Dagur - 08.03.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 08.03.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 8. mars 1994 VlnnlngsJölur laugardagkin í (37X^1 05. 03.1994 B) (25) VINNINGAR | UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 | 0 5.595746 2.**zm 5 118.148 3. 4al5 I 124 8.217 4. 3af5 I 4160 571 Heiidarvinningsupphæð þessa viku: 9.580.754 BIRGIR upplvsingar:sImsvahi 91-681511 lukkul!na991002 Ráðhústorgi 5, 2. hæð Gengið inn frá Skipagötu Sími 11500 Móasíða: Mjög fallegt raðhús ásamt þakhæð og rúmgóðum bllskúr samtals um 176 fm. Skiptl á minni eign koma til greina. Gilsbakkavegur: 3ja-4ra herb. neðrl hæð í tvíbýli um 93 fm. í góðu lagi. Hagstæð lán. Hjallalundur: 2ja herb. (búð á 3. hæð um 54 fm. f ágætu lagi. Laus eftir samkomulagi. Smárahlíð: 2ja herb. ibúð á 2. hæð um 58 fm. Ástand gott. Laus eftir samkomulagi. Einholt: Mjög gott raðhús á tveimur hæðum 5-6 herb. um 136 fm. Skipti á 3ja-4ra herb. (búð koma til greina. Skarðshlíð: Mjög góð 4ra-5 herb. endaíbúð á 2. hæð um 116 fm. Laus eftir samkomu- lagi. Vantar: Góða 3ja-4ra herb. (búð á 2. hæð á Brekkunni. Gott einbýlishús á einni eða einni og hálfri hæð með bílskúr. Litlar tveggja herb. ibúðir á Brekkunni. FASTEIGNA & II skipasala3£T NORÐURLANDSÍI Ráöhústorgi 5, 2. hæð gongið inn frá Skipagötu Opiö virka daga frá kl. 9.30-11.30 og 13.15-17. Sölustjóri: Pétur Jósefsson Lögmaöur: jm Benedikt Ólafsson hdl. |f™ HEILRÆÐI HESTAMENN! HJÁLMUR ER JAFN NAUDSYNLECUR OC REIDTYGIN. SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS RAUDI KROSS ÍSLANDS Af hverju er greitt fyrir not af tónlist? Vegna umfjöllunar í ijölmiðlum um STEF og opinbcran flutning tónlist- ar, sem ýmsir álíta að sé endur- gjaldslaus, hefur stjórn samtakanna tekið saman cftirfarandi grcinar- gerð þar sem m.a. er svarað margs konar misskilningi og rangfærslum sem birst hafa á prenti og á öldum ljósvakans að undanfornu. Hvað er STEF? I upphafi er rétt að vekja athygli á því að aðild aó Sambandi tón- skálda og eigenda ilutningsréttar (STEFi) eiga lang tlest þau íslensk tónskáld og textahöfundar, sem eitthvað hafa látió að sér kveða á þessu sviði, jafnt þeir sem samið hafa „alvarlega“ og „létta“ tónlist og texta vió hana. STEF hefur síð- an gert gagnkvæma samstarfs- samninga við systursamtök í flest- um menningarlöndum heims og sér samkvæmt þeim samningum um að innheimta höfundarréttar- gjöld af tónlistarflutningi hér á landi fyrir erlend tónskáld og textahöfunda meðan systursam- tökin gera slíkt hið sama fyrir ís- lensk tónskáld og textahöfunda er- lendis. Höfundarréttur er stjórnarskrárvarinn Réttur höfunda, þ. á m. tónskálda og textahöfunda, telst til cignar- réttinda og nýtur þar með verndar stjórnarskrárinnar. Höfundaréttur fer eftir höfundalögum nr. 73/1972, meó síðari breytingum. Höfundalögin eru í meginatriðum byggó á alþjóðasáttmáluni um höfundarétt, þ. á m. Bernarsátt- málanum til verndar bókmenntum og listaverkum frá 1886, með síð- ari breytingum, en aðild aó þeim sáttmála eiga nú flest þeirra ríkja sem telja má nútíma mcnningar- ríki. Samkvæmt höfundalögum er óhcimilt að flytja listaverk, þ. á m. tónverk, opinberlega nema með leyfi höfundar. I lögunum sjálfum og greinargerð, sem fylgdi frum- varpi til laganna þegar það var lagt fyrir Alþingi, er „opinber flutningur" skýröur mjög rúmt. Þannig er í greinargerðinni sagt að það teljist ekki opinbcr flutningur ef verk eru kynnt „á hcimilum, í lokuóum hópi fjölskyldu eóa kunningja", en hins vegar segir Magnús Kjartansson, formaður STEFs. þar berum orðum að um opinber- an flutning sé aó ræöa ef verk er „flutt eða sýnt á stöðum, sem al- menningur á frjálsan aðgang að, hvort heldur gegn aðgangseyri eóa gjaldfrjálst“. í höfundalögum er sérstaklega tekió fram að það teljist sjálfstæð- ur flutningur á verki í skiiningi laganna „þegar útvarpsflutningi á tónlist eóa bókmenntaverki er dreift til almennings meö hátalara cða á annan hátt“. I útvarpslögum nr. 68/1985 er hugtakiö „útvarp" ekki skýrt cins rúmt og í höfunda- lögum, en rétt er að endurtaka aö um rétt höfunda gilda höfundalög, en ekki útvarpslög eóa önnur lög. Tónlist er eins og hver önnur „vara“ Þessum ákvæðum höfundalaga er ætlaó að tryggja aó höfundar, þ. á m. tónskáid og textahöfundar, fái endurgjald fyrir það þegar verið er að nota „afurð“ eða „vöru“ sem þeir hafa skapað eins og hverjir aðrir í þjóðfélaginu sem stunda einhverja „framleiðslu“. Skiljan- lega á almenningur erfitt meó aó átta sig á því að eðlilegt sé aö greiða fyrir not á tónlist, sem eng- inn getur þreifað á þótt hún heyr- ist, alveg á sama hátt og verió er aó grciða fyrir ýmiss konar vöru og þjónustu. Kaupmaöurinn telur t.d. sjálfsagt aö hann eigi að fá greidda álagningu í vöruverði þótt hennar sjái ekki bein merki á vör- unni, en llnnst á sama tíma óeðli- lcgt að greióa lítilræði fyrir það að laða aó vióskiptavini meó því aó nota „vöru" á borð við tónlist. Ef hægt væri aó flytja tónvcrk úr útvarpi, án þess að tónhöfundar fengju sérstakt endurgjald fyrir, væri hægur vandi að nota tónlist endurgjaldslaust t.d. á dansstöðum og í heilsuræktarstöðvum, þar sem tónlistin er talin ómissandi. I samningum STEFs viö útvarps- stöðvar er líka sérstaklega tekið fram að heimild til flutnings tón- verka í útvarpi feli ekki í sér neinn rétt til handa útvarpsnotendum til opinbers flutnings á tónlist úr út- varpi. Höfundaréttur er alþjóðlegur Þau ákvæói íslensku höfundalag- anna, sem.hér hefur verió vitnað til, eru öll í samræmi við alþjóða- sáttmála um höfundarétt og þar með höfundalögum í flestum ríkj- um heims. I öllum nágrannalönd- um okkar hefur um árabil verió innheimt höfundaréttargjöld af þeim stöðum þar sem tónlist hefur verið flutt opinberlega, þ. á m. í verslunum og flugvélum, á ferj- um, hárgreiðslu- og rakarastofum, svo aó nokkur dæmi séu tekin. Ekki skattur, heidur endurgjald fyrir afnot I umfjölluninni aó undanförnu hefur því olt vcrið haldið fram aö höfundaréttargjöld vegna opinbers llutnings á tónverkum væru skatt- ur. Þetta er alrangt, því eins og gerð hefur verið grein fyrir hér aö framan er um að ræóa endurgjald fyrir not á „vöru" - endurgjald sem rennur til þeirra einstaklinga sem „framleitt“ hafa „vöruna". Gjöldin byggjast ýmist á samning- um STEFs við þá aðila, seni tón- list flytja, t.d. útvarpsstöðvarnar, eöa gjaldskrá sem stjórn samtak- anna hefur sett með heimild í höf- undalögum og staðfest hefur verið af menntamálaráóuneytinu. Sam- kvæmt gjaldskránni nema höf- undaréttargjöld til STEFs vegna flutnings tónlistar í vcnjulegri rak- ara- eða hárgreiðslustolu kr. 4.124 cða 8.249 á ári, þ.e. kr. 16-32 fyrir hvern virkan dag, eftir stærð stof- unnar. Tekjunum er úthlutað til réttra aðila Aö gcl'nu tiiefni er rétt að skýra frá því aó þeim tekjum, sem STEF innheimtir, er úthlutaó jafn óðum til tónskálda, textahöfunda og annarra rétthafa aó tónlist sem ílutt eóa gefin er út. Meirihluti tekna, sem innheimtur er fyrir flutning tónlistar hér á landi, rcnn- ur til erlendra rétthafa. Hinum hlutanum er skipt á milli innlendra rétthafa miöað við það hvaóa tón- list hefur verið flutt í útvarpi og annars staóar. I því efni er m.a. byggt á tónflutningsskýrslum frá útvarpsstöðvunum sem þeim er, samkvæmt samningum við STEF, skylt að láta samtökunum rcglu- lega í té. Því miður hefur orðið misbrest- ur á því að minni útvarpsstöðvarn- ar geróu þaö og þess vegna hefur ckki verið hægt að taka tillit til flutnings tónlistar í þeim stöövum við úthlutun til rétthafa. Það hefur hins vegar ekki leitt til þcss að minna fé væri úthlutað en til skipta er hverju sinni, heldur hafa höfundar „léttrar" tónlistar, en slík tónlist cr nær einvörðungu flutt á umræddum stöðvum, fengið mcira fyrir llutning verka sinna á stóru stöóvunum en þeir heföu clla lcngió ef lull skil hcfðu verió gerð á tónflutningsskýrsium. Það cr því sem betur fer rangt aó höfundar „Iéttrar" tónlistar hafi borið skarð- an lilut frá borði vegna þessara va- nefnda minni útvarpsstöðvanna á samningsskyldum sínum. Samvinna í stað iildeiina Aó lokum vill stjórn STEFs taka fram að hún óskar eftir scm bestri samvinnu við þá aðila scm kjósa að flytja tónlist opinbcrlcga. Þeir, sem ckki flytja tónlist þannig að viðskiptavinir megi njóta hcnnar, grciöa hins vegar cngin gjöld til STEFs vegna þess aó um cr að ræða cndurgjald fyrir not á „vöru" cins og lýst cr hcr aö framan. í stjórn STEFs, Magnús Kjartansson, formaður, Askell Másson; varaformaður, Arni Harðarson, Hrafn Pálsson, John Speight, Ólafur Jóhann Símonarson, Þórir Baidursson. Kór Akureyrarkirkju með tónleika í kvöld Kór Akureyrarkirkju heldur tónieika í Akureyrarkirkju í kvöld, þriðjudaginn 8. mars, kl. 20.30. Tónleikarnir eru liður í Kirkjuviku í Akureyrarkirkju. Stjórnandi er Björn Steinar Sól- bergsson. Dóróthea Dagný Pét- ursdóttir leikur á orgel og ein- söngvari er Ingibjörg Guðjóns- dóttir, sópran. A efnisskrá tónleikanna er fjöl- brcytt blanda íslenskrar og cr- lendrar kirkjutónl istar. Kórinn flytur verk cftir fjögur ísicnsk tón- skáld; Róbert A. Ottósson, Jakob Tryggvason, Sigvalda S. Kalda- lóns og Björgvin Guðmundsson. Þá flytur kórinn verk eftir Edward Elgar (1857-1934), Lajos Bárdos (i 899-1986), Gioacchino Rossini (1792-1868) og Felix Mendels- sohn Bartholdy (1809-1847). Ingibjörg Guðjónsdóttir syngur einsöng mcð kórnum í Ave María eftir Sigvalda S. Kaldalóns og Helgisöng eftir Mendclssohn við þýðingu Þorstcins Valdimarsson- ar. Auk þess syngur Ingibjörg Kvöldbæn eftir Björgvin Guö- mundsson og Salve Regina eftir Giacomo Puccini. Ingibjörg Guðjónsdóttir nam Kór Akureyrarkirkju. Ingibjörg Guðjónsdóllir syngur ein- söng incð Kór Akureyrarkirkju á tónleikum kórsins í Akureyrar- kirkju í kvöld kl. 20.30. söng við Tónlistarskólann í Garðabæ og lauk þaðan burtfarar- prófi vorið 1986. Arið áður sigr- aði hún í Söngvakcppni Sjón- varpsins og vann sér rctt til þcss að taka þátt í alþjóðlcgri kcppni ungra söngvara í Cardiff í Walcs sumarið 1985. Ingibjörg lör síðan tii náms vió Indiana Univcrsity í Bandaríkjunum og lauk þaðan BM-prófi. Ingibjörg hefur komið l'ram scm cinsöngvari við hin ýmsu tækifæri hér á landi og crlcndis. Hún söng m.a. hlutvcrk Mimiar í uppfærslu Operusmiöjunnar á La Bohemc í Borgarleikhúsinu. Hún var í 8 manna úrslitum um Tón- vakann, tónlistarvcrðlaun RUV og í septcmbcr sl. var hún fulltrúi ís- lands á Tónlistarhátíð ungra nor- rænna cinlcikara og cinsöngvara í Stokkhólmi. I síðasta mánuði komst hún svo 6 manna úrsiit í Leslie and Dorothy Blond Award. alþjóðlegri söngkeppni í Bret- landi. (Fréltalilkynning)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.