Dagur - 16.04.1994, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. apríl 1994 - DAGUR - 7
Hvernig má það vera að einn góðan veðurdag er lands-
lagsarkitekt á Akureyri orðinn sölumaður aðgöngumiða
á leiki í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu, sem
fram fer í Bandaríkjunum dagana 17. júní til 17. júlí í
sumar? Það er ekki svo gott að svara þessari spurningu -
þarna hefur eins og oft áður tilviljun ein ráðið. Halldór
Jóhannsson heitir HM-söIumaðurinn og hann rekur
arkitektastofu við Ráðhústorg á Akureyri.
Blaðamaður spurði hann fyrst hvernig í ósköpunum hafi
atvikast að hann hafi allt í einu verið orðinn sölumaður
aðgöngumiða á heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu.
„Ég kynntist ntanneskju úti í Kína
og hún reyndist vinna hjá fyrir-
tæki sem er á kafi í þessari sölu.
Forsvarsmenn fyrirtækisins settu
sig síðan í samband við mig og
spurðu mig.hvort ég þekkti cin-
hvern senr kynni að hafa áhuga á
samstarfi. Ég sagði strax aó ég
gæti bent á sjálfan mig - ég væri
tilbúinn til þess að skoóa þctta,
enda væri hér um aó ræöa sérstakt
og spennandi verkefni. Þaó varð
að samkomulagi að ég ynni meó
aðilum í Kanada og Bandaríkjun-
um aó markaðssetningu keppninn-
ar í Evrópu.
Það sem ég hef verió að gera er
fyrst og fremst aó láta vita af okk-
ur og ná sambandi við feróaheild-
sala sem hafa ekki haft aðgang að
aðgöngumióum."
með kynningu á þessum mögu-
leika hér innanlands og ég býst
við að með hækkandi sól muni
landinn taka við sér.“
Hvað eriu nú þegar búinn að
selja warga wiða á keppnina?
„Ætli það séu ckki nokkur þús-
und miðar - ég hugsa að þeir sem
þegar hafi greitt fyrir miðana og
gengið frá sínum málum séu á bil-
inu 3-4 þúsund.“
*
Urslitaleikurinn ekki gefins
Er aðgöngumiðaverðið hátt?
„Það er nú svo að skráð miða-
verð er eitt og útsöluveróið annaó.
Nafnverð á miðunum er frá 30
dollurum (ríflega tvö þúsund
krónur), en það má segja að út-
söluveröið sé frá 150 dollurum
(10.800 krónur).“
Og síðan er verðið vœntanlega
Arkitektúrinn ágætur grunn-
ur fyrir þessa sölumennsku
JFINAL
HDRm
m FIFA WorhlCup
SPECIAL EDITION
' H,# ..
% y&f
Soccer Witch’94
hœrra þegar nœr dregur úrslita-
leiknum?
„Já, miðaverðið á suma leiki
hefur hækkað mjög mikið. Ég
ncfni til dæmis að aðgöngumióa-
verö á leikina í Ncw York hefur
NextStop...
TheFIFA
FinalDmw!
/
Mikill áhugi á Irlandi
og í Noregi
Hvernig hefur þetta gengið?
„Þetta hefur bara gengið alveg
ágætlega. Ég er að minnsta kosti
búinn að vinna ágætlega fyrir
kaupinu mínu.“
Hvar virðist þér áhuginn vera
mesturjyrir keppninni?
„Þaö er ekki spurning aö áhug-
inn er mestur á Irlandi og í Nor-
egi. Irar komust í úrslitakeppnina í
Bandaríkjunum á síðustu stundu
og þeir eru fanatískir fótbolta-
áhugamenn. Það skýrir áhuga
þeirra á keppninni. Norðmenn eru
í úrslitum í fyrsta skipti og þess
vegna er mikill áhugi þar í landi.
Einnig er rnikið spurt um mióa í
Hollandi og Þýskalandi. Hins veg-
ar virðist mér áhugi Svía fyrir
kcppninni vera mun ntinni cn ég
hafói fyrirfram ímyndaö mér.“
Hafa Islendingar sýnt áhuga á
að kaupa miða á heimsmeistcra-
keppnina?
„Nei, ekki ennþá. En hins veg-
ar erum við rétt komnir af stað
Fótboltasölumenn
Þau cru í sambandi við fótboltabullur út um allan hcim. Rolf Hannén, Ingigcrður Snorradóttir og Halldór Jóhanns-
son. Myndir: Robyn.
- segir Halldór Jó-
hannsson, lands-
lagsarkitekt á Ak-
ureyri, sem selur
miða á heims-
meistarakeppnina
í knattspyrnu í
sumar
Hcimsmcistarakcppnin í fótbolta cr ekkcrt venjulcgt fyrirtæki og undirbún-
ingur hcfur staðið í mörg ár. Þetta er forsíða blaðs sem forsvarsmcnn
kcppninnar gcfa út.
hækkaó og þá niiða hef ég selt
jafnóðum og ég hef fengið þá.
Þeir hjá World Cup í Banda-
ríkjunum hafa reyndar ruglaó
markaðinn svolítió meö því að
búa til ímyndaða eftirspurn eftir
miðum. Stundum hafa þeir
tilkynnt að allt væri uppselt og
síðan aftur gefíð undir fótinn aö til
séu miðar. Mér finnst flest benda
til þess að á næstu vikum verði
mikið að gera í miðasölunni.“
Eru ennþá til miðar á alla leiki
keppninnar?
„Það er mjög misjafnt eftir
leikjum. Ennþá eru til miðar á
suma lciki en aórir leikir eru upp-
seldir. Til dæmis eru löngu upp-
selt á alla leiki Ira og mjög erfitt
er aó fá mióa á leik nágrannaþjóð-
anna Hollands og Belgíu. Þá er
uppselt á alla leiki Noregs - að
vísu á ég sjálfur nokkra mióa á
leiki Noregs og Ítalíu. Einnig eru
eftir miðar á sjálfa úrslitakeppn-
ina, þ.e. 16 liða úrslitin, 8 liða úr-
slitin og 4 liða úrslitin aó
ógleymdum sjálfum úrslitaleikn-
um.“
Það hlýtur að vera hátt
aðgöngumiðaverð á úrslitaleikinn?
„Já, það er óhætt að segja það.
Hann er ekki fyrir hvern sem er.
Mér sýnist aó lægsta aðgöngu-
miðaverð sé komið í um 150 þús-
und krónur. Ég get einnig nefnt að
Fótbolta-
arkitektinn
Halldór Jóhannsson á arkitekta-
stofu sinni við Ráðhústorg á Akur-
cyri. Hann hcfur í mörg horn að
líta. Auk þess að rcka arkitekta-
stofu á Akureyri og selja miða á
HM í fótbolta, cr hann cinn cigenda
lakkrísvcrksmiðju í Kína.
núna er veriö að bjóða svokallaó-
an „silfurpakka", en í honum eru
aðgöngumiðar að undanúrslita-
leik, leiknum um 3.-4. sætiö og
úrslitaleiknum, fyrir 250 þúsund
krónur."
Sclur miða út um allan heim
Hvernig fer þessi miðasala fram -
notið þið tölvuna?
„Nei, fyrst og fremst fer miða-
salan fram í gegnum telefaxtækið.
Það skiptir ckki nokkru máli hvar
maður er staddur í heiminum -
það er ekki flóknara að selja
aðgöngumiða frá Akureyri en t.d.
Kaliforníu eða London. Hingaó
hafa kornið aóilar frá Noregi og
írlandi og síðan hcf ég verið í
sambandi við fjölda fólks, t.d. í
Þýskalandi, Austurríki, Sviss og
mejra að segja í Suður-Afríku.
Fyrir þetta fólk skiptir engu máli
hvar í heiminum ég er búsettur.
Það eina sem skiptir þá máli er að
ég hafi yfir þessum miðum aó
ráða og það geti treyst minni starf-
semi.“
Fá kaupendur miðana senda í
pósti?
„Miðarnir eru ekki gefnir út
fyrr en 1. júní nk. Það er gert til
þess að reyna að koma í veg fyrir
fölsun þeirra. Miðarnir verða af-
hentir í Los Angeles í Bandaríkj-
unum og það kemur síðan í hlut
okkar sölumannanna aö dreifa
þeim til okkar viðskiptavina. Ég á
von á því að fá miðana í fyrstu
viku júnímánaðar."
Skeinmtilegt verkefni
Þetta er vœntanlega skemmtilegt
verkefni?
„Já, þetta er mjög skemmtilegt.
Ég er aö vísu merintaóur í hönnun,
en sú mcnntun snýst um aó skil-
greina vandamálin og leysa þau.
Ég er ekki frá því að einmitt slík
undirstaóa sé góð fyrir þessa sölu-
mennsku."
Hvernig gengur að samrœma
rekstur arkitektastofu og selja
miða á knattspyrnuleiki?
„Það er mesta furóa. Við not-
um sama búnaðinn og starfsmenn
hér hafa búió til ýmis kynningar-
gögn. Scm stendur eru tveir starfs-
menn einungis í þessu verkefni.“
Hversu lengi reiknarðu með að
selja þessa HM-miða?
„Ég geri ráó fyrir því að við
seljum mióa alveg fram að keppn-
inni og raunar einnig nreðan hún
stendur yfir. Það skýrist jú ekki
fyrr en um mánaðamótin júní-júlí
hvaða liö Ienda í sjálfum úrslitun-
um og mér finnst afar líklegt að þá
verði skipulagðar skyndiferðir
vestur til Bandaríkjanna, til dæmis
frá Noregi ef við gefum okkur aó
Norðmönnum vegni vel og þeir
komist í 8 liða úrslitin."
HM-pakkar í boði
Er það rétt skilið að þú bjóðir
aðgöngumiða á leikina og auk
þess hótel og uppihald - einskonar
HM-pakka?
„Já, það er alveg rétt. Við erum
með mjög góða samninga og get-
um boóið heildarpakkann á „eðli-
legu“ veröi. Ef í ljós kemur að
mikill áhugi er á ferðum frá ís-
landi á heimsmeistarakeppnina, þá
er allt opið meó að bjóða upp á
skemmtilegar hópferóir vestur.“
Ertu ekki að stela ákveðinni
þjónustu frá ferðaskrifstofunum?
„Nei, ég lít ekki svo á. Þetta er
vissulega tilboð um ákveðna þjón-
ustu, en það er nú svo að menn
með ólíklegustu menntun vinna
við ferðaþjónustu,“ sagði Halldór
Jóhannsson. óþh