Dagur - 28.04.1994, Side 6

Dagur - 28.04.1994, Side 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 28. apríl 1994 - Heldur þtí að voríð komí um helgína? Spixrning vikttnnar — spurt á Akureyrí Sigurbjörg Víðarsdóttir og Elva Ýr: „Alveg örugglega. Um það er engin spurning." Eydís Ámadóttír: .Jú - það kemur áreiðanlega um helgína." Hjaltí Gestsson: „Ég vona það - veturinn er búinn að vera nógu langur." Bjami Þórhallsson: „Um helgina - jú það er engin spumíng. Gestur Einar er líka búinn að lofa því." Guðmundur Lárusson: „Það kemur örugglega á sunnudaginn." Sæluvikukonsert ’94 Hinir árlegu stór-kóratónleikar Karlakórsins Heimis og Rökkur- kórsins voru haldnir í Miðgarði í Skagafirði laugardaginn 16. apríl. Svo sem jafnan voru gestakórar mættir til leiks, enda orðið eftir- sótt af kóra hálfu að taka þátt í þessari miklu kóraveislu og er biðlisti til næstu ára. Að þessu sinni voru gestirnir Karlakórinn Þrestir frá Hafnarfirði og Skag- firska söngsveitin. Fyrstir á svið voru félagarnir í Karlakórnum Þrestir. Stjórnandi kórsins er Eiríkur Arni Sigtryggs- son en undirleikari í forföllum hins eiginlega undirleikara kórsins var Sigurður Marteinsson. Karlakórinn Þrestir haföi sjö lög á efnisskrá sinni og flutti eitt aukalag. Tvö söngatrióa kórsins voru í raun syrpur annars vegar laga eftir Friórik Bjarnason og hins vegar laga eftir Sigvalda Kaldalóns. Söngur kórsins var ákveðinn og vel þróttmikill. Hins vegar var yfir honum nokkur óró- leiki, svo sem að aga skorti. Inn- komur voru dálítið loðnar á stund- um, samfella ekki svo góð, sem skyldi og ekki alveg laust viö óhreina hljóma. Af bráði þó í söngatriðinu Úr Kaldalónskviðu, sem samanstóð af þrem lögum Sigvalda Kaldalóns. Þar komst kórinn talsvert vel á skrið og söng með allgóðum brag; einkum í síð- asta lagi syrpunnar, sem var Á Sprengisandi. Næstur á svið var Rökkurkór- inn. Söngstjóri hans er Sveinn Arnason en undirleikari Thomas Higgerson. Kórinn hafði sex lög á söngskrá sinni og söng nokkur aukalög. Flutningur kórsins var almennt góður og hefur í annan tíma tæp- lega verið betri. Sérstaklega má til nefna Brostu vina eftir Franz Le- har við Ijóð eftir Egil Bjarnason, þar sem reyndar kom fram smá- galli í tenór, Mátt söngsins eftir Björgvin Þ. Valdimarsson við ljóð Þuríðar Kristjánsdóttur, þar sem kórinn stóó sig vel og hélt falleg- um og þéttum bakröddum við dú- ettsöng tveggja kórfélaga, og Vor- vísu eftir Jón Björnsson við ljóð Valdimars Briems, sem kórinn flutti án undirleiks og af verulegu öryggi. Hjalti Jóhannsson og Eiríkur Jónsson sungu dúett með kórnum í Iaginu Máttur söngsins og gerðu fallega. Þó hefði Eiríkur mátt beita sér nokkuð meira. Þuríður Þorbergsdóttir söng einsöng í lag- inu Lofið þér Drottinn eftir Moz- art við ljóð herra Sigurbjörns Ein- arssonar. Flutningur Þuríðar leið fyrir lítinn raddstyrk hennar. I þessu lagi var nokkur órói í bak- röddum og söng kórsins. Loks kom bassasöngvarinn Asgeir Eiríksson fram með kórnum í lag- inu A Hildarseli, sem er eftir Eirík Jónsson við ljóð eftir Sigurð Han- sen. Hér var sópran dálítið sár og lokahljómar ekki alveg hreinir. Asgeir hefur þétta rödd, sem binda má vonir við að verði mjög eftirtektarverð er tímar líóa, en hann er enn í námi. Karlakórinn Heimir var næstur á efnisskrá. Söngstjóri hans er Stefán Gíslason, en undirleikari Thomas Higgerson. Sjö lög voru á söngskrá kórsins, en einnig söng hann nokkur aukalög. Kórinn geröi víðast mjög vel. Þróttur hans hefur aukist og agi í túlkun er í góðu lagi; þannig eru innkomur, áherslur og afslættir al- mennt vel af hendi leystar. Sér- lega vel komu þessi atriði fram í lögunum Funiculi Funicula eftir Densa, Á leið til Mandalay eftir Oley Speaks viö ljóð Jakobs Jó- hannssonar Smára og aukalaginu Hraustir menn eftir Romberg, þar sem kórinn fór sem næst á kost- um. I öórum lögum kórsins komu einnig víða fram fallega gerðir hlutir og er nokkuð ljóst, aö kór- inn er sem stendur í góðu formi. I laginu Dísir vorsins kom fram með kórnum tríóið Pétur Péturs- son, Sigfús Pétursson og Björn Sveinsson. Raddir þremenning- anna féllu skemmtilega saman og skiluðu þeir sínum hlut vel. Kór- inn var lítils háttar órór í byrjun, en jafnaði sig er á Ieið. Pétur Pét- ursson söng einsöng meó kórnum í laginu Funiculi Funicula og gerði talsvert vel. Túikun hans hafði á sér allekta ítalskan blæ, en flutningur hefói mátt vera heldur þróttmeiri. Hjalti Jóhannsson og Jón Gíslason sungu með kórnum í laginu Munastund eftir Kristján Stefánsson, sem einnig hefur ort ljóðið. Hjalti og Jón gerðu þekki- lega, en Kristján hefði mátt beita sér heldur meira. Loks söng Einar Halldórsson einsöng í lögunum Á leið til Mandalay og Hraustir menn. Einar gerói vel. Rödd hans hefur fágast verulega og er mun stilltari en hún var. Hins vegar hefur aó hluta horfið hinn frum- stæói þróttur, sem gaf flutningi hans heillandi sérstöðu og er það nokkur skaði. Lokakór hinnar miklu kóra- veislu í Miögarði í Skagafirói var Skagfirska söngsveitin. Stjórnandi hennar er Björgvin Þ. Valdimars- son, en undirleikari Sigurður Mar- teinsson. Söngsveitin hafði sex lög á söngskrá sinni og hóf hana með verkinu Odi et amo úr Catulli Carmina eftir Carl Orff við ljóð eftir Katulus. Verkió er flutt án undirleiks og gerir verulegar kröf- ur til nákvæmni í túlkun. Söng- sveitin gerði verulega fallega og stóð sig með sóma. Allur flutning- ur sveitarinnar var með sama brag. Hann einkenndist af vand- virkni og metnaði og bar vott nat- innar æfingar og góðs aga. Guðmundur Sigurðsson og Oskar Pétursson sungu dúett í lag- inu Kveðja heimanad eftir söng- stjóra kórsins við ljóð eftir Jón frá Ljárskógum. Raddir tvímenning- anna féllu skemmtilega saman og fórst þeim flutningur vel úr hendi. Hópur austflrskra áhugamanna um aukin samskipti milli Norð- ur- og Austurlands efndi til sýn- ingar í Blómahúsinu á Akureyri um sl. helgi. A sýningunni kynntu listamenn myndir og Ijóð, handverksfólk handverk af ýmsu tagi og austfirsk fyrirtæki starfsemi sína. Hugmyndin að baki sýningunni var að vekja at- hygli á þeim auknu möguleikum sem bættar samgöngur milli Norður- og Austurlands skapa til að tengja saman menningar- og viðskiptalíf landshlutanna. Meðal þess sem bar fyrir augu var leðurfatnaður unninn úr hrein- dýraskinnum, reyktur silungur og sumarhúsaframleiðsla auk þess sem Olöf Birna Blöndal hélt mál- verkasýningu en hún nam við Stephens College í Columbia og Myndlistaskólann í Reykjavík. Með sýningunni var sýnt í Óskar Pétursson söng einsöng í laginu Mansöngur eftir Romberg. Óskari tókst vel í heild séó, en öðru hvoru var sem hljómur hyrfi úr tóninum og hann yrði flatur og líflítill. TÓNLIST HAUKUR ÁúÚSTSSON SKRIFAR Kórstjórinn, Björgvin Þ. Hall- dórsson, lumaði á rúsínu í pylsu- endanum og henni ekki af minni gerðinni. Hann tilkynnti, aó sópr- ansöngkonan Sigrún Hjálmtýs- dóttir væri mætt á staðinn til þess að syngja nokkur lög með söng- sveitinni. Söngur Sigrúnar vakti mikla hrifningu, en hún flutti meðal annars aríu úr Leðurhlök- verki aó það er ekkert tiltökumál að fara milli þessara landshluta og kynna listir, vöru og þjónustu en vegurinn um Möðrudalsöræfi var sagður ófær öllum bílum þegar Frá sýningunni í Blómahúsinu. unni og dúett með Óskari Péturs- syni í laginu Vorsól eftir Björgvin Þ. Valdimarsson og fór sannarlega á kostum. Stór-kóratónleikunum lauk á því, að Skagfirska söngsveitin og Rökkurkórinn sameinuðust undir stjórn Björgvins Þ. Valdimarsson- ar í hérðassöng Skagfirðinga Skín við sólu Skagafjörður eftir Sigurð Helgason við ljóð Matthíasar Joc- humssonar, og Karlakórarnir Heimir og Þrestir sungu saman undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar lagió Úr útsœ rísa Islands fjöll el'tir Pál Isólfsson við ljóö Davíðs Stefánssonar. Öll framkvæmd hinnar miklu kóraveislu var kórurn, söngstjór- um, undirleikurum og undirbún- ingsaöilum til sóma. Ekki bar á leiða hjá nokkrum manni þrátt fyr- ir rétt tæplega þriggja klukku- stunda setu án hlés. Það var ekki heldur unnt að láta sér leiðast og er það reyndar aldrei á þessum miklu samkomum skagfirsku kór- anna tveggja í Mekku kóraflutn- ings á Islandi, Miögarði í Skaga- firði. hópurinn kom norður. Það er næsta víst að betri samgöngur og aukið samstarf milli Norður- og Austurlands getur styrkt búsetu í landshlutunum. GG Mynd: GG Blómahúsið á Akureyri: Kynning Austfirðínga

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.