Dagur - 22.03.1994, Blaðsíða 9

Dagur - 22.03.1994, Blaðsíða 9
IÞROTTIR Þriðjudagur 22. mars 1994 - DAGUR - 9 HALLDÓR ARINBJARNARSON Bikarmót í alpagreinum í Oddsskarði: Norðlendingar sterkir að vanda Norðlendingar voru í sviðsljós- inu á bikarmóti SKI í alpagrein- um sem Skíðadeild Þróttar Nes. stóð fyrir í Oddsskarði um helg- ina. Keppt var í svigi og stór- svigi í 15-16 ára flokki og hjá körlum og konum. Af 8 gull- verðlaunum sem í boði voru fóru fern til Akureyrar og tvenn til Húsavíkur, ein til Isafjarðar og ein til Neskaupstaðar. Þar var reyndar á ferð Valdemar Valdemarsson frá Akureyri sem þjálfar skíðafólk fyrir austan. Akureyringar voru afar sterkir í kvennaflokki og unnu þar þrefald- an sigur bæði í svigi og stórsvigi. I karlaflokknum var Olafsfirðing- urinn Eggert Þór Oskarsson hins vegar eini Norðlendingurinn sem komst á blað. Norðlendingar unnu síðan öll gullverðlaun í 15-16 ára flokkum þar sem Brynja Hrönn Þorsteinsdóttir frá Akureyri og Sveinn Bjarnason frá Húsavík sigruðu bæði tvöfalt. Úrslit uröu annars þessi: Svig karla: 1. Jóhann B. Gunnarsson, js. 1:47,18 2. Eggert Þór Óskarsson, Ól. 1:49,00 3. Ingþór Sveinsson, Nes. 1:51,12 Stórsvig karla: 1. Valdemar Valdemarsson, Nes. 2:00,28 2. Jóhann B. Gunnarsson, Nes. 2:01,19 3. Gísli Reynisson, Árm. 2:01,77 Svig kvenna: 1. Sandra B. Axelsdóttir, Ak. 1:32,30 2. Hildur Þorsteinsdóttir, Ak. 1:33,17 3. Brynja H. Þorsteinsdóttir, Ak. 1:33,56 Stórsvig kvenna: 1. Hildur Þorsteinsdóttir, Ak. 2:08.81 2. Brynja H. Þorstcinsdóttir, Ak. 2:13,35 3. Sandra B. Axelsdóttir, Ak. 2:13,75 Svig pilta 15-16 ára: 1. Sveinn Bjarnason, Hús. 1:53,18 2. Elmar Hauksson, Vík. 1:58,70 3. Börkur Þórðarson, Sigl. 1:59,91 Stórsvig pilta 15-16 ára: 1. Sveinn Bjarnason, Hús. 2:07,62 2. Egill Birgisson, KR 2:08,27 3. Börkur Þóróarson, Sigl. 2:09,29 Svig stúlkna 15-16 ára: 1. Brynja H. Þorsteinsdóttir, Ak. 1:33,56 2. Sigríður Þorláksdóttir, ís. 1:33,56 3. Hrefna Óladóttir, Ak. 1:33,83 Stórsvig stúlkna 15-16 ára: 1. Brynja H. Þorstcinsdóttir, Ak. 2:13,35 2. Sigríður Þorláksdóttir, ís. 2:17,48 3. Ása Bergsdóttir, KR 2:18,47 Sveinn Bjarnason frá Húsavík sigraði bæði í svigi og stórsvigi í flokki 15-16 ára. Mynd: Hulldór. Golf: Tveir Akureyringar í lands- liði 18 ára og yngri - liðið heldur í keppnisferð til Englands um næstu helgi Um næstu helgi heldur landslið I um 18 ára og yngri, til Englands íslands í golfi, skipað Icikmönn- I í keppnisferð. Liðið keppir þrí- Þeir Birgir Ilaraldsson og Ómar Halldórsson voru að æfa sig af kappi fyrir Englandsförina þegar blaðamaður náði tali af þeim í Golfbæ Davids í síð- ustu viku. Mynd: Hulldór. vegis við jafnaldra sína í ensk- um félagsliðum og æfir þess á milli. Keppendur eru 8 talsins, þar af tveir frá Glofklúbbi Ak- ureyrar, Birgir Haraldsson og Omar Halldórsson. Fyrst í stað var valinn 15 rnanna æfingahópur scm síðan var skorinn niður í 8 ntanns og kom- ust báðir Akurcyringarnir áfram. Er þaö vcl að vcrki staðið, þar sem Órnar cr aóeins 15 ára og Birgir ári cldri. Liðið heldur út nk. laugardag og á mánudaginn lcikur þaö fyrsta lcikinn við Cumbria Boys. A ntiðvikudcginum vcrður lcikió gcgn liði Yorkshirc og gcgn Durhan þann 1. apríl. Daginn cl'tir kcmur liðió síóan heim. Þcir fé- lagar, Ómar og Birgir, sögðust hafa æft á nær hvcrjum dcgi síðan um áramót og vildu þakka þcim lyrirtækjum scm styrkt hafa þá til fararinnar. Nýjor perur í Ijósobekkjunum Votnsgufuboð og nuddpottur Opió 10-23 virka dago 10-18 lougardago 13-18 sunnudaga Hamor, félogsheimili Þórs við Skorðshlíð. Sfmi12080 Knattspyrnudeild l»órs er að ganga frá samningi við þrí- tugan serbneskan miðvallar- leikmann, Dragon Vitorovic að nafni og inun hann leika með liðinu í 1. deildinnt í surn- ar. Hér er um ntjög öflugan knattspymumann að ræða, sem á m.a. að baki 4 landsieiki fyrir Júgóslavíu og einnig unglinga- landsleiki. Vitorovic hefur leik- ið með liói FK Zemun í vetur en lióið cr í toppbaráttunni I hinu stríóshrjáða landi. Hann kemur til Akureyrar eftir hálfan mán- uð. Þórsarar voru með annan serbneskan leikmann inni í myndinni en um helgina var tckinn ákvöróun um að fá Vitorovic til liös við félagið. Herrakvöld GA Golfklúbbur Akureyrar mun standa fyrir herrakvöldi að Jaðri þann 25. mars nk. Hér er um nýbreytni að ræða sem stefnt er á að gera að árlegum viðburði ef vel tekst til. Öllum körlum er heimill aðgangur en hámarksfjöldi er 140 manns. Upphaflega stóð til að liafa herrakvöldið þann 26. en nú hefur það verið flutt frant um einn dag. Margt verður til gamans gert á herrakvöldinu. Þar verður m.a. glæsilegt sjávarréttahlaðborð, skemmtiatriði, happdrætti og ræðumaður kvöldsins. Allt verður þetta auglýst síðar. Miðaverði verður stillt í hóf og eru þeir sem áhuga hafa hvattir til að hafa sam- band upp í Jaðar (22974) sem fyrst. NÁ TTÚRUVERNDARRÁÐ Auglýsing um stofnun fólkvangs í Böggvisstaðafjalli Aó tillögu umhverfismálanefndar Dalvíkur og að fengnu samþykki bæjarráðs Dalvíkur hefur Náttúru- verndarráó ákveðið að landsvæói í Böggvisstaðafjalli verði lýst fólkvangur, sbr. eftirfarandi lýsingu, með skírskotun til 26. gr. laga nr. 47/1971, um náttúru- vernd. Mörk svæðisins eru að vestan girðing frá egg fjalls- ins og niður í Brimnesá, u. þ. b. 1 km vestan við Sel- hól. Að sunnan merkjagirðing á landamerkjum Böggv- isstaða og Hrafnsstaða og til fjalls. Að austan mörk byggðarinnar samkvæmt aðalskipulagi og að norðan fylgja mörkin núverandi gilvegi og í Brimnesá. Eftirfarandi reglur gilda um fólkvanginn: 1. gr. Gangandi fólki er frjáls umferð um svæðið enda virði það almennar umgengisreglur og varist aó skerða gróður og valda óþarfa truflun á dýralífi. 2. gr. Meðferð skotvopna er óheimil á svæðinu nema yfir rjúpnaveiðitímann. 3. gr. Notkun berjatína er bönnuð á svæðinu. 4. gr. Umferð ökutækja innan svæðisins er aðeins heimil á akvegum. 5. gr. Óheimilt er að beita búpeningi innan fólkvangs- ins enda verður svæðið innan fjárheldrar girðingar. 6. gr. Svæðið skal skipulagt til almennrar útivistar. 7. gr. Hvers konar mannvirkjagerð og jarðrask er háð leyfi Náttúruverndarráðs hverju sinni. 8. gr. Losun alls sorps og úrgangs er bönnuð innan fólkvangsins. 9. gr. Umhverfismálanefnd Dalvíkur fer með stjórn og eftirlit fólkvangsins. 10. gr. Til undanþágu frá reglum þessum þarf leyfi umhverfismálanefndar Dalvíkur og Náttúruverndar- ráðs. Um viðurlög vegna brota á reglum þessum fer eftir ákvæðum laga nr. 47/1971, um náttúruvernd. í samræmi við ákvæði 26. gr. laga nr. 47/1971 skal athugasemdum við stofnun fólkvangsins komið á framfæri við Náttúruverndarráð, Hlemmi 3, 105 Reykjavík, innan 8 vikna frá birtingu þessarar auglýs- ingar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan þeirra tímamarka teljast samþykkir ákvörðuninni. Náttúruverndarráö.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.