Dagur - 26.02.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 26.02.1994, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. febrúar 1994 - DAGUR - 7 lagskonurnar fram nokkurt fé og Verka- mannafélagiö lagði einnig fram fjármuni úr sjúkrasjóöi sínum. Þannig var Sjúkrasamlag Akureyrar aö veruleika vegna frumkvæöis Framtíðarkvenna og framtaks forystumanna Verkamannafélagsins. Starfaði sjúkrasam- lagiö allt þar til lögin um almannatryggingar tóku gildi áriö 1936 og nýtt sjúkrasamlag var stofnaö á grundvelli þeirra." Sjúkrahúsmálið í höfn - aftur tekið til við elliheimilið - Einbeittu framtíðarkonur sér um tíma að byggingu Fjóröungssjúkrahússins á Akur- eyri? „Sjúkrahúsmálió komst í brennidepil á fimmta áratugnum. Þá hafói um nokkurn tíma verið barist fyrir að koma upp framtíð- arsjúkrahúsi á Akureyri og margir aðilar unnió ötullega að því máli. Kvenfélagið Framtíóin hafði unnið að fjársöfnun vegna ellihcimilisins allt frá árinu 1923. Spítala- nefnd Akurcyrarbæjar vissi af þessu baráttu- máli kvennanna og ritaði félaginu bréf snemma árs 1937, þar sem þess var farið á leit að félagið léti elliheimilissjóóinn renna til sjúkrahússbyggingarinnar og ynni jafn- framt meö nefndinni um frekari fjáröflun til þessa mikla verkefnis. Þótt skoóanir væru nokkuð skiptar innan Framtíðarinnar um hvort rétt væri að breyta svo um áherslur í félagsstarfinu varð niðurstaðan sú að telags- konur hólust handa um að vinna með spítala- nefndinni enda var þörfin fyrir byggingu sjúkrahússins mun brýnni en cllihcimilis á þessurn árum.“ Arið 1947 var samþykkt, svo vitnað sé til nýlega útkominnar sögu Framtíðarinnar, að félagið héldi áfram aó vinna að sjúkrahús- rnálinu en þá var þess einnig vænst að félag- iö fengi gömlu sjúkrahússbygginguna við Spítalaveg til umráða fyrir elliheimili þegar Fjóröungssjúkrahúsið yrói fullbúið og tckiö í notkun. Framtíðin vann því af fullurn krafti aó byggingu sjúkrahússins á rneðan þess var þörl' en sncri sér síðan að elliheimilismálinu á nýjan leik. „Framtíðarkonur lögðu ekki stefnumál sitt varóandi elliheimilið til hliðar nenta urn tíma. Bygging sjúkrahússins þótti hins vegar svo mikilvægt verkcfni á þessunt árum að réttlætanlegt var talið að fresta elliheimilis- - Frá vormarkaði Framtíðarinnar. Á myndinni má mcðai annarra sjá Guðrúnu Óskarsdóttur, Mar- gréti Kröyer og Kristínu Halidórsdóttur, scm nú hefur vcrið kjörin formaður. Frá kaffisölu Framtíðarinnar í Dynhcimum. málinu meðan unniö var aó því. En þegar sjúkrahúsmálið var í höfn var aftur tekið til við elliheimilió enda hal'ði þörfin fyrir starf- semi slíkrar stofnunar vaxió til rnuna á þcint árum sem unnið var aó ljársöfnun fyrir sjúkrahúsið. Kraftar félagskvenna bcindust nú að miklu leyti í þá átt og átti félagið með- al annars fulltrúa í byggingarnefnd eftir að ákvörðun hafði verió tekin um byggingu elli- heimilis, sem síðar var vígt á hundrað ára af- mælisári Akureyrar 1962. Þcgar kom að vígslu Elliheimilis Akureyrar, cða Dvalar- heimilisins Hlíðar eins og það heitir, þá lagði Framtíðin fram eina milljón króna til rekstrar þess. Þá má einnig geta þess að Framtíðin hefur lagt fram umtalsverðar upphæðir til reksturs Hlíóar og Skjaldarvíkurheimilisins; eina milljón króna árið 1974 og aðra milljón árið 1979 er skiptust jafn á milli þessara tveggja stofnana. Einnig hefur Framtíðin lagt cllihcimilunum til ntargvíslegan hús- og tækjabúnað á undanförnum árum.“ Var boðið að reka Skjaldarvík - Kom aldrci til tals að félagið tæki að sér rekstur elliheimilis? „Jú - vissulega kom til orða að Framtíðin tæki að sér rekstur clliheimilis. Meóal annars hafði Stefán Jónsson í Skjaldarvík boðið fé- laginu rekstur elliheimilisins þar cr hann hugðist draga sig í hlé frá störfum. Miklar umræður uróu innan okkar raða um hvað gera skyldi. Þau sjónarmið urðu þó fljótlega ofaná í þeim umræðum að Framtíðin ætti að einbeita sér að rekstri cllihcimilis á Akurcyri cn Skjaldarvík væri staósett út með firði og væri því ekki á félagssvæði Framtíóar- kvenna. A þeim tíma ríktu önnur viðhorf hvað vegalengdir varðar og umferð var ekki eins greió á rnilli bæjar og héraðs og nú - einkurn á veturna. Ýmsum fannst eðlilegt að Elliheimilið í Skjaldarvík yröi gert að elli- heimili fyrir sveitirnar þar sem mikill hluti dvalargesta og vistmanna kom úr héraðinu en ekki frá Akureyri. Þó fór svo cins og kunnugt cr að Stefán Jónsson gaf Akureyrar- bæ þessa sjálfseignarstofnun sína og þar rneð tengdist rekstur Skjaldarvíkurheimilisins rekstri Elliheimilis Akurcyrar með bcinu móti. Eg held þó að hin raunvcrulega ástæða þess að aldrei var farið út í rckstur elliheim- ilis haft verið sú að margar félagskvenna álitu innra með sér að slík starfsemi yrði fé- laginu ofviða.“ Jónsmessuhátíðarhöld á Akureyri Þótt Framtíðarkonur hall gert margt sér til gamans í félagsstörfum sínum þá hefur fjár- öflun til þcss að sinna aóhlynningarverkefn- urn ætíð verið ntegin þungi starfsins. Þar sem Margrét Kröyer hefur auk níu ára for- mennsku verið gjaldkeri félagsins í rnörg ár hcfur þcssi mcgin þáttur ckki síður hvílt á henni cn öðrum félagskonum. Hún segir fjár- öllunina cinkum fclast í sölu merkja og öðr- urn hcfðbundnum ljáröílunarleiðum líknarfé- laga. „Fyrr á árum var gengið lyrir hvers ntanns dyr í því cfni en cftir því sem Akur- eyrarbær stækkaði og konurn er unnu að þessu starfi fór fækkandi þá sáu þær sér ekki lengur fært að ganga í hús til að bjóða mcrki cða annað scm kvcnlelagskonur hafa á boð- stólum. Nú cr mcrkjasalan cinkum stunduð við stórmarkaði og vcrslanir í bænum.“ En til fleiri ráða hcfur verið gripið hvað fjáröflun varðar. Þegar félagið stóð að mikl- um framkvæmdum eins og vió lokaáfanga sjúkrahússins þá var leitað allra leiða til öfl- unar fjármuna. I nokkur ár kringum 1950 héldu félagskonur Jónsmessuhátíð aó nor- rænum sið og söfnuðust talsveróar fjárupp- hæðir á þessurn samkomum. I sögu félagsins er greint frá þessum hátíðarhöldum og þar má finna tilvitnun í blaðið Islending frá árinu 1948. Þar segir svo frá: „Kvenlclagið Fram- tíðin hélt sína árlcgu Jónsmessuhátíö um síð- ustu helgi. Var veður hagstætt, og sótti mik- ill fjöldi skemmtanir dagsins, en hátíðarhöld- in l'óru frarn á túninu sunnan sundlaugarinn- ar. A laugardagskvöldiö kl. 9.00 lék Lúöra- sveit Akureyrar. Þar næst las Edda Scheving Vorvísur eftir Hanncs Hafstein. Þá var sýnd- ur leikþáttur úr Skugga-Sveini. Skátar skemmtu með varðcldasýningu, og aö lokum var stiginn dans á palli til miðnættis. Á sunnudaginn hófust hátíðarhöldin aftur með lcik Lúðrasveitarinnar, en síðan messaði sr. Pétur Sigurgcirsson. Þá kom Fjallkonan fram og flutti ávarp. Lúðrasveitin lék, en síðan söng Karlakór Akureyrar undir stjórn Áskels Jónssonar. Þá voru ýmiskonar skemmtiatriði, mjög skemmtilegt boðhlaup milli kvenfélag- anna Hlífar og Framtíðarinnar og handknatt- leikur milli Þórs og K.A. Um kvöldið voru Viðtal: Þórður Ingimarsson dansleikir í Samkomuhúsinu og Hótel Norð- urlandi. Konurnar seldu kaffi í Gagnfræóa- skólanum báða dagana.“ Þá er þess einnig getið að hreinn ágóði af Jónsmessuhátíð þessari hafi vcrió 40.768,32 krónur, sem voru verulcgir fjármunir í þá daga. Við hjónin vildum hafa jöfnuð í þessu - En þá víkur sögunni að Margréti Kröyer sjálfri - af hverju hún gekk til liðs við Kven- félagið Framtíðina? „Eg hafði mikinn áhuga á aö taka þátt í fé- lagsstarfi. Maðurinn minn vann þá ntikið að félagsmálum og okkur fannst að við yrðum af hafa cinhvern jöl'nuð í þessu. Auk þess höfðu nokkrar vinkonur mínar og félagar ntikinn áhuga á aó taka þátt í störfum kven- félagsins og ég hcld við höfum verið fimm eða sex scnt gengum í félagið í einu. - Já, fé- lagskonur voru nokkru fleiri þá cn nú. Þegar ég kom til starfa í Framtíðinni voru urn 85 konur skráðar félagar. Þeirn hefur því fækk- aó um einn og hálfan tug á rúmlega 40 ára tímabili og nú eru aðeins um 70 konur í fé- laginu. Meðalaldur þeirra er einnig nokkru hærri cn þegar ég hóf félagsstörf. Eg tel þó að lélagið hafi endurnýjað sig vel ef miðað er við þær breytingar sem orðið hafa og þær aóstæður sern nú ríkja í þjóófélaginu. Á þessum tíma hcl’ur atvinnuþátttaka kvenna aukist til niuna. Um 1950 voru flestar giftar konur hcimavinnandi húsmæóur og höfðu því meiri tíma til að sinna félagsmálum ef þær hölóu áhuga fyrir slíkum störfum. Fram- boð af margvíslegri félagastarfsemi hefur cinnig aukist mikið, jafnvel félaga er hafa svipuð stefnumál á dagskrá sinni og kvenfé- lögin. I því el'ni má ncl'na kvennafélög innan Lionshreyfingarinnar sem vinna mikið að ljáröflun til líknarmála.“ Yngri konur hafa komið til starfa Margrét sagði cftirtektarvert að ákveðnir árgangar hafi næstum horfið úr félagsstarf- inu. Þctta séu einkum kpnur fæddar á tíma- bilinu 1940 til 1945. „Ég býst vió að per- sónulegar ástæður ráói því í liestum tilvikum hvaða konur hafa dregið sig í hlé frá félags- störfum. Sumar þcssara kvenna vinna mikið utan heimilis og eru ef til vill einnig virkar í öðrum lelögum. Einhverjar þeirra hafa farið til náms á fullorðinsárum og af þeim sökum ekki getað sinnt lélagsstarfi á sama hátt og áóur. Orsakirnar geta þannig verið af ýmsum toga og ekki cr réttmætt að sakast við breytt- ar aðstæður hjá fólki. Hins vegar hafa yngri konur verið að koma til starfa með okkur á síðustu árum og ég tel að við þurfum ekki að kvíóa því að nauósynleg endumýjun eigi sér ekki stað í félaginu.“ Hef kynnst mörgu góðu fólki í þessu starfi Hvað framtíð félagsins varóar sagði Margrét Kröyer að næg verkefni virtust framundan. „Starfsemi félagsins hefur að miklu leyti mióast við að sinna þörfum aldraðra. Á þess- urn tíma fer meóalaldur landsmanna hækk- andi. Bætt heilbrigðisþjónusta leiðir aukið langlíll af sér. Sá þjóðfélagshópur er telst til eldri borgara fer vaxandi með hverju ári. Því verður tæpast neinn skortur á verkefnum er snúa aó málefnum þeirra. En nýir siðir koma einnig oft með nýju fólki, ný áhugamál veröa til og vera má að konur framtíðarinnar finni sér fleiri viðfangsefni en unnið hefur verið að til þessa. Ánægjulegast finnst mér að vita að sá kraftur, sem alla tíð hefur verið í félagsstarfinu, er sá santi og fyrr og þær yngri konur er nú hafi gengið til liðs við Framtíðina eru mjög áhugasamar um að starf félagsins megi takast sem best. Ég lít því yfir farinn veg með ánægju yfir að hafa fengið tækifæri til aó starfa að þeim málefnum sem félagið hefur unnið aó. Ég hef kynnst mörgu góðu fólki í þessu starfi.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.