Dagur - 28.04.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 28.04.1994, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 28. apríl 1994 - DAGUR - 11 Jón Pálmason við sjávarréttaborðið á Fiðlaranum, en þar var m.a. boðið upp á klumbubein, gcllur steiktar í salthnetum og þorskhrognaköku. Veitingahúsið Fiðlarinn á Akur- eyri kynnti 15. apríl sl. ýmsa sjáv- arrétti sem unnir eru úr þeim hlut- um fisksins sem hingað til hal'a lítt eða ckki verið nýttir. Þar má nefna klumbur, gellur, kinnar, þorskhrogn o.fl. Afurðirnar eru m.a. unnar í fiskvinnsluvél sem Jón Arnar Pálmason á Akureyri hefur verið aö þróa og framleióa, en hún nær m.a. 2-3% meiri nýt- ingu í pökkun. Aukningin byggist á því að vélin lagar sig betur að fiskinum og nær hámarksnýtingu í hausun. Meðal þess sem var á boðstól- um á Fiðlaranum voru djúpsteikt- ar fiskbollur lagaðar úr marningi; klumbubein sem var snyrt til og síóan velt upp úr deigi, gellur steiktar í salthnetum, en þeim var fyrst velt upp úr hveiti og eggi; þorsk- og steinbítskinnar með beini og roði sem steiktar voru upp úr raspi og henta með hrís- grjónum, karrí eða súrsætri sósu; marningskæfa, en bindiefnin eru smjör og sýróur rjómi; hlaup af hausum og beini sem er grugg- hrcinsaö, þ.e. soðið er upp á með eggjahvítum sem draga í sig allt gruggió sem sest ofan á soðið. Síöan er því hellt gegnum síu og þannig fæst tær vökvi. Óvenjulegt sjávarréttarborð á Fiðlaranum: Forréttir skreyttir með loðnuhrognum og gellur steiktar í salthnetum Loðnuhrogn, marineruð í sítr- ónu, hvítvíni, salti og pipar, en það á einnig vaxandi fylgi að iagna aó skreyta forrétti með Guðmundur Har- aldsson verður nteð leiklistar- námskeið á Ak- ureyri dagana 7. maí til 11. maí. A námskeið- inu verður farið inn á vinnu lcik- arans, unnið mcð íntyndunarafl og tilfinningar í samhengi viö leik á sviði. Stuðst verður við kenningar og aðferðir Stanislavski, Lee Strasbcrg, Dranta Centre og Uta Hagen, sem allar stuóla að því að ná dýpri tjáningu í leik. Guómundur Haraldsson var eitt ár í leiklistarskóla í Danmörku og síðan stundaöi hann nám við Drama Centre í London og lauk þaöan námi 1992. Guðmundur hefur leikstýrt í Fjölbrautaskólan- um við Ármúla, Verslunarskóla loðnuhrognum; fars sem var lagað úr karfamarningi en marningurinn gerir sama gang og þegar flakið er hakkað í t.d. bollur; þorskhrogna- íslands, hjá atvinnuleikhópnum Þormaguð og Leikfélagi Keflavík- ur. Nánari uppl. í símum 11493 (Hilda) og 91-15518 (Guðmund- ur). (Úr frétlatilkynningu) Laueamarkaður á laugardag Héraóssamband Suóur-Þingeyinga stendur fyrir Laugamarkaði í íþróttahúsinu að Laugum í Reykjadal nk. laugardag frá kl. 13-17. Á Laugamarkaði eru fjölmargir aðilar að bjóða til sölu hinar fjöl- breyttustu vörur og er þátttaka mjög góó. Einnig verður boðið upp á kaffihlaðboró og lifandi tón- list. kaka, sem er blönduð með eggja- rauðu, salti og pipar og steinselju. Síöan voru þau sett í kökuform og bökuö í ofni í vatnsbaði í ca. 20 mín. viö 175 gráður. Friórik Karlsson, matreiðslu- maður, segir upphafið að þessu óvenjulega sjávarréttaborði vera þá að Jón Pálmason hafi fært það í tal hvort mögulcgt væri að nýta þcssa hluta fisksins. „Við erum með þessu að benda á aö fiskurinn er of lítið nýttur og t.d. er vinnsla á marningi auóveld því ekki þarf að bæta við neinum vélakosti, og öll slík vinnsla sem leiðir til hærra verðs er til bóta fyrir frystihúsin,“ sagði Jón Pálmason. GG Leiðrétting Upplýsingar urn hið nýja skip Borgar hf. í Hrísey, Eyborgu EA- 59, sem kom til heimahafnar frá Portúgal sl. sunnudag, skoluðust eitthvað til í myndatexta í Degi sl. þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum Sigl- ingamálastofnunar ríkisins er mesta lengd skipsins 25,99 metrar (minnst 24,62 m), breidd 7,90 metrar og dýpt 6,20. Skipið er 164,54 brúttólestir en 268 brúttó- tonn. Skráningarnúmer 2190. GG Leiðrétting Ein af fyrirsögnum á baksíðu blaðsins í fyrradag tók hcldur óheppilegum breytingum í vinnsluferli blaósins. I fyrirsögn á frétt urn batnandi verð á loð- skinnamarkaði í Danmörku urðu þau mistök að í stað þcss að segja að útflutningsverðmæti loóskinna stefni í 450 milljónir króna sagði að útfiutningsverðmæti Loöskinns stefni í áðurnefnda upphæð. Hér blandaðist því óvart nafn sútunar- vcrksmiðjunnar Loðskinns á Sauðárkróki inn í en hún hefur, eins og sjá má af fréttinni, lítið með málið aö gera. Beðist er vel- virðingar á þessu. JÓH Nýting þess auðs sem úr sjó er dreginn hefur farið vaxandi, en betur má ef duga skal. Fjær á myndinni má m.a. sjá loðnuhrogn, en grásleppan er notuð til skreytingar. Myndir: GG Leiklístarnámskeið á Akureyri Hátíðarbragur og botnlaust fjör Föstudagskvöld 29. apr«: Djass í Hótel Reynihlíð kl. 21:30. Viðar Alfreðsson, Kristinn Svavarsson og félagar. Laugardagur 30. apríl: Dorgveiðikeppni- veitt verður í Mývatni. Bókanir á Hótel Reynihlíð í síma 96-44170. Mývetnskt bakkelsi á veitingastaðnum Hvernum kl. 14-17. Silungs- og kjötréttir í Hótel Reynihlíð - hægt að fá veiði dagsins matreidda. Laugardagskvöld: 9 Menningardagskrá í Skjólbrekku kl. 21:00. „Minning um skáldkonu" - úr verkum Jakobínu Sigurðardóttur. Ragnar Jónsson flytur píanóverk eftir sr. Örn Friðriksson. Laugardagskvöld: 9 Barkvöld í Hótel Reynihlíð. Sunnudagur 1. maí: 9 Hugvekja og tónlistarflutningur í Reykjahlíðarkirkju kl. 11. 9 Vortón/e/kar Tónlistarskóla Mývatnssveitar kl. 14 í Reykjahlíðarskóla. Þaö h*ai,"! 9 Reykjahlíðarganga. Ganga á Hlíðarfjall kl. 10. Á vorhátíðinni verður sýning á málverkum Ragnars Jónssonar í Hótel Reynihlíð, sýning á annað hundrað listmuna unnir af eldri borgurum í Mývatnssveit í Reykjahlíðarskóla og matartilboð frá Kaupfélagi Þingeyinga á Hvernum. lsland Sækium B L A Ð A Ciiw inn ........ í BLÓMAHÚSINU 28. apríl til 1. maí Sýning á bestu blaðaljósmyndum síðasta árs Opið frá kl. 13 - 21 ATH: Aðeins þessa fjóra daga Aðgangseyrir kr. 200.- HVlTA HÚSIÐ / SlA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.