta hlutfall hærra og til marks um það voru greiddar 37 þúsund krónur á hvern einstakling á vinnumarkaði í Mývatnssveit, um 26 þúsund í Aðal- dælahreppi, um 22 þúsund í Bárðdælahreppi og um 21 þúsund í Hálshreppi á árinu 1993. í öðrum hrepp- um var þetta hlutfall lægra eða á bilinu 10 til 16 þús- und krónur á hvern vinnufæran einstakling. Auk mik- ils atvinnuleysis er einnig ljóst að yngra fólk á erfið- ara með að fá vinnu í Suður-Þingeyjarsýslu en víða annarsstaðar því 28% atvinnulausra í sýslunni eru á aldrinum 21 til 30 ára á meðan aðeins 4,6% þeirra eru á aldursbilinu 51 til 60 ára. Auk framangreindra talna um atvinnuleysi má gera ráð fyrir að talsvert dulið at- vinnuleysi leynist í sýslunni - einkum til sveita. Þessar upplýsingar, sem komu fram í erindi Aðal- steins Baldurssonar, hjá Verkalýðsfélagi Húsavíkur, á atvinnumálaþingi um framtíð Þingeyjarsýslu í Ýdöl- um í Aðaldal síðastliðinn laugardag vekja vissulega ýmsar spurningar. Þær vekja spurningar um á hverju atvinnulíf í sýslunni hafi einkum byggst, hvaða þættir þess hafi dregist saman og hvort unnt sé að efla fyrri atvinnugreinar og vekja nýjar til lífsins. Landbúnaður hefur verið megin undirstaða at- vinnulífs Suður-Þingeyinga. En þeir hafa einnig stundað ýmsa aðra atvinnustarfsemi meðfram bú- skap sínum á undanförnum árum. Af þeim sökum hafa mörg bú í sýslunni verið í minni kantinum og því þolað illa þá framleiðsluskerðingu sem landbúnaður- inn hefur orðið fyrir. Vegna almenns samdráttar á flestum sviðum atvinnulífs hefur önnur atvinna einnig dregist saman og má þar nefna ýmsa verk- takavinnu og þjónustu sem íbúar héraðsins hafa stundað. Þá má nefna ferðaþjónustuna en á atvinnu- málaþinginu kom fram að ekki hafi verið hugað nægi- lega vel að markaðsstarfsemi í því efni og Þingeying- ar fremur dregist aftur úr en sótt fram á því sviði að undanförnu. Þungt hljóð var því í mörgum er til máls tóku í Ýdölum og ljóst að kvíða hefur sett að íbúum sýsl- unnar hvað atvinnumálin varðar. Þróunin í landbún- aði hefur leitt til þess að sveitirnar eru að breytast. Færri munu lifa af hefðbundnum landbúnaði í fram- tíðinni en fyrr. Því verður að leita nýrra leiða eigi byggðin ekki að raskast. Hugur margra stendur til eflingar ferðaþjónustu og ættu nokkrir möguleikar að vera þar fyrir hendi. Þá vekur hækkandi verð á refa- og minkaskinnum vonir um að nýta megi eitthvað af þeim mannvirkjum, er nú standa auð, til þess að skapa atvinnu og framleiðslu á nýjan leik. Vandi Suður-Þingeyinga er í raun aðeins hluti af þeim stórfellda vanda sem skapast hefur í atvinnu- málum hér á landi. Þar ber samdrátt 1 fiskveiðum og landbúnaði hæst auk þess hruns er orðið hefur í ýms- um iðngreinum. Fáum dylst að átak þarf á landsvísu til að leysa atvinnuvandann. En Þingeyingar eru ekki þeirrar gerðar að gefast upp og því má gera ráð fyrir að þeir leggi sitt af mörkum til atvinnumála í framtíð- inni. ÞI Úttekt á starfsemi dagvistardeilda: Um megintilgang úttektarínnar Þar sem mér rennur blóöið til skyldunnar sting ég niður penna til að fara nokkrum orðum um út- tekt á starfsemi dagvistardeildar á Akureyri, sem nýverið er lokið; sumpart til þess aó svara eóa skýra atriði sem fram koma í skrifum fóstra á Akureyri í Degi þ. 18. febrúar s.l. en sumpart þó til aó upplýsa almenning, foreldra og annað áhugafólk um leikskóla, um þaó hver megintilgangur þessarar úttektar raunverulega er. Bæjarstjóm Akureyrar markaði sér þá stefnu fyrir nokkrum árum að verja 70% af skatttekjum sín- um í rekstur en 30% í fram- kvæmdir. Þessa kostnaóarskipt- ingu samþykktu allir flokkarnir og er svo þriggja ára áætlun gerð í samræmi við það. Gætu menn lif- aó hamingjusamir alla tíö við þessa reglu ef ekki kæmu til óskir um vióbótarrekstur svo aó segja jafnt og þétt, t.d. eru um fimm- hundruó börn enn á biðlista eftir leikskóla, brýn verkefni í öldrun- armálum bíða úrlausnar og fleira mætti telja, en þetta ógnar auðvit- að jafnvæginu sem ég nefndi lyrr (30/70) því hvar á að taka peninga fyrir nýjum rekstri? Ekki getum vió nartað í framkvæmdaféð, því vió þurfum bæói aó endurnýja gamalt og byggja nýtt, ekki getum við aukið við skuldir okkar öóru- vísi en að sjá hvenær og hvernig við borgum þær til baka og er þá ekkert annað eftir en að hafa reksturinn til sífelldrar end- urskoðunar þannig aó þessi 70% nýtist sem best í þágu samíelags- ins á hverjum tíma. Einmitt þcss vegna ákvað Bæjarstjórn Akureyr- ar aó rýna í allan rekstur á vegum bæjarins og er þessi úttekt liður í þeirri viðleitni. Verkefnahópurinn var skipaður í maí 1992, í honum áttu sæti 5 menn. Ekkert samráó var við fóstrur um tilnefningu í hópinn en einn fimmmenninganna, deildar- stjóri dagvistardeildar, er fóstra. A starfstíma verkefnahópsins kallaði hann í tvígang á ráógjafahóp fóstra (en þaö eru þrjár fóstrur til- nefndar af fóstrum á Akureyri, ætlaðar til ráðgjafar við félags- málaráð þcgar svo ber undir), og einn fund átti undirrituð og deild- arstjóri dagvistardeildar við fóstr- ur um ýmis mál er snerta úttektina þ. á m. kjaramál. Þá var fram- kvæmd könnun á verkefnum lcik- skólstjóra og safnað gögnum og upplýsingum um ýmis mál, að öóru leyti vann hópurinn verk sitt svo sem vera ber og skilaði því svo í lok árs 1993 til stýrihóps (stýrihópurinn er sá hópur scm hefur umsjón meó öllum úttektum á vegum bæjarins). Stýrihópurinn kallaði verkefnahópinn til sín í janúar s.l. til að gera grein fyrir út- tektinni og óskaði þess jafnframt að verkið yrði kynnt lelagsmála- ráði. Félagsmálaráð ákvað svo aft- ur þá nýlundu að halda nokkra opna fundi á vegum ráösins nú á vordögum til þess að gefa ýmsum aðilum pti í bæ mögulcika á að kynnast verkcfnum á vegum ráós- ins og ákvað aó fyrsta opna fund- inn skyldi halda um þessa úttekt og að fóstrum yröi sérstaklega boðið. Þannig kom þessi fundur til þann 7. febr. s.l. og stóð aldrei til að hann yrói almennur umræðu- fundur um skýrsluna þar sem ein- ungis gafst tóm til að kynna hana félagsmálaráði og gestum. Eftir fundinn var skýrslan opinbert plagg til umræðu aó vild og geta fóstrur auðvitaó óskað eftir við- ræöum við þá sem þær óska um innihald hcnnar, en þó skal á það bent aó verkefnahópurinn er ekki lengur til þar sem hann hefur lok- ið störfum. Félagsmálaráó hefur fengið margar tillögur úr skýrslunni til afgreiðslu og er ljóst að ýmsar þeirra eru þcss eðlis að ástæóa cr til samstarfs við fóstrur. Þegar breytingarnar eru framkvæmdar er eðlilegt og sjálfsagt aó hal't sé samráð við fóstrur almennt, ráð- gjafahópinn cóa fóstrur viðkom- andi leikskóla og er cngin ástæða til að ætla annað en að sami háttur verði hafður á hér eftir sem hing- að til þótt það liggi jafnaugljós- lega í hlutarins cðli að ráðið verö- ur aó skera úr um ef mcnn koma sér ckki saman. Auk þcss að fé- lagsmálaráö cigi frumkvæði að samstarfi við lostrur er fóstrum að sjálfsögðu opin leið að ráðinu, vilji þær eiga orð við þaó. Skýringar á nokkrum atriðum skýrslunnar sem lostrur gerðu að umtalsefni í Dcgi þann 18. febrúar s.l. 1) I skýrslunni segir að áherslu beri að leggja á að starfs- Hvernig á að hella víni í glös? - eyfirskum og þingeyskum konum kennt að halda veislu Á næstunni mun Marentza Poulsen, sem menntuð er á sviði veisluþjónustu, danskrar matar- gerðarlistar, eins og hún gerist best, og blómaskreytinga halda námskeið í undirbúningi veisluhalda alls konar. Nám- skeiðin eru á vegum Sambands eyfirskra kvenna og kvenfélag- anna á Árskógsströnd, Dalvík, Akureyri, Siglufirði og víðar og verður fyrsta námskeiðið föstu- daginn 25. febrúar nk. á Ár- skógsströnd, síðan liggur leiðin m.a. fram í Eyjaljörð, til Dal- víkur og Siglufjarðar. Einnig liggur leiðin austur fyrir Víkur- skarð á veguni Kvenfélagasam- bands Suður-Þingeyinga. Marentza Poulsen hefur starfaö við að skipuleggja veislur um ára- bil. Hún er nýkomin hcim úr við- bótarnámi frá Kaupmannahöfn, þar scm hún naut m.a. lciðsagnar þckktra aðila í blómaskreytingum, veisluþjónustu og matargcrðarlist- ar. Á námskeióunum veröur m.a. fjallað um val á matscðli og víni; magnáætlun vcitinga; þjónustu og móttöku; borðsiði; borðskreyting- ar og hvernig hægt cr að láta sköpunargleðina ráóa í því sam- bandi. Meðal viðlangsefna nám- skeiósins verður undirbúningur fermingarvcislunnar, stórafmælis- ins, barnaafmælisins, brúðkaups- ins eða litla kvöldvcrðarboósins. Marentza Poulsen var spurð aó því hvort íslenskar konur væru fá- kunnandi í því aó halda veislur. „Nei, alls ekki. Islenskar konur cru mjög myndarlcgar í sér og það hcf ég l'undið þegar ég hcf vcrið að vinna með þeim að þær cru cinnig mjög fúsar til að bæta við þekkingu sína. Eg kenni þcim að skipulcggja sig og gera vcisluna þannig auðveldari og skemmti- lcgri og um lciö citthvað ódýrari. Ég tala ckki síst um litla kvöld- vcróarboðið hcima og hvcrnig er hægt aó gcra það bæði skemmti- lcgt og auðvclt. Fcrmingarveislan cr cin af þeim vcislum sem all- fiestar fjölskyldur standa einhvern tíma frammi fyrir og ég tala í því sanibandi um það hvað fcrmingar- veisla cr; cr hún hluti af lífsgæða- kapphlaupinu, kaupæðinu og því að við gctum ekki lengur valið fermingargjöfina því þaó er gert af DV.“ Miðstöð fólks í atvinnuleit: Víða leynist verkkunnátta Miðstöð fólks í atvinnuleit verð- ur með opið hús í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju í dag, miðvikudag, kl. 15-18. Á þeirri samverustund mun Bryndís Símonardóttir, framkvæmda- stjóri Þróunarsetursins á Laugalandi, kynna starfsemina þar og svara fyrirspurnum. Einnig mun Björn Þórleifsson, deildarstjóri öldrunardeildar Akureyrarbæjar, dusta rykið af margskonar kveðskap á léttari nótunum. Þróunarsctriö á Laugalandi tók til starfa af fullum krafti í byrjun janúar sl. Hlutvcrk þess er aö veita aðstoð viö hönnun og fullvinnslu hugmynda að handverki, sem hug- myndasmióurinn selur síðan með hagnaði. Bryndís Símonardóttir, sem ráðin hefur veriö fram- kvæmdastjóri, mun kynna starf- semina og þá mögulcika sem þar gefast til að hrinda góðum hug- myndum í framkvæmd. Átaksverkefnió Vaki í Eyja- fjarðarsveit stendur aó baki þessu starfi cn Iðnþróunarlclag Eyja- fjarðar átti frumkvæði að því að stofna til slíkra átakshópa til að mæta því erfiða ástandi sem nú ríkir í atvinnumálum. Ýmsar upplýsingar verða gefn- ar á samverustundinni í dag og veitingar verða á borðum sem fyrr og dagblöðin liggja l'rammi. I Miðstöðinni eru nánari upp- lýsingar gefnar í síma 27700 milli kl. 15 og 17 á þriðjudögum og föstudögum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.