Dagur - 26.02.1994, Síða 11

Dagur - 26.02.1994, Síða 11
Laugardagur 26. febrúar 1994 - DAGUR - 11 Jón Eiríksson mcð kaffíbolla og cina af hugarflugsmynduni sínum á Súlnabcrgi (Teríunni). Mynd: i>i Jassað með pensli - Jón Eiríksson sýnir á Súlnabergi og í Byggðastofnun Jón Eiríksson, bóndi og myndlistar- maður á Búrfelli í Miðfirði, heldur ekki til stofu að loknu dagsverki á búi sínu, heldur tekur sér pensil í hönd og leyfir hugarfluginu að leika lausum hala á pappírnum. A und- anförnum árum hefur hann lagt stund á ljósmyndun og myndlist jafnframt því að vinna að búi sínu. Þannig sameinar hann ólíka heima í eina hugsun því hann sækir mynd- efni sín gjarnan í sveitina - i þann heim sem bóndinn vaknar til á hverjum morgni og dvelur daglangt við og breytir honum í fantasíur á pappírnum. A sýningu á verkum hans, sem nú stendur yfir á vegum Menningarsamtaka Norðlendinga á Súlnabergi (Teríunni) og í húsa- kynnum Byggðastofnunar á Akur- eyri, gefur að líta sýn inn í þá ver- öld sem þessi ungi bóndi skapar með myndlist sinni. Þessi heimur byggist einkum upp af andstæðum í landslagi sem listamaðurinn stílfær- ir að hætti þeirra myndlistarmanna er bregða fyrir sig súrrealisma. í landslaginu birtast ýmis tilbrigði við dýr og í myndunum sem nú hanga í veitingasal Súlnabergs má víða greina áhrif þeirra - til dæmis veltir listamaðurinn þeirri spurn- ingu fyrir sér hvað búi í kýrhausn- um. „Þaö má kalla þetta hugarflugs- myndir,“ sagöi Jón Eiríksson, yl'ir kaffibolla á Tcríunni þegar hann var að hengja myndir sínar upp. „Eg sæki myndefnið eðlilcga nokkuð í sveitina - í þaö umhverfi sem cg hef fyrir aug- unum frá dcgi til dags. Segja má að ég sé að nokkru Icyti hcppinn að búa í sveit hvað myndlistina varóar. I sveit- inni hef ég marbreytilcg mótíf fyrir augunum og uppspretta hugmyndanna cr frjórri cn í umhverfi borgarinnar. Enda er algcngt að myndlistarmcnn sæki aðföng sín út fyrir borgarmúra." Jón kvaðst vera búinn að stunda myndlistina af fullum krafti í nokkur ár. „Aóur cn ég tók við búinu af fjöl- skyldu minni gaf ég mér nokkurn tíma til að feróast og skoða mig um í heim- inum. A þessum ferðum naut ég þess að fá tækifæri til skoða listasöfn og áhuginn að fara sjálfur út í myndlist fór stöðugt vaxandi. Eg hcf þó ekki farið hcfðbundnar leiðir í því efni. Myndlistamám mitt er stutt - aðeins citt námskeið og segja má að ég hafi byrjað myndsköpunina meó aðstoð ljósmyndavélarinnar því ég byrjaði á að stunda Ijósmyndun, sem ég fæst vió jafnframt myndlistinni. Nú er þctta oróin ástríða hjá mér - ég verð að fást við málverkið. Þess vcgna fcr ég frcmur á vinnustofuna á kvöldin og tck mér pcnsil í hönd en til dæmis að horfa á sjónvarpið.“ I þeim vatnslitamyndum sem Jón sýnir að þessu sinni má grcina nokkur súrrcalísk áhrif en listamanninum er cinnig tamt að fara mjúkum dráttum um myndflötinn. Hann leikur sér mcð liti og form líkt og jassistinn meó tóna hljóðfæris síns. I myndinni „Kýrvá“ scm hangir yfir borði fastagesta á Tcríunni sameinar hann myndefni úr svcitinni, súrrealíska myndsköpun og létta fléttu jassistans. Segja má að þessi húnvctnski myndlistarmaður og bóndi jassi með pensilinn á pappím- um. ÞI SF Þingeyingar - Húsvíkingar! Skrifstofa Dags á Húsavík er flutt að Garðarsbraut 7. Á skrifstofunni er tekið vió greinum, lesenda- bréfum og öðru efni til birtingar. Þaö er einnig auglýsingamóttaka og afgreiosla. Garðarsbraut 7, Húsavík Sími: 41585, Símbréf: 42285. Ju Olötum ekki qáðum árurtgri í iéMksyörnuiu! Mikilvægt er að standa vörð um þann mikla árangur sem náðst hefur í tóbaksvömum á undanfömum ámm. Hjartavemd og Krabbameinsfélagið vara því við öllum breytingum á innflutningi, sölu og dreifingu tóbaks sem ætla má að geti orðið til að auka tóbaksneyslu í landinu, ekki síst meðal ungs fólks. Verði slíkar breytingar samt sem áður gerðar leggja félögin þunga áherslu á að jafnhliða þeim verði gripið til ráðstafana í því skyni að koma í veg fyrir að tóbaksneysla aukist. Tryggja verður m.a. að tóbaksverð lækki ekki og bann við beinum og óbeinum auglýsingum verði virt. Þess er sérstaklega vænst að frumvarp til nýrra tóbaksvamalaga verði sem fyrst lagt fram og tekið til meðferðar á Alþingi. Löngu er orðið tímabært að kveða skýrar á um rétt fólks til reyklauss andrúmslofts og lögfesta ýmis önnur ný úrræði í tóbaksvömum. Krabbameinsfélagiö Hjartavernd AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1982- 1.fl. 1983- 1 .fl. 1984- 2.fl 1985- 2.ÍI.A 1985-2.fl.B 01.03.94-01.03.95 01.03.94-01.03.95 10.03.94- 10.09.94 10.03.94-10.09.94 10.03.94- 10.09.94 kr. 156.874,20 kr. 91.144,10 kr. 75.487,40 kr. 47.954,30 kr. 26.981,40** *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, febrúar 1994. SEÐLABANKIÍSLANDS Landsbanki íslands auglýsir nú fimmta árið í röð eftir umsóknum um NÁMU-styrki. Veittir verða 7 styrkir. Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. IH Allir þeir sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyrir 15. mars 1994 eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. I Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur. Þeir verða afhentir í apríl 1994 og veittir NÁMU-félögum skv. eftirfarandi flokkun: 2 styrkirtil háskólanáms á íslandi, 2 styrkirtil náms við framhaldsskóla hérlendis, 2 styrkir til fram- haldsnáms erlendis og 1 styrkur til listnáms. J4[ Umsóknum ertilgreini námsferil, námsárangur, heimilishagi og framtíðaráform, skal skilað til Lands- banka (slands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. IH Umsóknir sendist til: Landsbanki íslands, Markaðssvið b.t. Berglindar Þórhallsdóttur Bankastræti 7, 155 Reykjavík L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.