Dagur - 16.04.1994, Blaðsíða 19

Dagur - 16.04.1994, Blaðsíða 19
Laugardagur 16. apríl 1994 - DAGUR -19 Æ5KUBLOMI SOLEY RANNVEIC HALLCRIMSDOTTIR „Fólk á að vera duglegra að safna f sparibaukana Lóan er komin og víst boðar hún komu vorsins. Ég veit ekki með ykkur en sjálf þrái ég ekkert heitar en sumar og sól. En vorið líður, sumarið rennur og brennur upp, því miður allt of fljótt. Haustið litfagra er skollið á. Það eru merk tímamót þegar við hvert og eitt stígum okkar fyrstu skref í skólann. Hver man ekki eftir fyrstu kennslustundinni, skólatöskunni sem er dálítiil fjársjóður í minningunni? Munið þið? Þau gera það, enda ekki ýkja langt síðan. Þetta eru nemendur J í 1. bekk Barnaskóla Akureyrar; Þórgnýr Helgason, Jó- hann Sigurðsson, Þórhalla Asgeirsdóttir og Símon Sím- onarson. - Munió þió hvernig ykkur leió fyrsta skóladaginn? ÞÁ: „Eg man ekkert eftir honum." ÞH: „Eg var pínulítió feiminn, þekkti ekki þessa konu, hafði aldrei séð hana áður. Ég þekkti bara Sunnu sem er 7 ára.“ JS: „Mér fannst skrítið aó byrja í alvöruskóla og að Lilý væri kennarinn minn. Hún er líka frænka mín." SS: „Mér fannst fyrsti dag- urinn skemmtilegur því ég þekkti Þórhöllu og Jóhannes." - En hvað er nú skemmtileg- ast að læra? SS: „Að gera vinnubókina.“ JS: „Mér finnst eiginlega ekkert skemmtilegt, en þaö er gaman þegar vió megum koma með dót.“ ÞH: „Það er að læra stafina, gera vinnubókina og svo þegar vió komum meó dót.“ ÞA: „Að gera vinnubókina." Ætla að verða ævintýramaður - Eruð þið búin að hugsa um hvað ykkur langar til að verða þegar þið eruóorðin fullotðin? ÞH: „Ég ætla að verða fótboltamaður og listamaður." SS: ;,Ég ætla að veróa ævintýramaður.“ JS:_„Eg vil verða kafari." ÞÁ: „Ég ætla bara aó veróa eitthvað." - Er einhver annar staður en Akureyri sem þið vilduð búa á? ÞÁ: „Nei, mér finnst skemmtilegt að búa á Akureyri." ÞH: „Þaó er ágætt að búa hér, en ég vil frekar vera í Reykjavík eða á Majorka." SS: „Ég vil bara búa á Akureyri af því að ísland er best.“ JS: „Ég vil búa í útlöndum. Það er alltaf svo kalt á Akureyri." - Eigið þið uppáhaldsleiki? SS: „Já, feluleik og að fela hlut.“ JS: „Ég vil helst vera í körfubolta af því að ég æfi hann.“ ÞH: „Uppáhaldið mitt er fótbolti." ÞÁ: „Að fela hluti.“ Að hafa enga vinnu og vera þreyttur - Vitið þið hvað atvinnuleysi er og hvaó haldið þió að hægt sé að gera í því? ÞÁ: „Nei, ég veit ekki hvaó það er.“ ÞH: „Það er að hafa ekki vinnu. Fólk á að vera duglegra að safna í sparibaukana." SS: „Er það ekki aó hafa enga vinnuog vera þreyttur?" JS: „Ég veit að þaó er þegar fólk er ekki með neina vinnu. Fólk sem hefur ekki vinnu á að flytja til Majorka." - Hvað langar ykkur að gera skemmtilegt um helg- ina? JS: „Mig langar að fara í Vín eða bíó.“ ÞH: „Ég ætla að horfa á sjónvarpið, allar íþróttir sem hægt er að horfa á, enska boitann og NBA, eða fara á skíði eóa skauta." SS: „Mig langar að leika mér úti.“ ÞÁ: „Ég verð að vera inni af því að ég er búin að vera svo lasin.“ Það var mjög fræðandi að tala við þetta unga, spræka fólk. Kærar þakkir. Akureyringar og nærsveitarmenn Tökum á móti fötum í Gránufélagsgötu 5. e.h. Opið verður á mánudögum frá kl. 4-6, svo eru til föt á vægu verði. Komið í heimsókn, það verður tekið vel á móti ykkur. Með þökk fyrir góðan stuðning. MÆÐRASTYRKSNEFND. Rafveita Sauðárkróks sími 95-35367 Rafvirki! Rafveita Sauðárkróks óskar að ráða rafvirkja við dreifikerfi rafveitunnar. Upplýsingar gefur rafveitustjóri. Verslunarstjóri Óskum eftir að ráða verslunarstjóra. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf ásamt kaupkröfu óskast fyrir 30. apríl n.k. Upplýsingar um starfið gefur kaupfélags- stjóri. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, 530 Hvammstanga, sími 95-12370. F ramsóknarvist Þriggja kvölda keppni Fyrsta spilakvöld aó Hótel KEA þriðjudaginn 19. apríl kl. 20.30. Kvöldverðlaun fyrir hvert kvöld og einnig góö heildarverðlaun fyrir öll þrjú kvöldin. Framsóknarfélag Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.