Dagur


Dagur - 28.04.1994, Qupperneq 14

Dagur - 28.04.1994, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 28. apríl 1994 MINNINO A Kristján Einarsson Uí frá Diúnalæk frá Djúpalæk Fæddur 16. júlí 1916 - Dáinn 15. apríl 1994 Minningabrot vegna andláts Kristjáns skálds frá Djúpalæk Hvort viltu selja Hvalfjörð? var hógvœrlega spurt. - Þeir hafa máske haldið að hœgt vœri að flytja 'ann burt. Þegar Bandaríkjamenn fóru þess á leit 1946 aö fá ýmis íslensk land- svæði á leigu til 99 ára fyrir her- stöðvar, brá mörgum illa. Heims- styrjöldinni var lokið og hugur manna beindist að friði en ekki her- stöðvum. Ekki voru liðin full tvö ár frá stofnun lýðveldis á Islandi og flesta dreymdi um full yfirráð ís- lenskrar þjóðar yfir íslensku landi og nytjum þess til lands og sjávar. Margir risu því upp og andmæltu óskum um herstöðvar, m.a. því að Hvalfjörður yrði seldur á leigu. Andmælin voru margvísleg og mis- jafnlega fram sett, en áhrifamestu andmælin komu frá skáldi við Eyja- fjörð, þegar Kristján frá Djúpalæk birti kvæði sitt Hvalfjörður. Þar var slegið á þá strengi, sem snertu taug- ar flestra Islendinga. Kvæðið er stutt og telst ekki til stórvirkja á borð við margt annað, sem Kristján lét frá sér fara. En það hitti í mark og er sönn- un þess að skáldum tekst það, sem aðrir veróa aóeins að láta sér nægja aó þrá aö gera. Því til sönnunar hverjar undirtektir þetta stutta en hnitmiðaða kvæði hlaut langar mig að segja eftirfarandi sögu: Skömmu eftir að Kristján gerði kvæði þetta var ég á leið vestur á land með langferðabifreið. Hún bil- aði ofarlega í Oxnadal og við far- þegamir biðum þess í Bakkaseli í tvo tíma að önnur bifreið kæmi frá Akureyri. Þá fóru einhverjir að hafa yfir vísur og kvæði til að stytta bið- ina og halda uppi nokkurri skemmt- an. Fór ég þá með kvæðió Hval- fjörð, og hef ekki í annan tíma haft yfir kvæði, sem hlotið hefur betri viðtökur. Einn úr hópnum merkur bóndi úr Skagafirði, Gísli í Eyhild- arholti, kallaði þegar: „Hver hefur gert þetta? Þessi maður þarf ekki að yrkja meira. Það verður ekki gert betur.“ - En sem betur fer átti Krist- ján frá Djúpalæk eftir að yrkja miklu meira og hafði þó strax margt vel gert á þessum tíma, er hann stóð á þrítugu. Leiðir okkar Kristjáns lágu fyrst saman á árinu 1945, en þá hittumst við ásamt fleiri ungum körlum og u* Einn vetrardag í mars var okkur systk- inunum sagt að Aki bróóir lægi mikió veikur á Sjúkrahúsinu á Akureyri og þann 12. mars var hann dáinn, alvar- legur sjúkdómur varó þess valdandi. Hjá engum manni er dauðinn víðs- fjarri. Aki var skapgóóur og hress maóur alveg frá því aö við munum fyrst eftir honum, duglegur í vinnu og vann sín verk vel. Áki lifði sín æskuár á Breið- dalsvík. Á unglingsárum stundaði hann nám í Laugaskóla. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Bryndísi Karls- dóttur, og settust þau að á Akureyri. Þaó var gaman að heimsækja Áka á heimili hans og Bryndísar aó Borg- arsíðu 18. Fallegt fjölskylduheimili sem fjögur böm blómstra á. Þau Fjóla, Sóley, Lilja og Brynjar Elís setja sannarlega lit á þetta myndarlega heimili, sem Áki og Bryndís byggóu í sameiningu. Áki var vinnusamur maður og ef hann átti frí frá sinni vinnu fékk hann sér alltaf eitthvað að gera heima, ann- konum til að blása nýju lífi í Æsku- lýðsfylkinguna á Akureyri, samtök ungs fólks er fylgdi Sósíalista- flokknum að málum. Unnum viö talsvert saman innan þeirra samtaka og fór vel á með okkur. Enda þótt aldursmunur væri nokkur þróaðist fljótlega með okkur vinátta, sem entist alla tíð síóan. Við höfðum sem ungir menn brennandi áhuga á hafa bætandi áhrif á heiminn og ekki síst kjör alþýðufólks á Islandi, og við töldum okkur hafa fundió réttan farveg til aó vinna á. Kristján vann um þessar mundir hjá merku fyrirtæki á Akureyri, sem hét Kol- sýruverksmiðjan Sindri, og nokkrir ungir menn höfðu komió á fót. Þarna var unnið á vöktum allan sól- arhringinn og ég tók mjög að venja komur mínar þangaó á fund Krist- jáns, einkum þegar ég vissi aö hann var á kvöld- eða næturvakt. Þeir fundir urðu mér lærdómsríkir og ég fór jafnan léttari í lund og bjartsýnni en ég kom, og að ég held betri mað- ur. Þar kom, aó ég fór að vinna í verksmiðjunni eina og eina vakt í forföllum starfsmanna. Var það fyr- ir tilstilli Kristjáns, og þegar hann hætti störfum hjá verksmiðjunni 1949 tók ég við starfi hans þar um skeið. Á árinu 1950 settust þau Krist- ján og Unnur kona hans að í þáver- andi skáldanýlendu, Hveragerði, og áttu þar heimili um 12 ára skeið. Á þeim tíma stundaði Kristján ýmsa vinnu, gerðist m.a. húsamálari og kenndi börnum í Þorlákshöfn. Á þessum tíma urðu fundir okkar ekki margir, en þeim mum fleiri gim- steina eignaðist ég, þar sem eru bréfin sem hann sendi mér á þessum fjarvistartíma frá Norðurlandi, ýmist í bundnu eða óbundnu máli. Þau var og er unun að lesa, enda var maður- inn snillingur í allri meðferó ritaós máls, þó að ljóðin muni lengst lifa og halda uppi minningu hans og hróðri. En enn áttu leiðir okkar eftir að liggja saman. Eg hafói á miðjum Hveragerðistíma Kristjáns gerst rit- stjóri Verkamannsins, málgagns sósíalista á Akureyri. Um skeið hafði Hjalti Kristgeirsson hagfræð- ingur unnið með mér að útgáfu blaðsins, en lét af störfum í árslok 1961. Þá vantaði mann til að vinna viö blaóió og ritstýra því ásamt mér. Það varð að ráði með okkur Birni Jónssyni að kanna hvort Kristján frá Djúpalæk myndi fáanlegur til aó aó hvort í bílskúrnum eða garðinum sínum. Áki átti sex systkini og erum vió yngst þeirra. Nú er komið stórt skaró í systkinahópinn, skarð sem enginn fyllir upp í. flytjast aftur norður yfir heiðar og taka að sér starfið. Þetta gekk eftir og næstu fjögur árin vorum við saman ritstjórar og unnum öll þau störf önnur, sem með þurfti til að koma blaðinu út. Það var oft erfitt en ánægjulegt og samstarf okkar með miklum ágætum, svo að aldrei bar þar skugga á. Að fjórum árum liðnum hætti Kristján sem fastur starfsmaður við blaðið og helgaði starfskrafta sína eftir það eingöngu ljóðagerð, þýðingum og öórum tilfallandi ritstörfum, auk þess sem hann fylgdist á sumrum með ferðum veiðimanna á bökkum nærliggjandi laxveiðiáa. En allan þann tíma, sem ég átti eftir aó annast útgáfu Verka- mannsins var hann mér þó mjög innanhandar, skrifaði fasta þætti í blaðið og hljóp í skarðið með önnur skrif, þegar á lá. Það fer ekki á milli mála, að þau ár, sem Kristján starfaði við Verka- manninn, lyfti hann blaðinu, vin- sældir þess og útbreiðsla óx til muna. Minnisstæðast verður mér þó alltaf hið ágæta samstarf og ótal gleðistundir, sem við áttum saman, ekki síst þegar við hjónin sóttum þau Unni og Kristján heim eða mættum ásamt þeim annarsstaðar til góöra vina funda. Og ánægjulegir samfundir héldust jafnan eftir þetta. Kristján var ekki Iangskólageng- inn maður, en víólesinn og sjálf- menntaður. Hann stundaói nám í Eiðaskóla veturinn 1936 til 37 og sat í Menntaskólanum á Akureyri veturinn eftir. Þar með var skólagöngu lokið. Við tók vinnu- Vorið var að koma. Nýtt Iíf að taka við af því sem féll til moldar á síð- asta hausti. Það snart mig sárt að frétta að Baldur Jónsson fyrrverandi yfirlæknir barnadeildar FSA væri látinn. Manni varð hugsað til dýpstu röksemda tilverunnar viö þá fregn. Baldur hafði yfir 30 ár unnið ötul- lega að sínu lífsstarfi, barnalækn- ingum, enda ávallt nefndur Baldur barnalæknir. Nú hugðist hann njóta áhugamála á ævikvöldi lífsins eftir erilsaman og farsælan starfsferil. Stutt er síðan ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi sem formaður Um þig Söknuður brýst út þegar þú yfigefur. Tárin brjótast út. Vonleysið grípur mann, andlega hliðin böðuð í sorg. En ég trúi á Guð, hann lýsir brátt upp í huga mér, gefur mér von, lífið heldur áfram þó þú hafið yfirgefið okkur. En von kviknar í brjósti mér því þú ert ekki dáinn, en á dyrum dauðans, átt aðeins eftir að opna hurðina, en ég trúi á Guðs kraftaverk, en dauðinn hafði yfirhöndina. Þú kveður með söknuði, en við með sorg. Við viljum votta Bryndísi og böm- um, okkar dýpstu samúð, einnig öór- um syrgjendum Áka. Vió biójum Guð að veita þeim styrk. Guó blessi ykkur öll. Ragna Valdís Elísdóttir, Elís Pétur Elísson. mennska í sveit, búskaparbasl, verkamannavinna á Akureyri og svo þau störf, sem hér að framan hefur áður verið getið. Á Eiðum kynntist hann konunni, sem síðan átti eftir að þola með honum súrt og sætt allt til hinsta dags, Unni Friðbjarnardóttur, frá Staðartungu í Hörgárdal, sem nú lif- ir mann sinn. Sambúð þeirra varð með þeim ágætum að fágætt verður að teljast. Þar entist ástin ævilangt og máttu þau helst aldrei hvort af öðru sjá deginum lengur. Hvorugt hafa þau verið heilsuhraust um dag- ana, en sinntu hvort öðru vel, þegar á bjátaði með heilsuna. Hreint afrek verður að telja með hverjum ágæt- um Unnur hjúkraði Kristjáni og hlúði að honum á allan hátt nú síð- ustu árin, þegar heilsa hans var aö mestu brostin, en hún sjálf ekki við fulla heilsu og aldurinn tekinn að færast yfir. Enn son eignuðust þau Unnur og Kristján og ber hann sama nafn og faðirinn, er doktor í heimspeki og stjórnar FSA að stýra samsæti til heiðurs Baldri og kveðja hann við starfslok á sjúkrahúsinu ásamt nán- ustu samstarfsmönnum hans þar. Á þeirri stundu gafst ráðrúm til að minnast gamalla stunda úr önnum áratuga starfs og einnig að rifja upp glens og gaman sem fylgir félögum í leik og starfi. Bar þar margt á góma og leyndi sér ekki að heiðurs- gestur samkomunnar, Baldur barna- Iæknir, hafói lagt gjörva hönd á margt bæði í erfiðu og annasömu starfi en einnig í hópi góðra vina í dýrmætum en allt of fáum frístund- um. Þær áttu nú að verða fleiri fram- undan og byrjun slíkra stunda var í sól og sumri á Kanaríeyjum fyrir nokkrum vikum en sumarið varð stutt í samfylgd fjölskyldu og vina, þó vonandi haldi það áfram á öðrum vettvangi. Sannaðist þar að enginn ræður sínum næturstað. Baldur Jónsson fæddist á Akur- eyri 8. júní 9123. Hann varð stúdent starfar nú sem lektor við Háskólann á Akureyri. Ekki verður það talin nein furða, að sonurinn skyldi velja sér heimspeki að námsefni, því að Kristján frá Djúpalæk var ekki að- eins stórskáld, snillingur á sviði ljóðlistar og við alla meðferð ís- lenskrar tungu, heldur var hann einnig mikill heimspekingur, sjálf- menntaður. Þá var Kristján og mik- ill trúmaður, þó að trú hans væri ekki bundin neinum trúarbrögðum öðrum fremur. Hugur hans beindist að ýmsum austurlenskum trúar- brögðum, fornum og nýjum, guð- speki, kristindómi, kommúnisma og fleiru, öllu því sem hann taldi að gæti á einhvern hátt bætt þennan heim, gert hann fegurri, bjartari, friðsamari og ánægjuauðugri jarðar- börnum á meðan þau lifa lífi sínu á hnettinum jöró. Kristján frá Djúpalæk var til moldar borinn síðastliðinn föstudag. Yfir kistu hans var m.a. sungið ljóð- ið, sem hann gaf nafnið „Mitt faðir- vor.“ Síðasta erindi þess er þannig: Þó örlög öllum vœru á ókunn bókfell skráð, það nœst úr nornahöndum, sem nógu heitt er þráð. Eg endurtek í anda þrjú orð við hvert mitt spor: Fegurð, gleði,friður - mitt faðirvor. Ljóð Kristjáns frá Djúpalæk eiga eftir að geymast með íslenskri þjóð um langan aldur. Þau eru góð gjöf, sem hann færði þjóð sinni, ekki að- eins þeim, sem með honum lifðu, heldur einnig þeim, sem eiga eftir að koma og mæla á íslenska tungu. Megi minningin um mikinn mann og góðan dreng vera aðstand- endum hans huggun í harmi. Akureyri 24. apríl 1994. Þorsteinn Jónatansson. lra M.A. 1944 og Cand. med. frá H.I. 1952. Baldur lauk sérfræðinámi í barnalækningum í Svíþjóð og kom til starfa á Akureyri haustið 1961. Hann var yfirlæknir við bamadeild FSA frá 9. janúar 1974 til 15. janúar 1994. Aó leiðarlokum er mér bæði ljúft og skylt að minnast vinar og geta þess að ekki er einungis um embætt- isskyldu aó ræða þó að hún ein og sér væri næg ástæða til að stinga niður penna. I þessu tilfelli tvinnast saman minningar tengdar for- mennsku í stjórn FSA og ýmis atvik sem snerta föður barna sem stund- um hafa þurft á hjálp læknis að halda. Hlutverkin hafa verið misjöfn hvert heldur hafa verið ráðandi fað- irinn eða formennskan en í báðum tilvikum var gott að leita til Baldurs og bergja af hans reynslubrunni. Stundum var að vísu erfitt að ná sama flughraða og barnalæknirinn en Baldur var fljóthuga, hraðmæltur og ákaflega röskur til verka. Kom þaó sér oft vel á annasömum tíma- bilum þegar miklu þurfti að afkasta á stuttum tíma. Ekki veit ég hvort Baldur hafði dálæti á Giuseppe Verdi en mér varð hugsaó til orða og tóna þess frábæra tónskálds í frægasta kór óperunnar Nabucco við ritun þess- ara kveðjuorða. „Va, pensiero, suil ale dorate“, svífðu hugur á gullnum vængjum. Vonandi hefur Baldur barnalæknir fundið sér tilverustig sem hæfir vel röskleika hans ásamt fljótri hugsun og miklum hæfilcik- um góðs læknis. Eg votta aóstandendum mína dýpstu samúð og óska þeim bless- unar á erfióri stund, um leið og ég flyt hinstu þakkarkveðju frá FSA. Valtýr Sigurbjarnarson. Akí Elísson Fæddur 15. febrúar 1958 - Dáinn 12. mars 1994. Baldur Jónsson U Fæddur 8. júlí 1923 - Dáinn 18. apríl 1994 . apríl

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.