Dagur - 18.05.1994, Side 16

Dagur - 18.05.1994, Side 16
Hagfélagið hf. á Hvammstanga: Vinnur að stefnumótandi byggðaáætlun í sam- vinnu við Byggðastofnun Aðalfundur Hagfélagsins hf. á Hvammstanga var nýlega haldinn en félagið skilaði nokkr- um hagnaði á sl. ári. Velta fé- lagsins er þó ekki mikil, um 3 milljónir króna. Hagfélagið hf. er atvinnuþróunarfélag og markmiðið með starfsemi þess er að stuðla að uppbyggingu og eflingu atvinnustarfsemi í Vest- ur-Húnavatnsssýslu. Fyrst og fremst felst starfsemin í ráðgjöf og aðstoð við ýmis verkefni, sér- staklega hvað varðar markaðs- setningu. Framkvæmdastjóri Hagfélags- ins hf., Sigríóur Gróa Þórarins- dóttir, sem einnig er ferðamála- fulltrúi í Vestur-Húnavatnsssýslu, segir aó ekki hafi verið mikið um atvinnuuppbyggingu á svæðinu að undanförnu án þess að Hagfélagið komi þar nálægt á einn eða annan hátt og m.a. hefur félagið aðstoð- aó rækjumjölsverksmiðjuna Tanga hf. á Hvammstanga við aó markaðssetja mjöl í Noregi sem unnið er úr rækjuskel og hrati. Mjöliö er aóallega notað í laxeldi. Auk Tanga hf. er það aðeins Krossanesverksmiðjan á Akureyri sem vinnur rækjuskel. „Þaó er mjög umhverfisvænt aö vinna rækjuskelina, sem annars þarf að urða eða l'arga á einhvern annan hátt en oftast er henni kast- að í hafið í nágrenni verksmiðj- anna. Viö höfum cinnig verið að aðstoða bómullarverksmiðjuna Skarp hf. á Hvammstanga, sem m.a. framleiðir bómullarskífur og eyrnapinna, en sölumálum hefur ekki verió fylgt nógu vel eftir. Ymsir aórir einstaklingar og fyrir- tæki hafa notið aóstoðar Hagfé- lagsins. Framundan er stefnumótandi byggðaáætlun fyrir Vestur-Húna- vatnsssýslu en Byggðastofnun hefur frumkvæðið og verður verk- efnið unnið undir hennar nafni en í samstarfi við Hagfélagið. Það verkefni stendur til næstu ára- móta. Þetta er fyrsta stefnumót- andi byggóaáætlunin sem gerð er hérlendis,“ sagði Sigríóur Gróa Þórarinsdóttir. GG Skipverjar á Árbaki EA, togara Útgerðarfélags Akureyringa hf., brugðu á leik á ieiðinni hcim af miðunum sl. sunnudag. Þeir settu gúmmíbjörgunarbátinn á flot fyrir austan land og tóku „Iétta æfingu“. Ljósmyndari Dags um borð brá vélinni á loft og náði þessari skemmtilcgu mynd. Árbakur landaði rúmlega 130 tonnum af blönduðum afla hjá ÚA á mánudag en hélt aftur á miðin í gærkvöld. Mynd: i>orgcir. Akureyri: Um 800 störf hafa horfið - segir Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður gtjórnvöld hafa enga stefnu í stungið öllum tillögum verka- lýðshreyfingarinnar um eflingu atvinnulífsins undir stól. Þau telja ekki í verkahring sínum að efla atvinnulífið, sagði Guð- mundur Omar Guðmundsson, formaður Alþýðusambands Norðurlands, á sameiginlegum fundi verkalýðsfélaganna á Ak- ureyri og við Eyjafjörð um at- vinnumál, sem haldin var á Ak- Sauðburður stendur sem hæst: Frjósemi fjár er alltaf að aukast Sauðburður stendur nú sem hæst. Hjá mörgum bændum er um helmingur borinn en ann- arsstaðar er hann kominn lengra á veg. Nokkuð hefur verið um erfíðleika í sambandi við burð og frjósemi er óvenju mikil. Flestar ær eru tvflembdar og nokkuð um að ær eigi þrjú lömb. Sauðburóur hefur gengið frem- ur vel á þessu vori hér um slóðir. Samkvæmt heimildum Dags hefur þó nokkuð boriö á því að ær eigi erfitt meó buró en það virðist fremur vera bundið við einstaka VEÐRIÐ I dag er gert ráð fyrir breyti- legri átt, um norðanvert landið. Á Norðvesturlandi mun þykkna upp með skúr- um og ef til vill samfelldri vætu sumstaðar þegar líður á daginn. Norðaustantil verður hinsvegar hæg breytileg átt og léttskýjaó. bæi en að um almenna crfiðleika sé aó ræða. Elfa Agústsdóttir, dýralæknir, sagði í samtali við Dag að hún gæti ekki merkt að um fieiri útköll væri að ræða en venjulega vegna sauðburðar. „Það þarf ætíð að hjálpa til í einstökum tilfellum en þetta er ekki meira í ár en venjulega." Frjósemi sauótjár hefur verió að aukast á undanförnum árum og nú virðist heyra til undantekninga að ær fæði eitt lamb. Guðmundur Víkingsson, bóndi í Garðshorni á Þelamörk, sagði að þaó sem af sauðburði væri hjá sér væru fiestar ær tvílembdar og tvær hefðu þegar borðið þremur lömbum. Svipaða sögu væri að segja frá þeim bæj- um þar sem hann þekkti til. Frjó- semin væri að aukast. „Menn hafa verið aó rækta þessa eiginleika fjárins á undanförnum árum og ár- angurinn er kominn í ljós,“ sagði Guómundur. Svipaðan tón var að heyra hjá öðrum sauðfjárbændum er rætt var við. Frjósemin væri alltaf að aukast. ÞI ureyri á mánudagskvöld. Guð- mundur ræddi atvinnuvandann frá mörgum hliðum og sagði meðal annars að um 600 störf hafi tapast í ullar- og skinnaiðn- aði og um 200 störf í skipaiðnaði á Akureyri á liðnum árum. Guðmundur Oniar ræddi cinnig um aðrar atvinnugreinar og sagði samdráttinn allstaóar koma fram. Erfiðleikar væru í byggingariðn- aði og ýmsar verklegar fram- kvæmdir hafi dregist verulega saman. Hann ræddi nokkuó um útboðsmarkaóinn og kvað fyrir- tæki freistast til þess aó bjóða í verk langt undir kostnaðarverði til þess eins að reyna að lifa en slík vinnubrögð leiddu því mióur mik- ið oí'tar til þess að viðkomandi fyrirtæki kæmust í vanda en að at- vinnutækifærum væri bjargað. Svo langt væri gcngið að jafnvel væri samió um verk við fyrirtæki sem römbuðu á barmi gjaldþrots og gætu ekki greitt út laun. Guðmundur Omar ræddi einnig um samdrátt í landbúnaði og sagði hann hafa dregið úr atvinnumögu- leikum í þéttbýli og kvað skoðun sína að sú þróun væri alls ekki á enda runnin. Með þátttöku íslands í alþjóðasamningum myndi opnast fyrir einhvern innflutning á Iand- búnaðarvörum, sem væru fram- leiddar á menguðum svæðum Evr- ópu og niðurgreiddar af viðkom- andi ríkissjóðum. Hann sagði að þrátt í'yrir þcssa hættu væri ckki allt svart framundan í þcssum málum og nú væru til dæmis að opnast mögulcikar til útfiutnings á lífrænt ræktuðu grænmcti. Hvaó sjávarútveginn varðar sagði Guðmundur Omar að ís- lendingar væru fyrst og l'remst hráefnisútfiytjendur og yrðu að teljast til vanþróaóra þjóóa að því leyti. I því el'ni |)yrfti að snúa vörn í sókn og auka l'ullvinnslu sjávar- afia til muna. Þá ætti cinnig að stuðla að auknum löndunum cr- lcndra veiðiskipa til vinnslu afia þeirra í íslenskum vinnslustöðv- um. Með því sköpuðust aukin út- fiutningsverðmæti auk þess scm þjónusta vió þcssi veiðiskip skap- aði atvinnu fyrir ýmsa iönaðar- menn hcr á landi. Guðmudur Omar benti á að hcr skorti áróður fyrir aukinni at- vinnustarfsemi og að cinnig þyrl’ti að efia allt markaðsstarfs, bæöi á sviði útfiutnings og ekki síður feróamála. I þeirri atvinnugrcin væri víða vaxtarbrodda aó finna en ýmsar aðstæður gerðu mönnum erlltt lýrir mcð að nýta þá sem skyldi. I því sambandi nefndi Guðmundur Omar fyrirhugaóa byggð orlofshúsa í Kjarnaskógi. Orlofshúsin væru mcó því áhuga- verðasta er nú væri unnið að varð- andi fcrðamálin en því miður þá stæóu nefndir Akureyrarbæjar mjög fast á brcmsunum í þessu máli. Nauðsynlcgt væri að fá fleiri feröamcnn til Akureyrar en þar væri við nokkuð ramman reip að draga þar sem Flugleiðir sætu að mestu leyti að öllum iolksflutn- ingum til landsins. Ekki hafi reynst unnt að semja vió forráða- mcnn l'yrirtækisins um beint fiug til Akureyrar - þeir vildu fremur AN fá ferðamenn inn á sín hótel á höf- uðborgarsvæðinu. Guðmundur Omar lauk máli sínu á að segja að atvinnulcysið væri komið til að I'ara - ckki til að vera. Landsmcnn gætu ckki búið við þaö ástand. ÞI Allt fyrir garðinn í Perlunni við □ KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg. simi 23565 (IWía - íslenskt og gott Byggðavegi 98 Opið til kl. 22.00 alla daga

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.