Dagur - 26.02.1994, Blaðsíða 18

Dagur - 26.02.1994, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 26. febrúar 1994 POPP______________ MAÚNÚS CEIR CUPMUNDSSON Svai*tiir senuþjófur - „Ribbaldarappið44 lætur ekki að sér liæða ----------------------------------—------—--------------------------- Snoop doggy dogg, einn umdeildasti tónlistarmaður Ameríku um þessar mundir. Morðákæra á hendur honum fer fyrir dóm i mars. Þegar skálmöldinni í Los Ange- les vegna Rodney Kings- málsins, sem svo „ribbalda- rapparinn" lce-T og hljómsveit- in hans Body Count áttu einnig ekki lítinn þátt í með laginu vægast sagt umdeilda, Cop killer, lauk 1992 (á yfirborðinu allavega), spáóu margir því að rapptónlistin myndi ekki mikið lengur njóta almannahylli. Það mátti líka til sanns vegar færa að „harðneskjurappið" (hard- corerap) væri komið á ystu nöf, út í öfgar, því í stað þess að vera tjáningarmáti til að deila á ofbeldi og kúgun, eins og í upphafi, var rappið orðið áróð- urstæki til ofbeldis, til haturs og hefnda. En þannig fór þó al- deilis ekki og hefur þróunin raunar orðið þveröfug. Rappinu hefur nefnilega og þá sérstak- lega því sem kennt er við haró- neskjuna, vaxið enn frekar fisk- ur um hrygg og sér ekki fyrir endann á vinsældum þess ennþá. Virðist ekki skipta máli þó öfgarnar séu engu minni og nýir kraftar sem fram koma séu áfram vafasamir. Aimenningur heldur áfram að kaupa rappplötur í milljónatali og virð- ist það bara vera þeim mun vænlegra til vinsælda, því vafa- samara orð menn hafa á sér. Það sannast vel sem aldrei fyrr á nýjustu stjörnunni í rappinu, Snoop doggy dogg, en hann hefur heldur betur slegið í gegn. „Vandrædagemsi“ Hafi þeir lce Cube og lce-T þótt vafasamir, þá má segja um Snoop doggy dogg að hann þyki enn verri og vafa- samari. Réttu nafni heitir hann Snoop Calvin Broadus og er frá Long Island í New York þar sem hann ólst að mestu upp. Eins og svo margra blökku- manna annarra hefur ævi hans, sem nú hefur spannað rúm tuttugu ár, verió hörð og óblíó með kunnuglegum afleið- ingum. Snoop mun þó hafa skriðið í gegnum gagnfræða- skóla (High school) en var samt þá þegar kominn út á braut afbrotanna í glæpagengi. Og þá ekki út í neitt smáræði, hnupl eða þessháttar, heldur kókaínsölu. Eyddi hann meira og minna næstu þremur árum eftir að skólagöngunni lauk í fangelsi. Áfram hefur hann svo tengst ýmsum gengjum eftir að hann fluttist til Los Angeles og sneri sér af alvöru að rappinu. Sú staóreynd kann nú e.t.v. vera að leiða til þess að hin æfintýralega og skjóta vel- gengni sem hann hefur notió með fyrstu plötunni sinni, Doggystyle, muni hverfa hon- um jafnfljótt og hún kom. Aðild að morði Þann 25. ágúst á síóasta ári var Snoop doggy dogg nefni- lega viðriðinn skotárás, sem leiddi til dauða 22 ára blökku- manns, meólims í glæpaklíku er oftar en einu sinni hafði hót- að Snoop sjálfum lífláti. Var Snoop á ökuferð með lífverði sínum og öórum manni til er at- burðurinn átti sér staö og á líf- vöróurinn, að sögn, hafa skotið manninn beint eða óbeint að tilmælum Snoop eftir aó þeir höfðu elt hann uppi á bifreið- inni. Við yfirheyrslur hafa þeir tveir hins vegar borió að um sjálfsvörn hafi verið að ræða, hinn hafi gripió til byssu til að skjóta á þá, en þeir orðió fyrri til. í ákærunni á hendur Snoop er aftur á móti haldið fram að maðurinn hafi verið óvopnaður og að hann hafi verið skotinn í bakió. Það átti aó rétta í málinu 20. janúar síóastliðinn, en vegna jarðskjálftanna í Los Angeles var því frestaó þar til skikkanlegt ástand kæmist aft- ur á í borginni. Gengur Snoop því enn laus, gegn einnar millj- ónar dollara tryggingu, en á yfir höfði sér allt að 25 ára fangels- isvist ef hann veróur fundinn sekur. Ekki beint vænlegt það. Braut blað í sölu En hvað sem málinu líóur og hverjar lyktir þess verða, er Ijóst sem fyrr segir að frami Snoop doggy doggs hefur ver- ið dæmalaus og hreinlega með ólíkindum. Með Snoopstyle hefur honum t.d. tekist það að verða fyrsti nýlióinn til að fara beint með plötu í efsta sæti sölulistans í Bandaríkjunum, sem er nokkuð sem enginn átti von á. Rann bókstaflega „Snoopæði" á plötukaupend- ur,er platan kom út í desember og keyptu þeir gripinn samtals í um 800.000 eintökum fyrstu vikuna. Þá mun platan hafa selst í um tveimur milljónum eintaka í forsölu til verslana og hefur svo nú samkvæmt síð- ustu fregnum selst í á fimmtu milljón allt í allt í Bandaríkjun- um. Má segja að allt vesenið hafi þar á kaldhæðnislegan hátt eitthvað ýtt undir, en ekki er þó hægt aó fullyrða svo glatt um það. Gagnrýnendur hafa iíka hælt plötunni og telja margir hana þá bestu í rappinu í mörg ár. Er það hinn þekkti Dr. Dre sem sér um upptökuna á plötunni, en á plötu meö hon- um kom Snoop fyrst fram árió 1990. Snoop lék svo stórt hlut- verk á plötu Dre, The Chronic, sem náði milljónasölu. Á það eflaust sinn þátt í velgengni Snoops sjálfs nú. Rappið á Doggystyle þykir nokkuð meló- dískara en gengur og gerist hjá „ribbaldaröppurunum", meira í sálar- og fönkstíl, en textarnir eru hins vegar (því miður verð- ur að segjast) í sama árásar- gjarna stílnum, með allt mor- andi í klám- og blótsyróum. En vafasamur boóskapur stendur Snoop semsagt ekki fyrir þrifum frekar en öðrum röppurum, eins og fyrr greinir. Það eru hins vegar þau örlög hans aö vera svartur einstak- lingur er kann ekki fótum sín- um forráð, sem nú ef að líkum lætur standa honum fyrir frek- ari þrifum. Rokksveitin fræga Boston hefur sannarlega átt nokkuð óvenjulegan feril. Hún sló rækilega í gegn með fyrstu samnefndu plötunni sinni árið 1976 (sem inni- heldur smellinn sígilda More than a feeling) og fylgdi henni svo eftir með Don’t look back tveimur árum síð- ar. En siðan liðu heil átta ár þar til næsta plata Tom Scholz gítarleikara og félaga kom út, Third stage 1986. Nú átta árum eftir útkomu þeirrar plötu er loks von á þeirri fjórðu, nánar tiltekið í apríl. Er nafn gripsins enn á huldu, en smáskífa með lag- inu Need your love kemur út í mars... Pönkið virðist nú í kjölfar almennra vinsælda kraftmikillar rokktónlistar, eiga sér endurnýjun lífdaga og það svo eftir er tekið. Felst það ekki hvaó síst ( því að gamlar sveitir pönksins og nýbylgjunnar koma nú hver af annarri fram á sjón- arsvióið á ný og þá bæði í upprunalegum myndum eða breyttar. Ein þessara sveita sem nú er komin aftur í sinni upprunalegu mynd er Killing Joke, en von er á nýju lagi frá henni I mars. Á svo plata að koma I kjölfarið I apríl. Jaz Coleman og fólagar I Killing Joke aftur saman. Annars hafa þær sögur verið á kreiki að Geordie gítarleik- ari Killing Joke, kæmi sterk- lega til greina sem eftirmað- ur Jim Martin I Faith No More, fönkrokksveitinni far- sælu. Var Martín einmitt lát- inn hætta I henni um síðustu áramót. En vegna þessa nýja samstarfs Killing Joke virðast nú ekki vera miklar líkur á því. Þaó sem svo er býsna merkilegt við nýja lag- ið hjá Killing Joke, (ónefnt) er að það var tekið upp inni I píramíta I Egyptalandi... Breska hljómsveitin Blur, sem er eins bresk og frekast getur orðið, sækir áhrif meðal annars I Bítlana og fleiri þeirra tíma hljóm- sveitir, vinnur nú hörðum höndum að nýrri plötu sem koma á út I maí. Þó ætla þeir félagar I Blur líka að gefa sér tíma til aó halda tónleika meðfram vinnunni, I nýjasta tónleikahúsi Lundúnaborgar, Shephards Bush Empire I mars. Sem poppáhuga- mönnum er kunnugt gerði Blur góóa lukku á síóasta ári með plötunni Modern life is rubbish og þótti hún með betri smíðum ársins... Neil Young snýr enn og aftur með Crazy Horse á nýrri plötu. Hann Neil Young lætur ekki deigan síga frekar en fyrri daginn og er nú kominn á fullt span enn eitt árió. Hann mun þessa dag- ana vera aó klára nýja plötu með hljómsveitinni sinni Crazy Horse auk þess aó skipuleggja tónleikaferð m.a. til Bretlands I sumar. Þá hefur hann endurútgefió lagió sitt vinsæla Rockin’ in the free world. Þess má svo geta einnig að lan McNabb fyrrum söngvari lcicle Works hefur líka verið að taka upp efni með Crazy Horse... Þaó hafa svosem ekki margar sögur borist af hremmingum tónlistar- manna vegna jaróskjálftans mikla I Los Angeles I janú- ar, sem er gott út af fyrir sig, en þeir sluppu nú samt ekki við skakkaföll frekar en aðr- ir. Til aó mynda hefur þaó nú fregnast aó félagarnir I Texastríóinu fræga ZZ Top hafi orðið fyrir miklu tjóni þegar svið sem þeir höfðu látió smíða fyrir myndband og átti að fara aó taka bráð- lega eyðilagðist. Kostaói smíðin um hálfa milljón doll- ara, eóa 35-40 milljónir ísl. kr. Tjónið er því tilfinnanlegt og ekki víst að fáist bætt... Nú um stundir er þaó mjög I tísku eins og kunnugt er, aó heiðra hin ýmsu stórmenni popp- og rokksögunnar, lifandi eóa látin, með margvíslegum hætti. Nú fyrr í þessari viku fór t.d. fram í New York helj- armikil tónleikaveisla til heióurs gamla rokkbrýninu Pete Townshend, for- sprakka The Who. Koma þar við sögu m.a. Eddie Vedder söngvari Pearl Jam, 4 Non Blondes og gömlu írsku þjóðlagagarparnir í The Chieftains. Þaó sem þó e.t.v. vakti mesta athygli vió þessa tónleika til heiðurs Townshend var aó á bak vió allt saman stóð fyrrum söngvari Who, Roger Daltr- ey, sem yfirgaf hljómsveit- ina fyrir langa löngu I ekki allt of miklum vinskap. Þau sár virðist hins vegar öll gróin af þessu aó dæma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.