Dagur - 26.02.1994, Qupperneq 3
FRETTIR
Laugardagur 26. febrúar 1994 - DAGUR - 3
Fyrri umræða um flárhagsáætlun Blönduósbæjar:
Fjárfestíngar litíar á árinu vegna
mikilla framkvæmda á kjörtímabilinu
- áætlunin er ekkert „kosningaflipp“, segir forseti bæjarstjórnar
Sauðárkrókur:
Bæjarmála-
punktar
■ Bæjaráöi hefur borist erindi
frá Hofs-, Hóla-, Viðvíkur-,
Staóar- og Skefilsstaðahrepp-
um, þar sem óskað er eftir því
aó Sauðárkrókur tilncfni full-
trúa til viðræðna um frekari til-
raunir til sameiningar svcitar-
lelaga í Skagafiröi. Bæjarráó
fól bæjarstjóra og forseta bæj-
arstjórnar að ræóa við þessa
aðila.
■ Bæjarráói hefur borist crindi
frá Verkefnisstjórn reynslu-
sveitarfclaga, þar sem fram
kcmur að Sauðárkrókskaup-
staður cr ckki á meðal þeirra
15 svcitarfclaga, scm valin
hafa verið til áframhaldandi
samstarfs um reynslusveitarfé-
lög.
■ Bæjarráði hefur borist crindi
frá Stéttarsambandi bænda, þar
scm þess er l'arió á leit við
sveitastjórnir að þær vciti loð-
dýraræktendum áfiram þá fyrir-
grcióslu sem þcir hafa notió
síðustu ár, að fclla nióur eða
endurgrciða fastcignagjöld af
loðdýrahúsum.
■ Bæjarráði hcfur borist crindi
frá Fóstrufclagi íslands, þar
scm þcim tilmælum er bcint til
svcitastjórna, aö málcfni lcik-
skóla fari frá félagsmálaráði til
skólamála viókomandi sveitar-
lclaga fyrir komandi svcitar-
stjórnarkosningar. Bæjaráó sér
ckki ástæðu til aö brcyta nú-
verandi skipan þcssara mála aö
svo komnu máli.
■ Fulltrúar í íþrótta- og æsku-
lýðsráói lýstu ylir áhyggjum
sínum með ástand Sundlaugar
Sauðárkróks á l'undi sínum ný-
lcga. Fram kom m.a. að bygg-
ingin liggur undir skcmmdum
og nauðsynlegt að brcgóast vió
þcim vanda meö því aö byggja
yfir ntannvirkið.
■ . íþrótta- og æskulýósráð
samþykkir aó fcla íþrótta- og
æskulýðsfulltrúa aö vinna
langtímaáætlun um uppbygg-
ingu íþróttamannvirkja Sauðár-
króksbæjar.
■ Skólancfnd samþykkti til-
lögu á fundi sínum nýlcga, þar
scm skoraó cr á Rafvcitu Sauð-
árkróks, í samráði við bæjar-
stjórn, að sctja upp fióðlýsingu
l'yrir aksturslciðir og lóðir
skólabygginganna bcggja
vcgna Sæmundarhlíðar. Væntir
ncfndin þcss aó í framkvæmd-
ina vcrði ráðist scm fyrst og
vcrði hcnni lokiö vió upphaf
næsta skólaárs haustið 1994.
■ Skólanefndin samþykkti
cinnig tillögu, þar scm m.a. cr
skoraó á bæjaryfirvöld að láta
sctja upp giröingu viö suöur-
mörk lóðar Gagnfræðaskólans
og að aðkoma að skólanum al'
Skagfiróingabraut vcrði lag-
færð.
■ Skólanefnd samþykkti enn-
frcmur tillögu, þar scm lagt er
til að skólastjóri Gagnfræða-
skólans, slökkviliósstjóri og
tæknifræðingur bæjarins vinni
áætlun að viðunandi úrbótum á
brunavarna- og öryggismálum
Gagnfræðaskólans. Ncfndin
væntir þess að nióurstöður
liggi fyrir eigi síóar cn 1. maí
nk.
Á fundi Bæjarstjórnar Blöndu-
óss sl. þriðjudag var fjárhags-
áætlun Blönduóssbæjar tekin til
fyrri umræðu. Fjárfestingar
verða litlar, aðeins að upphæð
rúmlega 7 milljónir króna, en
skatttekjur bæjarsjóðs eru áætl-
aðar 110,45 milljónir króna; al-
menn rekstrargjöld málaflokka
eru áætluð 116 milljónir króna
en tekjur málaflokka eru áætl-
aðar 39,9 milljónir króna svo
niðurstaða rekstrargjalda er
76,3 milljónir króna. Skatttekj-
ur að frádregnum rekstri mála-
flokka eru því 34,2 milljónir
króna, sem ráðstafað verður til
greiðslu vaxta og afborgana
lána en afborganir langtímalána
á árinu 1994 eru áætlaðar um
30 milljónir króna. Á móti kein-
ur svo lántaka að upphæð 15
milljónir króna sem ætluð er til
niðurgreiðslu lána.
Stærsta cignfærða fjárfcstingin
cr framlag Blönduóssbæjar til
byggingar bóknámshúss við Fjöl-
brautaskólann á Sauðárkróki að
upphæð 3,3 milljón króna og síð-
an framlag til byggingar sjúkra-
hússins að upphæö 1,5 milljónir
króna. 1,0 milljón króna l'cr til
cndurnýjunar bifrciðar á vcgum
Brunavarnacftirlits ríkisins.
Gjaldfærð fjárfesting cr cinnig
mjög lítil, cða 2 milljónir króna,
og veröur aðallega varið til frá-
gangs við cina götu en í dag cru
aðeins tveir götuspottar í bænurn
scrn ekki cru mcó bundnu slitlagi.
Nokkuð cr eftir að lcggja af gang-
stéttum en í ár vcrða cngar fram-
kvæmdir á því sviói. Brúttóskuldir
bæjarsjóðs Blönduóss cru um 171
milljón króna og höfðu minnkað
um tæpar 20 milljónir milli ára og
í ár er fyrirhugað að lækka skuld-
irnarum 15 milljónir króna.
Til fræóslumála, fara 16% af
samciginlegum tckjum, cða 18
milljónir króna, og vcgur þyngst
viðhald vió grunnskólann; í fjár-
Neytendafélag Akureyr-
ar og nágrennis:
Vill úrskurð rík-
isskattstjóra um
kvittanir fyrir
þjónustugjöld
Neytendafélag Akureyrar og ná-
grennis hefur óskað eftir úr-
skurði ríkisskattstjóra um það
hvort bankastofnununi beri lög-
um samkvæmt að láta af hendi
til viðskiptavina sinna fullgildar
kvittanir vegna þeirra viðskipta
sein fram fara.
Dagur greindi í síðustu viku frá
óánægju framkvæmdastjóra
Gúmmívinnslunnar hf. á Akureyri
vegna þess hvcrnig bankakerlið
standi aö gjaldtöku fyrir rcikn-
ingsylirlit og upplýsingar í síma
um stöóu á reikningum viðskipta-
manna. Taldi Þórarinn að lögum
samkvæmt bæri bönkunum aó láta
vióskiptamönnum í té fullgildar
kvittanir og undir þaó tók skatt-
stjórinn á Norðurlandi cystra.
Málinu var vísað til skattyfirvalda
í Rcykjavík en nú hcfur Ncytenda-
félag Akureyrar og nágrennis
óskað eftir úrskurði Garðars
Valdimarssonar, ríkisskattstjóra,
um hvort bönkunum bcri aó láta
afhendi fullgildar kvittanir. óþh
magnskostnað l'ara 15% og til fé-
lagsmála 14% og er m.a. fyrirhug-
að viðhald við leikskólann Barna-
bæ. 9% fara til yfirstjórnar bæjar-
ins; 8,6% til íþrótta- og æskulýðs-
mála og þar vegur þyngst l'ram-
kvæmd við opin svæði en rekstur
íþróttamióstöðvar stendur í járn-
um cf tekið er tillit til rciknaðra
tckna frá grunnskólanum. Einnig
er 2,9 milljónum króna varið til
reksturs Skjólsins, sem er félags-
aðstaða yngri borgaranna og cr
staðsett í félagsheimilinu. 2,2
milljónum króna er varið til sund-
laugarinnar en alls fara 3,9 millj-
ónir til styrkja á vegum íþrótta- og
æskulýðsmála og er stærsta cin-
staka úthlutunin til Ungmcnnafé-
lagsins Hvatar, þ.c. 1,0 milljón
króna til rckstrar félagsins og 1,5
milljón króna til uppbyggingar á
íþróttasvæóinu en á sl. hausti var
knattspyrnuvöllurinn tyrfður og cr
hugmyndin að lcika þar upp úr
miðju surnri. Til almenningsgarða
og útivistar fara 6,62% afsamcig-
inlcgum tckjum og auk þcss fær
Fcrðamálafélagið 150 þúsund
krónur.
Lokiö vcrður við byggingu
brimvarnargarðs við Blönduós-
höfn á árinu og samkvæmt Ijár-
lögum ríksins er gcrt ráð fyrir að
vcrja 57,4 milljónum króna til að
ljúka gcrð varnargarðsins.
Blönduóssbær grciðir 10% af
þcirri upphæð cn hal'narfram-
kvæmdin er lang stærsta fram-
kvæmdin í bænum á þcssu ári.
Fyrirhugað cr að cndurnýja
eina stofnæð hjá Vatnsvcitu
Blönduóss, cn hún liggur frá
Blöndubrú suóur í Hlíðarcnda og
vcrður varið til þcss hálfri milljón
króna. Ekki er gcrt ráð l'yrir að
gjaldskrá Vatnsvcitunnar hækki á
árinu. Gcrt cr ráð fyrir að vcrja
nokkuiTÍ upphæö í umhvcrfi virkj-
unarsvæðis Hitaveitunnar að
Rcykjum við Húnavelli í tilefni af
20 ára afmæli hennar. Ekki er fyr-
irhuguð gjaldskrárhækkun hjá
Hitaveitunni en hún hel’ur ekki
hækkað síóan í októbermánuði
1991.
Oskar Húnfjörð, forseti bæjar-
stjórnar, segir að áætlunin sé ekk-
crt „kosningafiipp", heldur raun-
hæf og rökrétt áætlun miðað vió
fjárhagsstöðu Blönduóssbæjar.
„Þctta er rökrétt framhald af
því sem mcnn hafa verið aö gera
hér, cn framkvæmda- og þjónustu-
stigið er orðið nijög hátt hér og
því erum við að bcrjast við afieið-
ingar af miklurn framkvæmdum
sem hér hafa átt sér staó á kjör-
tímabilinu, t.d. íþróttamiðstöð,
birmvarnargarði og umhverfis-
niálum. Eftir standa miklar skuld-
ir, þó ekki óyfirstíganlegar, og nú
snúum við okkur að því að greiða
þær niður því lokið er við þær
framkvæmdir sem fyrirhugað var
að standa að á kjörtímabilinu.
Einnig er fjárhagsáætlunin geró í
Ijósi þeirrar vitneskju að mikill
þungi veróur í atvinnumálum og
því viljum við hafa eitthvert svig-
rúm í þeim málafiokki. I vinnslu
eru ágætar hugmyndir í samvinnu
við nokkur önnur sveitarfélög
í Austur-Húnavatnsssýslu um
markvissa uppbyggingu í atvinnu-
málum, rn.a. með efiingu lisk- og
matvælaiðnaðar,“ sagði Oskar
Húnfjörð, forseti bæjarstjómar
Blönduóss. GG
AKUREYRARB/ÍR
Laust starf
Hjá Akureyrarbæ er laust til umsóknar starf í
tölvudeild bæjarins.
Óskað er eftir starfsmanni með háskólapróf í tölvun-
arfræði eða sambærilega menntun.
Laun samkævmt kjarasamningi STAK og Akureyr-
arbæjar.
Tölvukerfi Akureyrarbæjar samanstendur af AS-400
móðurtölvu ásamt Novell netkerfi, og er gert ráð fyr-
ir að starfsmaðurinn hafi fyrst og fremst umsjón
með netkerfinu og sinni þjónustu og ráðgjöf í sam-
bandi við það. Þekking og/eða reynsla á netum-
hverfi og tengingum er því mjög æskileg.
Upplýsingar um starfið veita deildarstjóri tölvudeild-
ar og starfsmannastjóri í síma 96-21000. Um-
sóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrar-
bæjar, Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til 8. mars. nk.
Tölvudeild Akureyrarbæjar er reyklaus vinnustaður.
Starfsmannastjóri.
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
Í2.FL.B1985
Hinn 10. mars 1994 er sautjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 17 verður frá og með 10. mars n.k. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.451,90
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. september 1993 til 10. mars 1994 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985
til 3343 hinn 1. mars 1994.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 17 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. mars 1994.
Reykjavík, febrúar 1994.
SEÐLABANKIÍSLANDS