Dagur - 26.02.1994, Page 20
Fiskiðjusamlag
Húsavíkur:
Mannfrekar
vinnslu-
aðferðir
- unnið ijórða laugar-
daginn í röð
Fiskiðjusamlag Húsavíkur aug-
lýsti nýiega eftir vönu fólki tii
flskvinnslu. A þessum dögum
atvinnuleysis má telja atvinnu-
augiýsingar til tíðinda. Hail-
grímur Valdimarsson, fram-
leiðslustjóri, sagði að búið væri
að ráða í fimm störf en illa hefði
gengið að fá fólk með verkþekk-
ingu og reynslu til fisk-
vinnslustarfa þó listar með
vinnuumsóknum væru langir.
„Vió þurftum aö bæta vió fólki
og þetta var tilraun hjá okkur meó
aö athuga hvort einhversstaóar
leyndist þaulvant fólk sem vildi
koma til vinnu. Viö fengum að
hluta til vant fólk og réóunt cinnig
óvant fólk, cruni búnir aö ráöa í
störfin," sagöi Hallgrímur.
Mikiö hefur veriö aö gera hjá
FH að undanförnu og í dag er
fjórði laugardagurinn í röö sent
unnió er. Virka daga er venjulega
unnið frá kl. 6 á morgnana til kl.
17 á daginn. „Það hefur veriö
ágætis afli á smábáta þegar gefið
hefur og togarinn hefur aflaó vel.
En í næsta og þarnæsta mánuöi fer
að reyna á aó kvótastaóan er mjög
slök hérna.
Við reynum að haga vinnslunni
þannig aö vinna fiskinn eins mikiö
og mögulegt er og þá þurfum við
kannski ekki svo mjög ntikið hrá-
efni, ef það berst þokkalega jafnt
aö. Vinnsluaöferðirnar eru rnann-
frekar og önnur vinnslustefna
dugar ekki þegar úr takmörkuðum
kvóturn er aó spila,“ sagði Hall-
grímur. Hann sagói að horfur
væru á mikilli vinnu áfram í næstu
viku, og eitthvað væri til af Rússa-
fiski til aó grípa til ef drægi úr afla
sem á land bærist. IM
Akureyri:
Brotist inn í
íbúð og bíla
Rannsóknarlögreglan á Akur- hann hefði játað
Stund niilli stríða. Kcppendur á íslandsbankamótinu áttu frí á fhnmtudag-
inn. Farið var í skoðunarfcrð um Akurcyri og dreypt á kaffi í skákhcimil-
inu. Hcr slá kcppcndur Skákfclags Akureyrar á létta strengi, þcir Margeir
I’ctursson, Olafur Kristjánsson og Gylfi Þórhallsson. Væntanlega verða þeir
alvarlegri á svip um hclgina. Mynd: Robyn.
eyri hefur fengist við nokkur
innbrotsmál í vikunni. A mið-
vikudagskvöld var farið inn í
íbúð við Víðilund og stolið það-
an um 8 þúsund krónum í pen-
ingum en engar skemmdir unn-
ar.
Einn maður hefur verið yfir-
heyröur vegna innbrotsins en í
gærmorgun lá ekki fyrir hvort
Sr. Hjálmar Jónsson á Sauðárkróki, fulltrúi í útvarpslaganefnd:
Frelsið má ekki verða
frelsi hinna fáu til þess
að stjóma liinuin mörgu
Séra Hjálmar Jónsson á Sauð-
árkróki, sem á sæti í útvarps-
laganefnd, er stuðningsmaður
innheimtugjalda Ríkisútvarps-
ins. Hann segir grundvaliarat-
riði að allir þegnar landsins,
óháð efnahagslegri stöðu og bú-
setu, geti átt þess kost að njóta
þjónustu ljósvakamiðla. Ef inn-
heimtugjaldið yrði tekið af
myndu áskriftargjöld fyrirsjá-
anlega hækka verulega.
„Tónninn sent sleginn er í
þessu frumvarpi er að verjast er-
lendri ásókn með öflugri innlendri
dagskrárgerð. Fráleitt væri að
veikja íslenska fjölmiðla. Val'a-
laust má gera betur í rekstri Ríkis-
útvarpsins og við væntum að svo
Jákvæð afkoma Krossaness hf.:
Verksmiðjumii hefur verið
búið betra rekstarumhverfi
- segir Hólmsteinn Hólmsteinsson,
stjórnarformaður
Hólmsteinn Hólmsteinsson,
stjórnarformaður Krossaness
hf., fagnar rekstrarafkomu fyr-
irtækisins á síðasta ári en eins
og fram kom í blaðinu í gær
skilaði það 8,6 milljóna króna
hagnaði.
HELGARVEÐRIÐ
Norðurland veróur í faðmi
fimbulkulda næstu daga.
Veðurstofan spáir stilltu veðri
í dag og um 10 stiga frosti. Á
sunnudag og mánudag verð-
ur áfram hæg austan eða
norðaustan átt, léttskýjað og
allt að 15 stiga frost í inn-
sveitum. Á þriðjudag verður
éljagangur eða snjókoma um
austanvert landið en annars
litlar breytingar.
Þessa dagana er aó komast í
fulla notkun nýr þurrkari í verk-
smiójunni sem fyrirtækió hefur átt
um nokkurn tíma erlendis en ekki
getaó selt. Þurrkarinn rnun auka
afkastagetuna talsvert og með þá
breytingu sem og bætta fjárhags-
stöðu fyrirtækisins segist Hólm-
steinn bjartsýnn á framhaldið ef
góð loðnuveiði helst áfram.
„Jú, við teljum að búið sé aö
snúa þessu töluvert við og mögu-
leikarnir eru meiri meö aukinni af-
kastagetu verksmiðjunnar. Verk-
smiðjunni helur líka verið búið
betra rekstrarumhverfi með skuld-
breytingum og auknu hlutafé en
það vegur þungt að loðnan er á
uppleið. Ef við fáum 3-4 góð
loönuár þá eru góðar líkur á að
fyrirtækið vinni sig út úr þessum
skuldum þannig að fyrirtækið geti
staóió á eigin fótum,“ sagði
Hólmsteinn.
JOH
verði. En í meginatriðum erurn
vió sátt við starfsemi þess. Meira
fé þarf aö skila sér til dagskrár-
gerðar og minnka annan kostnað,“
sagði Hjálmar.
Gert er ráð fyrir því í tillögu
nefndarinnar að næstu tvö árin
verði afnotagjald RUV óbreytt.
Hjálmar segir að með ákvöróun
um að hætta að innheimta afnota-
gjaldió væri mikil hætta á því að
þcir sem minnst hafi á milli hand-
anna hefðu ekki lengur aðgang að
útvarpi og sjónvarpi. „Tvö þúsund
krónur á mánuði lyrir tvær hljóð-
varpsrásir og cina sjónvarpsrás er
lágt gjald,“ sagði Hjálmar. Mciri-
hluti þjóðarinnar vill hafa Ríkisút-
varpið „Eg met mest við sameig-
inlegt álit nefndarinnar að' eiga
áfram sameiginlegt fyrirtæki, Rík-
isútvarpið, sem að mínum dómi
mikill meirihluti þjóðarinnar vill
haía og telur vera sinn vettvang.
Fólk vill að fréttamiðlun sé óhlut-
dræg og Ríkisútvarpið sé vett-
vangur þjóðmálaumræðu, höfði til
fólks á öllum aldri.“
I fyrrakvöld var stofnað til fé-
lagaskapar í Reykjavík til þess að
fá hnekkt skylduáskrift að RUV.
Hjálmar sagðist telja að þcssi fé-
lagsskapur sæi ekki yfir allt svið-
ið. „Þetta snýst ekki síst um rétt-
indi allra til þess aó gcta notið
þjónustu ljósvakamiólanna. Það er
réttindi allra þjóðfélagsþegna til
aó geta tjáó sig, en þaó er að sjálf-
sögðu afar mikilvægt að Ríkisút-
varpið verði aldrei meó réttu sak-
aö um hlutdrægni. Það sem myndi
hiklaust gerast hér er að afnám
skylduáskriftar ntyndi leiða til
verulegrar hækkunar á áskriftar-
gjöldum og þar með myndi ckki
nema hluti landsmanna hafa efni á
að hala aðgang að ljósvakamiðl-
unum. Markaðssjónarmiðin
myndu ekki verða hliðholl þeim
sem búa í dreifðum byggðum
landsins og eru ekki ómerkari
hluti af þjóðinni en hvcr annar.“
„Auðvitað er afnotagjaldió til-
tekinn skattur, en það er innheimt
í nafni þess að allir sitji við sama
borö. Ég vil ekki auka ójöfnuð.
Frelsið má ckki vcrða lrelsi hinna
lau til þess að stjórna hinum
mörgu. Samkeppni í fjölmiðlun
þarf að stefna að því að víkka en
ekki þrengja sjóndeildarhringinn.
Otvíræöir kostir samkeppni hala
komið í Ijós á fjölmiðlamarkaðn-
um þannig að lögin frá 1985 hafa
orðið til bóta.
Mcstu varðar aó mínum dómi
að mikill meirihluti útvarpslaga-
nefndar var sammála um niður-
stöðuna. Það skiptir miklu máli.
Með þessu frumvarpi er skoraö á
einkamiðlana að efla innlenda
dagskrárgeró, þeir fá t.d. forgang
að dagskrárgerðarsjóði. Þcirra
framsókn á markaðnum hefur hins
vegar verið að lengja dagskrána
og kaupa crlcnt efni, misjafnt að
gæóum. Frumvarpsdrögin stefna
að því að auka tjölbrcytnina í dag-
skrárgcró og styrkja innlenda að-
ila til þess að vinna dagskrána,“
sagði Hjálmar Jónsson.
óþh
Aðlaranótt fimmtudags var far-
ið inn í marga bíla á svæóinu í
kringum Oddeyrargötu og greip
lögreglan tvo unglinga glóðvolga.
Þeir höfðu ekki haft mikið upp úr
krafsinu cn lögreglan rakti slóð
þcirra að um 70 bílum sem þeir
höfóu átt við á þessu svæöi. SS
Við
tökum vel á
móti ykkur
alla daga
til kl. 22.00
Byggðavegi 98
■BBBBBBBEBBBBBBEBBEEBBRBREBRBBBBa
- —- g . B
Trio
Eldavél, bökunarofn og uppþvottavél
kr. 99.845
SKAUPLAND
Kaupangi v/Mýrarveg. simi 23565
Sjávarréttakvöld
Hið geysivinsæla sjávarréttakvöld okkar
verður haldið laugardaginn 5. mars.
Stórkostlegt úrval sjaldgæfra sjávarrétta, heitra og
kaldra á hlaðboröi.
Veislan hefst kl. 19.30 með hanastéli og Ijúfri tónlist.
Dansað verður til kl. 03.00.
Pantanir í síma 61488.
SÆLUHÚSIÐ DALVÍK