Dagur - 16.04.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 16.04.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 16. apríl 1994 Helga Haraldsdóttir er for- stöðumaður hinnar nýju inn- anlandsskrifstofu Ferðamála- ráðs íslands, sem var opnuð á Akureyri um síðustu helgi. Hún horfír bjartsýn á starfið með íslenskum ferðaþjónustu- aðilum og segist finna fyrir hlýjum viðtökum Akureyringa. Helga leggur mikið upp úr því að ferðaþjónustan byggist á ís- lensku náttúrunni, sögunni og yfirleitt öllu því sem íslenskt er. En hvað myndi hún sjálf gera ef hún setti sig í hlutverk ferða- þjónustuaðila og fengi að velja sér verkefni? Gæti hugsað mér að setja söguna á svið á Bergþórshvoli „Ég, hef oft hugleitt þetta,“ segir Helga og horfir hugsandi út um gluggann. „Ég er mjög spennt fyr- ir því að finna eitthvað úr íslend- ingasögunum eða sögu landsins. Ég sé jafnvel fyrir mér sýningar- sal á Bergþórshvoli, þar sem sag- an væri sett á svið með leikrænum tilbrigðum. Þeirri sýningu gæti jafnvel lokið með táknrænni brennu. Mér finnst að við verðum að hugsa meira í þessum dúr, lífga söguna við, finna húmorinn í henni og skemmtilegheitin." - Erum við ekki alltof hrædd við að framkvæma nýja hluti á borð við þetta? „Jú, það er alveg rétt. Auðvitað að skrifstofan á Akureyri sé ekkert miðstýringarvald, sem muni vaka yfir hverju skrefi ferðaþjónustuað- ilanna. Skrifstofan muni fylgja þeirri stefnu sem Ferðamálaráð Is- lands móti hverju sinni, t.d. hvað varðar umhverfismálin og mark- aðsmálin, en fyrst og fremst mun starf skrifstofunnar á Akureyri byggjast á samvinnu og samstarfi. „Hér erum við og viljum leggja okkar að mörkurn," segir hún. „Hjólin eru nú þegar farin að snúast á skrifstofunni. Viðtökurn- ar eru fínar, mikið hringt og fólk vill strax fá okkur til liðs við sig. Við höfum ráðið tvo starfsmenn af þremur, þau Þórgunni Stefánsdótt- ur, sem sjá mun um upplýsinga- öflun og útgáfu og Sigurð Jóns- son, sem starfa mun að umhverfis- málunum. Mér líst mjög vel á þetta allt saman. Og ég verð að segja Akur- eyringum það til hróss að hér er fólk mjög brosmili og með þessa eðlilegu kurteisi. En það er verst hvað þeir skilja bílana sína oft eft- ir í gangi.“ Fjölskyldan norður og drengirnir í KA En hvernig skyldi það hafa verið flytja fyrirvaralítið inn í samfélag eins og Akureyri og vera fylgi- fiskur í flutningi opinberrar þjón- ustu út á landsbyggðiha. „Ég er reyndar ekki alflutt því ég hef verið hér ein í hálfan annan mánuð en fjölskyldan er enn fyrir sunnan. Raunar hef ég verið eins og ferðamaður á Akureyri þennan tíma en þetta stendur allt til bóta með húsnæðismálin og síðan flyt- Þurfum að tengja saman ferða- mennina, náttúruna og söguna - Helga Haralds- dóttir, forstöðu- maður skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri, veltir fyrir sér mögu- leikunum í ferða- þjónustunni ur fjölskyldan norður." Þess má geta að eiginmaður Helgu er Hróðmar Sigurbjömsson tónskáld og eiga þau tvo syni á aldrinum 6 og 8 ára. „Drengimir eru auðvitað bara ánægðir ef þeir eru hjá pabba sín- um og mömmu en fyrir þeim hef- ur heimurinn verið Vesturbæjar- skólinn og KR en núna verður heimurinn Lundarskóli og KA. Þeim finnst mesti nrunur að það muni aðeins einum staf varðandi fótboltafélagið!!“ vilja flestir fara öruggu leiðina í ferðaþjónustunni, nota það sem er fyrir hendi. Ef ferðaþjónustuaðilar hafa til staðar hesta þá er nærtækt að bjóða upp á hestaleigu og að sama skapi er kjörið að vera með leigu á bátum ef þannig hagar til. Fólk byrjar ekki á núllpunkti í ferðaþjónstunni. Vonin um ágóða drífur marga áfram en samt ekki nóg til að tekin sé gegndarlaus áhætta þó að slíkt hafi tíðkast í gegnum árin í öðrum atvinnu- greinum. Okkar hlutverk þarf að snúast um að aðstoða fólk við að spila úr því fjármagni sem það þó hefur.“ Eldri borgararnir líka ferðamenn Helga viðurkennir að íslensk ferðaþjónusta hafi í of miklum rnæli snúist um steinsteypu síð- ustu árin. Nú blási nýir vindar sem taka verði tillit til. „Islenska ferðaþjónustan hefur alltof mikið verið hugsuð út frá því að bjóða upp á fín og góð hótel í stað þess hvað ferðamenn- imir geti haft fyrir stafni. Núna er t.d. lögð önnur merking í að eld- ast. Það þýðir ekki endilega að fólk verði gamalt. Bestu árin eru kannski eftir fimmtugt og við ís- lendingar verðum allra karla og kerlinga elst þannig að það er mikill fjöldi fólks sem getur notið þessara efri ára. Af hverju ættu ekki eldri borgarar að geta farið niður flúðir á báti ef þeir vilja? Eða fengið að bregða sér á vél- sleða? Margt af þessu fólki er fullt af eldmóði en okkar er þá að hafa öryggismálin í lagi og bjóða þessu fólki það sem það vill.“ íslenska náttúran er númer eitt Helga telur hlutverk skrifstofunn- ar á Akureyri skýrt og tilkomu hennar styrk við innlendu ferða- þjónustuna. „Við lítum svo á að með skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri sé verið að styrkja stoð- imar undir ferðaþjónustunni hér innanlands. Það er fullljóst. Skrifstofan í Reykjavík hefur sinnt landkynningarmálunum, svarað fyrirspumum erlendis frá og skipulagt blaðamannaheim- sóknir hingað til lands en núna er á hreinu að skrifstofan á Akureyri sinnir uppbyggingunni innan- lands. Þar með erum við búin að viðurkenna að til þess að byggja upp atvinnugreinina þarf að huga að uppbyggingunni í nánum tengslum við umhverfismálin því þetta snýst að mestu leyti um fs- lenska náttúru. Hún er aðalatriðið. I kjölfarið koma svo aðrir þættir eins og gisting, samgöngur og af- þreying." Viljum hlusta á íslenska ferðamanninn „Öll uppbygging í íslenskri ferða- þjónustu, á hvaða sviði sem hún er, verður að vera í sambandi við nátturuna og sýna skilning á henni. Ef okkur tekst að byggja upp ferðaþjónustu sem er í takt við það umhverfi sem hún er í þá verður þetta farsæl atvinnugrein. íslendingar eru líka sjálfir mjög vakandi fyrir umhverfi sínu og ís- lenskir ferðamenn verða hinir fúl- ustu þegar þeir sjá öskuhauga og sóðalegar fjörur." - En tökum við nokkurt mark á athugasemdum fslendinga. Förum við ekki fyrst að gera eitthvað þegar erlendu ferðamennirnir kvarta? „Jú, þannig hefur þetta verið vegna þess að hingað til hafa er- lendir ferðamenn eingöngu verið skilgreindir sem ferðamenn. Núna, sérstaklega í átakinu til ferðalaga um fsland, er verið að sýna fram á að íslendingamir eru ekki síður mikilvægir fyrir ferða- þjónustuna og víð viljum hlusta á þá.“ Ekkert miðstýringarvald Helga leggur mjög mikla áherslu á Var fljót að slá til „Auðvitað hafði ég mínar efa- semdir vegna þessara flutninga á þjónustu út á land. Það var mjög mikið rætt hvernig þessi flutning- ur gæti farið fram án þess að starf- semin yrði fyrir hnjaski. Þá var farið að skoða hvaða verkefni þyldu flutning og sú niðurstaða sem fékkst er mjög vel viðunandi og styrkir Ferðamálaráð íslands í stað þess að veikja það, eins og margir héldu fram. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um áður en ég ákvað að taka boðinu um að koma norður og hefjast handa.“ JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.