Dagur


Dagur - 28.04.1994, Qupperneq 16

Dagur - 28.04.1994, Qupperneq 16
alfcí Verður þessi gœðastimpill á nýju innréttingunum og hurðunum þínum? Trésmiðjon fllfo • Óscyri lo • 603 nkureyri Sími 96 12977 • Fox 96 12978 Aðalfundur VH framundan: Aðalsteinn tekur við starfi formanns Aðalsteinn Baldursson, vara- formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, tekur við starfi for- manns, af Kára Arnóri Kára- syni, núverandi formanni, á að- alfundi félagsins í næstu viku. Kári Arnór er fluttur til Akur- eyrar og hefur tekið við starfí framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Norðurlands. Kjörnefnd sem kosin var í janúar sl. gerði tillögu um Aðal- stein sem formann og Hauk Hauksson sem varaformann og þar sem ekki komu fram önnur framboð, eru þeir, sem og aðrir á lista kjörnefndar sjálfkjörnir á að- alfundinum. „Það leggst vel í mig að taka vió starfi formanns,“ sagði Aðal- steinn Baldursson í samtali við Dag. „Það eru næg verkefni fram- undan, enda erfiðir tímar og at- vinnuleysi mikið á svæóinu. Þaó eru fyrirtæki hér á Húsavík, sem hafa verió að boða fækkun á Rekstrarhagnaður Höfða hf. tæpar 20 milljónir króna: Kaup á stærra skipi fyrirhuguð starfsfólki og við höfum verið að reyna að fá þau til aó gera það ekki. Við höfum bent á aðrar leió- ir, m.a. að leita eftir stuóningi At- vinnuleysistryggingasjóðs." Aðalsteinn sagði að gerð hefði verió könnun í franrhaldsskólan- um og þá kom í ljós að um 60 nemendur hafa ekki fengið vinnu í sumar og þar fyrir utan eru 70 manns á atvinnuleysisskrá. „Við höfunr haft samband við bæjaryf- irvöld vegna málsins og bærinn ætlar að ráðast í verkefni, fyrir þetta fólk, þannig að maóur sér fram á að eitthvað muni draga úr atvinnuleysi með vorinu. En betur má ef duga skal,“ sagði Aðal- steinn. KK Málað fyrir nœstu veiðiferð. Mynd: Robyn Sauðárkrókur: Fjör í bíla- viðskiptum að er rétt að nokkurt íjör var í bflaviðskiptum hér á bryggjunni,“ sagði Björn Mika- elsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, en rússneskur tog- ari var í höfn á Sauðárkróki í gær. Rússarnir sóttust fast eftir að kaupa notaða bfla og nokkuð bar á því að bflar sem ýmis veð- bönd hvfldu á væru boðnir hin- um erlendu sjómönnum til sölu. Alls munu rússnesku sjómenn- irnir hafa gert samninga um kaup á 17 bílum á Sauðárkróki undan- farna tvo daga. Fjórtán bílar fóru um borð en kaupum á þremur var rift vegna veðbanda sem hvíldu á þeim. Björn Mikaelsson sagði að erfitt hafi verið að kanna hvort veð hvíldu á bílunum þar sem flestir þeirra hafi verið númers- lausir og fyrst þurft að ganga úr skugga um hvaða bíla væri aó ræða. Björn sagði Rússana mjög áhugasama um kaup á notuðum bílum enda munu þeir geta haft verulegan ábata af því að flytja þá meó sér til síns heima. Oftast gengju samningar um kaup greið- lega fyrir sig en vandinn væri aó fylgjast með því að bílar, sem veóbönd hvíldu á, hyrfu ekki úr greipum eigenda sinna á þennan hátt. ÞI Hæðin yfir Grænlandi fer heldur minnkandi en þó er búist við áframhaldandi norðanátt í dag. Á Norð- vesturlandi verður norðan og norðvestan kaldi með éljum í fyrstu en lægir og birtir nokkuð til þegar líður á daginn. Um noróaustanvert landið er gert ráð fyrir norð- an og norðvestan kalda og éljum. VEÐRIÐ Utgerðarfélagið Höfði hf. á Húsavík gerir út einn rækjutogara, Júlíus Havsteen ÞH-1 og tvo rækjubáta, Aldey ÞH-110 og Kristey ÞH-25 og rekur netagerð. Rekstrartekjur félagsins námu á sl. ári 319,7 milljónum króna en rekstrar- gjöld 251,2 milljónir króna og hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsgjöld 68,4 milljónir króna og rekstrarhagnaður eftir af- skriftir 52,5 milljónir króna. Upphæð vaxta, vaxtamunar, gengiskostnaðar og verðbóta nam 43 milljónum króna og rekstrarhagnaður ársins var 19,8 milljónir króna. Veltuaukning varð 37,5% milli ára, skuldir 258,7 milljónir króna, veltufjámunir um 58 milljónir og nettóskuld því um 200 milljónir króna. Bókfært verð togarans Júlí- usar Havsteen ÞH er 57 milljónir króna en Kristeyjar ÞH liðlega 21 milljón, en veiðiréttindi á 8 millj- ónir króna en bókfært verð skipa, fasteigna o.fl. samtals 157 millj- ónir króna. Höfuðstóll var neikvæður um 42,6 milljónir króna í árslok 1993. Handbært fé frá rekstri var sam- tals 36,1 milljón króna. Hjá Höfða hf. störfuðu 35 manns á sl. ári og námu launa- greiðslur 116,2 milljónum króna. „Við höfum erlendan kaupanda að Júlíusi Havsteen ÞH en höfum ekki fundið annað skip í staðinn, en erum stöðugt að líta í kringum okkur. Við þurfum að fá stærra skip, vel útbúið, og eins að það geti komið til vara ef t.d. Kol- bcinsey ÞH bilar. Þó þarf að gæta þess að út úr þeim skiptum verði Grásleppuafli hefur tvöfaldast milli ára Grásleppuvertíðin fyrir Norð- urlandi hefur gengið mjög vel á þessu vori þegar gefíð hef- ur á sjó. Liðlega 150 bátar hafa fengið leyfí frá Sjávarútvegs- ráðuneytinu á þessu vori til grá- sleppuveiða á svæðinu frá Fonti á Langanesi að Skagatá í vestri. Stefán Hjaltason á Raufarhöfn, sem rær á Þresti ÞH-247, 9 tonna bát, segir veiöarnar hafa gengið mjög vel á þessu vori, mun betur en undanfarin tvö ár, og aflinn verið 4 til 5 tunnur eftir daginn. Á Raufarhöfn eru 17 trillukarlar á grásleppuveiðum og sameinast 8 þeirra um söltun á hrognunum, 4 aðrir eru nteð samvinnu en aðrir einir sér. I dag fást 55 þúsund krónur fyrir uppsaltaða tunnu, eða 1300 þýsk mörk, en á sl. ári fékkst um 51 þúsund krónur fyrir tunn- una. Stefán segir að á Noróaustur- landi gangi veióarnar alls staðar mun betur en á sl. ári og byrjunin hafi verið með því besta sem hann hafi kynnst. „Líklega hefði verið mun betri veiði grynnra ef veðrið hefói ekki verið svona slæmt, þung hafalda, en grásleppan kemur ekki meðan það ástand varir. Grásleppan virð- ist einnig vera mun seinni í hrygn- ingu nú en í fyrra. Bátarnir eru að fá ágæta veiði á allt að 40 föðm- um en venjulega er hún komin upp á 20 faðma á þessum tíma. Eg kann ekki og hef ekki hcyrt neina skýringu á þessari hegðunarbreyt- ingu,“ sagöi Stefán Hjaltason. Þórarinn Hlöóversson á Sauð- árkróki, sem rær á Hafdísi SK-69, 6 tonna bát, segir aö ekki hafi gef- ið á sjó undanfarna daga vegna Tveir af fimm hreppsnefnd- armönnum í Grýtubakka- hreppi, þeir Þórsteinn Jóhannes- son og Jakob Þórðarson, hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram í kosningunum í næsta mánuði. Jakob hefur setió í hrcppsnefnd síóustu 12 ár en Þórsteinn í 8 ár. Samkvæmt því sem Dagur kemst brælu en þegar gefi sé aflinn mun betri en í fyrra. Sótt hefur veriö út með Skaga og aflinn verió upp í 2 tunnur. Þórarinn hefur aflað um 10 tonn, eöa 50 tunnur, en vcrtíð- ina 1993 var aflinn um 8 tonn og má búast við að um liðlega tvö- földun á magni verði að ræða milli ára. 12 bátar eru á grásleppu- veiðum frá Sauðárkróki og 6 frá Skaganum og standa grásleppu- karlar á Sauóárkróki sameiginlega að hrognasöltun. GG næst, munu hinir hreppsncfndar- mennirnir, þau Jóhann Ingólfsson, Margrét Jóhannsdóttir og Jón Þor- steinsson, gefa kost á sér áfram. í Grýtubakkahreppi hefur jal'n- an verið óhlutbundin kosning og er ekki annað vitað en svo verói einnig nú. Urn 290 manns er á kjörskrá í hreppnum. KK Tveir hreppsnefndar- menn hætta ekki mikil skuldaaukning. Höfði hf. var með fyrstu útgeróum að nýta sér það að færa Júlíus Havs- teen á rækjuveiðar eftir aó kvóta- kerfiö var tekið upp. Aflaheimildir hans í bolfiski voru þá færðar yfir á Kolbeinsey. Síðan var honum breytt í frystiskip," sagði Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Höfða hf. Aðalfundur félagsins var haldinn í gærkvöld. GG FERMINGARTILBOÐ PFAFF SAUMAVEL 6085 HEIMILISVÉL 20 SPOR VERÐ KR. 39.995,- KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 Við tökum vel á móti ykkur alla daga til kl. 22.00

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.