Dagur - 08.03.1994, Blaðsíða 10

Dagur - 08.03.1994, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 8. mars 1994 ENSKA KNATT5PYRNAN ÞORLEIFUR ANANÍASSON Er Man. Utd. að missa flugið? Spenna að myndast á toppnum eftir tap meistaranna gegn Chelsea - Blackburn sækir fast að toppsætinu Það virðist sem hið ómögulega sé nú að gerast í Úrvalsdeildinni ensku. Það virtist fyrir skömmu sem ekkert gæti komið í veg fyr- ir auðveldan sigur Man. Utd. í deildinni. Liðið hafði mikla yfir- burðastöðu og ekkert virtist geta ógnað stöðu liðsins. En fljótt skipast veður í lofti og nú hefur lið Blackburn verið að naga af forskoti Man. Utd. og er nú svo komið að forysta liðsins er aðeins fjögur stig og allt virð- ist geta gerst á endasprettinum í vor. En Htum þá á leiki laugar- dagsins. ■ Chelsea er eina liðió sem sigrað hefur Man. Utd. í deildinni í vetur og á laugardag mættust liðin á Old Trafford í Manchester. Heima- menn voru sterkari aðilinn í leikn- urn, en leikmenn Chelsea vörðust vel rneð markvörðinn Dimitri Kharine sem besta mann. Paul Parker átti þrumuskot framhjá marki Cheisea af löngu færi snemrna leiks og þeir Roy Keane og Ryan Giggs fengu báðir góó tækifæri til aó skora fyrir meistar- ana. Mark Hughes fékk síðan opið færi, en þrumaði boltanum yfir markió af stuttu færi. Það var síð- an á 65. mín. sem reiðarslagió kom er Chelsea komst í skyndi- sókn, boltinn barst inní teiginn þar sem Mark Stein náði að skalla boltann til Gavin Peacock sem slapp í gegn og skoraði af öryggi eina mark leiksins. Það var ein- mitt Peacock sem skoraói sigur- mark Chelsea í fyrri leik liöanna í vetur og því athugandi fyrir Alex Úrslit í vikunni Úrvalsdeild Oldham-Lecds Utd 1:1 Tottcnhain-Aston Villa 1:1 1. deild Nottingham For-Petcrborough 2:0 Notts County-Barnslcy .3:1 Southend-Millwall 1:1 Endurteknir jafnteflisleikir úr FA- bikarnum Charlton-Bristol City 2:0 lpswich-Wolves 1:2 Deildabikarinn undanúrslit síðari leikur Sheffield Wcd-Manchcster Utd 1:4 Evrópukeppnin fyrri leikur Torino-Arsenal 0:0 Um helgina Úrvalsdeild Blackburn-Liverpool 2:0 Everton-Oldhani 2:1 Ipswich-Arsenal 1:5 Leeds Utd-Southampton 0:0 Manchester Utd-Chelsea 0:1 QPR-Manchester City 1:1 Sheffield Wed-Newcastle 0:1 Swindon-West Ham 1:1 Tottenham-Sheffield Utd 2:2 Wimbledon-Norwich 3:1 Coventry-Aston Villa 0:1 1. deild Birmingham-Barnsley 0:2 Bolton-Charlton 3:2 Bristol City-Derby 0:0 Middlesbrough-Wolves 1:0 Nottingham For-Luton 2:0 Pctcrborough-Southcnd 3:1 Portsmouth-Crystal Palacc 0:1 Sunderland-Notts County 2:0 Tranmere-Grimsby 1:2 Watford-Oxford 2:1 WBA-Stoke City 0:0 Millwall-Leicester 0:0 Blackburn sótti oft stíft að marki Liverpool í leik iiðanna á iaugardag en hér bjargar Bruce Grobbeiar, markvörður Liverpool. Trevor Morley skoraði mark Wcst Ham í lciknum gegn Swindon. ■ Wimbledon vann öruggan sigur á heimavelli gegn Norwich þrátt fyrir að Efan Ekoku næói forystu fyrir Norwich eftir scndingu frá Chris Sutton á 6. mín. Robbie Earle jafnaði meö skalla fyrir Wimbledon á 37. mín. og hann kom liði sínu yfir eftir 20 mín. leik í síðari hálílcik meó síðara marki sínu. Lokaorðið í leiknum átti síðan Dean Holdsworth með þriðja marki Wimbledon er 15 mín. voru til leiksloka sem hann skoraði með skoti úr þröngu færi. ■ Arsenal liðió tók Ipswich held- ur betur til bæna á útivelli og sigr- aði 5-1. Ian Wright náói forystu fyrir Arsenal á 18. mín. og 5 mín. síðar skoraði Eddie Youds sjálfs- ntark er hann reyndi að stöðva lyrirgjöf Anders Limpar. 5 mín. fyrir hlé fiskaði Limpar víta- spyrnu er Mick Stockwell braut á honum á vítatcigslínu og Wright skoraði örugglega úr vítaspyrn- unni. Ray Parlour skoraði fjórða nia.k Arsenal mcó skalla 6 mín. eftir hlé, en síðan skoraði bak- Ferguson að kaupa piltinn áður en hann verður til frekari vandræða. Chelsea varð þó fyrir áfalli í leiknum er Stein var borinn meiddur útaf, en liðið má illa vera án hans. Paul Ince var síðan hárs- breidd frá því að jafna fyrir Utd. undir lokin, en Kharine var enn sem fyrr á réttum stað í markinu og varði naumlega. ■ Blackburn nýtti sér vel hin óvæntu úrslit á Old Trafford og vann öruggan sigur á heimavelli gegn Liverpool 2-0. Varnarleikur Liverpoolliðsins var ekki sannfær- andi í leiknum og Jason Wilcox náði forystu fyrir Blackburn á 17. mín. eftir snögga sókn og góöa sendingu Stuart Ripley fyrir mark- ið. Heimamcnn gerðu síðan útum leikinn meó síðara marki sínu á 65. mín., en þá skoraói Tim Sher- wood af öryggi eftir undirbúning Wilcox og Alan Shcarer og staða Blackburn hefur styrkst verulega í toppbaráttunni. ■ Stórskemmtilegum leik Totten- ham og Sheff. Utd. lauk með 2-2 jafntefli eftir að Alan Kelly mark- vörður Sheff. Utd. hafði séð til þess að staðan var markalaus í hálíleik. En í upphafi síðari liálf- leiks náði Brian Gayle óvænt for- ystu fyrir Sheff. Utd. af stuttu færi, en Kevin Scott jafnaði meó glæsilegu skallamarki á 64. mín. eftir aukaspymu Darren Anderton. Nathan Blake sem komið hafði inn á sem varamaður hjá Sheff. Utd. slapp síðan í gegnum vörn Tottenham er 5 mín. voru til leiks- loka og náði að nýju forystu fyrir lið sitt, en Jason Dozzell tryggði Tottenham jafnteflið á síðustu mín. leiksins eftir undirbúning þeirra Nick Barmby og Ronny Rosenthal. ■ Swindon hafói betur í fyrri hálfleik gegn West Ham, en náði þó ekki að skora þrátt fyrir góó færi sem þeir Frank McAvennic og Jan Age Fjortoft fengu. Það rcyndist liðinu dýrt á 3. rnín. síð- ari hálfleiks er Trevor Morley náði forystunni fyrir West Ham af stuttu færi eftir aö Lee Chapman hafði skallað til hans boltann. En það var síðan Norðmaðurinn Fjortoft sem náði aö jalna leikinn fyrir Swindon er 2 mín. voru til leiksloka með glæsilegu skalla- marki í bláhornið uppi. ■ Everton sigraði Oldham 2-1 í hörkuleik þar sem Preki náöi for- ystu fyrir Everton með glæsilegu marki úr aukaspyrnu af löngu færi 5 mín. fyrir hlé. Forysta liósins stóð þó ekki lcngi því 3 mín. síðar jafnaði fyrrum Everton leikmaður Graeme Sharp leikinn með skoti af stuttu færi, en Sharp var rekinn útaf síðar í leiknum lyrir aó hella sér yfir línuvörðinn. Sigurmark Evcrton skoraði síðan Graharn Stuart um miðjan síðari hállleik cr hann slapp í gegnum vörn Old- ham og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton. ■ Leeds Utd. varð að gera sér markalaust jafntefli á heimavelli að góðu gegn Southampton og mátti raunar þakka markverði sín- um John Lukic sem varöi hrcint frábærlega frá Iain Dowie og Matthew Le Tissier í sömu sókn- inni. Southampton treysti á varn- arleikinn og hcimamenn fengu ekki mörg færi, helst góður skalli frá Gary Specd og hörkuskot Bri- an Deanc sem fór naumlega lram- hjá. vöróur Arsenal Lee Dixon eina mark Ipswich er hann skallaói boltann glæsilega í eigið mark. Lokaoróió átti síðan Wright er hann fullkomnaði þrennu sína cr 4 mín. voru til leiksloka, en þá slapp hann í gegnum vörn Ipswich eftir góða sendingu frá Tony Adams. ■ Andy Cole skoraði sigurmark Newcastle á útivelli gegn Shelf. Wed. er 2 mín. voru til leiksloka. Dæmd var aukaspyrna utan víta- teigs er Andy Pearce felldi Cole sem var kominn í gegn. Pearce var rekinn útaf og Pcter Beardsley hamraði aukaspyrnuna inn að marki Sheff. Wed. þar sem boltinn hrökk af varnarmanni til Cole sern þakkaði lyrir sig og sendi hann raklciðis í netið. ■ Jafntelli varó í leik Q.P.R. og Man. City þar sem Gary Penricc náöi lórystu fyrir Q.P.R. á 28. mín. cr Tony Coton í marki City ætlaði að sparka boltanum frá marki en tókst ekki betur til en svo að boltinn fór í Pcnrice og þaðan í markið. David Rocastle náói að jafna lýrir City á 55. mín. eltir einleik og þar við sat. ■ A sunnudaginn mættust lið Covcntry og Aston Villa þar sem Tony Daley skoraði eina mark leiksins og sigurmark Aston Villa í fyrri hálfleik. Við sigurinn færð- ist Aston Villa uppí fimmta sæti Úrvalsdeildarinnar. Þ.L.A. Staðan Úrvalsdeild Man. Utd 30 20 8 2 59:28 68 Blackburn 31 19 7 5 46:23 64 Arsenal 31 1412 5 39:17 54 Newcastle 30 15 6 9 52:28 51 Aston Villa 30 13 10 7 38:28 49 Leeds 30 1212 6 42:29 48 Liverpool 31 13 8 1050:4047 Shcff.Wed 30 11 10 8 53:39 44 Norwich 31 10 14 7 50:43 44 QPR 2811 7 10 43:37 40 Wimbledon 29 10 9 10 34:4039 Coventry 32 9 11 12 32:3838 West Ham 30 9 11 10 28:38 38 Evcrton 31 10 6 15 35:42 36 Ipswich 30 8 12 10 27:37 36 Tottenham 32 7 11 14 42:4632 Chelsea 29 8 8 13 31:39 32 Southampton 30 9 4 17 32:41 31 Manch. City 31 6 12 13 26:39 30 Oldham 30 6 9 15 26:50 27 Sheff. Utd 30 4 1214 26:47 24 Swindon 32 4 1216 37:74 21 1. deild Crystal Pal 3318 8 7 55:3562 Charllon 3216 7 9 42:3055 Leicestcr 3215 9 8 51:40 54 Nott. Forest 31 15 8 8 51:3353 Millwall 30 14 9 7 44:34 51 Dcrby 3314 6 12 51:47 51 Stoke 3214 8 1042:43 50 Tranmere 3114 7 1043:37 49 N. County 3315 4 1448:54 49 Wolves 31 11 12 8 46:32 48 Bristol City 3312 101137:3846 Southend 3313 5 15 47:47 44 Bolton 3211 101143:37 43 Middlcsbro 30 11 10 9 40:31 43 Luton 31 12 5 1442:4041 Portsmouth 33 1011 1336:45 41 Sunderland 3212 6 14 35:4042 Grimsby 31 8 14 9 38:37 38 Barnsley 30 8 7 15 39:46 34 Watford 33 9 7 17 49:65 34 WBA 32 9 9 1445:49 33 Petcrboro 31 7 1014 30:39 31 Birmingham 33 7 9 17 32:52 30 Oxford 31 7 7 17 33:58 28

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.