Dagur - 22.03.1994, Blaðsíða 1

Dagur - 22.03.1994, Blaðsíða 1
77. árg. Akureyri, þriðjudagur 22. mars 1994 56. tölublað Fenningar- fötiníáf ^ HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Fiskeldi Eyjaflarðar: Fjármagnskostnaður orsakar rekstrartap Hlutafé í Fiskeldi Eyjafjarðar er nú um 105,2 milljónir króna og hækkaði um 10,5 milljónir á síð- asta ári. Rannsóknastyrkir til fyrirtækisins námu alls um 30 milljónum króna á árinu auk annarra tekna að upphæð um 50 þúsund krónur. Tap af rekstri varð um 860 þúsund, sem er nokkuð hærra en á árinu 1992 og munar þar mestu um fjármagnskostnað; vaxtagjöld verðbætur og gengismun þar sem tap án fjármagnsgjalda er aðeins um 30 þúsund krónur. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi félagsins sem hald- inn var síðastliðinn laugardag. Samkvæmt efnahagsreikningi fyrirtækisins í árslok 1993 nemur stofnkostnaður þcss nú 41,8 miilj- ónum króna, sem cr 37,4% af heildareignum. Fyrirtækið var stofnað sem þróunarfyrirtæki og ckki gcrt ráð lyrir tckjum af l'ram- leiðslu fyrr en þróun lúðueldis í matfiskstærð verði að veruleika. Á undanlornum árurn hefur verið unnið aó margvíslegum rannsókn- um á klaki og eldi lúðu á vegum Fiskeldis Eyjafjarðar og hefur starfsemin vaxió mikið á undan- förnum árum. Stefna forráða- manna fyrirtækisins hefur ætíð verió sú að ná sem bestum tökum á eldi áóur en farið yrði af stað meó framleiðslu á matfiski til slátrunar og er enn nokkurt þróun- arstarf framundan. Byggðastofnun hefur styrkt stofnun og starfsemi Fiskeldis Eyjafjaröar verulega og á nú 17,5% hlut í fyrirtækinu. Aðrir stórir hluthafar eru; Utgerðarfélag Akurcyringa með 10,8 hlutafjár, Hafrannsóknastofnun meö 10,1%, Akureyrarbær meó 9,5%, Arnar- neshreppur meó 9%, Umbúðamið- stöðin meó 6,4% og Samherji með 5,3%. Alls skiptist hlutafé í Fisk- cldi Eyjafjarðar á 63 hluthafa. ÞI Súlan EA landaði 700 tonnum í Ólafsfírði - loðnukvóti skipsins búinn Ágæt loðnuveiði hefur verið undanfarna daga suðvestur af Jökli og hafa bátarnir verið að fá óhrygnda loðnu. Getum er að því leitt að það sé frekar loðna sem hafí nýlega gengið upp að Vestfjörðum og síðan suður með landinu og muni hrygna við Reykjanes eða ganga jafnvel alla leið suður til Vestmanna- eyja til hrygningar. Óvíst er um frekari veiði í bili þar sem vax- andi lægð er suðvestur af land- inu og spáð er austan og norð- austan roki eða ofsaveðri á mið- unum fyrir vestan land. Súlan EA-300 landaði 700 tonnum í Olafsfírði í gær cn afí- ann, sem er blandaður karlsílunt og hrygndri loðnu, fékk skipið á tveimur dögum. Súlan landaði á Bolungarvík sl. lostudag. Reynt var að krcista hrogn úr loðnunni cn árangurinn var fremur slakur. Kvóti skipsins er búinn cn enn cru óvcidd um 167 þúsund tonn af loðnukvótanum og því auövelt aö fá kvóta ef eitthvað fínnst og veó- ur helst sæmilegt til vciða. Áhöfn- in kom heim í gær, að undantckn- unt þcim sem sáu um löndunina og sigldu skipinu til Akureyrar í gærkvöld. Nokkrir úr áhöfninni hafa ekki kontið heim í tvo mán- uði, cða síóan loðnuveiðin hófst aó nýju 17. janúar, þ.e. eftir sjó- mannaverkfall. Sumum hefur þó tekist að skjótast þegar landað hefur verið í Olafsfirði eða á Þórs- höfn, en þá voru mcnn scttir í land í Ólafsfírði á leið austur og síðan teknir aftur um borð á vcsturleió. Súlan hefur ekki landað í heima- höfn á vertíðinni. Til Ólafsfjarðar hafa borist rúm 2.600 tonn af loðnu. Móttöku er hætt á Raufarhöfn og einnig er lokió vió að bræóa þá loðnu sem þangað barst á vetrar- vertíðinni en þaó voru 24.000 tonn, cn alls unt 80.000 tonn á vetrar- og haustvertíð. Björg Jónsdóttir ÞH-321 land- aói 580 tonnum á Þórshöfn sl. laugardag og Þórður Jónasson EA-350 kom þangað með 680 tonn í gær og voru unnin hrogn úr þeim farmi. Á Þórshöfn hefur ver- ió landað 19.000 tonnurn af loðnu á vctrarvcrtíð. Bergur VE-44 landaði í Krossanesi sl. laugardag og hafa þá borist þangað 12.700 tonn á vctrarvertíðinni. ísleifur VE-63 landaði 1.000 tonnum á Siglufírði sl. sunnudag og Örn KE-13 var væntanlegur þangað í gærkvöld. Loðnuverk- smiðjur SR-mjöls hf., sem eru á fimm stöðunt á landinu, hafa tekið á móti liðlega 150.000 tonnum á vetrarvertíðinni og þar af hefur verksmiójan á Siglufirði fengið um 47.000 tonn. GG Fimm börn á fæðingardeild Sjúkrahúss Húsavíkur sl. fóstudag. Þetta eru tvær dömur og þrír herrar - fjórir Húsvík- ingar og cinn Aðaldælingur. Fæðingum fjölgar á Húsavík - ekki of seint að eignast barn á árinu, segir Lilja Skarphéðinsdóttir, ljósmóðir „Það er gott útlit með fæð- ingafjölda næstu niánuði og ef fólk bregst skjótt við er ekki of seint að vera með á þessu ári,“ sagði Lilja Skarphéðinsdóttir, Ijósmóðir á Sjúkrahúsinu á Húsavík. Þar hafa fæðst óvenju mörg börn að undanförnu. Alls eru fædd 18 börn á árinu, cn allt árið í fyrra fæddust aðeins 39 börn á deild- inni. Að vísu voru það óvcnjufáar fæðingar, nær hclmingi færri en venja var til á árum áður. Fyrir helgina voru fimm ný- fædd börn á fæðingardeildinni og cr frekar óvenjulcgt síðustu árin að svo mörg börn séu þar í einu. Lilja sagði aö fæóingar yröu þó oft í törnum og hún átti von á nýrri törn um næstu mánaóamót. Hún sagði aó von væri á mörgum börnum næstu mánuðina og ekki of scint fyrir vióbragðssnögga for- eldra að vera með á þessu ári. Lilja sagði að kalda sumarsins í fyrra væri ekki enn farið að gæta varðandi barnafjöldann og taldi ekki aó þaó ylli fjölgun fæðing- anna á staðnum, öllu heldur að fólk sæi orðið bctur hver væri mesti fjársjóðurinn í lífinu. IM Sveitarfélög í Eyjafirði: Skoða möguleika á sameiginlegri upplýsinga- og markaðsskrifstofu Af hálfu Akureyrarbæjar hefur þess verið farið á leit við Um- ferðamiðstöðina hf. á Akureyri að hún annist áfram rekstur upplýsingamiðstöövar fyrir ferðamenn á komandi sumri. Að undanförnu hefur verið nokkuö óljóst hvernig þessum þjónustu- lið við ferðamenn yrði fyrir komið í framtíðinni. Eftir kom- andi sumar gæti orðið til upp- lýsinga- og markaðsskrifstofa sveitarfélaganna við Eyjafjörð sem hefði meðal annars á sinni könnu að veita ferðafólki nauðsynlegar upplýsingar. Fjallað var um stofnun skrif- stofunnar á fundi Héraösnefnd- ar Eyjafjarðar í fyrri viku og var ákveðið að leggja fyrir sveit- arfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu hugmyndir um slíkt samstarfs- verkefni. Nefnd var starfandi á vegum Héraðsnefndar Eyjafjarðar og lagði hún þaó álit sitt fyrir nel'nd- ina að æskilegt væri að koma á fót upplýsinga- og markaðsskrifstofu Nýr togari ÚA öxuldreginn í Kanada: Tilbúinn á grálúðu, karfa- og rækjuveiðar Útgerðarfélag Akureyringa hf. hefur fengið staðfestingu á kaupverði togarans Cape Adair frá seljandanum, Northern Sea í Kanada. Eftir er að taka skipið í slipp, botnskoða það og botn- mála en hugsanlega verður það allt málað. Skipið er of stórt til þess að hægt sé að taka það í slipp hérlendis og af þeim sökum er m.a. nauðsynlegt að það fari í slipp erlendis. ÚA hefur einnig fengiö staðfest vcrótilboð í það verk sem fram- kvæma þarf í slipp í Kanada og út frá því ræðst hvenær skipið kemur til Ákureyrar, en reiknað er meó aó það veröi seinni hluta apríl- mánaðar. Skipið verður öxuldregið í Kanada en það er hluti af flokkun- arskoðun Lloyd’s sern fram fer á fímm ára fresti. Gunnar Larsen, tæknisviösstjóri ÚA, segir að ekki þurfí að gera neinar stærri lagfær- ingar eða breytingar á skipinu áð- ur en þaö kemur hingað. Togarinn getur farið beint á grálúðu- og karfaveiðar auk rækjuveiða en ef skipið fer á bolfiskveiðar þarf að gera nokkrar breytingar á vinnslu- dekki. GG fyrir Eyjafjaróarsvæðið Halldór Jónsson, formaóur Héraðsráðs Eyjafjarðar, segir að nú standi fyrir dyrum að fá við- horf sveitarfélaganna gagnvart þessari hugmynd. Þó svo að ráðist verði í stofnun markaðsskrifstof- unnar verói ekki af því fyrr en í haust og bilió í sumar gagnvart ferðamannaþjónustunni á Akur- eyri verói því brúað með samning- um við Úmferðarmióstöðina hf. En hvað getur umrædd skrifstofa falið í sér? „Númer eitt cr þetta upplýs- ingaskrifstofa til að miðla upplýs- ingurn til ferðamanna og einnig til að standa sameiginlega að því að kynna svæðið, sveitarfélögin láti þannig samciginlega peninga í þennan þátt. Varðandi markaðs- hlutverkió þá eru menn að velta fyrir sér kynningu á ýmissi fram- leiðslu á svæðinu," sagði Halldór. Stcfnt er að því að fyrir sumar- ið liggi fyrir viðhorf sveitarfélag- anna á svæðinu og verði þau já- kvæð sagðist Halldór reikna með að starf skrifstofunnar verði mót- að í sumar og starfsemin geti haf- ist í haust. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.